Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 9
31. júlí 1986- DAGUR -9 samþykkt stjórnar Byggðastofn- unar frá ísafjarðarfundinum ásamt greinargerð. Pessi sam- þykkt er skýr og hún táknar tíma- mót í afstöðu opinberra stofnana til uppbyggingar opinberrar þjónustu úti á landi. Greinar- gerðin útskýrir vel hvað við er átt með einfaldri ályktun. Ég er ekki í vafa um að flestir Akureyringar og aðrir Norðlendingar munu skilja mikilvægi þessa máls þegar þeir gefa sér tíma til að kynna sér það. Vonandi verður þessi sam- þykkt til þess að öflug stjórn- sýsluútibú eða stjórnsýslumið- stöð verði sett upp á Akureyri sem geri Akureyringum margfalt meira gagn en Byggðastofnun ein sér. Sérstaklega vona ég þó, að samþykktin leiði til þess að auka megi opinbera þjónustu á veikari stöðum en Akureyri er. Ályktun stjórnar Byggðastofn- unar hljóðar svo: Stjórn Byggða- stofnunar beinir því til ríkis- stjórnarinnar að finna þarf hag- kvæmar leiðir til að efla og bæta þjónustu ríkisins á landsbyggð- inni. Leggur stjórnin til að komið verði á samstarfi opinberra aðila um starfsaðstöðu á ákveðnum stöðum. Byggðastofnun lýsir sig reiðubúna til að hafa forystu um undirbúning slíks samstarfs. Samþykktinni fylgir eftirfar- andi greinargerð: „Innan stjórnkerfis ríkisins á Byggðastofnun að starfa sem málssvari landsbyggðarinnar og leggja fram þekkingu á ástandi einstakra byggða, landshluta og landsbyggðarinnar sem heildar. Hlutverk Byggðastofnunar á landsbyggðinni er að aðstoða heimaaðila við þróunarstörf og áætlanagerð eða vinna þessi störf sjálf eftir atvikum. í slíkri starf- semi er nálægð sú, sem felst í því að hafa „mann á staðnum“ mjög æskileg. Einnig er nauðsynlegt fyrir starfsemi stofnunarinnar að hafa sem nánasta snertingu við og þekkingu á atvinnustarfsemi og mannlífi á landsbyggðinni. Það samræmist hlutverki Byggðastofnunar að hafa for- göngu um athuganir á hvernig bæta megi starfsemi ríkisins úti á landi án þess að það verði of dýrt. Mikil nauðsyn er að fjölga þjónustustörfum á landsbyggð- inni. Auk þess getur bætt þjón- usta ríkisins úti á landi sparað einstaklingum sem fyrirtækjum og sveitarfélögum verulegt fé og bætt aðstöðu þeirra. Ekki er heldur vafi á að við það að starfa nær vettvangi mun þjónusta ríkisins batna. Þá er það meðal markmiða Byggðastofnunar að auka þróunarstarfsemi úti á landi. Nú er rekin þróunarstarfsemi af ýmsu tagi úti á landi, aðallega á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga, þróunarfélaga og ferðamálasamtaka landshlut- anna. Ríkið kostar ýmiss konar ráðgjöf svo sem í iðnaði og land- búnaði. Þessi starfsemi er á eng- an hátt samræmd og mætti gera hana miklu virkari með samræm- ingu og samstarfi á hverju svæði auk þess sem draga mætti úr kostnaði. Ýmsum ríkisstofnun- um, sem nú reka takmarkaða starfsemi utan höfuðborgarinnar, gæti hentað, að taka þátt í slíku samstarfi til að bæta þjónustu sína við landsbyggðina. Skynsamlegt er að gera tilraun með slíkt samstarf. Reynist það vel, getur það síðar náð víðar, allt eftir því sem við á. Lands- byggðinni getur orðið styrkur af slíkri samvinnu og einnig getur hún orðið fjárveitingavaldinu, öðrum ríkisstofnunum og Byggðastofnun til hagræðis vegna þess að mál landshluta sveitarfélaga og fyrirtækja yrðu mun betur undirbúin en nú er þegar þau eru lögð fyrir þessa aðila.