Dagur - 20.06.1986, Page 10

Dagur - 20.06.1986, Page 10
10 - DAGUR - 20. júní 1986 af erlendum vettvangL Mihaly Moldvay og Loan um borð í Cap- Anamur II. Moldvay og kona hans hafa sótt um að fá að taka telpuna að sér. í sex vikur sigldi blaðamaðurinn Mihaly Moldvay með þýska björgunarskipinu „Cap-Anamur 11“ um Suður-Kínahafið. Til- gangur ferðarinnar var að leita að víetnömsku flóttafólki. Moldvay var ekki aðeins áhorfandi, heldur skipti hann vöktum með áhöfn- inni og bar gæfu til að finna tvo flóttamannabáta, sem yfir 100 uppgefnum körlum, konum og börnum var bjargað af. Fljótlega eignaðist Moldvay níu ára vinkonu meðal flótta- fólksins, Loan að nafni. Loan hafði verið send alein á vit frelsis- ins, því foreldrar hennar gátu aðeins greitt 50.000 króna far- gjaldið fyrir einn fjölskyldumeð- lim. Moldvay, sem sjálfur á tvo syni, gat ekki gleymt litlu víetn- ömsku telpunni með döpru aug- un en hýra brosið. Hann og kona hans hafa þegar sótt um að fá að veita henni framtíðarheimili. Loan er ein af þeim heppnu. Því aðeins þriðjungur flóttafólks- ins nær takmarki sínu. Hinir verða hungri, þorsta, sjóræn- ingjum eða hitanum að bráð. Við skulum líta í dagbók Moldvays til að fá hugmynd um starfið um borð. Föstudagur 28. febrúar. Ég kom hingað til Singapore síðdegis í gær. Fyrst hitti ég Rupert Neudeck, formann Cap-Anamur björgunarsveitanna. Hann sagði mér að ástandið meðal flótta- fólksins á Suður-Kínahafinu hefði enn versnað á síðustu árum, því fleiri og fleiri yrðu fyrir árásum sjóræningja. Þriðjudagur 4. mars. Cap-Anam- ur II er 3882 brúttótonn, 93 m langt. Hæstráðandi um borð er Paul Ellmerer. Lam Trang, 19 ára víetnömsk kjördótir hans, sem var bjargað um borð í Cap Anamur I fyrir fimm árum, er túlkur ferðarinnar. Eins og allir áhafnarmeðlimir eru þau í ólaun- uðu sjálfboðastarfi. Margt þarf að gera um borð, áður en skipið getur orðið heimili fyrir hundruð flóttamanna. í dag gerðum við risastóra flatsæng með þvi að breiða heimagerðar mottur ofan á allt miðþilfarið. Það er töluverður sjór. Á morgun komum við á leitarsvæð- ið. Miðvikudagur 5. mars. Eftir morgunmatinn tek ég mína fyrstu vakt. Það er skipt á tveggja tíma fresti. Lengur er ekki hægt að stara með fullri athygli á sjón- deildarhringinn. Klukkan 10.15 kem ég auga á tvo báta. Allt er undirbúið undir björgun, ég sæki myndavélarnar mínar. En það reynist ekkert myndaefni. Þetta eru fiskimenn, sennilega frá Malaysíu. Þriðjudagur 11. mars. Á hverri nóttu látum við reka 30 mílur til suðurs, en höldum á daginn aftur í norðurátt. Paul segir okkur frá hörmungum „bátafólksins“, sem hann hafði kynnst sem aðstoðar- maður um borð í Cap-Anamur I, nokkrum árum áður. Meira en nokkuð annað óttast flóttafólkið tilhugsunina um að lenda í klóm thailenskra sjóræn- ingja, sem dulbúa sig eins og fiskimenn og leita kerfisbundið um Suður-Kínahafið. Ef þeir finna flóttamannabát, ræna þeir vistum og verðmætum. Oft mis- þyrma þeir, nauðga og drepa fórnarlömb sín á eftir. Flótta- mannabátarnir eru meira að segja töluverð freisting fyrir víetnamska fiskimenn, því að stjórnin greiðir verðlaun fyrir hvern bát sem afhentur er yfir- völdum. Fimmtudagur 13. mars. Klukkan 12 sáum við