Dagur


Dagur - 15.07.1986, Qupperneq 4

Dagur - 15.07.1986, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 15. júli 1986 á Ijósvakanum IsjónvarpM ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 19.00 Á framabraut. (Fame 11-19). Bandariskur myndaflokk- ur. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 19.50 Fróttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Daginn sem veröldin breyttist. (The Day the Universe Changed). Lokaþáttur: Óendanlegir heimar. Breskur heimildamynda- flokkur í tíu þáttum. Umsjónarmaður: James Burke. í þessum þætti veltir Jam- es Burke fyrir sér heims- mynd nútímamannsins og ber hana saman við ýmsar fyrri hugmyndir manna sem nú þykja úr sér gengnar en þóttu óhrekj- andi á sínum tíma. Þýðandi: Jón O. Edwald. Þulur: Sigurður Jónsson. 21.25 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður: Margrét Heinreksdóttir. 22.00 Kolkrabbinn. (La Piovra II) Lokaþáttur. ítalskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum. Þýðandi: Þuríður Magnús- dóttir. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. Grimmsævintýri Þriöjudaginn 15. júlí kl. 20.40 verður ævintýrið um Mjallhvít lesið á rás eitt. Gunnar Stefánsson les og flytur formálsorð. Þetta sígilda ævintýri Grimmbræðra er nú flutt í elstu íslensku þýð- ingu sem til er. Hún kom út árið 1853 og þýðandi var séra Magnús Grímsson. Er þýðing hans jafnframt hið fyrsta sem íslendingur þýddi úr Grimmsævintýrum. ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí. 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fróttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pótur Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie. Sigríður Thorlacius þýddi. Heiðdís Norðfjörð les. (15) 9.20 Morguntrimm ■ Til- kynningar ■ Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð“. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar - Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grét- arsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín“ saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salmin- en. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Sigurðardóttir les (11). 14.30 Tónlistarmaður vik- unnar. Gísli Helgason. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Austurland. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir, Örn Ragnarsson og Ásta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Divertimento. 17.00 Fróttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. - Hallgrímur Thorsteins- son og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guðrún Birgisdóttir talar. 20.00 Ekkert mál. Ása Helga Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir ungt fólk. Aðstoðarmaður: Bryndís Jónsdóttir. 20.40 „Mjallhvít", ævintýri úr safni Grimmsbræöra. Gunnar Stefánsson les þýðingu Magnúsar Gríms- sonar og flytur formálsorð. 21.00 Perlur. Alfred Clausen og Nana Mouskori. 21.25 Útvarpssagan: „Njáls saga“. Dr. Einar Ólafur Sveinsson les (24). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Vedurfregnir. 22.20 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói 20 feb. sl. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Kór og barnakór íslensku óperunnar syngja. Ein- söngvarar: Sigríður Gröndal, Júlíus Vífill Ing- varsson og Kristinn Sig- mundsson. 23.20 Frá tónskáldaþingi. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 24.00 Fróttir • Dagskráriok. rás 2M ÞRIÐJUDAGUR 15. júli 9.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson, Páll Þorsteins-i son og Gunnlaugur Helga- son. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjómandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Hringiðan. Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 í gegnum tíðina. Jón Ólafsson stjórnar þætti um íslenska dægur- tónlist. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15,16, og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. .hér og þac. Þær eignuðust symsamadag Þær eignuðust syni sama dag Þegar maður sér þær er hægt að halda að þær séu tvíbur- ar, en svo er ekki. Samt eru þær alltaf saman, hugsa svip- að og fá sömu hugmyndirnar á sömu stundu. Með nok- kurra klukkutíma millibili eignuðust þær syni sem eru mjög líkir hvað útlit, þyngd og lengd varðar. „Það má auðvitað kalla þetta tilviljun en það kom okk- ur eiginlega á óvart þegar við fæddum svona jafnt. Okkur þykir vænt hvorri um aðra, fáum oft sömu hugmyndirnar og stöndum saman hvað sem á dynur. Hvers vegna þá ekki að eignast börn á sama tíma?