“ _Jþróttir.: Umsjón: Kristján Kristjánsson Knattspyrna: Hvemig fækka má gulum spjöldum - Athugasemdir frá einum áhugasömum Knattspyrnulög KSÍ eru lög sem margir leikmenn mættu kynna sér betur en raun er. Hér á eftir fara nokkrar greinar úr Knattspyrnulögum KSÍ og vonar undirritaður að þær megi verða leikmönnum og þeim er knattspyrnu unna að einhverju gagni. Kannski er mögulegt að hægt verði að komast hjá óþarfa gulum spöldum ef menn kynna sér reglurnar til hlítar. Til að auð- velda þeim er betur vilja kynna sér einstakar reglur læt ég fylgja með númer þeirra svo og blað- síðutal. Þá er bara að skella sér í reglurnar. 1. bls. 10. Lærið lögin til hlítar. Aðeins á þann hátt eruð þið fær um að njóta leiksins. Ef allir leikmenn hefðu fullan skilning á lögunum og valdi dómarans, yrðu færri árekstrar, sem oft leiða til þess að leikmenn fá áminningu. Komi það fyrir að leikmenn dragi niður markás í þeim tilgangi að bjarga marki, þá er það óprúðmannleg framkoma, sem áminna ber fyrir. 2. bls. 13. Kynnið ykkur sérstaklega hvern- ig leikmannaskipti eiga að fara fram. Þau verður að tilkynna dómaranum og bíða leyfis hans og þess að leikur sé stöðvaður. Það sama gildir um markvarða- skipti. Oft vill gleymast að til- kynna leikmannaskipti, sem eiga sér stað í leikhléi. 3. bls. 15. Gangið úr skugga um að skór sem þið kaupið séu í samræmi við lögin. Athugið að úr, hringir eða skartgripir kunna að skapa hættu fyrir aðra leikmenn. 4. bls. 18. Mótmælið ekki úrskurðum dóm- ara þar sem lögin mæla svo fyrir að áminna skuli fyrir slíkt. Óprúðmannleg framkoma fyrir og eftir leik, sýnd dómara eða línuvörðum, er meðhöndluð svo sem verið hefði í leiknum sjálfum. Dragðu ekki að þér athygli vegna smávægilegra meiðsla. Dómari leyfir aðhlynn- ingu á leikvelli ef meiðsli eru alvarleg. 5. bls. 19. Minnist þess að merki línuvarða eru einungis ætluð dómaranum. Hættið því ekki að leika fyrr en dómarinn hefur stöðvað leikinn. 6. bls. 21. Þegar dómari flautar, hlaupa leikmenn mótherja gjarnan í átt að knettinum áður en honum er spyrnt. Aðgætið að þetta má ekki þar sem leikur er ekki hafinn. Hann hefst ekki fyrr en dómari hefur gefið merki og knötturinn hefur farið ummál sitt. 7. bls. 22. Kynnið ykkur vel öll ákvæði varðandi það hvernig mark er löglega skorað. 8. bls. 28. 1. Lærðu vel hvert einasta atriði þessarar greinar (12. gr.) hún skiptir hvað mestu máli fyrir þig, hún kennir þér hvað má og má ekki þeg- ar baráttan um knöttinn er í algleymingi. 2. Hafðu eftirfarandi atriði í huga, þau hjálpa þér til að fylgja anda og bókstaf lag- anna í leik þínum: a) Hefndu þín aldrei þegar þér finnst að á þér hafi verið brotið, þá ert þú einnig orðinn sekur, þú gætir hlotið áminningu eða verið settur útaf og þín kann að bíða leik- bann í næsta leik. b) Stilltu þig um að kalla til dómarans, að dæma. Hann metur aðstæður hverju sinni og oft kann hann að vera að beita hagnaðarreglu til hags- bóta fyrir lið þitt. c) Stilltu jafnan skap þitt. Minnstu þess, að í knatt- spyrnu má mótherjinn hrinda þér með öxlinni. Þú kynnir að detta þegar þér er hrint, það þarf ekki að hafa gerst neitt ólöglegt vegna þess. d) Láttu þér lynda úrskurð dómarans. Lögin mæla svo fyrir að þú skulir áminntur látir þú í ljós ósamþykki þitt í orðum eða athöfnum. e) Markverðir skyldu kynna sér vel hver réttur þeirra er inni á mark- teig, það skyldu og aðrir leikmenn gera og gæta þess að brjóta ekki á markverðinum. f) Gerið aldrei tilraun til að spyrna knettinum þegar markvörður held- ur honum, það er háska- leikur. 9. bls. 30. Verið þess minnugir að það er óprúðmannleg framkoma að tefja framkvæmd aukaspyrnu. Dómurum er uppálagt að taka strangt á hverri þeirri athöfn, sem tefur fyrir því að leikurinn geti hafist að nýju eftir að hann hefur verið stöðvaður. 