Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 31. júlí 1986 á Ijósvakanum TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 5 ? Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan rás 1M FIMMTUDAGUR 31. júlí 7.00 Vedurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fróttir á ensku. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Góðir dagar" eftir Jón frá Pálmholti. Einar Guðmundsson les (2). 9.20 Morguntrimm ■ Til- kynningar ■ Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fróttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð.“ Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Guðmundur Jónsson. 12.00 Dagskrá ■ Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrin", saga frá Álandseyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn Sigurðardóttir les (23). 14.30 í lagasmiðju Oddgeirs Kristjánssonar. 15.00 Fróttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Norðurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stefán Jökuls- son. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Rapsódíur Frans: Liszts. Fjórði þáttur. Umsjón: Guðmundur Jónsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. - Hallgrímur Thorsteins- son og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Hannes Bald- ursson og Mendelssohn fiðlukonsertinn" Leikgerð: Þórdís Bachm- ann eftir smásögu Barry Targans. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Aðalsteinn Bergdal, Ásdís Skúladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Eriingur Gísla- son, Jakob Þór Einarsson, Karl Guðmundsson, Vald- emar Helgason, Skúli Gautason, Valdimar Flyg- enring og Þröstur Leó Gunnarsson. 20.40 Óbótónlist ítalskra óperutónskálda. 21.20 Reykjavík í augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdís Mósesdóttir. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Myndir af föður mín- um grátandi", Smásaga eftir Donald Barthelme. Hallberg Hallmundsson þýddi. Árni Blandon les og flytur inngangsorð. 23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians Bach. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. rás 2M í dag verður vinsældarlisti Rásar 2 valinn á tveimur stöðum á landinu, Reykjavík og Akur- eyri. Að þessu sinni á að tryggja að hann sé val- inn eins á báðum stöðum. Allir sem velja íslenskt lag verða spurðir um nafnnúmer og flett upp í þjóðskránni. Starfsmaður Rásar 2 verður á staðnum til að tryggja að allt fari nú vel og rétt fram. FIMMTUDAGUR 31. júlí 9.00 Morgunþáttur. í umsjá Ásgeir Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Koibrúnar Halldórs- dóttur. Guðríður Haraldsdóttir sér um barnaefni í fimmtán mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Sólarmegin. Þáttur um soul- og fönk- tónhst í umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri). 16.00 Hitt og þetta. Þáttur í umsjá Andreu Guðmundsdóttur. 17.00 Gullöldin. Guðmundur Ingi Kristjáns- son kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlust- erída Rásar tvö. Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Um náttmál. Árni Þórarinsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar. # Stjómandi: Svavar Gests. 23.00 Strákarnir frá Mus- well hæð. Fimmti og síðasti þáttur þar sem stiklað er á stóm í sögu hljómsveitarinnar Kinks. Umsjón: Gunnlaug- ur Sigfússon. 24.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Fólk kunni vel að meta veitingarnar. GriHveisla og markaður Kvenfélags Húsavíkur Kvenfélag Húsavíkur efndi til mikillar grillveislu og útimarkaðs við barnaskólann á miðvikudag- inn. „Þetta var ekki aðeins til fjár- öflunar fyrir félagið því við vor- um eins mikið að hugsa um að vera með skemmtilega uppá- komu fyrir bæjarbúa," sagði Katrín Eymundsdóttir en hún var fyrsta konan í nefndinni sem sá um verkefnið. „Petta gekk allt snurðulaust eins og allt gengur ævinlega hjá kvenfélagskonum, þetta er magnaður félagsskapur.“ Ekki er alveg ljóst hve mörg hundruð manns sátu veisluna en um tuttugu grilluðum lambalær- um, fiskréttum, 200 pylsum, kökum, tertum, ís og fleiru var deill á diska veislugesta og létu þeir vel af veitingunum. Fyrir veisluna barst kvenfélag- inu góð gjöf frá hjónunum Guð- mundu Sigurðardóttur og Hall- dóri Bárðarsyni. Pað var útigrill af stærri gerðinni sem Halldór smíðaði og hægt er að grilla á því átta lambalæri samtímis. Grillið góða ætla kvenfélagskonurnar að leigja til félagasamtaka eða ann- arra sem hug hafa á að halda úti- veislur. Petta er í annað sinn sem kven- Grillað á nýsmíðuðu grilli frá Halldóri Bárðarsyni. félagið gengst fyrir tilbreytingu í bæjarlífinu með þessum hætti. Fyrsta veislan var haldin sumarið 1984, en í fyrrasumar fannst aldrei skaplegt veður til slíks samkomuhalds. Að lokinni veislunni voru kvenfélagskonurnar strax farnar að hugsa um næsta sumar og þá sögðust þær ætla að halda enn betri veislu, æskilegast væri að borðhaldið tæki þá tvo til þrjá tíma en nú kom flest fólkið á sama tíma og þó nóg væri til handa öllum olli þetta svolitlum erfiðleikum við afgreiðsluna. En konurnar voru ánægðar með daginn, sögðu að enn einu sinni hefði sýnt sig að kvenfélag ætti rétt á sér á hverjum stað og þær vildu gjarnan fá fleiri ungar konur í félagsskapinn. IM # Áleiðíríkið Nú nálgast mesta umferð- arhelgi sumarsins og von- andf gengur hún slysa- laust. Hafi einhver hugsað um að fá sér aðeins í glas um helgina væri gott að hann ákvæði að láta öku- tækið eiga sig á meðan. Hann gæti jafnvel látið ferðalag þriggja Húsvík- inga sér að kenningu verða. Eins og alþjóð veit er ekk- ert ríki á Húsavík og því þurfa sumir bæjarbúar stundum að skreppa ( verslunarferðir til Akur- eyrar. Fyrir nokkrum árum ákváðu þrír vinir á Húsa- vík að gera sér glaðan dag, en vinföng þeirra þrutu löngu áður en þeim fannst orðið nógu glatt á hjalla. Bifreið eins þeirra stóð framan við húsið og snéri framendi hennar til norðurs. Sáu vinirnir nú ekki önnur ráð vænlegri en bregða sér á bílnum í verslunar- ferð til Akureyrar. Héldu þeir nú af stað og töldu sig aka eins og leið lægi og segir ekki af ferð- um þeirra fyrr en þeir veltu bílnum í Auðbjarg- arstaðabrekkunni. # Tengja hvað? Mjög hefur vafist fyrir mörgum við hvað sé átt í einum nýjasta dægurlaga- textanum þegar Skriðjökl- ar spyrja: Er ekki tímf til- kominn að tengja? Fyrst við erum komin nið- ur Auðbjargarstaðabrekk- una með vinunum frá Húsavík er auðvelt að fá svar við þeirri spurningu. Tengja er efst á vinsælda- listanum í Kelduhverfi og Öxarfirði. Þar ganga menn um og raula lagið í sífellu og vita vel við hvað er átt í textanum. Þeím finnst nefniiega að sannarlega sé kominn tími til að tengja sjálfvirk- an sima á svæðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.