Dagur - 17.06.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 17. júní 1986
17. júní 1986 - DAGUR - 7
A þremur
seglskutum
tíl Skoflands
„Tilgangurinn með þessu
ferðalagi er fyrst og fremst að
eyða sumarfríinu á skemmti-
legan hátt,“ sagði Sævar Sig-
urðsson, annar eigandi
skútunnar Isoldar, en hann
lagði af stað í skútusigiingu til
Skotlands sl. fimmtudag,
ásamt félögum sínum, þeim
Sigurði Jóhannssyni og Jóni
Sigurðssyni. ísold er í samfloti
við tvær aðrar skútur, Silju frá
ísafirði og Nínu frá Dalvík.
ísold er 28 feta löng seglskúta
með 13 hestafla hjálparvél. Hún
er með 10 metra hátt mastur og
allan þann seglabúnað sem svona
skútur hafa, eða 6 segl og hún er
þrjú til þrjú og hálft tonn að
þyngd. Allar skúturnar þrjár eru
eins að gerð.
Sævar sagði að komið yrði við í
Færeyjum og stoppað þar í einn
sólarhring, en síðan yrði siglt nið-
ur með vesturströnd Skotlands,
sennilega að Clydefirði. Þar gæli
komið til greina að skilja bátana
eftir og fljúga heim og myndi
þetta þá taka u.þ.b. einn og hálf-
an mánuð. Ef siglt yrði heim aft-
ur myndu sennilega bætast við
einir tíu dagar.
Sævar sagði ennfremur aö
þetta gæti ekki talist dýrt sumar-
frí. „Ef báturinn er ekki reiknað-
ur með þá er allur kostnaður í
lágmarki. Við erum með 70 lítra
af díselolíu, sem telst lítið, og þar
fyrir utan erum við aðeins með
matinn ofan í okkur. Hins vegar
hefur farið mikill tími í undirbún-
ing, enda í mörg horn að líta.
Það þarf að útvega nauðsynleg
sjókort, búa bátinn tækjum o.fl.
og þetta hefur tekið u.þ.b. eitt
ár, enda er þetta með lengri ferð-
um sem íslenskar skútur fara í.
Bara önnur leiðin er á milli 800-
1000 sjómílur sem telst mikið á
Evrópumælikvarða. “
Aðspurður hvort þetta væri
hættulegt sagðist Sævar ekki geta
svarað því neitandi, allir vissu að
sjórinn gæti verið óútreiknanleg-
ur. „Hins vegar erum við mjög
vel undirbúnir og með siglinga-
tæki af bestu gerð, s.s. lóran-
i tölvu, góð fjarskiptatæki o.fl. Við
erum líka staðráðnir í að tefla
ekki í tvísýnu, veðurspáin er sér-
lega hagstæð þannig að við leggj-
um tiltölulega áhyggjulausir af
stað,“ sagði Sævar Sigurðsson að
lokum. JHB
Rabbaðí
Eitt af vorverkum íslands er
að sinna æðarvörpum. Það
hefur verið gert frá ómuna-
tíð og þeir eru margir sem
því hafa vanist. Æðarvarpið
á Laxamýri í Suður-Þingeyj-
arsýslu er gamalgróið varp í
hólmum í Laxá. Stórey er
stærst þeirra og þar verpir
um 70% af fuglinum.
Við tökum bátinn sem liggur í
vari.
Það er gaman að vera farþegi
og sitja á miðþóftunni og virða
fyrir sér umhverfið. Við sjáum
ekki æðarfuglinn ennþá, en strax
fljúga yfir okkur fimm hrafnsend-
ur og hvín í vængjunum. Straum-
andarhjón í smáhólma við hlið-
ina á okkur láta sér lítið bregða
þau hafa líklega ákveðið að nema
þar land og verpa. Tilsýndar er
hávellan, auðþekkt á stélinu, en
lómúrinn heldur sig lengra, hann
vill lítið láta á sér bera og veiða
sín seiði í friði. Hann verpir við
árbakkann og stingur sér beint í
vatnið verði hann var við manna-
ferðir og er hreiðrið miklu nær en
maður heldur því hann er dugleg-
ur kafari.
Tíminn líður hratt þegar um-
hverfið grípur hugann og brátt
nálgumst við Stórey. Þetta er svo
stuttur róður. Það eru margir
blikar á bakkanum þar sem við
leggjum bátnum og þeir víkja frá í
rólegheitum og synda í aðra átt.