10. bls. 33. 1. Bíðið allir eftir merki dóm- arans, þegar vítaspyrna skal tekin og aðgætið að knöttur- inn er ekki kominn í leik fyrr en hann hefur farið ummál sitt, en þá fyrst má mark- vörðurinn hreyfa sig af marklínu og aðrir leikmenn mega þá fyrst fara inn á víta- teiginn eða koma nær víta- spyrnumerkinu en 9,15 m. 2. Áðgætið vel hvað lögin segja um áminningar ef ranglega er farið að við framkvæmd vítaspyrnunnar. 3. Knetti skal alltaf spyrnt fram á við þegar vítaspyrna er tekin. 11. bls. 34. Hæfnisnefnd KDSÍ hefur gert þá breytingu um túlkun á röngu inn- varpi, að sé innvarpið tekið frá röngum stað, þá skuli það dæmt rangt, ef frávik er meira en 1 m og mótherjunum þá dæmt inn- varpið. Það er óprúðmannleg framkoma að spyrna eða kasta burt knetti í mótmælaskyni, finn- ist þér að innvarp hafi verið dæmt af liði þínu. Áhugamaður 70198568. Golf: Famous Grouse Um helgina fer fram 36 holu keppni á Golfvelli Akureyrar, mótið nefnist Famous Grouse og gefst þarna tilvalið tækifæri fyrir þá er ekki fóru suður á landsmót- ið til að lyfta sér upp og slá 36 holur í góða veðrinu. 2. deild kvenna: KA rótburstaöi ÍR Það er ekki ofsögum sagt að segja kvennalið ÍR hafa fengið háðulega útreið gegn KA á Þriðjudagskvöldið var. Eigin- lega eru orðin - háðuleg útreið - alltof veik því KA stelpurnar ekki bara burstuðu heldur hreinlega átu ÍR-ingana, úrslit- in 21-0 sanna það heldur ræki- lega. KA liðið fékk eina sókn í leiknum sem stóð í 80 mínútur eða frá fyrstu mínútu og þangað til leikurinn var flautaður af. Á þessum tíma skoruðu stelpurnar 21 mark en áttu auk þess 6 stang- arskot og mýgrút annara færa til að gera sigurinn enn stærri - en stelpurnar höfðu ekki heppnina með sér. Mörkin skoruðu þær Hjördís Úlfarsdóttir 7, Helga Finnsdóttir 5, Valgerður Jónsdóttir 3, Borg- hildur Freysdóttir 3, F.rla Sigur- geirsdóttir 1, Sigrún Sigurðar- dóttir 1 og Valgerðui Brynjars- dóttir 1. .... i;: 'v;' ' : .* Hjördís skoraöi sjö mörk gegn ÍR, SRA: Skíðaferð í Kerlingafjöll 4. deild Eins og áður hefur komið fram ætlar SRA að efna til skíðaferð- ar í Kerlingafjöll dagana 22.-24. ágúst nk. ef næg þátttaka fæst. Ferðin er hugsuð sem æfínga- og skemmtiferð fyrir alla þá sem æft hafa með SRA svo og foreldra þeirra. Kostnaður er um fimm þúsund krónur en í honum er innifalin gisting, fæði og ferðir. SRA æskir þess að foreldrar barna yngri en 13 ára verði með í ferðinni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 7. ágúst í síma 23008 eða 25294 Þriðjudaginn 5. ágúst kl.20 verður stjórnarfundur SRA í íþróttahúsinu við Laugagötu og þar verður þessi ferð kynnt. Hægt verður að fá upplýsingar í síma 21202 en SRA skorar á alla sem áhuga hafa að mæta og hefja vetrarstarfið af fullum krafti. HSÞ-b Þrátt fyrir 2-3 tap HSÞ-b gegn Tjörnesi er liðið samt komið í úrslit. Markatala liðsins er hagstæðari en Tjörnes hefði þurft að vinna með þriggja marka mun til að komast áfram. Það var Róbert Agnarsson sem kom HSÞ-b yfir strax á fyrstu mínútu leiksins, en Tjörnesingar í úrslit náðu þó fljótt betri tökum á leiknum og fékk liðið mikið af góðum færum. Ekki tókst þeim þó að skora nema þrjú mörk og því sitja þeir eftir með sárt enni og verri markatölu en HSÞ-b. Mörk Tjörness skoruðu Guð- mundur Jónsson, Aðalsteinn Baldursson og Sigurður Illuga- son. Fyrir HSÞ-b skoruðu þeir Róbert og Ari Hallgrímsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.