Dagur - 15.07.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. júlí 1986
15. júlí 1986 - DAGUR - 7
/ Heimsókn að
Sumir segja að alls staðar sé fallegt í góðu veðri. Mér hefur alltaf
fundist fallegt að koma heim að Ástjörn, ekki man ég hvort veðrið
hefur alltaf verið gott, en hins vegar man ég að þar mætir manni
alltaf gestrisni og sérlega hlýlega er tekið á móti fólki.
Ekki brá út af þeim vana er ég kom við í góða veðrinu í síðustu
viku. Þá var venju fremur barnmargt á Ástjörn því ungir gestir úr
sumarbúðum UNÞ voru í heimsókn.
Knattspyrnukeppni var að ljúka og gestirnir fengu að fara á bát-
ana á tjörninni. Síðan voru þeim bornar veitingar í brúsa-og bala-
magni að sjálfsögðu út í veðurblíðuna, að lokum voru þeim gefnar
gjafir til minningar um komuna.
Það er gott að vera gestur við Ástjörn, en hvernig er að dvelja
þar? Því svara drengirnir og starfsfólkið.
Það er vinsælt að skreppa út á tjömina á bát eða skútu
Pétur Björgvin Þorsteinsson var
forsvarsmaður Ástirninga því
forstöðumaðurinn Bogi Péturs-
son hafði aðeins þurft að bregða
sér af bæ þennan daginn.
„Ég kom hérna fyrst sex ára
polli og hef komið hér hvert ein-
asta sumar síðan en mismikið á
hverju sumri. Nú er ég að vinna
hérna og ætli það megi ekki kalla
ntig aðstoðarsumarbúðastjóra.
Það er söfnuðurinn á Sjónar-
hæð sem rekur sumarbúðirnar og
hingað koma sjálfboðaliðar frá
bræðrasöfnuði hans í Færeyjum,
einnig koma gamlir Ástirningar
og hjálpa til. Þó söfnuðurinn á
Sjónarhæð hafi aðeins aðrar
skoðanir á trúmálum en þjóð-
kirkjan er talað eins við börnin
hérna og í öðrum kristilegum
sumarbúðum. Það hefur aðeins
komið til tals að gera Ástjörn að
sjálfseignarstofnun vegna þess
hve margir úr þjóðkirkjunni
vinna hér.
I suntar eruni við með 78
drengi og þetta er fertugasta
sumar starfseminnar. Fyrir 41 ári
kom Arthur Gook hingað og
hafði hug á að stofna hér sumar-
búðir. Hann hélt á fund Sigríðar í
Ási, landeigandans. Hún sagði
að margir hefðu áður ásælst
þennan stað en hún hefði alltaf
neitað en börnunum gæti hún
ekki neitað.
Sumarið eftir var byrjað, þá
var vikudvöl fyrir drengi og viku-
dvöl fyrir stúlkur. Síðan þróaðist
þetta þannig að stúlkunum fækk-
aði alltaf en aðsókn drengjanna
jókst, einnig hef ég heyrt því
fleygt að erfiðara hafi verið að
stjórna stelpunum, alla vega var
þetta gert að drengjaheimili ein-
göngu og við höfum fulla aðsókn
drengja í þessa tvo ntánuði. Þeir
dveljast hér ýmist í einn eða tvo
mánuði.
Það tók sautján ár að byggja
húsið sem við erum í núna, en
nýja húsið var byggt á 44 dögum,
að vísu var það flutt hingað frá
Kröflu. Það hús heitir Maríubúð
og er nefnt í höfuðið á Maríu
Pétursdóttur systur Boga sem var
ráðskona hér í mörg sumur. Hún
stóð ýmist við olíu-, kola- eða
gaseldavélar, bakaði allt brauð
og eldaði allan mat. Þá voru
aðstæður allt aðrar. Fyrst yar
bragginn þar til þetta hús kom og
Pétur Björgvin Þorsteinsson, húsið í baksýn.
t.d. kom ekki rafmagn fyrr en
1968 hingað. Nú eru hérna tíu
sinnum fleiri drengir en í fyrstu
og stundum er starfsfólkið einnig
tíu sinnum fleira.
Einn daginn geta verið
fimmtán manns að vinna hér en
næsta dag þrjátíu, þetta er svo
rokkandi vegna starfa sjálfboða-
liðanna. Við erum aðeins fjögur
á launum hérna og störfum allt
sumarið. Sjálfboðaliðarnir starfa
aftur á móti skemur, frá einni
helgi og upp í þrjár vikur eða
mánuð. Bogi hefur verið for-
stöðumaður hérna í tuttugu og
sjö ár og hann hefur aldrei þegið
krónu fyrir sína vinnu.“
Bogi hefur verið forstöðumað-
ur hérna í tuttugu og sjö ár og
hann hefur aldrei þegið krónu
fyrir sína vinnu.“
- Hvernig gengur dagurinn
fyrir sig á Astjörn?
