Dagur - 17.07.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. júlí 1986
af erlendum vettvangi
Samrýmdar
mæðgur
Elizabeth Taylor, sem er orðin 54 ára, tók
mömmu með sér þegar hún fór nýlega á opin-
bera athöfn sem kvikmyndaklúbburinn
Lincoln Center í Manhattan hélt henni til
heiðurs. Móðiiin, Sara Taylor, stendur á
níræðu. Pegar fornvinur hennar Roddy
McDowall hrósaði heiðursgestinum sem
„þjóðarfjársjóði“ í ávarpi sínu, klöppuðu
2700 áhorfendur fyrir leikkonunni. Hún var
við þetta tækifæri klædd kjól, sem var haglega
brugðinn með laufi úr náttúrusilki.
Til sönnunar nafngiftinni voru á eftir sýnd
valin brot úr 23 Taylor-myndum. Sú fyrsta var
„Klettarnir hvítu í Dover“, sem hún lék í 12
ára gömul, en sú síðasta „Á milli vina“ frá
1983. Elizabeth hélt um höndina á móður
sinni þegar hún þakkaði fyrir heiðurinn, sem
henni var sýndur með athöfninni. En um leið
varð henni að orði: „Ég þoli ekki að sjá sjálfa
mig á hvíta tjaldinu!“
(Stcrn 23/1986 bls. 17, þýð. IMagnús Rristinsson)
/
Uthafesiglingar
dtemmtilegasör
- Hún stundar nám í listaháskóla, en vinnur fyrir sér með
því að sinna tómstundagamni sínu
„Seglbátastjórnun hvert sem er“
auglýsir hún á nafnspjaldinu
sínu. Hún heitir Susanne Gúnther
frá Dússeldorf í Vestur-Þýska-
landi, 29 ára stúdent við listahá-
skóla.
Hún á sér bæði spennandi og
skemmtilega tómstundaiðju, sem
auk þess færir henni dágóðar
tekjur. Sem þaulvanur skútuskip-
stjóri tekur hún rúmar 2000 krón-
ur á dag auk kostnaðar fyrir að
stjórna seglskútum fyrirtækja og
auðugra einstaklinga.
Að sjálfsögðu hefur hún öll
réttindi í lagi. „Það er líka eins
gott að missa ekki kjarkinn, þótt
skipta þurfi um segl í 10 vindstig-
um úti á reginhafi," segir
Susanne. Áreiðanlega kann hún
ráð við hverjar aðstæður, því
annars hefði orðstír hennar ekki
spurst svo víða að hún fái nóg
verkefni án þess að auglýsa.
Susanne byrjaði að læra hand-
tökin milli stefnis og stýris í Hol-
landi fyrir 10 árum. En þar sem
kennari hennar og vinur, Ernst,
er ennþá að rórillast á innan-
landsleiðum Hollands, fær hann
kort frá nemanda sínum frá
Tanger eða Tromsö.
Upphaf ferils Susanne sem
atvinnuskipstjóra var fyrir fimm
árum, þegar hún vann á seglbáta-
sýningu í Dússeldorf og réði sig á
eftir sem skipstjóra á nýkeypta
skútu til Frakklands.
Hún er fílhraust líkamlega og
andlega og er jafnörugg við að
kúvenda í roki, lesa úr sjókortum
eða gera staðarákvörðun eftir
stjörnuhimni. Stundum þarf hún
líka að vera hjúkrunarkona, þeg-
ar sjógangurinn verður bátseig-
anda eða fylgdarliði hans um
megn. „Þau liggja þá fyrir undir
þiljum, en ég verð að gera allt ein
uppi, hita kamillute og róa þau,“
útskýrir skipstjórinn.
„Það er margt verra en það,“
bætir hún við. „Til dæmis þegar
karlmenn um borð fara að reyna
að gera hosur sínar grænar fyrir
mér og þráast við að láta sér af-
Susanne Gúnther tekur að sér stjóm seglbáta hvert sem þú óskar.
svar mitt nægja. Stundum er
hringt í mig að kvöldi, og ég þarf
að fljúga til hafnarinnar þar sem
skútan liggur tveim dögum síðar.
Þá get ég ekki vitað, hvernig
samferðamennirnir eru. Annars
reyni ég alltaf að hitta þá og
mynda mér skoðun um þá áður
en ég geri samninginn, ef mögu-
legt er.“
Susanne þarf heldur ekkert að
taka hvaða tilboði sem býðst.
Yfirleitt hafnar hún óskum frá
siglingaáhugamönnum, sem vilja
fá aðstoð við rólegt dól á vötnum
eða innhöfum. „Nei, þá vil ég
heldur taka nokkurra vikna ferðir
um erfiðari höf eins og Norður-
sjóinn eða Biskayaflóann,“ bætir
hún við og lygnir aftur augunum.
(Stem 23/1986 eftir Angela V. Gatterburg. Þýð-
andi: Magnús Kristinsson).
