Dagur - 17.07.1986, Qupperneq 6
6-DAGUR-17. júlí 1986
r
17. júlí 1986- DAGUR -7
spurninp vikunnar___________
Bergur Lundberg
pylsusali
- Hvemig gengur salan hérna
hjá þér?
„Þetta er bara alveg stórfínt."
- Upp á hvað býðurðu?
„Grillpylsur og gos. Svo er ég
með rækjusalat núna og stund-
um er ég með kjúklinga eða
nautasteikur, bara eftir því sem
við á.“
- Er þetta góð aukavinna?
„Já, þetta er fín aukavinna."
- Hvað gerirðu annars?
„Ég vinn sem kokkur á Sælu-
húsinu.“
- Er langt síðan þú komst
þessu söluskýli upp?
„Nei, það var þann 16. júní í
fyrra. Ég hef bara opið yfir
sumartímann."
- Eru pylsurnar hérna á svip-
uðu verði og í hinum sjoppun-
um?
„Nei, þetta er náttúrlega næt-
urvinna og ég hef leyfi til þess að
reka þetta með því skilyrði að ég
sé alltaf dýrari heldur en veitinga-
húsið hérna við hliðina, svo við-
skiptavinir þeirra komi ekki og
versli frekar hjá mér.“
- Eru ekki seldar pylsur á böll-
um í Víkurröst?
„Nei.“
- Er algengt að fólk komi og
kaupi pylsur eftir böllin?
„Já, það er mikið um það.“
- Hvenær er mest að gera
hérna?
„Á milli þrjú og fjögur.“
- Eru unglingarnir nokkuð
með læti hérna í kring?
„Nei, þetta eru allt saman
prúðustu krakkar."
F. Orri Stefánsson
17 ára
- Ertu að fá þér pylsu á milli
stríða?
„Já, ég er svona aðeins að
smakka þetta og hressa upp á
mig.“
- Hvernig finnst þér á þessu
balli?
„Alveg magnað, þetta er
toppball. Það er svo mikið stuð á
fólki, allir í fínu skapi og allt gott.“
- Er Rokkbandið góð hljóm-
sveit?
„Þeir eru býsna góðir, samt er
Possibillis betri.‘
- Hver er besta hljómsveit
landsins?
Löng umhugsun. „Það er
Bítlavinafélagið."
- Hlustarðu mikið á Rokk-
bandið?
„Nei, ég hlusta yfirleitt ekki á
þá nema á böllum.“
- Ertu búinn að fara á mörg
böll núna í sumar?
„Að sjálfsögðu er ég búinn að
fara á mörg böll, þá fer ég oft
hingað eða í Freyvang."
- Hvað gerir þú þér helst til
gamans um helgar?
„Ég fer á böll og svo bara
svona."
■
jnœmn Ss
mBm ■
á balli í Víkurröst
Að þessu sinni fórum við á ball á Dalvík, þar sem Rokkbandið sá um fjörið í Víkurröst þeirra
Dalvíkinga. Það voru rúmlega tvö hundruð manns mætt á staðinn og allir í þrumustuði.
Jenný Valdimarsdóttir hafði umsjón með tónleikunum, en hún var staðgengill föður síns sem
veitir Víkurröst forstöðu. Aðspurð sagði Jenný að aðsóknin á ballið væri nokkuð góð, Dalvík-
ingar væru líklega helmingur samkomugesta en einnig hefðu allmargir 16-18 ára unglingar
komið með sætaferðum frá Akureyri og oft kæmu líka einhverjir frá Ólafsfirði og Hrísey á svona
böll. Jenný sagðist ekki sjá annað en að þetta færi vel fram og vonaðist til að undirtektirnar
yrðu jafn góðar um næstu helgi þegar Skriðjöklar spila í Víkurröst.
Við tókum nokkrar „stikkprufur" á ballinu og töluðum við unga ballgesti ásamt því að rabba
við einn frumlegan pylsusala sem rekur söluskýli rétt hjá samkomuhúsinu þegar böll eru.
Þórir Óskar Guðmunds-
son 16 ára
- Ertu búinn að vera lengi
hérna?
„Ég fæddist hérna á Dalvík."
- En ertu búinn að vera lengi
hérna á ballinu?
„Síðan ég kom.“
- Finnst þér gaman?
„Já.“
- Hvað finnst þér skemmtileg-
ast á svona böllum?
„Hljómsveitin fyrst og fremst. -
Númer eitt, tvö og þrjú er að
hlusta á hljómsveitina, stelpur
eru númer fjögur."
- Er Rokkbandið góð hljóm-
Þórir Óskar Guðmundsson.
Þorleifur Ágústsson.
Mér líst að sjálfsögðu illa á það.
Byggðastofnun er ætlað að
þjóna landsbyggðinni og ætti
því að vera þar.
sveit?
