Dagur - 17.07.1986, Side 3
17, júlí 1986 - DAGUR - 3
Fyrir utan höfuðstöðvar Dags á Sauðárkróki. Ungu mennirnir á myndinni
eru frá vinstri: Jóhann Karl Sigurðsson framkvæmdastjóri Dags, ritstjórinn
Hermann Svcinbjörnsson og blaðamaður Dags á Sauðárkróki Þórhailur
Asmundsson. Myndir: mþþ
Skagfiröingar og Sauökrækingar
kunni eins og Húnvetningar aö
meta þetta framtak. Áhugi Þing-
eyinga og Húsvíkinga á blaóinu
jókst mjög áþreifanlega þegar
skrifstofa Dags á Húsavík var
opnuð í september í fyrra.
Innan tíöar veröur veruleg
breyting á samskiptum milli
skrifstofanna annars vegar og
ritstjórnar blaösins á Akureyri.
Nú þegar skrifa allir blaðamenn á
Akureyri fréttir og annað efni inn
á tölvur og þegar í næsta mánuöi
má reikna meö aö fréttamennirn-
ir á hinum stööunum tengist rit-
stjórnarskrifstofunni á Akureyri
meö tölvutengingu. Þeir munu þá
skrifa sitt efni beint inn á tölvu og
sentla síðan textann um símalínu
inn í móöurtölvuna í Dagsprenti,
þar sem efniö veröur framkallað
meö sama hætti og þaö sem skrif-
aö er á ritstjórninni á Akureyri.
mþþ/HS
Degi fagnað á Blönduósi, Frá vinstri
Bessi H. Þorsteinsson hótelstjóri,
Sigmar Jónsson fulltrúi kaupfélags-
stjóra, Árni S. Jóhannsson kaupfé-
lagsstjóri og Guðrún Ólafsdóttir
eiginkona Gests blaðamanns Krist-
inssonar.
Dagur færir
út kvíamar
— skrifstofur opnaðar á Blönduósi og Sauð-
árkróki, sem verða tölvutengdar við ritstjórn
á Akureyri innan tíðar
Um síöustu helgi voru form-
lega opnaðar skrifstofur Dags
á Blönduósi og Sauðárkróki.
Þar með er Dagur kominn
með skrifstofur á þremur stöð-
um á Norðurlandi, utan Akur-
eyrar, en síðastliðið haust var
skrifstofa Dags á Húsavík
formlega opnuð. Blaðamaður
Dags á Blönduósi er Gestur
Kristinsson, en á Sauðárkróki
er það Þórhallur Ásmundsson.
Skrifstofan á Blönduósi var
opnuð síðastliöinn laugardag og
var hreppsnefndarmönnum
ásamt fleirum boöið til opnunar-
innar. Húsnæði Dags á Blöndu-
ósi hefur enn ekki allt verið tekið
í notkun, en svo mun verða innan
skamms og verður þá hið vistleg-
asta.
Áskrifendum í Húnavatnssýsl-
um hefur fjölgað nokkuð á síð-
ustu mánuðum og sagöi Gestur
að ekki væri annað að sjá en
Húnvetningar væru ánægðir með
framtakið. Skrifstofan á Blöndu-
ósi er að Húnabraut 29 og síminn
þar er 4070. Skrifstofa Dags á
Sauðárkróki var opnuð sl. sunnu-
dag og hún er til húsa að Skag-
firðingabraut 47 og síminn þar er
5960. Reiknað er með því að
Frá opnun skrifstofu Dags á
Blönduósi. Á myndinni iná sjá
Frímann Hilmarsson lögregluvarð-
stjóra, Pál Pétursson alþingismann,
Hermann Sveinbjörnsson ritstjóra
Dags, Gest Kristinsson blaðamann
Dags á Blönduósi og Hilmar Krist-
jánsson oddvita.
„Ferðin hefur gengið ágæt-
lega, en þetta er erfiðara
en ég bjóst við“
-sagði Sigurgeir Einarsson um borð í Lýsiströtu sem er í siglingu
hringinn í kringum landið
„Við erum að skríða fyrir Mýr-
dalsjökul, á leið til Vest-
mannaeyja,“ sagði Sigurgeir
Framleiðslu-
kostnaður á heyi:
6,40 krónur
á kílóið
Búreikningastofa landbúnaðarins
hefur áætlað framleiðslukostnað
á heyi sumarið 1986. Er miðað
við kostnað undanfarið ár að við-
bættum hækkunum. Framleiðslu-
kostnaðarverð er þannig áætlað
um það bil kr. 6,40 á kg af heyi
fullþurru í hlöðu (5,50 1985).
Verð á teignum er áætlað 10-15%
lægra.
Einarsson, þegar við náðum
sambandi við hann í fyrrakvöld
um borð í skútunni Lýsiströtu.
Sigurgeir ásamt Bjarna Júl-
íussyni og Guðmundi Stefáns-
syni á Lýsiströtu og Steindóri
Helgasyni og Láru Þorvalds-
dóttur á Hafsvölunni lögðu af
stað frá Akureyri þann 3. júlí í
siglingu kringum landið.
Sigurgeir sagði að ferðin hefði
gengið ágæflega. „Veðrið var að
vísu leiðinlegt til að byrja með,
fjandans ruddi. En frá Raufar-
höfn og niður á Stöðvarfjörð
fengum við vindinn í bakið allan
tímann og þá gekk þrumuvel. Á
Stöðvarfirði þurftum við að
lyfta bátnum upp og skipta um
splitti í skrúfunni. Veðrið hefur
verið dálítið misjafnt, ýmist sól
eða öskrandi rigning.1'
Félagarnir biðu í tvo daga á
Höfn í Hornafirði vegna þess að
ekki blés byrlega, „Það blés í
öfuga átt,“ sagði Sigurgeir.
- Er þetta erfiðara en þið
bjuggust við?
„Ætli ég verði ekki að viður-
kenna það að maður þreytist
meira en ég átti von á. Jú, þetta
er erfiðara en ég bjóst við. Við
reynum að hvíla okkur vel þegar
við kontum í höfn.“
Samkvæmt upphaflegri áætlun
ætluðu þeir hringfarar að koma
til Akureyrar þann 27. júlí. „Ég á
að mæta í vinnu þann 28. þannig
að við leggjum okkur fram um að
vera komnir til Akureyrar þá,“
sagði Sigurgeir að lokum. -mþþ
Frá opnun skrifstofu Dags á Sauðárkróki. Mynd: HS
LYFTARAR
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns-
og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft-
ara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.
Vitastíg 3, símar 91-26455 og 91-12452.
Umboð - Þjónusta
Gler frá Glerborg • Gluggar frá Ramma
Þakgluggar frá Plastfag
Gagnvarið efni í glugga og sólpalla
Leitið upplýsinga
“trésmiöjan
Furuvöllum 1, 600 Akureyri, s. 96-24000
UMFI - Fram-
kvæmdastjóri
Ungmennafélag íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra
fyrir samtökin. Starfið felst m.a. í fjármálastjórn, umsjón með
erlendum samskiptum svo og kynningar og útbreiðslustarf-
semi.
Umsækjandi þarf að hafa áhuga fyrir starfi og stefnu
ungmennafélagshreyfingarinnar og gjarnan að þekkja eitt-
hvaðtil almennrarfélagsmálastarfsemi úti álandsbyggðinni.
Nánari upptýsingar hjá stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstof-
unni að Mjölnisholti 14, Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1986.
Ungmennafélag íslands.