“ Hugsa líkt Samheldni einkennir mest þessar tvær nýbökuðu mæður sem búa í Sönderborg í Danmörku, Inu 28 ára og Jytte 23ja ára. Báðar bera þær eftirnafnið Petersen. Þær eru systur, ógiftar og báðar 2ja barna mæður. Fyrir stuttu eignuðust þær hvor sinn soninn á fæðingardeild sjúkra- hússins í Sönderborg með örstuttu millibili. Ina á 3ja ára stúlku, Pernille, og nú bættist Kenni við, en hann var 53ja cm langur og 3700 g þungur við fæðingu. Stuttu síðar kom Jytte á fæðingardeildina og sömu nóttina fæddi hún son sem var 1 cm lengri og 50 g þyngri en Kenni. Hann heitir Dennis, en áður átti Jytte Ricco, 2ja ára. „Margir halda að við Jytte séum tvíburar, af því við erum svo mikið saman, gerum sömu hluti og hugsum líkt,“ segir Ina. „Pau ráku upp stór augu á fæðingardeild- inni þegar Jytte kom svo fljótt eftir að ég átti Kenni. Hún neitaði því samt ákveðið að við værum tvíburar, enda er hún 5 árum yngri en ég.“ s Ur stórum systkinahópi „Nú halda auðvitað allir að við höfðum ákveðið þetta,“ segir Jytte. „En það er öðru nær. Við höfum verið ófrísk- ar dálítinn tíma áður en við trúðum hvor annarri fyrir leyndarmálinu. Og það gladdi okkur þegar við reiknuðum út að við myndum fæða á svipuðum tíma. Samt héldu læknarnir því fram að ég myndi eiga hálfum mánuði á undan Inu. En náttúran lét ekki að sér hæða og við lágum á sæng saman. Petta hefur verið mikil reynsla og í raun- inni tvöföld ánægja af því að okkur þykir svo vænt hvorri um aðra og bæði börnin.“ Ina og Jytte eru úr hópi 5 systkina en á milli þeirra hef- ur alltaf verið sérstakt samband. Þegar Jytte kom á fæð- ingardeildina vissi hún að Ina hafði eignast rétt skapaðan dreng. Heillandi reynsla „Aftur á móti var ég í óvissu fram á síðustu stundu,“ segir Jytte. „Eiginlega skipti það mig engu máli hvort barnið yrði drengur eða stúlka, svo framarlega sem það væri hraust og rétt skapað. En ég var afskaplega hamingjusöm þegar ég eignaðist dreng og frétti nokkrum tímum seinna að Ina hefði líka átt dreng.“ Par er ekki bara hvað hjúskapinn varðar að systurnar eru sammála (hvorug þeirra vill giftast). Pær hafa líka sömu skoðanir um barnauppeldi. Það að auki eru þær sammála um að tvö börn sé alveg mátulegur fjöldi eins og er. „En ef svo skyldi vilja til að önnur okkar skipti um skoðun og vildi eignast fleiri börn, höfum við samið um að tilkynna hinni það, svo hún gæti þá orðið ófrísk líka,“ segir Ina. „Pessi reynsla hefur nefnilega verið svo heillandi að við hefðum ekkert á móti því að endurtaka hana.“ „Við höfðum alls ekki ákveðið að fæða saman, það kom bara af sjálfu sér,‘' segja Jytte (t.v.) og Ina. # Heilsu- gæsla í dýrari kantinum Það getur verið dýrt að fara til læknis, það vita allir, a.m.k. hjónin sem voru á ferð um ónefnda sveit hér á Norðurlandi með ungum syni sínum. þegar þau höfðu dvalið þar um stund taka þau eft- ir torkennilegu útbroti sem komið hafði fram á handlegg drengsins. Þar sem þau höfðu aldrei séð neitt þessu líkt áður urðu þau sammála um að best væri að iáta lækni líta á þetta. Skunduðu þau þvi á heilsugæslustöð sem var þar skammt frá. Þar tók á móti þeim kvenmaður sem var öll hin alúðleg- asta. Hún skoðaði hand- legg drengsins og lýsti því síðan yfir að hún hefði aldrei séð svona lagað áður. Spurði hún hjónin hvort þau væru ekki á leið til Akureyrar og svöruðu þau því játandi. Sagði hún að best væri að fara með hann til læknis þar og láta líta á þetta. Var þá heim- sókninni lokið og þökk- uðu hjónin fyrir sig og hugðust ganga á dyr. En því var nú aldeilis ekki að heilsa, þeim var vinsam- lega bent á að þau ættu eftir að greiða reikning upp á 280 krónur og orð- laus hjónin áttu að sjálf- sögðu engra kosta völ og lr greiddu reikninginn. Þess má geta að „skoðunin“ tók u.þ.b. tvær mínútur. • Hjá tannlækni Fyrst við erum byrjuð á svona sögum þá er sjálf- sagt að bæta aðeins við. Kona ein hér á Akureyri fór með dóttur sína til tannlæknis. Hún átti aðra yngri stúlku sem hún vildi ekki skilja eftir eina heima þannig að hún fékk að fara með tii tannlæknis- ins. Segir síðan ekki af þeim mæðgum fyrr en viðgerðinni í eldri stúlk- unni er lokið. Sú litla hafði staðið opinmynnt hjá og fylgst með undrum læknavísindanna. Þar sem henni þótti þetta meira en Iftið heillandi linnti hún ekki látum fyrr en móðirin gafst upp og spurði lækninn hvort hann myndi ekki vilja leyfa henni að setjast örlitla stund í stólinn. Það reyndist auðsótt mál og alúðlegur tannlæknirinn lét meira að segja svo lítið að hífa stólinn upp og stinga speglinum í munn stúlkunnar. Síðan skutl- aði hann henni niður, til- kynnti henni að hún væri greinlega dugleg að bursta tennurnar og bætti siðan 1350 krónum á reikninginn! Þetta mun hafa verið fyrir nokkru þannig að sjálfsagt þætti þetta vel sloppið í dag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.