„Já, það er uppáhaldshljóm-
sveitin mín utan við Stuðmenn. -
Það eru toppmenn í Rokkband-
inu, sérstaklega sá sem spilar á
hljómborðið, en hann er uppá-
haldshljómborðsleikarinn minn.
Ég spila sjálfur á hljómborð og
var einu sinni í hljómsveit þegar
ég var smágutti."
- Hefurðu farið oft á böll með
Rokkbandinu?
„Já.“
- Þú hefur ekki farið á Stuð-
menn á Laugum í gærkvöld?
„Jú, ég fór á þá. Það er alveg
mitt uppáhald að hlusta á
Stuðmenn."
- Áttu margar plötur með
þeim?
„Nei, en ég ætla að eignast
þær.“
- Er ekki dýrt að stunda
skemmtanalífið af svona miklum
krafti?
„Jú, allt of dýrt, en ég set það
ekkert fyrir mig.“
Pétur Bjarnason.
Mér finnst það fáránlegt. Ef
Byggðastofnun er ekki flutt út á
landsbyggðina, hvað verður þá
flutt? Það virðist allt eiga að
vera í Reykjavík eins og verið
hefur og mun sjálfsagt alltaf
verða.
Anna Ólafsdóttir.
Mér finnst mjög slæmt að hún
skuli ekki koma norður. Ég
hefði viljað að hún yrði flutt.
Guðmundur Johannsson.
Það nær ekki nokkurri átt. Þetta
sýnir bara vanmátt okkar gagn-
vart Reykjavíkurvaldinu sem er
að kæfa landsbyggðina. Þetta
er bara eitt dæmi af mörgum.
Þorleifur Ananíasson.
í fyrsta lagi sé ég ekki hvaöa til-
gangi þessi stofnun þjónar. Hún
er áreiöanlega jafn gagnslaus
fyrir sunnan eins og hún yröi
hér. En samt finnst mér að
þessi stofnun ætti að vera úti á
landsbyggðinni vegna þess að
hún á að þjóna landsbyggðinni.
Á Ráðhústorgi um nóttina eftir ballið á Dalvík.
Myndir: G.T.
Karen Malmquist er ein af þeim þremur tjald-
vörðum sem gæta tjaldsvæðis Akureyrar nú í
sumar.
- Hvað eruð þið mörg sem
vinnið hérna í einu?
„Það er yfirleitt bara ein í
einu, en við verðum að vera
tvær á næturvakt núna yfir
háannat(mann.“
- í hverju er starf þitt
fólgið?
„Ég þarf að sjá um að rukka
fólkið, svo þurfum við lika að
þrífa snyrtingarnar hérna,
halda svæðinu hreinu og
passa það að fólk sé ekki með
háreysti og læti.“
- Er ekki lítið um að vera
hérna þegar rignir?
„Jú, það er það. Þá fara
íslendingarnir flestir heim
aftur, en útlendingarnir gera
ráð fyrir vondu veðri þegar
þeir koma til landsins og geta
heldur ekkert farið, þannig að
þeir þrauka lengur."
- Er ekki mikilvægt að hafa
góða tungumálakunnáttu til að
geta unnið hérna?
„Jú, það er náttúrlega frum-
skilyrði að geta talað ensku og
það er líka mjög gott að kunna
nokkur orð í þýsku því Þjóð-
verjarnir eru stundum frekar
tregir til að tala ensku.“
- Eru erlendir ferðamenn hér
í meirihluta?
„Ég mundi segja að þetta
skiptist svona nokkurn veginn
til helmínga þó að útlending-
arnir séu stundum fleiri.“
- Frá hvaða landi koma
flestir útlendingarnir?
„Það er mest um Þjóðverja
og Frakka.“
- Finnst þér einhver munur
á útiendingum og íslending-
um?
„Ja, það eru stundum meiri
læti í íslendingunum og þá
sérstaklega um helgar, þeir
Karen Malmquist
koma meira til að skemmta
sér, - annars er voðalega lítill
munur.“
- Er mikið um að unglingar
gisti hér?
„Það er lítið um unglinga hér
en þeir sem koma eru flestir
íslendingar. Þeir koma oftast
um helgar og sumir fara þá á
fyllerí en aðrir ekki. Ungling-
arnir eru alls ekkert öðruvísi
en fullorðna fólkið.“
- Koma unglingarnir þá yfir-
leitt í hóp eða stakir?
„Þeir koma oftast tveir til
þrír saman, eða þá með
mömmu og pabba.“
- Hvað verður þessi tjald-
gæsla starfrækt lengi í sumar?
„Við hættum 1. september."
Hvað finnst þér um þá ákvörð-
un stjórnar Byggðastofnunar
að hún skuli áfram vera í
________Reykjavík?________