„Allir strákarnir vakna klukk-
an átta á morgnana og safnast
saman í Maríubúð eða þar fyrir
utan ef veðrið er gott. Þá er
morgunsöngur. Söngurinn i*r nú
ekki alltaf alveg æðislegur svona í
morgunsárið, en þeir vakna við
hann. Síðan er morgunbæn og
fánahylling, þá kemur að morg-
unmatnum þegar drengirnir eru
búnir að vera á fótum um það bil
klukkutíma. Eftir morgunmat fer
elsti hópurinn í biblíutíma, alla
daga nema sunnudaga og síðan
út að leika sér með hinum
drengjunum.
Það er hægt að fara bæði á
árabáta og skútur á vatninu og
skógurinn býður upp á allt mögu-
legt fyrir stráka með hugmynda-
flug. Einnig er fótboltavöllur hér
fyrir ofan og hann er mjög mikið
notaður, íþróttakennari kemur
hér tvisvar í viku. Eftir hádegis-
mat fer miðaldurshópurinn í í
biblíutíma og yngsti aldurshópur-
inn eftir kaffið.
Eftir kvöldmat safnast allir
sáman í salnum og gera ýmislegt
sér til dundurs, syngja saman,
horfa á góða teiknimynd og
stundum eru kvöldvökur og þá er
oft mikið stuð á mannskapnum.
Einn daginn fórum við með
alla inn að Hljóðaklettum. Það
þótti þeim æðislegt sport og þeir
sem voru búnir að vera hér áður
montuðu sig af því hvað oft þeir
væru búnir að koma þangað.
Þetta er árlegur viðburður
ásamt því að fara í Asbyrgi, að
Grettisbæli og jafnvel upp á
Hafrafell ef vel viðrar. Við förum
upp að tjörn sem við köllum
Litlutjörn en ég held að heiti
Botnstjörn. Við fáum hesta frá
hestaleigunni og ýmislegt svona
breytir út af hinni venjulegu
dagskrá.“
- Fáið þið oft heimsóknir eins
og í dag?
„Við höfum fengið hundrað
manna kór frá Færeyjum í heim-
sókn og fleiri kóra og hópa. Um
daginn kom fólk frá vinabæjum
Akureyrar á Norðurlöndum, það
var fólk sem sér um unglingastarf
í sinni heimabyggð.
Þeir fóru í fótbolta við strákana
og fleira og það var gaman að sjá
hvað strákarnir höfðu gaman af
að tala við útlendingana þó að
þeir skildu ekkert hvað sagt var
við þá. Ef til vill hafa þeir svolítið
lært að reyna að krafla sig áfram
í dönsku og ensku við að tala við
Færeyingana sem vinna hérna,
annars eru Færeyingar furðu
fljótir að læra íslenskuna, þetta
eru svo lík tungumál.“
- Á ekki að fara að bjóða
stúlkum sumardvöl?
„Það hefur aðeins komið til
tals, en aðsóknin hjá strákunum
er svo mikil og oft vill sumarið
vera stutt svo að þetta er
spurning. En þegar búið verður
að einangra húsið betur getum
við boðið upp á haustdvöl. Það
væri óskandi að stelpur gætu líka
verið hérna því margar segja þeg-
ar þær heimsækja bræður sína:
„O, af hverju get ég ekki fengið
að vera hérna.“
- Sérð þú einhverja kosti við
að hafa bara annað kynið?
„Já, því fylgja margir kostir,
maður nær betur til hópsins og
það ber meira á feimni í blönduð-
um hópi. Eins hef ég tekið eftir
því að strákarnir ærslast miklu
meira þegar stelpur eru, því þá
þurfa þeir að sýna sig.“
- Koma drengirnir frá mörg-
um stöðum á landinu?
„Já, flestir í sumar eru af
Reykjavíkursvæðinu, en hingað
til hafa flestir verið frá Akureyri
og nágrenni, þetta er að breytast.
Hver sem er getur sótt sumardvöl
en drengirnir eru á aldrinum 6 til
12 ára. Hins vegar þarf að huga
að því snemma því að í vetur var
upppantað í janúar."
- Finnur þú aukinn trúar-
áhuga hjá drengjuum eftir dvöl-
ina hérna?
„Maður tekur kannski mest
mið af því sem foreldrar hafa sagt
en þeir hafa margir orð á því að
strákarnir hlýði miklu betur og
séu allt öðruvísi þegar þeir koma
heim.
