Dagur - 20.06.1986, Side 5

Dagur - 20.06.1986, Side 5
20. júní 1986 - DAGUR - 5 .íþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson Völsungur sigraði Víking í hörku leik Það var mikið fjör á Húsavík gærkvöldi er Völsungur og Víkingur léku í 2. deildinni í knattspyrnu. Völsungar unnu góðan sigur, skoruðu 3 mörk gegn 2 mörkum Víkinga í skemmtilegum leik. Völsungar fengu óskabyrjun. Strax á 5. mín. skoraði Vilhelm Fredriksen glæsilegt mark með skoti af markteig eftir góða fyrir- gjöf frá Jónasi Hallgrímssyni. 20 mín. síðar bætir Svavar Geir- finnsson öðru marki við eftir að hafa einleikið í gegnum Víkings- vörnina og skoraði með góðu skoti frá vítateigshorni. Víkingar fóru síðan að láta meira að sér kveða og á 30. mín minkaði Andri Marteinsson muninn fyrir Víkinga. Hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, beint í vinkilinn. í hálfleik var staðan 2:1. Víkingar byrjuðu síðari hálf- leik af miklum krafti, ákveðnir í því að jafna leikinn. Og það tókst þeim á 70. mín. Björn Bjartmars skoraði af stuttu færi eftir horn- spyrnu. Víkingar voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiksins en Völsungar áttu hættulegar skyndisóknir. Á síðustu mín. leiksins fengu Völsungar dæmda vítaspyrnu. Stórsimr KS a KS á Siglufirði vann frekar léttan sigur á Skallagrími frá Borgarnesi í gærkvöldi er liðin mættust á Siglufjarðarvelli í 2. Vciskiir vann UMFS Vaskur sigraði Ungmennafé- lag Svarfdæla í 4. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á Dalvík. Vaskur var betra liðið í leikn- um og vann sanngjarnan sigur. í hálfleik var staðan 0:0. Fyrsta markið kom á 60. mín. Valdimar Júlíusson skoraði fyrir Vask úr vítaspyrnu. Um 10 mín. síðar bætti Valþór Brynjarsson öðru marki við fyrir Vask eftir varnarmistök Dalvíkinga. Leikur þessi átti að fara fram á laugardaginn en var flýtt að beiðni Dalvíkinga. gnmi deildinni í knattspyrnu. Úrslit- in 6:0 fyrir heimamenn og var sá sigur síst og stór miðað við gang leiksins. Það er óhætt að segja að um einstefnu hafi verið að ræða að marki Borgnesinga allan leikinn. Liðið fékk þó eitt færi í hvorum hálfleik sem lítið varð úr. í hálf- leik var staðan 2:0. Jón Kr. Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins og Hafþór Kolbeinsson bætti öðru marki við fyrir hlé. Siglfirðingar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og bættu þá við fjórum mörkum. Jón Kr. skoraði sitt annað mark og þriðja mark heimamanna fjótlega í síð- ari hálfleik og skömmu síðar full- komnaði hann þrennuna er hann bætti við fjórða marki KS. Þegar líða tók á hálfleikinn bættu þeir Sigurgeir Guðjónsson og Jakob Kárason við sitt hvoru markinu og stórsigur KS var staðreynd. Varla er hægt að dæma KS-lið- ið af þessum leik, til þess er and- stæðingurinn of slakur. Frískast- ur var þó Jón Kr. í annars jöfnu liði. í liði Skallagríms bar Valdimar Valdimarsson þjálfari höfuð og herðar yfir aðra liðsmenn. Vilhelm Fredriksen var felldur teignum og Jónas Hallgrímsson vítaskytta þeirra Völsunga sendi boltann af öryggi í markið. Völsungar náðu að knýja fram sigur og er liðið komið af krafti í toppbaráttuna. Bestur Völsunga var Vilhelm Fredriksen en hjá Víkingum var Elías Guðmundsson bestur. w w Onnur úrslit í gærkvöldi fóru fram tveir leikir í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Skagamenn lögðu Breiðabliksmenn í Kópavoginum 4:1 og Valur sigraði Víðir á Hlíðarenda 1:0. Heil umferð var í 2. deild. Við vitum allt um úrslit í leikjum