Dagur - 15.07.1986, Síða 3

Dagur - 15.07.1986, Síða 3
15. júlí 1986 - DAGUR - 3 Ungur Sauðkrækingur: Hyggur á ræktun verðmætra fisktegunda Ungur Sauðkrækingur, Guð- mundur Ingólfsson, hefur uppi áform um innflutning á seið- um verðmætra Miðjarðarhafs- tegunda og hyggst í framhaldi af því reisa fískeldisstöð á Sauðárkróki sem hann hefur þegar fengið úthlutað lóð undir. Hrísey: Snæfellið aflar vel og næg atvinna í eynni „Skipið gengur vel eftir þessa bráðabirgðaviðgerð sem framkvæmd var í vor og hefur afli verið góður,“ sagði Jóhann Þ. Halldórs- son útibússtjóri í Hrísey um Snæfell EA. Eins og fram kom í vor varð skipið fyrir alvarlegri vélarbil- un og var um tíma haldið að það yrði frá veiðum um lengri tíma. Bráðabirgðaviðgerð fór fram og hefur skipið aflað vel síðan það komst til veiða á ný. Frá því í byrjun maí hefur skipið aflað 766 tonna og eru menn að vonum ánægðir með það í Hrísey. Afli annarra báta hefur ver- ið þokkalegur, sem þýðir að vinna í frystihúsinu hefur ver- ið stöðug og góð. Nægur mannafli hefur verið í Hrísey í sumar við fiskvinnuna. Ekkert er enn ákveðið varð- andi viðgerð og breytingu á Snæfellinu og sagði Jóhann að það mál væri enn í athugun. gej- Guðmundur telur að afkoma fiskeldis á íslandi muni ráðast mikið af því hvernig til tekst með ræktun verðmætari fisktegunda hér á landi. Guðmundur hefur undanfarin ár lagt stund á líf- fræðinám við háskólann í Kaup- mannahöfn, með eldi á seiðum sjávarfiska sem sérgrein. Nú sem stendur er hann að vinna að loka- verkefni sem fjallar um gull- brama, en það er einmitt önnur þeirra fisktegunda sem Guð- mundur hefur hug á að rækta hér á landi. Hinn fiskurinn er hinn svokallaði vartari. Verð á þessum tegundum er 500-700 krónur kílóið og lágmarksstærð fiskanna er 250 grömm og er stærð þeirra miðuð við að þeir passi beint á diskinn. Guðmundur telur að hin miklu náttúrlegu gæði landsins verði að nýta sem best og til þess sé ræktun verðmætra fisktegunda mjög vænlegur kostur. Aðal- vandamálið varðandi orkukrefj- andi fiskeldi, sem ræktun á verð- mætum fisktegundum svo sann- arlega er, sagði hann vera mjög hátt raforkuverð. „Ef litið er á tilhneigingu þeirra, sem stunda fiskirækt í dag, til að framleiða sitt eigið rafmagn sjálfir og hins vegar á þá staðreynd að mikil umframraforka er til í landinu þá hlýtur öllum að vera ljóst að það ástand er óviðunandi. Það verður að koma til pólitísk ákvörðun, í þá átt, að fiskirækt njóti sömu kjara, hvað raforkuverð varðar, og stóriðja í landinu. Þó fiskirækt noti aldrei rafmagn í því magni sem stóriðja gerir þá er þetta spurning um að hægt sé að byggja upp atvinnuveg í smáum eining- um og sem víðast á þeim svæðum þar sem jarðhiti er til staðar,“ sagði Guðmundur Ingólfsson. Því má bæta við að stofnun áðurnefnds fiskeldisfyrirtækis er ekki á döfinni alveg á næstunni þar sem Guðmundur hefur í huga að afla sér enn frekari starfsþjálf- unar á þessum vettvangi. Hann sagðist vonast til þess að bygging þessarar stöðvar, ef af yrði, gæti nýst til kennslu við skólana, aðal- lega Bændaskólann á Hólum og Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. -þá Akureyri: Malbikunarfram- kvæmdir ganga vel Malbikunari'ramkvæmdir ganga vel á Akureyri aö sögn Gunnars Jóhannssonar verk- fræöingar hjá Akureyrarbæ. Undanfarið hefur verið unnið við malbikun gangstétta í Byggðum og Mýrum og eru þær framkvæmdir vel á veg komnar. Búið er að malbika Vestur- og Múlasíðu og unnið að undirbún- ingi malbikunar Borgarbrautar, en það er lengsta gatan sem mal- bikuð verður á Akureyri í sumar. Fyrirhugað er að malbika Borg- arbrautina í þessari viku. Malbikunarstöðinni verður lokað vegna sumarleyfa þann 25. júlí og sagði Gunnar að fyrir þann tíma eigi vinnu við Borgar- braut og Norðurgötu að vera lokið. Að sumarfríum loknum verður unnið við Dalbraut, að Lunda- skóla og einnig götu að verk- smiðjum SÍS frá Glerárgötu. Yfirlögn á eldri götum er að mestu lokið, að sögn Gunnars. -mþþ „Hann stendur sig vel gamli Fergusoninn.