Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 3
31. júlí 1986-DAGUR-3 „Heggur sá er hlífa skyldi" - segir Sturla Kristjánsson vegna niðurskurðar á sér- kennslu á Akureyri Á fundi skólanefndar þriðju- daginn 22. júlí sl. var lagt fram bréf frá fræðslustjóra Norður- landsumdæmis eystra, Sturlu Kristjánssyni, varðandi tillög- ur menntamálaráðherra um kostnað ríkissjóðs af grunn- skólum í umdæminu. I bréfínu er tilkynnt að vænta megi mun minni kennslukvóta til almennrar kennslu og sér- kennslu á næsta kennsluári en tillögur fræðslustjóra gerðu ráð fyrir. Tillögur fræðslustjóra til almennrar kennslu á Akureyri gerðu ráð fyrir 4144 vikustundum en afgreiðsla ráðuneytis gerir ráð fyrir 3677 vikustundum. Til sér- kennslu á Akureyri má búast við 104 vikustundum en tillögur fræðslustjóra hljóðuðu upp á 440 vikustundir til þeirrar kennslu. Dagur hafði samband við Sturlu Kristjánsson og spurði hann hvaða þýðingu þessi mismunur gæti haft fyrir skólahaldið. „Ef við tökum almennu kennsluna fyrst þá voru tillögur mínar gerðar út frá óskum skóla- stjóranna í bænum. Þeir gerðu hver áætlun fyrir sinn skóla og þegar það var lagt saman þá reyndust þetta vera 111 bekkjar- deildir. Ráðuneytið gerir hins vegar ráð fyrir 99 bekkjardeild- um og það fyrirkomulag er í rauninni all viðunandi, raunar þyrfti smá leiðréttingar sem næmu aukningu um 2-3 bekkjar- deildir og 20-30 stundum til sund- kennslu. í lögum er gert ráð fyrir því að það séu að meðaltali 28 nemend- ur í bekkjardeild en hér í bænum er meðaltalið um 22-23 nemend- ur á hverja bekkjardeild. Áætl- anir skólastjóra eru nokkru hærri vegna óhagstæðrar skiptingar nemenda á milli skóla og aðstæðna í einstökum skólum. Miðað við ákvæði grunnskóla- laga er úthlutun ráðuneytisins all viðunandi, eins og fyrr segir, og það er því spurning hvort Akur- eyrarbær gæti ekki nýtt þennan kennslukvóta betur til að full- nægja ákvæðum um kennslu- nemenda á viðunandi hátt en það myndi krefjast endurskoðunar og endurskipulags á skólakerfinu í bænurn," sagði Sturla. Hann sagði hins vegar að það væri aðra sögu að segja af sér- kennslunni. Úthlutunin væri byggð á nemendagreiningu sem færi fram í umdæmunum. Grein- ingin væri unnin eftir reglugerð um sérkennslu þar sem m.a. væri kveðið á um sérkennslu til handa hverjum nemanda eftir því hver vandi hans greindist. „Samkvæmt greiningunum báðum við um 850 stundir fyrir 100 börn en fagráðuneytið ákvað að þetta væru ekki nema 44 börn sem fengju 200 stundir. Þarna heggur sá er hlífa skyldi. Ég er því að senda út bréf til skóla- stjóra umdæmisins og tilkynna um niðurskurð á sérkennslu um 76%. Ég sé ekki fram á annað en ég verði að segja upp sérfræðing- um á fræðsluskrifstofunni, því það er náttúrulega ekki til neins að vera að greina meinin ef ekkert er farið eftir niðurstöðun- um.“ Sturla sagðist ætla að leggja það til við skólanefndir í umdæminu að þær færu í gang með greinda sérkennslu á ábyrgð sveitarfélaganna á meðan reynt yrði að fá þetta leiðrétt. „Ég vil ekki trúa öðru en þama sé um mistök að ræða. Við munum reyna að finna faglegan skilning í menntamálaráðuneytinu og ég er bjartsýnn á að það takist og við fáum leiðréttingu okkar mála. Ef ekki þá sé ég ekki aðra lausn en að sækja um fyrir fjölda barna á ríkisstofnunum í Reykjavík og það væri örugglega verra fyrir þau að dvelja þar heldur en heima hjá þeim sem mestar til- finningar bera til þeirra,“ sagði Sturla Kristjánsson. JHB Vinnubuxur Leður-jakkar Verð frá kr. 765.- fyrir dömur Bamajogginggallar Tvær gerðir Verð kr. 9.250.- og 11.900.- Verð kr. 860.- Jogging galiar Strigaskóráfullorðna Verð frá kr. 498.- á fullorðna Strigaskór á böm Verð kr. 1.298.- Verð frá kr. 150.- IBI Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 • sími 22Z75 Við Grunnskólann okkar vantar nú þegartil starfa Skólastjóra og kennara í skólanum eru 17 börn, 6-12 ára í tveimur deild- um. Nýleg raðhúsíbúð til boða. Nánari upplýsingar veita oddviti ÞorlákurSigurðsson Garði, sími 96-73113, formaður skólanefndar Jón- ína Sigurðardóttir, sími 96-73123 og Fræðsluskrif- stofan, sími 96-24655. Oddviti. Akureyri á íþróttasvæði Þórs Glerárhverfi. Benny Berdino býður ykkur velkomin. Laugardagur 2. ágúst kl. 16.00 og 20.00 Sunnudagur 3. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Aðeins þessar tvær sýningar. Alþjóðleg sýning með þátttakendum frá 10 löndum Sæti fyrir 2000 áhorfendur. SUPER CIRKUS SH0W ’8f Fyrir verslunarmannahelgina Ódýra lambakjötið tilbuid á grillið. Úrval af öðrum kjötréttum. Nýgrillaðir kjúklingar. Grillkol * Uppkveikjulögur * Pappadiskar og glös og margt fleira í útileguna. Opið til kl 7 á föstudögum vá vtsa Kjörbúð KEA Sunnuhlíð k Ta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.