Þótt æðarfuglinn vilji búa hjá
manninum þá er alltaf best að
vera í hæfilegri fjarlægð. Koll-
urnar þeirra sem synda þarna
liggja á hér í runnunum, þær
sækja í að vera í skjólinu. Yfir
daginn rabba blikarnir saman á
bökkunum eða fá sér sundtúra. í
lokin verða þeir leiðir á að hanga
yfir þessu og fara flestir þegar líð-
ur á klaktíma eggjanna og fara þá
út á sjó og eru ekki viðstaddir
þegar ungarnir koma.
Það er misjafnt hvað fuglinn
sest snemma. Það fer líklega eftir
átunni í sjónum. Ef þær eru feitar
þá verpa þær áður en snjóa leysir
og mörgum eggjum, best er þó að
ekki séu fleiri en sex í hreiðri,
æðarvarpi
* « x •* * Jh ' 4 * * ‘** ■ "•
£r ::
Oft getur verið þröngt á þingi á bökkunum. Gaman væri að skilja samtölin.
Vörubílsdekk gefur fuglinum
gott skjól fyrir vindinum og
dúnninn helst vel í hreiðrinu.
kollan ræður varla við meira. Ef
minna er af átu þá kemur fuglinn
seint og verpir fáum eggjum. Og
þó liðið sé á varpið þá eru alltaf
einhverjar sem koma seint hvað
sem veldur. Stundum mistekst
hjá þeim varpið, vargar taka
eggin, eða flæðir yfir þau og þá
verpa þær aftur en fáum.
Æðarfuglinn er glæsilegur fugl
og gaman er að sjá drifhvítar
breiður af blikum meðfram bakk-
anum. Þeir virðast allir vera eins
en líklega hafa þeir allir sín sér-
kenni rétt eins og við mennirnir.
Runnarnir eru mest víðirunn-
ar, gul- og grávíðirunnar stað-
settir af náttúrunnar hendi, mis-
jafnlega háir en kollurnar velja
þá alla fyrir hreiðrin. Á milli
runnanna er svo grasi gróið og
ekki eru nema tuttugu ár síðan
þetta var allt slegið og rakað og
þá var Stórey eins og skrúðgarð-
ur þegar því verki var lokið. Eyj-
an er 16 hektarar. Engjataðan
þótti góð fyrir skepnur og í gras-
þúfunum voru oft víðisprotar
sem voru í uppáhaldi hjá þeim.
Nú tilheyrir þetta fortíðinni og
sinan hefur völdin að minnsta
kosti fyrst á vorin.
Kollurnar eru alls staðar og
sumar fljúga út á ána en aðrar
láta sér þessa röskun í léttu rúmi
liggja. Þær hafa dýnt sig misjafn-
lega og ef dúnninn er mikill eru
eggin líklega orðin unguð en sé
nær enginn dúnn þá eru þær að
byrja og ekki einu sinni víst að
þær séu lagstar á því fyrst þarf að
safna eggjum í hreiðrið eigi ung-
arnir að verða margir. Fjögur og
fimm egg eru algengustu tölurnar
þetta árið, en oft hefur það verið
miklu meira.
En hvað skyldi æðarvarpið
hafa verið hér lengi? Það veit
enginn með vissu. Líklega skiptir
það hundruðum ára. Sögur af
bændum hér áður fyrr segja að
þeir hafi haft mikinn dún en þó
gekk það í sveiflum. Allt að 200
pund hafði bóndinn á bænum
árlega sem hér bjó á síðustu öld.
Og sveiflurnar halda áfram og
þegar hafísinn var hér um árið
fór þetta í algert lágmark. Þá var
dauflegt á Stórey þau vorin, en
nú er þetta allt annað. Örugglega
er það rétt að fuglinn hefur verið
hér um aldir því í brotnum
árbökkunum má sjá bláskeljalög,
Æðarfuglinn er glæsilegur fugl og vel út búinn til þess að búa á norðlægum
slóðum. Myndir: Atli Vigfússon.
en það fylgir æðarfuglinum.
Það er slæmt hvað hólminn er
iágur. Þegar vorleysingar koma
seint þá flæðir næstum yfir allt og
lítið er hægt að gera, allt fer í kaf.
Þá er mörg kollan illa sett og þeg-
ar flæðir inn í hreiðrið yfirgefur
hún það og fer. Eftir á er aðkom-
an ekki góð, egg, og dúnn upp-
flotinn, um alla ey og kollurnar
hanga á sandeyrum í ánni von-
sviknar með lífið. Þetta verður
að hreinsa allt upp annars leggj-
ast þær á fúleggin og engir ungar
koma. Sumar taka sig til og verpa
aftur og betra er að fá fáa unga
en enga. En það er fleira en
flóðin. í vorhretunum hríða þær
stundum í kaf en standa allt af sér
komi ekki til stórskaflar. Merki-
lega velútbúinn fugl æðarfuglinn.
