Dagur - 17.07.1986, Page 11

Dagur - 17.07.1986, Page 11
17. júlí 1986 - DAGUR - 11 „ísland er land framtíð- arinnar í ferðaþjónustu“ - segir Ármann Rögnvaldsson í Syðri-Haga Árið 1982 voru stofnuð Sam- tök um ferðaþjónustu bænda á íslandi. Er menn aka þjóðvegi landsins má víða sjá skilti þar sem segir að á þessum tiltekna bæ sem ekið er framhjá sé að fá þjónustu, svo sem gistingu, fæði, þar sé hestaleiga og svo framvegis. Slík skilti eru á nokkrum stöðum í Eyjafirði. Einn af þessum þjónustubæj- um, ef segja má svo, er Syðri- Hagi í Árskógshreppi. Þar býr Ármann Rögnvaldsson ásamt fjölskyldu sinni. Þessi fjöl- skylda hefur verið með í Sam- tökum um ferðaþjónustu bænda frá því þau voru stofn- uð og veitt þjónustu sína að mestu leyti heima í Syðri-Haga. Nú hefur orðið breyting þar á því Ármann og sonur hans Búi festu kaup á fallegu sumarhúsi sem tekið var í notkun fyrir nokkrum dögum. Er við renndum í hlaðið á eyði- býlinu Götu í Árskógshreppi blasti við okkur gamli bærinn sem hefur ekki verið nýttur síðan 1956 og fallegt sumarhús sem verið var að klára áður en fyrstu gestirnir fengju þar inni. „Áður vorum við með þessa þjónustu á heimilinu og einnig í hjólhýsi sem við leigðum út. Síð- an var ákveðið að fara út í kaup á þessu húsi og staðsetja það hér, en jörðin Gata tilheyrir okkur,“ sagði Ármann bóndi. - Eru uppi hugmyndir um að fjölga húsum hér? „Já, þær eru til staðar. Hins vegar erum við ákveðin í að hafa húsin ekki of þétt saman, því fólk vill finna friðsæld og vera út af fyrir sig er það dvelur á svona stað.“ Staðsetning hússins er falleg og umhverfið ekki síðra. Þarna ætti fólk sem sækist eftir rólegheitum að finna eitthvað við sitt hæfi. Enda er það ekkert nema fugla- söngur sem heyrist þar sem stað- ið er fyrir framan nýja húsið. Umhverfið býður upp á fallegar gönguleiðir um klettahjalla og móa. Ármann sagði að berjaland væri mjög gott rétt við húsdyrnar og fólk sem dveldi þar fengi full- an aðgang að því. Þeir sem ekki vilja ganga um, geta notið útsýnis um Eyjafjörðinn frá sumarhúsinu fallega, sem fæst til afnota með borðbúnaði, sængurfötum, snyrt- ingu, sturtu og öðrum þægindum sem þykja tilheyra nútíma sumarbústað. Hægt er að hýsa allt að 8 manns í einu. Húsið er leigt út í viku í senn. Ármann og hans fólk stundar búskap í Syðri-Haga. Þegar hann var spurður hvort ferðaþjónustan væri ekki mikið álag ofan á önnur störf í sveitinni sagði hann, „Auðvitað er það aukaálag og mikið er að gera samhliða bú- skapnum. En við höfum trú á þessu, annars værum við ekki að því.“ - Hvernig er með pantanir? „Þetta þarf allt sinn tíma í kynningu. Þrátt fyrir það er búið að panta töluvert. Fyrsta fjöl- skyldan kemur til dvalar um leið og húsið er tilbúið. Það er búið að panta töluvert í sumar. Við eigum von á sænskum ævintýra- klúbbi í haust. Þar er á ferðinni fólk sem vill eitthvað sérstakt í sínum ferðum og hefur farið ann- að en á hefðbundna ferða- mannastaði. Þetta fólk ætlar að ganga á fjöll, fara ríðandi í göng- ur með heimamönnum, og njóta Nýr kynningarbæklingur um starfsemi Félags íslenskra bif- reiðaeigenda kom formlega út þriðjudaginn 15. júlí. FIB er ungt félag á mælikvarða bif- reiðaeigendafélaganna í heim- inum, var stofnað hinn 6. maí 1932. Það ár voru skráðar um 1700 bifreiðir á landinu. Allt frá stofnun hefur megin- markmið FÍB verið fjölþætt hags- munagæsla fyrir bifreiðaeigendur og er félagið neytendafélag þeirra. FÍB hefur beitt ýmsum aðferðum til þess að hafa áhrif á málefni