Dagur - 17.07.1986, Page 5
17. júl 1986- DAGUR-5
Celebrant Singers á Akureyri
Celebrant Singers er hópur
ungs fólks, söngvarar og tónlist-
arfólk. Þau hafa ferðast um
heiminn síöastliðin fimm ár,
sungið í 22 löndum og 49 fylkj-
um Bandaríkjanna. Þau syngja
um kærleiksboðskap Krists í
lögum, sem eru í senn létt og
hrífandi. Ungir sem aldnir um
allan heim hafa hrifist af flutn-
ingi þeirra. Hópurinn stendur
saman af 10 söngvurum og 12
manna kröftugri hljómsveit.
Upphafsmaður hópsins er Jon
Stemkoski sem ásamt konu sinni
ReNelle kom honum á fót. Hann
var á ferð í Póllandi og tók þar
þátt í guðsþjónustum, þegar
hann heyrði kall Guðs um það að
fara út um allan heim og breiða
út boðskap hans. Síðan hafa yfir
tvær milljónir manna hlýtt á leik
og söng Celebrant Singers.
Hópurinn sem nú heimsækir
ísland samanstendur af fólki úr
átta kirkjudeildum. Pau gista í
heimahúsum á leið sinni um land-
ið og viija gjarnan fá að kynnast
íslendingum og eiga með þeirn
samfélag.
Hér á Akureyri verða þau með
tónleika í Akureyrarkirkju laug-
ardags- og sunnudagskvöld
klukkan 21.00 bæði kvöldin.
Aðgangur að tónleikunum er
Húnaver:
ókeypis en tekið verður við sam-
skotum í lok tónleikanna.
Pá verður hópurinn einnig með
tónleika í Tjarnarborg í Ólafs-
firði klukkan 14.00 á sunnudag.
Þá er í athugun með ferð til
Grímseyjar á sunnudagsnrorgun
þar sem sungið yrði í Miðgarða-
kirkju.
Vert er að hvetja fólk til þess
að koma og hlýða á þennan stór-
góða kór.
Móttöku á Celebrant Singers
hér fyrir norðan annast hinir
kristnu söfnuðir, þ.e. þjóðkirkj-
an, kaþólska kirkjan, Hjálp-
ræðisherinn og Hvítasunnusöfn-
uðurinn.
Eitt kvöldið var grillað og til þess voru fengnir vanir menn, sem stóðu vel fyrir
sínu.
Framleiðir súrmjólk með
nýjum bragðtegundum
í byrjun þessa árs hóf Mjólk-
ursamlag Skagfirðinga fram-
leiðslu á súrmjólk með bragð-
efnum. Hefur þessi vöruteg-
umd fengið mjög góðar viðtök-
ur hjá almenningi og selst mun
betur en búist var við. Varan
hefur aðeins verið seld á sam-
lagssvæðinu enn sem komið
er, en áhugi er fyrir hendi að
selja hana víðar ef tilskilin leyli
fást.
Nýlega var byrjað að framleiða
nýja tegund, svonefnda kaffisúr-
mjólk, en áður höfðu komið á
markað jarðarberjasúrmjólk og
súrmjólk með hnetu- og kara-
mellubragði.
Að sögn Snorra Evertssonar
mjólkursamlagsstjóra hefur hin
góða sala á þessari nýju vöru
komið sér mjög vel fyrir samlagið
og hún ásamt aukinni léttmjólk-
ursölu vegið að nokkru upp á
móti minnkandi sölu á nýmjólk.
Til júlíloka höfðu selst tæplega
14 þúsund lítrar af súrmjólk með
bragðefnum. Sala á nýmjólk
hafði dregist saman um 24 þús-
und lítra, en sala á venjulegri súr-
mjólk dregist saman um rúma 3
þúsund lítra. Sala á léttnrjólk
hafði aukist um 15 þúsund lítra
og sala á undanrennu hafði tvö-
faldast frá fyrra ári. Snorri sagði
að þegar væru farnar að berast
beiðnir úr öðrum héruðum um að
fá nýju súrntjólkina til sölu og
samlagið hefði áhuga á að dreifa
vörunni á sölusvæði um landið, ef
tilskilin leyfi fengjust. - þá
Hljómsveitin kom of seint
Laugardaginn 28. júní s.l. var
auglýstur danslcikur í Húna-
veri og átti hljómsveitin Fást
frá Sauðárkróki að leika fyrir
dansi. Þeir ágætu menn sem
skipa hljómsveitina sáu ekki
ástæðu til að mæta til leiks á
réttum tíma og loksins er þeir
komu, voru gestir þeir sem
ætlað höfðu á dansleikinn
farnir, eftir að hafa beðið góða
stund til að fá úr því skorið
hvort ball yrði eður ei.
Að sögn eins forráðamanna
Húnavers, hafði þessi hljómsveit
leikið á dansleik í Húnaveri fyrr í
vor og líkað ágætlega. Pegar hún
svo fór fram á að fá að standa fyr-
ir öðrunt dansleik var það auð-
sótt mál.
Aftur á móti væru svik sem
þessi við gesti Húnavers ákaflega
illa séð og því væri ástæða til að
það kænti fram að þarna væri um
að ræða svik af hálfu hljómsveit-
arinnar en alls ekki Húnavers.
Það hefði ekki áður komið fyrir í
sögu Húnavers að ball félli niður
af öðrunt sökum en óveðurs.
G.Kr.
Yerksmiðjuútsala
í kjaUara Kjörmarkaðaríns í Hrísalundi
Vörur fyrir alla fjölskylduna.
Yfirhafnir ★ Buxur ★ Blússur ★ Jogginggallar og jogging-
peysur ★ Sumarjakkar ★ Vinnufatnaður og mikið úrval af
skóm.
AHar vörur
á kostnaðarverði.