Dagur - 15.07.1986, Page 9

Dagur - 15.07.1986, Page 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 15. júlí 1986 - DAGUR - 9 Að lokinni verðlaunaafhendingu. Hluti þátttakenda á meistaramóti GH um helgina. Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur: Einn keppendanna fór holu í höggi - Öruggur sigur Kristjáns í 1. flokki Meistaramóti Golfklúbbs Húsavíkur lauk á sunnudag. Keppt var í fjóra daga og 27 þátttakendur hófu keppni. Keppt var í þrem flokkum karla, einum kvennaflokki og einum unglingaflokki. 2. Kristinn Lúðvíksson 391 3. Jón Guðlaugsson 392 Kvennaflokkur: högg 1. Sigríður Birna Ólafsd. 438 2. Þóra Sigmundsdóttir 447 3. Arnheiður Jónsdóttir 449 kostleg tilfinning sem erfítt væri að lýsa. Hann leikur í öðrum flokki, byrjaði að leika golf 1975, þó hef- ur hann ekki stundað íþróttina samfleytt síðan. Kemst KA á toppinn á ný? - Liðið sækir Einherja heim í kvöld í kvöld lýkur 10. umferð í 2. deildinni í knattspyrnu en þá mætast Einherji og KA á Vopnafirði kl. 20. Bæði liðin eru í toppbaráttuni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. KA hefur 19 stig en Einherji er með 17 stig. KA leikur í kvöld án Hauks Bragasonar markvarðar sem er meiddur. Haukur meiddist á æfingu sl. sunnudag og verður frá í a.m.k. mánuð. Dagur hafði samband við Gústaf Baldvinsson þjálfara KA og Njál Eiðsson þjálfara Einherja og spurði þá um leikinn í kvöld. „Við höfum náttúrlega orðið fyrir miklu áfalli við það að missa Hauk. Ég veit að þetta verður erfiður leikur, Einherji hefur ekki tapað leik heima í tæp tvö ár. En við munum samt sem áður fara með það sem markmið að ná þremur stigum. F>að verður engin breyting þar á. Ég veit þó af reynslu að það er ekki hlaupið að því að ná stigum á Vopnafirði. En með góðum leik eigum við möguleika á sigri og þá komumst við á toppinn á ný og þar er best að vera.“ - Hefur árangur Einherja komið þér á óvart? „Nei alls ekki. Ég þekki það vel til þessara stráka og þetta er nánast það sama lið og ég þjálf- aði fyrir nokkrum árum og að auki hefur Njáll bæst í hópinn og hann er topp leikmaður. Nú svo er það líka það, að 2. deildin í ár er frekar slök. Það eru þarna lið sem eru mjög slök. Nú ef við vinnum Einherja þá standa þeir bara eftir um miðja deild þannig að það má lítið út af bera,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA. „Leikurinn leggst vel í mig. KA-menn skulu aldeilis fá að hafa fyrir því ef þeir ætla að ná stigi hér á Vopnafirði. Þeir fengu svo auðveldan sigur í vor á Akur- eyri. Þeir áttu að vísu sigurinn skilið í þeim leik en hann var að mínu viti of stór og við eigum harma að hefna. Við verðum með okkar sterkasta lið í leikn- um,“ sagði Njáll Eiðsson. - Ertu ánægður með árangur Einherja það sem af er? „Já, ég held að það sé ekki hægt annað en vera ánægður. Þetta hefur gengið vonum framar. Þar fyrir utan eigum við sex heimaleiki eftir en aðeins þrjá úti. En það er ekki nóg að eiga þessa leiki eftir, þeir verða að vinnast." - Er þið farnir að horfa til 1. deildar sætis? „Nei, það held ég ekki. En ef við vinnum KA í kvöld getum við kannski farið að gæla við þá hug- mynd en annars ekki. Þetta er geysilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. En Einherji hefur aldrei unnið KA, liðið hefur gert jafn- tefli við þá hér heima en annars tapað og við erum ákveðnir í því að gera bót þar á,“ sagði Njáll Eiðsson þjálfari Einherja að lokum. Úrslit urðu þessi: Karlar 1. flokkur: högg 1. Kristján Hjálmarsson 315 2. Ragnar Þór Ragnarsson 329 3. Axel Reynisson 339 Karlar 2. flokkur: högg 1. Gísli Vigfússon 350 2. Örvar Þór Sveinsson 352 3. Hreinn Jónsson 352 Karlar 3. flokkur: högg 1. Hjálmar Vigfússon 382 Unglingaflokkur: högg 1. Sigþór Skúlason 410 2. Hörður Harðarson 528 Hreinn sló draumahöggið. Hreinn Jónsson Golfklúbbi Húsavíkur fór holu í höggi á mót- inu um helgina. Þetta gerðist á þriðju braut og notaði Hreinn járn no. 8. Hreinn sagði að þetta hefði verið mjög ánægjulegt og stór- Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks: Góð þátttaka Meistaramót Golfklúbbs Sauð- árkróks hófst á miðvikudag í síðustu viku og lauk á laugar- dag. Góð þátttaka var í mót- inu. I öðrum og þriðja flokki voru leiknar 72 holur af