Dagur - 20.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 20.06.1986, Blaðsíða 6
6- DAGUR-20. júní 1986 Bændur ★ Bændur Vorum að taka upp tinda og hnífa í allar algengustu tegundir heyvinnuvéla. Drifskaftsrör í metratali, drifskaftshlífar, hjöruliðs krossar, reimar og margt fleira. Dráttarvélahjólbarðar. Sláttuvélar, múgavélar, heyþyrlur o.fl. á lager. Vélarnar eru til sýnis samansettar á staðnum. Lítið inn og kynnið ykkur verð og kjör. Dragi Fjölnisgötu 2a • Sími 96-24666. Bæjarstjóri Dalvík Staða bæjarstjóra á Dalvík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Nánari upplýsing- ar veitir Trausti Þorsteinsson í síma 96-61491 og Svanfríöur Jónasdóttir í síma 96-61460. Bæjarstjórn Dalvíkur. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Karlsbraut 7, Dalvík, þinglesinni eign Sigurjóns Kristjánssonar, ferfram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 25. júní 1986, kl. 14.00 Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sandskeiði 20, neöri hæð, (Baldurshagi), Dalvík, þinglesin eign Jónu Vignisdóttur, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og Skúla Bjarnasonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. júní 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Hafnarbraut 21 b, Dalvík, þinglesinni eign Bergs Höskuldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkisjóös og Byggðasjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. júní 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. , $jáum fram á að þurfa að taka upp með hönámumu - Spjallað við hjónin í Ártúni í Höfðahverfi um kartöflurækt í Höfðahverfí er mikið af kart- öflubændum. Þar er bærinn Ártún hvar Matthildur Þór- hallsdóttir og Sveinn Sigur- björnsson búa, með kartöflur að sjálfsögðu. Eitthvað er líka af sauðfé á bænum eða 250 stykki og einn hundur, hann Kátur sem er af ísienska fjár- hundakyninu. Á leið blaða- manna til Grenivíkur á dögun- um lögðu þeir lykkju á leið srna og stoppuðu andartak á Ár- túni. Matthildur var ein heima við til að byrja með og hún var spurð hvort það hefði ekki komið illa við kartöfluframleiðendur eins og aðra hvað vorið hefði verið kalt. „Jú, vissulega. Við vorum viku seinna en venjulega að ljúka við að setja niður. Við byrjuðum að setja niður um hvítasunnu, en síðan fór að rigna og garðarnir urðu mjög blautir, það olli nokkrum töfum.“ Sagði Matthildur að þau settu niður premiu, gullauga og rauðar íslenskar. Hún var spurð hvert þau seldu uppskeruna. „Vonandi fer hún á Svalbarðseyri, okkar kartöflur hafa alltaf farið þangað. Mér finnst skrítið að það skuli vera seldar kartöflur að sunnan hér norðanlands þegar nóg er til af kartöflum hér. Astæðan gæti verið sú að það var bara til prem- ia sem er ekki talin nógu góð.“ Á Ártúni vinnur öll fjölskyldan við búskapinn. Eins og áður sagði búa þau einnig með fé og vinnan kemur því í törnum, á vorin og haustin. „Við tökum bæði upp með höndununt og vélum. Við sjáum fram á það núna að þurfa að taka allt upp með höndunum. Nú er farið að þvo kartöflurnar í pökkunar- stöðvunum og þá er best að þær líti sem best út. Vélarnar fara oft illa með kartöflurnar og þeir sem taka upp með vélum geta þá ekki selt sína vöru. Kartöflur hafa hingað til ekki verið þvegnar fyrr en þær eru settar í pottinn, enda verða þær ónýtar á nokkrum dög- um þegar búið er að þvo þær. Yfirleitt senda bændur frá sér góða vöru, en síðan er farið illa með þær í búðunum. Þær eru ekki geymdar í kulda og það skín á þær ljós. Þetta fælir fólk frá því að kaupa og borða kartöflur. Það þarf að koma þessum málum í lag, en það er ekki nóg að bænd- ur standi sig vel, það verða allir aðilar að gera það.“ Sveinn var nú kominn inn og farinn að leggja orð í belg. „Við setjum niður í 5 hektara, sem er ekki mikið. Það eru 6-7 tonn af kartöflum sem fara ofan í þessa 5 hektara. Hvað uppskeran verður mikil? Ja, við megum ekki fá miklu minna en 20 tonn af hekt- ara.“ - Hvað hafið þið búið hér lengi? „Það eru orðin 22 ár og alltaf eitthvað með kartöflur,“ það er Sveinn bóndi sem hefur orðið. „Við leiddumst út í þessi ósköp. Það er eins og þrældómur að lenda í kartöfluhokrinu. Já, það er hægt að hafa það gott í kart- öflubúskapnum, en þá verða menn að vera sæmilega vinnu- samir.“ Við látum það verða lokaorð þeirra sæmdarhjóna. Komið hádegi, allir út á stétt og nokkrar myndir teknar. -HJS Heimilisfólkið í Ártúni Jónsmessuævintýri á Húsavík Hótel Húsavík hefur ævintýralegt tilboð á gistingu í fjórar nætur með morgunverði, þríréttaður kvöldverður og útsýnisferð í miðnætursólina dagana 22.-26. júní. Auk þess er hægt að fá skoðunarferðir um nágrennið með eða án bílstjóra eða siglingu um Skjálfanda. Við veitum með ánægju nánari upplysingar í síma 41220. Hótel Húsavík. Hötel_________ Húsavik sími 41220.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.