Stærsti runninn í Stórey er
kallaður Háirunni. Gamall gul-
víðirunni og vinsæll varpstaður.
Það má vara sig á að stíga ekki á
hreiðrin. Oft er erfitt að ganga
runnann þegar gróðurinn er orð-
inn mikill, gras, lauf og hvönn
allt í einni bendu, hreiðrin næst-
um ófinnanleg og dúnpokinn
þungur. En þetta er paradís
æðarfuglsins og oft eru blikarnir
margir sem kúra við Háarunna á
vorin.
Það er skemmtilegt „úið“ í
fuglinum. Stundum heyrist það í
vorkyrrðinni heim í bæ og þá veit
maður að fuglinn er kominn. Þá
er komið vor.
í gamla daga þegar varpið var
meira voru tekin egg til heimilis
enda þá oft þröngt í búi. Menn
fóru í varpið og heim var komið
með fullar olíufötur af eggjum.
Eggin mátti hvorki gefa né selja
og má ekki enn. Þau voru nýtt
eins og hægt var og til vetrarins
voru sett í kalkupplausn og voru
til full keröld af eggjum. Fuglinn
var oftast miklu feítari þá og
miklu fleiri egg féllu til. Þau sem
urðu eftir í hreiðrunum t.d.
fúleggin voru einnig nýtt og þau
ýmist soðin eða sýrð og þóttu
herramannsmatur. Enn er til fólk
sem spyr eftir fúleggjunum og
þau eru auðfengin því annars tín-
ir hrafninn þau upp að varpi
loknu.
Nú eru helst engin egg tekin. En
ungarnir hjá hverri kollu mega
ekki vera of margir þá á hún erf-
itt með að verja þá er á sjóinn
kemur og í norðan öldugangi fær-
ast þeir frá henni og veiðibjallan
gleðst yfir kræsingunum. Leiðin-
legt að hún skuli vera til. Og fleiri
eru óvinir æðarfuglsins. Stundum
koma hrafnarnir í flokkum í
eggjarán og eitt vorið flugu 27
hrafnar upp úr Háarunna. Þeir
narta í kollurnar og reyna að fá
þær af hreiðrunum og oft tekst
þeim vel til með ætlunarverk sitt.
Minkurinn telur sig hafa hlut-
verki að gegna og hann fer fínna
í hlutina enda sést hann ekki í
kíki frá bænum. Hann fær sér
blóðsopa, bítur á háls en skilur
skrokkinn eftir. Sem betur fer
kemur hann sjaldan þó kemur
það fyrir. Tófan er að mestu
horfin.
Atli
Vigfússon
skrifar
Kollurnar fara ekki langt þó
þær fari margar af hreiðrunum.
Þier fara fram á bakkann, og
snyrta á sér fiðrið og aðrar fara út
á ána. Þær labba spöl með okkur,
þunglamalegar í fasi eins og þær
séu eitthvað að forvitnast um
okkur, en ýta okkur frá svo þær
komist sem fyrst aftur á eggin.
Við vitum ekki alveg hvað þær
vilja.
Mest er vinnan hjá þeim á
morgnana þegar þær eru að
byrja, krafsa í holur, flytja lauf
og sinu og búa í haginn fyrir sig.
Sumar verpa í dekk eða hús, en
flestar inni í runnunum þó eru
aðrar sem kjósa að vera á ber-
angri. Þær láta sér vel líka skæra
liti og slíkum skiltum og merkum
er uppstillt á árbakkanum þeim til
heiðurs.
Við sjáum þjófóttar kollur sem
hafa ýtt til sín gæsareggjum og
bætt í hreiðrið. Aðrar láta sér
nægja andaregg og vilja unga
þeim út en þetta er tekið frá
þeim, því ekki passar það alveg
saman. Stundum verpa tvær koll-
ur í sama hreiður og rífast um að
fá að liggja á. Það getur sést á
eggjalitnum, mismunandi blær
getur verið hjá tveimur einstakl-
ingum.