gulum teigum, í fjórða flokki voru ieiknar 54 holur og í fimmta flokki og unglingaflokki voru leiknar 36 holur af rauðum teigum. Úrslit urðu þessi: 2. flokkur: högg 1. Haraldur Friðriksson 334 2. Steinar Skarphéðinsson 346 3. Halldór Tryggvason 369 3. flokkur: 1. Stefán Pedersen 345 2. Sverrir Valgarðsson 361 3. Sigfús Sigfússon 364 4. flokkur: 1. Sigmundur Guðmundsson 272 2. Páll Þorsteinsson 276 3. Kári Valgarðsson 292 5. flokkur: 1. Björn Jón Björnsson 203 2. Björgvin Sveinsson 204 3. Jón Hreinsson 217 Unglingaflokkur: 1. Friðrik Haraldsson 197 2. Guðmundur Sverrisson 219 3. Kristján Kristjánsson 248 Verður ekkert mát? Frestur til að tilkynna þátttöku í íslandsmóti Körfuknatt- leikssambands íslands rann út 4. júlí sl. , Einungis þrjú lið hafa tilkynnt þátttöku í Úrvalsdeild og enn færri í aðrar deildir. Þar sem gert er ráð fyrir því að piðurröðun íslandsmóts hefjist strax upp úr 15. júlí þá er allt útlit til þess að fjöldinn allur af liðum sem þátt tóku í íslandsmótinu s.l. ár verði ekki með þetta árið. Ef fram fer sem horfir þá verð- ur íslandsmótið fremur fámennt. Unglingalandsliðið á ferð um Norðuiiand Landslið íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri var fyrir og um helgina á æfíngaferð um Norður- og Austurland og lék fjóra leiki í ferðinni. Fyrst gegn Tinda- stóli, síðan Magna á Grenivík, þá liði KA og síðast gegn úrvalsliði ÚÍA. A fimmtudag léku strákarnir gegn Tindastóli á Sauðárkróki og lauk leiknum með sigri landsliðs- strákanna sem skoruðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum heimamanna. Grenvíkingar gerðu betur er Knattspyrna: Auðunn heldur hreinu Auðunn Sigurðsson markvörð- ur Hvatar á Blönduósi hefur haldið marki sínu hreinu það sem af er Islandsmótinu. En lið hans hefur leikið sjö leiki í fjórðu deildinni til þessa. Þetta er fyrsta árið sem Auð- unn leikur sem aðalmarkvörður liðsins. Hefur hann sýnt framfarir í hverjum leik og spurningin er hver verður fyrstur að skora mark hjá honum í ár. Hafa menn jafnvel talað um að árangur hans sé íslandsmet en það hefur ekki fengist staðfest. þeir mættu landsliðsstrákunum. Þeir sigruðu í leiknum sem fram fór á Grenivík á föstudag með einu marki gegn engu. Einn hinna ungu leikmanna Magna lék vel í leiknum og var hann valinn til að spila með unglingalandslið- inu gegn KA daginn eftir og stóð sig vel í þeim leik. Þetta var Þor- steinn Jónsson. En þrátt fyrir að Þorsteinn léki vel gegn KA tap- aði liðið leiknum 2:0. Síðasti leikur landsliðsstrákana var gegn úrvalsliði ÚÍA og fór leikurinn fram á Eiðum á sunnu- dag. Landsliðsstrákarnir sigruðu með fjórum mörkum gegn þremur. Þess má geta að auk Þorsteins frá Grenivík tóku þrír Akureyr- ingar þátt í þessari æfingaferð, þeir Árni Þór Árnason og Páll V. Gíslason úr Þór og Gísli Símon- arson úr KA. Næsta alvöru verkefni liðsins er Evrópumótið í haust. Með liðinu í þessari ferð voru þeir Guðni Kjartansson þjálfari U-21 árs landsliðsins og Sigfried Held landsliðsþjálfari karla. Héldu þeir ásamt Lárusi Lofts- syni þjálfara U-18 ára landsliðs- ins námskeið hér á Akureyri og þar m.a. útskýrði Lárus nýjar æfingar sem komu fram á þjálf- aranámskeiði sem hann sótti í apríl síðastliðnum ásamt Guðna og Sigurbergi Sigsteinssyni þjálf- ara kvennalandsliðsins. Einnig gátu þeir þjálfarar sem nám- skeiðið sóttu rætt við þá félaga á eftir. Þá voru þeir Held og Guðni með æfingu hér á Akureyri og eins á Húsavík fyrir yngstu knatt- spyrnumennina og vakti það mikla ánægju fjölmargra þátttak- enda. Ekki er annað hægt en að þakka þeim KSÍ-mönnum fyrir komuna til Norðurlands og þessi ferð þeirra er mikil lyftistöng fyr- ir knattspyrnuna á svæðinu. KA - Einherji: Bein lýsing á leiknum Eins og fram kemur í blaðinu í dag verður hörkuleikur í 2. deildinni í knattspyrnu í kvöld á Vopnafirði. Þar mætast heimamenn, Einherjar og KA- menn kl. 20. KA-menn verða með skemmti- lega nýbreytni í kvöld en þeir ætla að lýsa leiknum beint sím- leiðis í nýja KA-húsið. Mun Þor- móður Einarsson sjá um að lýsa leiknum. Allir knattspyrnuáhugamenn eru velkomnir upp í KA-hús til að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu sem hefst kl. 20.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.