Dagur - 15.07.1986, Side 5
15. júlí 1986 - DAGUR - 5
Undirbúningsnefnd að afmælishófí 45 ára Hólasveina ásamt eiginkonum sínum.
Hólasveinar hitta í marií
Framfærsluvísitalan:
Hækkaði um
1,43% í júní
Kauplagsnefnd hcfur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í júlíbyrjun
1986. Revndist hún vera
170,89 stig eða 0,43% hærri
en í júníbyrjun 1986.
Af þessari hækkun stafa 0,3%
af hækkun á verði matvöru og
þar af 0,1% af verðhækkun land-
búnaðarafurða. 0,1% stafa af
hækkun á yerði fatnaðarvöru og
0,3% af verðhækkun ýmissa
vöru- og þjónustuliða. Þessu til
frádráttar kemur verðlækkun á
bensíni um 7,1% 3. júlí sl., sem
olli 0,3% lækkun vísitölunnar.
Síðstliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 21,5%. Hækkun vísi-
tölunnar um 0,43% á einunt
mánuði frá júní til júlí svarar til
5,3% árshækkunar. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 2,8% og jafngildir sú
hækkun 11,8% verðbólgu á heiiu
ári.
Aðalfundur
Dagsprents h.f.
- 45 ára Hólasveinar hittust á Akureyri nýlega og rifjuðu upp
skemmtileg atvik fyrri ára
„Dýrðlegt veður endurnærði okkar fríða ferðahóp.“ Afmælishófíð þótti
takast Ijómandi vel, enda hópurinn ákaflega heppinn með veður.
Pegar hittast Hólamenn
hlýtur gleðin völdin.
Við getum saman sungið enn
svo að styttist kvöldin.
Þeir Hólasveinar sem út-
skrifuðust úr Bændaskólanum
á Hólum í Hjaltadal árið 1941
hittust á Akureyri góðviðris-
helgina síðustu í júní, en þá
voru liðin 45 ár frá útskriftinni.
Hinir 45 ára Hólasveinar voru
að hittast formlega í þriðja siptið
frá því þeir skildu við Hólaskóla,
ungir menn. í mars árið 1971,
þegar liðin voru 30 ár frá útskrift
hittust Hólasveinar á Hótel Sögu
í Reykjavík „og vorum við konu-
lausir í það sinnið," sagði Björg-
vin Jónsson, einn af Hólasvein-
um. Þá var það næst árið 1981, á
40 ára afmælinu sem þeir hittust,
Hólasveinarnir og það árið var
einnig hist í Reykjavík. Farið var
í skoðunarferð um Reykjanes og
hafði Hjalti Pálsson leiðsögn fyrri
hluta leiðarinnar eða til Grinda-
víkur, en síðari hlutann Friðrik
Pétursson og var gerður góður
rómur að leiðsögn þeirra. Og svo
var það þriðja skiptið sem hinir
síungu Hólasveinar hittust, en
það var nú fyrir skömmu á Akur-
eyri.
Hólasveinar sem yfirgáfu skól-
ann árið 1941 voru 27 talsins, af
þeim hópi mættu 22 til Akureyr-
ar. „Þetta er alveg sérstakur
þjóðflokkur, þessi árgangur.
Menn eru dreifðir um alla
landshluta, en samt er mætingin
alltaf einkennilega góð. Við
tengdumst sterkum vinaböndum
á meðan við vorum á Hólum og
þau eru alltaf að styrkjast."
Björgvin sagði að mjög vel
hefði tekist til með hófið á Akur-
eyri. Á laugardagsmorgni settust
menn upp í rútu og byrjað var á
að aka um bæinn undir leiðsögn
Árna Jóhannssonar. Síðan var
haldið áfram og farið fram í
Fjörð. Þetta var einmitt daginn
sem flóð voru hvað mest í Eyja-
fjarðará. Kirkjan á Grund var
skoðuð og síðan farið í bæinn þar
sem borðað var í Fiðlaranum,
„og voru menn hátt uppi í gleði
og gáska.“ Um kvöldið hittust
menn að Hótel KEA og rifjuðu
upp skemmtileg atvik frá fyrri
árum.
Björgvin sagði að fundur Hóla-
sveina hefði tekist ljómandi vel
og menn farið ánægðir heim. Þeir
Björgvin Jónsson, Björn Gests-
son á Björgum og Jón Laxdal í
Nesi sáu um allan undirbúning.
Næst fyrirhuga Hólasveinar að
hittast að Hólum eftir 3 ár og hef-
ur Skagfirðingum verið falið að
undirbúa þá samkomu.
„Við norðanmenn viljum
þakka öllum sem hingað komu
fyrir góða samveru og við hugs-i
um vel til þeirra sem ekki komust
að þessu sinni. En við vonum að
þeir sjái sér fært að koma næst."
í samsæti á Hótel KEA flutti
Björgvin Jónsson brag er hann
kallar Hólamannabrag. Við end-
um á síðasta erindi bragsins, en
það sagði Björgvin að hefði verið
ort í tilefni dagsins:
Drottinn okkur dásemd færði
dýrðarveður endurnærði
okkar fríða ferðahóp.
Nú er gott að syngja saman
sjá í augum Ijóma gaman
líkt og æskan eitt sinn skóp.
Glaðbeittir og síungir. Hluti hópsins sem útskrifaöist úr Bændaskólanum á
Hólum árið 1945 á góðum degi. Myndir: Sigríður Magnúsdóttir.
veröur haldinn mánudaginn 28. júlí n.k. kl. 17.00.
í kaffistofu Dagsprents h.f. Strandgötu 31, Akur-
eyri.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um útgáfu á jöfnunarhlutabréfum.
3. Önnur mál.
Akureyri 9. júlí 1986.
Stjórn Dagsprents h.f.
Nýsmíði -
Endurbætur - Þjónusta
Hurðir • Gluggar • Gler frá Glerborg
Leitið upplýsinga og verðtilboða
-trésm/Öjan »j
Furuvöllum 1, 600 Akureyri, s. 96-24000
Notice
to British Citizens
resident in lceland
Representation of
the people act 1985
Regulations recently approved by both Houses of
Parliament extend the franchise to certain British
Citizens abroad and allow holidaymakers an absent
vote.
The Regulations will enable British Citizens abroad
who have been present in the UK and registered as
electors within the previous five years to make an
annual declaration. This will allow their name to be
included on the Electóral Register in the Constitu-
ency where they were registered before they went
abroad and to vote by proxy at any Parliamentary or
European Parliament elections which occurs during
the life of that register.
Declaration forms are available from the British Emb-
assy, Reykjavik, and persons who consider that they
may have an entitlement undir the Act should contact
the Embassy for furhter information.