sem varða bifreiðaeign sérstaklega. Einkum er átt við skattlagningu bifreiða og rekstr- arvara þeirra, vegamál, þjónustu bifreiðaumboða, öryggismál umferðarinnar og slysavarnir. FÍB hóf til dæmis að beita sér fyr- ir „hægri umferð" þegar árið 1939. Það sem af er árs 1986 hefur margt gerst í málefnum bifreiða- eigenda og má jafnvel tala um 1986 sem „ár bílsins“ á íslandi. Ber þar hæst verulega lækkun að- flutningsgjalda á bifreiðum og hjólbörðum og lækkun bensín- verðs. Til viðbótar býðst bif- reiðaeigendum nú val á mismun- andi bensíni og aurhlífar eru ekki lengur skyldaðar á stóran hluta fólksbifreiða. Að auki ber að geta um nýtt og alsjálfvirkt bíla- símakerfi, sem tekið var í notkun í byrjun mánaðarins. Af þessari upptalningu er ljóst, að vel hefur gengið og á FÍB verulegan þátt í að þessum árangri var náð. þess að vera hér á norðurslóð- um.“ - Hvað þarf mikla nýtingu á húsinu svo þið verðið ánægðir? „Við gerum okkur ánægða með 3-4 mánuði í nýtingu. Hins vegar er ekkert á móti því fyrir fólk að dvelja hér yfir vetrartím- ann, því hér er hægt að ganga um á gönguskíðum og renna sér í brekkum við húsið." - Þið hafið trú á þessu? „Svo sannarlega, annars vær- um við ekki aö því. Ég tel ísland land framtíðarinnar í ferðaþjón- ustu. Aðalmálið er að halda land- inu hreinu og ómenguðu. Ef það tekst, er ég viss um að fólk vill koma hingað í hreint og fallegt umhverfi frekar en fara eitthvað annað," sagði Ármann Rögn- valdsson. gej- kyrtnmg Fé/ag ídenzkra bifreidaeigenda Margt hefur breyst á þeim 54 árum sem félagið hefur starfað, en tveir þjónustuþættir eru þó enn í fullu gildi. Það er annars vegar lögfræðiráðgjöf félagsins, sem rekin hefur verið frá árinu 1933 og vegaþjónustan, sem hófst sumarið 1953. Aðrir þjón- ustuþættir eru einnig nokkuð raktir í þessum bæklingi ásamt upplýsingum um afsláttarkjör félagsmanna, stjórn félagsins, uppbyggingu og skilgreiningu á helstu markmiðum. Kynningarbæklingur FÍB er allur hinn vandaðasti og í honum er m.a. að finna greinar um lög- fræðiráðgjöfina, vegaþjónustu, varahlutaútvegun, ábyrgðar- tryggingu bifreiða og iðgjöld þeirra o.m.fl. Nýr kynningarbæklingur um starfsemi FIB óshar að ráða til starfa, helst frá 1. september. Þeir sem áður hafa sótt um blaðamannsstarf o§ hafa enn áhuga verða að endurnýja umsóhnir sínar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknir sendist: hermann Sveinbjörnsson, ristjóri Dagur, Strandgötu 31, Pósthólf 58, 602 Akureyri Iðjufélagar Nokkur sæti laus í sumarferð félagsins til Horna- fjarðar og nágrennis 24.-29. júlí nk. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við skrifstofu sem allra fyrst í síma 23621. Ferðanefnd. Hið sívinsæla Rallyball verður í Félagsheimili Húsavíkur, laugardag- inn 19. júlí. Húsið opnað kl. 22.00. Upplyfting leikur. Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavíkur. 2ja vikna námskeið hefst mánud. 21. þ.m. djassleikfimi Tímar: 3svar í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Upplýsingar og innritun í síma 24979 frá kl. 18.00-20.00 fimmtudag og föstudag. i'V'aHa' Tryggvabraut 22 jn V|J. /lamtudíói Wn.lirr 1 Ráðskona Viljum ráða konu til að sjá um kaffistofu o.fl. þar að lútandi. Vinnutími frá kl. 8.00 til 17.00. Vel borgað. K. Jónsson & Co hf. 600 Akureyri. Skipstjóri Skipstjóri óskast á 300 tonna rækjuskip sem hef- ur veiðar í haust. Upplýsingar gefur Kristján Jónsson í síma 21466 eða 23881. K. Jónsson & Co hf. 600 Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.