Það sem mér finnst hafa breyst
þennan tíma sem ég hef verið
starfsmaður er að áhugi stráka á
trúmálum er að aukast. Á laugar-
dagskvöldum höfum við svokall-
aðar vitnisburðarsamkomur og
þar standa upp allt niður í sjö ára
strákar og segjast hafa lært mikið
um trúmál hér og að þekkja
Jesúm og þetta horfir maður
mest á og finnst stórkostlegast.“
- Er trúarlegt uppeldi vanrækt
á íslandi í dag?
„Það er alveg pottþétt, kannski
vegna þess að ömmurnar eru allt
of mikið komnar á elliheimili.
Þetta var annað fyrir krakka á
mínum aldri, amma kenndi mér
að biðja og amma kenndi mér
versin mín, en núna koma hingað
margir krakkar sem segjast aldrei
Jónas Páll fékk pakka með póstinum.
hafa lært að biðja og ekkert vita
hvað það sé og þá finnst manni
oft stórkostlegt að geta tekið að
sér ömmuhlutverkið. Annars er
þetta mjög mismunandi eftir
heimilum."
- Að lokum Pétur, hvernig
verður haldið upp á fertugsaf-
mælið?
„Afmælishátíðin verður laug-
ardaginn níunda ágúst og við
vonumst eftir að sem allra flestir
heimsæki okkur, bæði gamlir
Ástirningar og foreldrar þeirra
og allir sem áhuga hafa á starf-
inu. Það er hægt að tjalda hérna
eða inni í Ásbyrgi og öllum er
velkomið að dvelja hér um helg-
ina.
Eins og fylgir veislum mun
sjálfsagt einhver taka til máls og
eitthvað verður um að vera, en
ekki er komin mótuð dagskrá
enn. Fyrst og fremst er hugsað
um að fólk geti komið saman
þessa helgi hérna.“ IM
„Kynnist
Jesú betur“
Geir Magnússon er ellefu ára,
hann sagðist eiga heima í Akur-
gerði 3 d á Akureyri og vinna við
að bera út Dag. Hann sýndi mér
Geir Magnússon.
þann heiður að bjóða mér upp í
skóg að skoða bænarjóðrið sitt.
Það dvelur hann oft, fer með
bænirnar sínar eða les í bók.
- Er þetta í fyrsta skipti sem
þú ert á Ástjörn?
„Já og mér líkar mjög vel.
Maður kynnist svo mörgu nýju,
t.d. kynnist maður Jesú betur og
mér líður miklu betur. Ég er
miklu meira farinn að vera með
honum og á bænarjóður, mér
finnst miklu skemmtilegra, leik
mér meira, en fyrst eftir að ég
kom leiddist mér svolítið. Svo
hefur mér gengið vel í ýmsu og
Guð hefur verið með mér í
marga daga.“
- Ætlar þú að byggja bæna-
hreiður þegar þú kemur heim?
„Ef ég finn góðan stað þó að
hann sé langt í burtu, eins og
staðurinn minn hérna sem er svo-
lítið langt frá.“
- Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera hérna?
„Mér finnst skemmtilegast að
vera á nýju skútunum, þær eru
miklu betri en hinar. Ég er mikið
á skútunum en mjög lítið á
árabátunum. Mér líkar ntjög vel
við fólkið sérstaklega Önnu og
Boga, Bigga og Óðin. Það eru
allir góðir hérna og maturinn er
ágætur. En svolítið misjafn, sumt
vill maður ekki borða.“
- Hvað þá fáið þið ekki neitt?
„Þá segja þeir bara að þessi
drengur sé ekki á sérfæði hann
eigi að borða þetta eða ekki neitt
og maður fær að kynnast því.
Þegar ég var heima var ég líka
alltaf í ísskápnum og borðaði
aldrei á matmálstímum, en hérna
þýðir það ekkert svo kannski
venst ég þessu.“
- Heldur þú að þú hafir gott af
því?
„Örugglega, maður á ekki að
vera að borða mikið á milli mála.
Það er margt hérna sem maður
lærir vel af. Það verður örugglega
margt að segja mömmu og pabba
þegar ég kem heim. Þau hafa
einu sinni heimsótt mig og þá
sváfum við í Ásbyrgi, skeifunni
þar sem Sleipnir rak niður
fótinn.“ IM
„Bogier
alveg
sérstakur“
Þegar rúmlega hundrað börn
voru sest í hring framan við
Ástjörn og biðu eftir veitingum,
vaknaði sú spurning hvort ekki
væri mikil vinna að elda ofan í
allan fjöldann. Það lá beinast við
að fara í eldhúsið og spyrja ráðs-
konuna Guðrúnu Sigurðardótt-
ur. Þetta er fyrsta sumarið sem
hún vinnur á Ástjörn.