“ Búi Ármannsson vinnur við heyskapinn á sumrin þrátt fyrir ofnæmið. Mynd: gej- „Hef ofnæmi fyrir hænum og heyi“ - segir Búi Ármannsson í heyskap í Ytri Haga „Nei, ég er ekki bóndinn,“ segir ungur maður á gamalli Fergu- son dráttarvél. Hann var að tæta hey á túnskika sem til- heyrir jörðinni Götu í Árskógshreppi. Sjálfur á hann heima í Syðri-Haga, sem er „handan“ þjóðvegarins eins og margir segja á Norðurland- inu. Þar býr hann ásamt for- eldrum sínum og systur. Bær- inn Gata fór í eyði um miðjan 6. áratuginn og tiheyrir nú jörðinni Syðri-Haga. Ungi maðurinn á dráttarvél- inni heitir Búi Ármannsson og segist vera heima í sveitinni á sumrin. „Annars vinn ég í Hrísa- lundi á Akureyri á veturna og lík- ar það vel.“ - Ætlarðu kannski að taka við búinu að Syðri-Haga þegar fram líða stundir? „Ég reikna ekki með því. Ég er nefnilega einn af þeim sveita- ntönnum og öðrum sem hafa ofnæmi fyrir ryki og heyi. Að vísu hef ég ofnæmi fyrir hænum líka, en það er svo hlægilegt að maður segir það ekki.“ Og nú hlær Búi. - Ertu þá ákveðinn í því að fara ekki út í búskapinn? „Já, það er ég, enda kemur það eiginlega ekki til greina hjá mér að verða bóndi, þrátt fyrir þetta ofnæmi.“ - Hvert stefnir hugurinn þá? „Ég er alveg óráðinn. Undan- farna vetur hef ég verið í öld-> ungadeild MA og vonast til þess að klára það eftir einhver ár. Að vísu féll ég í frönsku í vor, en það er ekkert hættulegt, því ekkert liggur á. Ég reikna með því að klára skólann á næstu 3 árunt eða svo.“ - Er sláttur byrjaður hjá ykk- ur að einhverju marki? „Nei, hann er það ekki. Þessi blettur sem ég er að tæta núna er hálfgerð upphitun fyrir aðalslátt- inn. Þetta er allt að bresta á. Annars höfum við verið að koma okkur upp sumarhúsi hér á jörðinni, sem við ætlum að leigja út fyrir ferðafólk. Það getur kom- ið til okkar og fengið húsið í viku í senn. Það hefur farið mikill tími í að koma þessu öllu í stand, en það er að klárast, svo heyskapur- inn tefst ekki þess vegna.“ - Líkar þér vel í sveitinni? „Já, mjög vel. Ég er hræddur um að ég yrði brjálaður að vera í bænum yfir sumarið,“ segir Búi Ármannsson. gej- Kennara vantar á Siglufirði: Engin viðbrögð ef aug- lýst er of snemma - Um helmingur kennara við skólann síðasta vetur réttindalaus „Við auglýstum í 7 stöður kennara, en engar umsóknir hafa borist,“ sagði Pétur Garðarsson skólastjóri í Grunnskólanum á Siglufirði í samtali við Dag. I bókun skólanefndar frá því í júní er taliö að engin hreyfíng kæmist á þessi mál fyrr en kjaradómur hefði kveðið upp sinn úrskurð. Samkvæmt úrskurði kjara- dóms fá kennarar þriggja launaflokka hækkun, en Pétur taldi það síst mikið miðað við það sem kennarar hefðu dreg- ist aftur úr. „Við erum ekkert farnir að óskapast í auglýsingum ennþá, það þýðir ekkert að auglýsa laus- ar kennarastöður of snemma. Reynsla okkar er sú að við fáum engin viðbrögð ef auglýst er snemma. Við höfum eytt tugum þúsunda í auglýsingar, en ekkert komið út úr því.“ í bókun skólanefndar kemur fram að brýn ástæða er til að ítreka fyrri ábendingar nefndar- innar til bæjaryfirvalda að taka ákvarðanir í sambandi við hús- næðismál kennara, þar sem óframkvæmanlegt er að ráða kennara ef óvissuástand ríkir í þeim málum. Pétur sagði að ástand í húsnæðismálum væri ekki slæmt nú, „okkur hafa verið boðnar íbúðir til leigu. Ef við fáum aðkomufólk sem vill ráða sig i heila stöðu verður hægt að fá íbúðir fyrir það,“ sagði Pétur. Að sögn Péturs er einhver húsaleigu- styrkur boðinn, en ekki er búið að ákveða hversu mikill hann verður fyrir næsta skólaár. Leiga á Siglu- firði væri lág, þannig að kennarar þyrftu sáralítið að borga fyrir leiguíbúðir. Á það er bent í bókun skóla- nefndar að fastráðnir kennarar séu að sýna á sér fararsnið. Pétur sagði að einn af íþróttakennurun- um við skólann væri á förum og útlitið dökkt í þeim málum. Búið er að kanna undirtektir þeirra sem útskrifast úr íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni, en svo virtist sem stór hópur þeirra ætl- aði ekki til kennslu. „Staðreyndin er sú að kennar- ar sem hér hafa starfað í áratugi eru farnir að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Mönnum finnst þeir bera lítið úr býtum eft- ir að hafa kennt í 20 ár.“ Pétur sagði að við Grunnskól- ann á Siglufirði hefðu starfað um 30 manns síðasta skólaár, þar af nokkrir í hlutastörfum og við stundakennslu. Af þeim hópi var um helmingur réttindalaus. „Um 50% þeirra kennara sem kenndu við skólann síðasta vetur voru rétt- indalaus," sagði Pétur að lokum. -mþþ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.