sjóræningjabát. Þeg- ar við hófum eftirför, flýtti áhöfnin sér að draga upp ástralskan fána. Laugardagur 15. mars. Það er logn og spegilsléttur sjór, fyrir- taks flóttaveður. En við finnum aðeins fiskibáta. Vonbrigðin eru byrjuð að segja til sín. Hver dag- ur á sjó kostar 160.000 krónur, allt söfnunarfé. Það yrði ekki skemmtilegt að koma tómhent heim, þegar vitað er að þúsundir manna eru í nauðum staddir - einhvers staðar á hafinu milli Víetnams og Malaysíu. Þriðjudagur 18. mars. Eld- snemma í morgun var ég kominn upp í brú, þótt ég væri ekki á vakt. Klukkan átta veitti ég athygli á stjórnborða fljótabáti með tveim utanborðsvélum. Um borð reyndist fyrsta „bátafólkið" okkar, 8 konur, 10 börn og 29 karlar. Þetta fólk hafði skipulagt flóttann í meira en þrjú ár. Þrjár tilraunir höfðu mistekist. Þegar við fundum fólkið, hafði það verið 2 sólarhringa á sjó. Af vistum var eftir einn lítri af vatni á mann. Eldsneyti um borð var til þriggja daga. Flóttamannabáturinn var 11,50 m langur og 2,40 m breiður. Upphaflega áttu aðeins 20 manns að fara með honum. En þegar þessir tuttugu komu um borð, voru flestir með 1-2 fjölskyldu- meðlimi með sér. Bátsformaðurinn var 27 ára gamall stúdent, Kim Long. Hann hafði skipulagt flóttann og útveg- að siglingatækin: Ljósrit af korti af Suður-Kínahafi, áttavita og sjónauka. Um leið og síðasti flóttamaðurinn var kominn um borð í Cap-Anamur II, var báti flóttamannanna sökkt. Við gáf- um öllum bolla af heitu te, en vís- uðum fólkinu síðan á svefn- plássin, eldhúsaðstöðuna og þvottaherbergin. Klukkustundu síðar héngu nýþvegin föt á öllum snúrum, og fólkið hafði tekið til við matargerð. Uda Shibata, skipslæknirinn, var önnum kaf- inn við að skoða og meðhöndla nýju farþegana fram á nótt. Miðvikudagur 19. mars. Fjörutíu og sex ára gamall fyrrverandi hershöfðingi, sem hafði verið lát- inn eyða 6'A ári í „endurmennt- unarbúðum“, hafði orð fyrir flóttafólkinu. Hann sagði okkur hvernig flóttinn hefði gengið fyrir sig. Fólkið fór tvennt eða þrennt saman í smábátum af stað. í hverjum báti var dagsforði af vatni og eldsneyti, því bannað er að taka meira. Kim Long hafði „keypt sér leið“ fyrir sig og bátinn, eins og Víetnamarnir orða það. Það merkir að múta lögreglumanni til að leyfa sér að komast framhjá strandgæslunni. Á fyrirfram ákveðnum stað steig flóttafólkið um borð í bát Kim Longs, og smábátunum var öllum sökkt. Á hverju ári reyna 26.000 Víetnamar að flýja á þennan hátt. Um þriðjungur lifir tilraun- ina af. Fimmtudagur 20. mars. í dag ræddi ég við Dao Van Hieu, 49 ára gamlan fyrrverandi lögreglu- þjón. Hann hafði verið 6'/i ár í „endurmenntunarbúðum,, inni í frumskóginum, þar sem 1000 landsmönnum hans var haldið föngnum. Þar hafði Hieu sætt misþyrmingum. Útlimir hans voru settir í spelkur, og þannig var hann neyddur til vinnu, þang- að til húð og hold voru núin inn að beini. Þegar Cap-Anamur II nálgast gefur einn flóttamaðurinn merki með því að halda barni sínu á lofti. í lest bátsins er 64 mönnum troðið saman. Fargjaldið er 50.000 krónur á farþega. Enginn faer að vera uppi við á daginn, því að bát- urinn verður að líta út eins og sakleysislegur fiskibátur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.