Það er skrítinn landbúnaður,
æðarbúskapurinn. Fuglinn sést
ekki allt árið en velur sér
ákveðna staði til þess að verpa á,
oftast í stórum hópum. Æðar-
bóndinn getur lítið að gert mest
allt árið, allt er undir náttúrunni
komið og hvað er að gerast í
sjónum. Góð ár og slæm ár eru
óumflýjanleg. En kollurnar virð-
ast lifa í fjölda ára ef vel gengur
og koma ár eftir ár í sömu hol-
urnar. Eina sjáum við sem hefur
verið í eynni í nær 20 ár alltaf á
sama stað. Hana köllum við
„Gömlu spök“. Hún er auðþekkt
á því hvað hún er gæf og lætur vel
að manninum. Hún verpir bara
þremur eggjum núna og líklega
er hún farin að færast á efri ár.
Fyrstu kollurnar eru komnar
með unga og eru komnar með þá
á ána og farnar að undirbúa ferð-
ina til sjávar. Þá er mikið tíst og
sumar slá saman í stóra fjöl-
skyldu og oft sjást nokkrar í hóp
með óteljandi breiðu á eftir sér
það er ekki svo nákvæmt hjá
þeim hver á hvað. Þeir seiglast í
tilverunni þeir litlu þó þeir virðist
óraviðkvæmir.
Þegar fjölskyldan er farin úr
hreiðrinu er dúnninn tekinn óg
þá hefst nýr kapítuli. Honum er
safnað saman, tekinn heim og
þurrkaður mót sólinni svo að
brakar í honum. Eggjaskurn og
stærstu greinar eru tíndar burt,
svo fer hann í hreinsunarvélarn-
ar. Oft getur verið líflegt að tína
dúninn. Þá fara allir sem vettlingi
geta valdið með poka og hreiðrin
eru talin og skráð í dagbókina er
heim kemur. Það er verk að venj-
ast fyrir nýtt fólk og einhvern
tímann var brotið ársgamalt fúlegg
á hausnum á nýjum kaupamanni,
það átti að vera inntökuskilyrði í
hópinn.
En dúninum fylgir ótætis flóin.
Hún bítur marga og sýgur blóð
þeirra en stekkur síðan burt og
erfitt er að sjá hana. Stundum var
það gamanverk yngri barnanna á
bænum að fara inn í dúnhús og
telja flærnar á pokunum. Sumir
höfðu fló langt fram eftir sumri en
svo var það búið. Við héldum að
blóðið væri misjafnlega gott í
fólkinu en líklega eru bara sumir
sem hafa ofnæmi fyrir bitinu. Oft
kemur fólk og vill fá að sjá
dúninn, og flóin er verst við þá.
Sagan segir að upp úr aldamótum
hafi sýslumannsfrúin komið og
hún vissi ekki fyrr en hún stóð í
miðjum flekk, þá var um seinan.
Við höfum gengið um eyjuna í
um klukkutíma og nú er eftirlits-
ferð okkar á enda sem hefur
þann tilgang að vita hvort lífið
þar hefur sinn vana gang. Þetta
hefur mest orðið spjall um æðar-
rækt og á meðan hefur allt annað
gleymst í heiminum. Úr bátnum
sjáum við Stórey fjarlægjast og
blikarnir á bakkanum verða
smærri og smærri. Framtíðin þar
er óskrifuð.
Laxamýri, 02.06. 1986.
Atli Vigfússon.
Lagerhillur og skúffur
-o-
-5-
SF
STRAUMRAS
ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR
Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988
Lokað á
afmælisdaginn!
Öll vinna veröur felld niöur hjá Kaupfélagi Eyfiröinga
19. júní í tilefni af aldarafmæli félagsins. Því veröa
t.d. verslanir KEA lokaöar þennan dag. Meö þeirri
undantekningu þó að Stjörnuapótek veröur opiö 19.
júní. Viðskiptavinir eru beönir um að athuga aö
söluop verða einnig lokuð. Öllum verslunum KEA á
Akureyri veröur lokaö kl. 18 föstudaginn 20. júní.
Söluop veröa ekki opin aö kvöldi 20. júní.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Góð íbúð óskast
strax í 2-3 mánuði
Góöri umgengni heitiö.
Fyrirframgreiðsla ef óskaö er.
Upplýsingar veitir Jón Arnþórsson í síma 21900
Iðnaðardeild Sambandsins.
hátíðarfundur
T tiiefni
aldarafmælis
Fimmtudaginn 19. júní verður
hátíðarfundar í tilefni aldar-
afmælis KEA.
Fundurinn v/erður hjá Mjólkur-
samlagi KEA við Súluveg og
hefst kl. 13.30.
Veitingar verða bornarfram í fundarlok.
Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á
hátíðarfundinn.
Kaupfélag Eyfirðinga