Dagur - 20.06.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 20.06.1986, Blaðsíða 11
20. júní 1986 - DAGUR -11 Laugardagur 22. mars. Far- þegarnir okkar virðast kunna vel við sig og taka virkan þátt í lífinu um borð. Þeir standa vaktir og elda fyrir okkur. f dag byrjuðu þeir að læra þýsku, þótt enginn viti ennþá hvaða land muni taka við þeim. Sunnudagur 23. mars. Klukkan tvö í nótt sást ljósmerki alllangt frá okkur. Það reyndist vera bil- aður bátur með 50 flóttamenn um borð. Bátstjóri var 21 árs gömul stúlka, Hoa að nafni. Flóttinn var skipulagður líkt og á báti Kim Longs. En skipstjórinn með konu sinni og sex börnum ásamt vélamanninum, sem ætl- uðu að koma með allar vistirnar um borð, komu aldrei fram. Sennilega höfðu sjóræningjar séð fyrir þeim. Bátsverjar tóku þá þann kost að freista þess að ná til Singa- pore, þótt þeir hefðu engar vistir og aðeins 50 lítra af vatni. Þegar þeim var bjargað, höfðu þeir ver- ið tvo sólarhringa á leiðinni. Þeir voru villtir, því að Hoa hafði einu sinni sofnað við stýrið. Tveim klukkustundum eftir að flótta- fólkið var komið um borð í Cap- Anamur II og bátnum þess hafði verið sökkt, rákumst við á fyrsta sjóræningjabátinn af fjórum, sem mynduðu röð til að sitja fyrir flóttamannabátnum. Mánudagur 24. mars. í dag kynntist ég Loan, níu ára telpu. Hún flúði með nágrönnum for- eldra hennar. Fyrst í stað var hún alltaf döpur og alvarleg, en hún grét ekki. Ég ræddi líka við Chi, 36 ára gamlan kaþólskan mann, sem flúði með tveim af fjórum börn- um sínum. Hvert pláss á flótta- mgnnabáti kostar 50.000 krónur. Chi gat ekki borgað nema þrjú píáss. Fimmtudagur 27. mars. Uda skipslæknir kvartar sáran undan skorti á lyfjum um borð. Það er ekki eftir nema ein túpa af áburði gegn útbrotum og sveppasýk- ingu, sem flest fólkið þjáist af. Saltvatnsþvotturinn gerir útbrot- in enn verri. Sótthreinsunarefni fyrir svefnmotturnar vantar nauðsynlega. í morgun sló áhöfnin saman dálítilli fjárupphæð til að kaupa sígarettur handa flóttafólkinu, þegar við komum til Singapore. „Fólkið má til með að fá eitthvað að reykja eftir álagið," sagði Franz, kokkurinn okkar. ' Laugardagur 29. mars. Það var fundur klukkan 10 í morgun. Skipstjórinn tilkynnti okkur að við hefðum enn vistir í tvær vikur. Við þyrftum bara að spara vatnið svolítið meira. Og það í meira en 30 stiga hita í forsælu! Ákveðið var að færa leitarsvæðið nær víetnömsku ströndinni. Klukkan fjögur fengum við umbun erfiðis undanfarinna daga. Við fundum bát með 101 flóttamanni um borð. Einn var fárveikur af malaríu. Mánudagur 31. mars. Klukkan 15.20. Við siglum fram á lítinn, sökkhlaðinn bát. Flóttamaður lyftir litlu barni sfnu á móti okkur. Hinir veifa og kalla. Það eru 64 menn um borð. Þar á með- al er 68 ára gamall maður með fertugum syni sínum. Konan hans hafði flúið áður og fengið hæli í Bandaríkjunum. Miðvikudagur 2. apríl. Enn fannst lítill bátur með 66 flótta- mönnum. Um borð kunni enginn til skipstjórnar. Sá sem átti að hafa stjórnina með höndum, hafði neitað að fara með og taka ábyrgð á farþegunum, því að bát- urinn var allt of hlaðinn. Nú eru farþegar um borð í Cap-Anamur II orðnir 328. Sunnudagur 6. aprfl. í dag er hvassviðri og stórsjór. Hvergi er nokkurt skip að