Dagur - 17.06.1986, Síða 12

Dagur - 17.06.1986, Síða 12
Plöntusalan opin daglega 13-18 • Um helgar 14-16 Tré ★ Runnar ★ Rósir Kynnið ykkur verðið — Það er hvergi lægra Pöntunarsími 25175 kl. 10-12 Gróðrarstöðin Vaglaskógi Atvinnutekiur hækkuðu mest á Norðurlandi Samkvæmt niðurstöðum úr- taksathugunar Þjóðhagsstofn- unar og skattstjóra hækkuðu atvinnutekjur mest á Norður- landi eystra í fyrra eða um 43%. I öðrum kjördæmum var hækkunin þannig að í Reykja- vík nam hún 41,5%, 38% á Reykjanesi, 36% á Suður- landi, 42,5% á Austurlandi, 40,5% á Norðurlandi vestra, 41,5% á Vestfjörðum og 40,5% á Vesturlandi. Þetta kemur fram í fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar. f>ar segir að samkvæmt þessu megi ætla að atvinnutekjur hafi að meðaltali hækkað um rúmlega 40% á mann í fyrra. Til samanburðar má nefna að samningsbundnir kaup- taxtar hækkuðu þá um 32% að meðaltali. Hækkun atvinnutekna umfram taxta er skýrð með þremur atriðum: í fyrsta lagi lengri vinnutíma sem gæti skýrt 1,5-2,0%. í öðru lagi yfirborgunum og ýmsum ein- staklingsbundnum samnings- ákvæðum sem gætu skýrt 3,0- 3,5% og í þriðja lagi meiri hækk- un tekna kvenna en annarra, sem gæti m.a. gefið til kynna aukna atvinnuþátttöku. Verðlagsbreytingar í fyrra voru talsvert minni en tekju- breytingar eða um 32,5% að meðaltali á mælikvarða fram- færsluvísitölu. Samkvæmt þessu jókst kaupmáttur atvinnutekna að meðaltali um 5-6% á mann í fyrra, enda þótt kaupmáttur hreinna kauptaxta hafi staðið í stað frá árinu áður. gk-. Sauöárkrókur: Kaup á nýju D Vegna þjóðhátíðardagsir 17. júní kemur Dagur ekki út morgun 18. júní. Næsta bla kemur því út n.k. firnmtudag 1( júní. „Er afskap- lega ánægður" - segir Magni Kjartansson eigandi Snældu-Blesa sem hefur náð sér vel af meiðslum sínum bókarnúmer 985 er undan Snældu 4154 frá Árgerði og Hrafni 802 frá Holtsmúla. Þann 1. október 1984 slasaðist hann illilega á hægra afturfæti og var af flestum talið að þyrfti að lóga honum. Magni var hins veg- ar á annarri skoðun og eftir nær tveggja ára sjúkrasögu sem mun vera einsdæmi er nú ljóst að sár Blesa eru gróin og há honum ekki lengur. Margir hafa aðstoð- að Magna vegna þess máls, og vildi hann sérstaklega nefna alla þá lækna sem hafa komið þar nærri og einnig Össur Kristjáns- son gervilimasmið sem hefur smíðað spelkur fyrir Blesa. gk-. skipi til rækju- veiða Skógerð Iðunnar verdur 50 ára á þessu ári. í tilefni þess var verksmiðjan opin almenningi um helgina og litu fjöl- margir þar við og fylgdust með starfsfólki við störf sín. Mynd: KGA í rækjuvinnslunni Dögun h.f. á Sauðárkróki hefur nánast eng- in vinna verið frá því í janúar í vetur. Síðustu dagar eru þó undantekning en þá hefur ver- ið unninn afli Hafborgarinnar frá Hofsósi sem aflað hefur mjög vel, 13 tonn í þremur róðrum. Nú hefur Dögun fest kaup á 152 tonna skipi sem fór á veiðar um helgina. Að sögn Garðars Sveins Árna- sonar, framkvæmdastjóra, eru þessi kaup tilraun til að tryggja hráefni allt árið um kring, en rækjan hefur ekki fengist í firðin- um í vetur. Skipið sem hér um ræðir heitir nú Röst SK 17 en hét áður Fjöln- ir GK 17. Það er smíðað í Þýska- landi 1960 og síðan stækkað 1966. í skipinu er 810 hestafla MWN-vél sem er smíðuð árið 1972 og gírskiptiskrúfa, ljósavél og rafkerfi frá árinu 1984, en það ár var vélin yfirfarin. Verð skipsins, fullbúið til veiða, er 27 milljónir króna. Skipinu fylgir 600 tonna fiskkvóti og sagðist Garðar Sveinn vonast til að sam- komulag næðist við fiskvinnsluna og útgerðarfélagið um nýtingu kvótans á sem bestan hátt fyrir alla aðila. Sagðist hann þar hafa í huga að skipta við útgerðarfélag- ið, þannig að togarar félagsins nýttu þá daga, sem ekki nýttust að sóknarmarkinu, til rækjuveiða eins og veiðiskip á nokkrum öðr- um stöðum hafa gert. Skipstjóri á Röst er Friðrik Friðriksson, alvanur rækjuskip- stjóri. Sex manna áhöfn er á skip- inu. í sumar munu tíu til tólf manns hafa atvinnu af rækju- vinnslunni. „Ég er auövitað afskaplega ánægður með það hvernig mál- in hafa nú þróast og ég er þess fullviss að héðan í frá eru erfið- leikarnir að baki,“ sagði Magni Kjartansson bóndi í Árgerði, eigandi hins lands- þekkta stóðhests Snældu- Blesa. Magni sagði að síðan í byrjun maí hafi Snældu-Blesi verið not- aður og 14 merar hafi verið leidd- ar undir hann. Allt hafi gengið eins og best væri á kosið og ekkert benti til annars en að Blesi gæti þjónað sínu hlutverki í fram- tíðinni. Snældu-Blesi sem hefur ætt- Slökkvi- liðið gabbað Slökkviliðið á Akureyri var um miðnætti á laugardag kvatt að Birkilundi 11. Karlmaður sem hringdi á slökkvistöðina til- kynnti um eld þar og sagðist hringja úr Birkilundi 12. Allt lið slökkviliðsins var sent á vettvang, alls 17 manns, en í Ijós kom að hér var um „gabb" að ræða. Að sögn Gísla Lórenzson- ar varaslökkviliðsstjóra tókst ekki að þessu sinni að rekja sím- talið sem undir venjulegum kringumstæðum er hægðarleikur. Auðvitað þarf ekki að brýna fyrir fólki það hættuástand sem getur skapast undir þessum kringum- stæðum og þeir sem iðka þennan leik gætu jafnvel haft stærri hluti á samviskunni þegar upp væri staðið en að hafa „gabbað“ slökkviliðið. gk-. Aldarafmæli KEA: Afmælis- blað á fimmtudag Kaupfélag Eyfirðinga verður 100 ára n.k. fimmtudag, og mun í tilefni dagsins fylgja með Degi sérstakt afmælisblað. Blaðið sem er 12 síður inni- heldur viðtöl við Val Arnþórsson kaupfélagsstjóra og Jakob Frímannsson fyrrverandi kaup- félagsstjóra. Pá er í því fjöldi við- tala við starfsfólk fyrirtækisins auk ágrips úr 100 ára sögu KEA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.