-íþróttÍL
Knattspyrna:
Stórleikur á
Akureyrarvelli
- annað kvöld er KA og KS leika
Það verður hart barist á Akur-
eyrarvelli annað kvöld en þá
leika KA og KS í 2. deildinni í
knattspyrnu. Leikir þessara
liða hafa jafnan verið miklir
baráttuleikir og skemmtilegir á
að horfa. Völlurinn er með
albesta móti um þessar mundir
og því má búast við góðum
leik.
KA-menn eru í miklu stuði um
þessar mundir og liðið hefur ekki
tapað leik í deildinni til þessa og
trónir á toppi deildarinnar. Nú
síðast léku KA-menn gegn Ein-
herja á Vopnafirði og fóru með
sigur af hólmi. Var þetta fyrsta
tap Vopnfirðinga á heimavelli í
tæp tvö ár. Það virtist ekki há
KÁ-liðinu að vera með ungan
nýliða í markinu. En Torfi Hall-
dórsson tók stöðu Hauks Braga-
sonar sem meiddist fyrir skömmu
og stóð sig vel. KÁ-liðið hefur
sýnt framfarir í hverjum leik og
ef heldur sem horfir endurheimt-
ir liðið sæti sitt í 1. deild að ári.
Siglfirðingar virðast í einhverri
lægð um þessar mundir og hafa
ekki náð að sýna sitt rétta andlit.
Nú síðast tapaði liðið á Húsavík
fyrir Völsungi.
Völsungur heldur til Borgarness
og ieikur gegn Skallagrími á laug-
ardag. Skallar hafa enn ekki unn-
ið leik til þessa en þeir hafa þó
verið að sækja í sig veðrið að
undanförnu. Völsungar hafa leik-
ið vel í síðustu leikjum og eru í
einu af efstu sætunum og þeim
dugir ekkert annað en sigur í
Borgarnesi.
Þórsarar fara til Eyja á laugar-
dag og leika gegn heimamönnum
í 1. deildinni. Þórsarar hafa ekki
náð stigi í tveimur síðustu leikj-
um gegn Val og Fram. Eyjamenn
hafa ekki náð mörgum stigum í
mótinu til þessa og eru í neðsta
sæti. Þeir verða þó örugglega erf-
iðir heim að sækja en Þórsurum
dugir ekkert annað en sigur gegn
þeim.
aa Akureyrarmótið í knattspyrnu:
Oruggur sigur
KA á Vask
- er liðin mættust í 1. flokki
KA sigraði Vask nokkuð
örugglega um daginn er liðin
mættust í Akureyrarmóti 1.
flokks. Leikurinn fór fram á
KA-velIinum og lokatölurnar
urðu 4:0.
Vaskarar byrjuðu af miklum
krafti og sóttu meira fyrsta hálf-
tímann án þess þó að skapa sér
veruleg marktækifæri. Virðist
sem leikmenn Vasks eigi erfitt
með að koma knettinum framhjá
markvörðum andstæðinganna.
KA-menn fengu ekki mörg færi í
fyrri hálfleik en liðið náði þó að
skora tvö mörk. Það fyrra gerði
Jón Kristjánsson og það síðara
Ágúst Sigurðsson og þannig var
staðan í hálfleik.
f síðari hálfleik náðu KA-
menn að bæta við tveimur mörk-
um og gerði Ágúst Sigurðsson
þau bæði. Má segja að eftir að
Jón Kristjánsson skoraði eitt mark
fyrir KA gegn Vaski.
staðan var orðin 4:0 hafi
Vaskarar lagt árar í bát og náðu
þeir ekki að svara fyrir sig í leikn-
um. Voru KA-menn nær því að
bæta við mörkum en Vaskarar að
komast á blað.
Þrjú
héraðsmet
- féllu á mótinu
Héraðsmót USAH í sundi fór
fram s.l. miðvikudagskvöld í
Blönduósslaug. Þrjú héraðs-
met féllu, Guðgeir Gunnars-
son bætti gamalt met Þórðar
Daða Njálssonar í 100 m
bringusundi, sem einnig var
undir sínu gamla meti ásamt
Indriða Jósafatssyni. Þeirra
besta sundkona Berglind
Björnsdóttir bætti sitt eigið
met í 50 m baksundi og er nýja
metið 38,2 sek. Að lokum
bætti svo karlasveit USAH
héraðsmetið í 4x50 m boð-
sundi.
Þó að góður árangur hafi náðst
berst sundíþróttin í bökkum hér
eins og á mörgum fleiri stöðum
og er það helst að, að erfitt er að
fá krakka til þess að æfa, einnig
má kenna aðstöðu um en hér er
aðeins 12,5 m sundlaug, innilaug
og bráðvantar 25 m útilaug hér á
Blönduósi. Árleg- sýslumót-
USAH og USVH er lokið og
sigraði USVH með yfirburðum
að þessu sinni og er gleðilegt
hvað nýja sundlaugin þeirra skil-
ar góðum árangri.
Næsta mót sem sundlið USAH
tekur þátt í er hið árlega Norður-
landsmót í sundi sem að þessu
sinni verður haldið á Akureyri.
Vi