Norðanliðanna. Á Vopnafirði léku Einherji og UMFN og sigr- uðu heimamenn 3:1. í Laugar- dalnum léku Þróttur og ÍBÍ og lauk þeim leik með markalausu jafntefli. Tryggvi Gunnarsson þruinar knettinum í mark Selfyssinga. Mynd: BV á síðustu stundu KA-menn misstu unnin leik gegn Selfyssingum niður í jafn- tefli er liðin mættust í 2. deild- inni í knattspyrnu á Akureyr- arvelli í gærkvöldi. Staðan var 1:0 fyrir KA fram á 90. mín. en þá fengu Selfyssingar dæmda vítaspyrnu sem Tómas Pálsson skoraði úr. Fyrri hálfleikur var með því daufasta sem sést hefur í knatt- spyrnuleik í langan tíma. Boltan- um var sparkað fram og til baka ekki eitt einasta marktækifæri leit 3. deild: Tindastóll vann Magna Magni og Tindastóll áttust við í 3. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á Grenivík og lauk með sigri Tindastóls 2:1. Leikur þessi er úr fyrstu umferð en var frestað á sínum tíma þar sem völlurinn á Grenivík var ekki leikhæfur. Fyrri hálfleikurinn var eign Tindastólsmanna og sköpuðu þeir sér nokkuð af færum sem ekki tókst að nýta. í hálfleik var staðan 0:0. Þegar um 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Guðbrandur Guð- brandsson skoraði þá fyrir Tinda- stól. Á 65. mín. bætti hann við öðru marki og staðan orðin 2:0. Skömmu síðar komst Sverrir Heimisson Magnamaður einn inn fyrir vörn Tindastólsmanna og skoraði með því að vippa yfir Gísla í markinu. Magnamenn áttu nokkrar hættulegar skyndi- sóknir það sem eftir lifði leiksins en þeim tókst ekki að jafna. Tindastólsmenn áttu líka sín færi en fleiri urðu mörkin ekki og úr- slitin eins og áður er getið 2:1 fyr- ir Tindastól. Magnaliðið lék ágætlega í þess- um leik og er mikill munur á því að sjá liðið frá því í vor. Bestir voru framherjarnir Sverrir Heim- isson og Hringur Hreinsson. Þá stóð Heimir sig vel á miðjunni. { liði Tindastóls voru þeir Björn Sverrisson, Rúnar Björns- son og Guðbrandur Guðbrands- son bestir. dagsins ljós. Það var því að sjálf- sögðu 0:0 í hálfleik. Síðari hálfleikur var lítið skárri framan af. Á 64. mín. skoruðu KA-menn mark. Árni Frey- steinsson tók langt innkast inn í teig Selfyssinga. Þar myndaðist þvaga og úr henni hrökk boltinn að sjálfsögðu til Tryggva Gunn- arssonar sem þakkaði fyrir sig með því að þruma knettinum í markið hjá Antoni markverði Selfyssinga. Á næstu mín. skeði fátt markvert. Það var ekki fyrr en á 79. mín. er Tryggvi Gunnarsson komst á milli sendingar varnar- manns og markvarðar Selfyssinga en skot hans lenti í stönginni. Af henni hrökk boltinn út til Harald- ar sem skaut að marki en Anton varði vel. Það var svo á síðustu mín. að Selfyssingar fá dæmda víta- spyrnu. Hafliði Þórðarson dóm- ari hafði dæmt aukaspyrnu á Sel- fyssinga í vítateig KÁ. Þeir taka stutta aukaspyrnu. Haukur gefur út úr teignum fær boltann aftur en missir hann frá sér til Jóns Gunars Bergs sem hafði staðið allt of nærri staðnum sem KA- menn tóku aukaspyrnuna á. Haukur markvörður náði ekki að stoppa Jón öðru vísi en að brjóta á honum og víti var dæmt sem áður er getið. Voru það fyrst og fremst mistök dómara að sjá ekki til þess að Jón Gunnar færi nógu langt í burtu þegar aukaspyrnan var tekin. En úrslitin því 1:1 eins og áður sagði. ISLANDSMOTIÐ -1. DEHD* Baldvin Guðmundsson. Þór - FH í kvöld kl. 20. Komið og sjáið spennandi leik. Logi Már Einarsson. mitre ■ Spilað verður með MITRE-bolta frá Hoffelli hf. Armúla 36, Reykjavík. VÖR? BATASMIÐJA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.