sjá. Skipstjórinn ákveður að halda strax til Singa- pore, nokkrum dögum fyrr en áætlað var. Þriðjudagur 8. aprfl. Við komum til Singapore, og ferð mín með Cap-Anamur II er á enda. Ég kveð Loan og alla hina vinina um borð. Loan grætur, og ég lofa að fylgjast með henni og hitta hána aftur síðar. Fólkið stendur á þilfarinu og veifar þegar ég fer frá borði. Næsti áfangastaður þess verður yfirfylltar flóttamannabúðir á Fil- ippseyjum. Um það veit fólkið ennþá bara óljóst. En það kemst brátt að raun um það. (Þýð. Magnús Kristinsson.) Ljósmerki í næturniyrkrinu batt endi á martröðina. Flóttafólkið kvcikti bál til að vekja athygli bjurgunarmannanna á bátnuni. Þegar skipið er komið að bátnum klifrar fólkið um borð eftir kaðalstigum. EIGNAKJ0R Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. Álfabyggð: Einbýlishús m/bílskúr ca. 228 fm. Glerárgata: Skrifst.húsn. 383 fm. Góöir greiösluskilmálar. Gránufélagsgata: 5 herb. íbúð ca. 150 fm. Allt sér. Hamarstígur: 5 herb. íbúö á 2 hæöum ca. 112 fm. Helgamagrastr.: Einbýlishús á 2 hæöum 130 fm. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 3. hæö 56 fm. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 3. hæö 52 fm. Hólabraut: 4ra herb. íbúð e.h. 114 fm. Allt sér. Kringlumýri: Einbýlishús á 1. hæð 129 fm. Bílskúr. Langamýri: 4ra herb. íbúö á n.h. 120 fm. Mýrarvegur: 5-6 herb. einbýlishús 240 fm. 2 hæðir og kjallari. Oddeyrargata: Einbýlishús 2 hæð- ir og kjallari 200 fm. Ráðhústorg: 4ra herb. íbúð á 3. hæö 105 fm. Laus strax. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúö á 3. hæö 90 fm. Strandgata: 6 herb. íbúð á 2 hæö- um 120 fm. Strandgata: 50 fm hús til flutnings. Tjarnarlundur: 2ja nerb. íbúð 48 fm. Jarðhæð. Laus 1. sept. Vanabyggð: 5 herb. íbúö n.h. 124 fm. Laus strax. Þingvallastræti: 5-6 herb. íbúö e.h. 150 fm. Laus strax. Fjolugata: Einbýlishús á 2 hæöum 4-5 herb. 110 fm. Mikiö endurb. Góðir tekjumöguleikar: Fyrirtæki í fullum rekstri. Tilvaliö fyrir sam- henta fjölskyldu. Okkur vantar allar gerðir húseigna á söluskrá. í sumar verða veitingasalir hótelsins opnir sem hér segir: Höfðaberg veitingasalur á annarri hæð opinn fyrir hádegisverð kl. 12-14. Súlnaberg opið frá 8-22. Aðrar veitingar kl. 14-18 Kvöldverð kl. 18-22 Barinn opinn frá kl. 18-23.30 Hinit stórgóði Ingimar Eydal leikur iétta tóniist fyrir matargesti fimmtudag til sunnudags. Dansleikur Laugardagskvöld 21. júní. Rokkbandið leikur fyrir dansi til kl. 03. Uppselt fyrir matargesti. Ltfeyrissjóður verksmiðja SÍS Akureyri Almennur fundur með sjóðfélögum í Lífeyrissjóði verksmiðja SÍS verður haldinn í Félagsborg sunnudaginn 22. júní kl. 14.00 (kl. 2 e.h.). Fundarefni: 1. Kynning á nýrri reglugerð fyrir sjóðinn. 2. Rætt um hugsanlega sameiningu sjóðsins við Samvinnulíf- eyrissjóðinn. Gestur fundarins verður Margeir Daníelsson framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissj óðsins. Áríðandi að sjóðfélagar mæti vel og stundvíslega. Einnig er sjóðfélögum bent á að kynna sér vel kafla um lífeyrissjóðs- mál í tveimur síðustu tölublöðum Hlyns. Stjórnin. Akureyringar — Nærsveitarmenn Kynning veröur í Hagkaupi á Kjamapizzu og Kjarnasalati í dag föstudag frá kl. 14-19. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.