„Ég skal segja þér að það er
býsna gott að elda ofan í hópinn,
ég var fljót að venjast því og
núna finnst mér eins og ég sé
búin að vera við þetta í mörg ár.
Það má segja að vinnudagur-
inn sé langur, ég er komin hérna
rúmlega sjö á morgnana og kem
heim til mín um klukkan átta á
kvöldin og ég vinn alla daga vik-
unnar. Ég ek á milli því að ég á
heima í Öxarfirðinum."
- Ert þú með mikla hjálp í eld-
húsinu?
„Auk mín er ein stúlka í eld-
húsinu, svo vilja allir hjálpa til.
Strákarnir snúast í kringum mig
og eru mjög liprir að hjálpa
mér.“
- Hvað finnst þeim best að
borða?
Guðrún Sigurðardóttir rúðskuna.
„Það besta sem þeir fá er
pönnuhakk, mér finnst þeir taka
því vel að þorða svona reglulega
og þeir hafa góða lyst. Byrja á
morgnana með hafragraut og
borða hann vel, en það kom mér
á óvart, því örugglega eru ntargir
krakkar hér sem aldrei hafa feng-
ið hafragraut á morgnana. Nú
borða allir hafragraut og líkar
vel.
Það er gaman að elda ofan í
þessa krakka, virkilega gaman.
Þau eru þakklát og láta það í ljós
ef maturinn er góður og það
segja þau yfirleitt.“
- Eitthvað sem þeim líkar
miður?
„Ég man ekki til þess, þó að ég
segi sjálf frá held ég að þeim líki
yfirleitt maturinn.
Mér líkar sérstaklega vel að
vinna hérna. Hér eru öll þægindi
og Bogi er alveg sérstakur. Hann
vill allt fyrir starfsliðið sitt gera.
Hann ætti svo mikið skilið þessi
maður, hann er búinn að fórna
sjálfum sér fyrir þetta og það er
mikill plús við að vinna hérna
hvað hann hugsar vel um okkur
starfsfólkið. IM
Ellert Rúnarsson.
„Það er
ofcalega
gaman hénia"
Ellert Rúnarsson er ellefu ára,
hann kemur frá Keflavík og þetta
er annað sumarið hans á Ástjörn.
- Líkar þér vel?
„Það er ofsalega gaman hérna,
það er gaman á bátunum og veðr-
ið er svo gott, fólkið er skemmti-
legt. Mér finnst mest gaman núna
að vera í skóginum og leika mér.
Það eru líka bænastundir á
morgnana, við morgunmatinn og
í hádeginu. Sumir eiga líka bæna-
hreiður."
- Hvernig eru þau?
„Það eru holur í skóginum þar
sem strákarnir biðja bænirnar
sínar. Við ráðum hvort við förum
í bænahreiðrin til að biðja þegar
okkur líður illa og svoleiðis. Ég á
ekkert bænahreiður núna, bið
bara inni í Maríubúð."
- Ert þú að hugsa um að búa
til bænahreiður þegar þú kemur
heim?
„Já, ég á vin sem gæti búið það
til með mér.“
- Eitthvað fleira sem þið hafið
verið að gera hérna?
„Þegar veðrið er vont fáum við
að horfa á videó, He-man og svo-
leiðis myndir, það hefur verið
leiðinlegt veður í nokkra daga.“
IM
Ásgeir Örn Hlöðversson.
„Krakkamír
eru
skemmtilegir“
Ásgeir Örn Hlöðversson á heima
í Reykjavík og þetta er hans
fyrsta sumar á Ástjörn.
- Hvernig líkar þér?
„Bara vel, krakkarnir eru
skemmtilegir og svona.“
- Hvað er skemmtilegast að
gera?
„Bara allt, en ég held að bát-
arnir séu skemmtilegastir og mér
líkar vel við fólkið. Ég hef kynnst
krökkum frá Húsavík, Akureyri
og fleiri stöðum."
- Hefur þú áður verið í sveit?
„Já, en ég man ekki alveg hvað
það heitir, Langholt eða eitthvað
svoleiðis, en það er miklu
skemmtilegra að vera á Ástjörn."
IM
Sigurbjörn Hreiðarsson.
„Læri
mannasiði
og alltu
Sigurbjörn Hreiðarsson er frá
Reykjavík, hann er tíu ára og
þetta er þriðja sumarið hans á
Ástjörn.
„Mér líkar allt hérna mjög vel,
en fótboltinn er skemmtilegast-
ur.“
- Hvað lærir þú hérna?
„Ég læri margt, mannasiði og
allt.“
- Langar þig að koma aftur
næsta sumar?
„Já, fyrir tveim dögum var lið-
ið okkar að vinna gullmedalíu á
pollamótinu á Raufarhöfn, ég
spila center í liðinu." IM