Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 7
Skjöldur: „Við vinnum svo mik- ið að við gerum ekkert annað um helgar en að rúnta, skemmta okkur og sofa.“ Ari: „Sko, mitt mottó þegar ég kem heim úr vinnunni er það að ég legg mig fram að kvöldmat. Svo er misjafnt hvað við Skjölli gerum eftir kvöldmatinn, við löbbum oft niður í bæ, rúntum eða eitthvað." - Er það stefnan hjá ykkur að hafa það gott í sumar og njóta lífsins? „Já“. Ari: „Ég fer til Bandaríkj- anna í sumar sem skiptinemi í eitt ár og ég ætla að reyna að njóta lífsins og hafa gaman af þessu - maður verður að prófa eitthvað nýtt.“ - Þið eruð ekkert að safna fyr- ir skólann? Skjöldur: „Jú, jú við fáum svo mikið kaup að við skiljum bara helminginn eftir fyrir skólann." Ari: „Það fer svo mikill pening- ur hjá mér í þessa Bandaríkja- ferð að ég verð sennilega blank- ur þegar ég fer aftur í skólann." - Nú er verslunarmannahelg- in framundan, hvað er ætlunin að gera þá? „Það er spurning . . . Það eru þrír staðir sem koma til greina: Fljótsdalur, Þjórsárdalur eða Vestmannaeyjar. Við erum ekki alveg búnir að gera það upp við okkur hvert við ætlum." - Þið saknið ekki Atlavíkurinn- ar? „Júhú, okkur er búið að langa til Atlavíkur og við vitum um marga sem langar þangað. Það mundu örugglega flestir fara í Atlavík ef eitthvað væri um að vera þar.“ - Nokkuð að lokum? Skjöldur: „Dalvík er toppstað- ur, Frankie goes to Dalvík." Ari: „Ég fer hingað út á Dalvík til þess að hitta gamla kunningja og fjölskyldufólk sem ég hef bara ekki séð í mörg ár.“ Halldór K. Jónsson og Kristinn Jakob Björnsson - Hvað á að gera um verslun- armannahelgina? „Það á kannski að fara í Vaglaskóg." náð langt í júdóínu? sem æfði mig og Gauta Sig- „Nei, ég er búinn að vera í mundssen nemanda minn á fjögur ár og er kominn með Laugarvatni nýlega, að Gauti svart belti, - orðinn 1. dan. væri alveg á vel góðum stand- Maður verður bara að taka ard á Evrópu mælikvarða, þetta af krafti.“ aðeins fjórtán ára. Þetta sýnir - Hvartakið þið próf í júdó? ab við erum greinilega á réttri „Ég þurfti alltaf að taka próf leið.“ fyrir sunnan en núna eftir að ~ Heldur þú að júdóið eigi ég er kominn með svart belti sér einhverja framtíð hérna, þá má ég gráða menn alveg eru& ©kki í harðri sam- upp í punkt - upp að því belti keppni við hinar íþróttagrein- sem ég er með. Þetta sparar arnar? okkur náttúrlega ómælda -Það er vissulega mikil sam- fjármuni því áður þurftum við keppni milli íþróttagreina, sér- alltaf að fara suður til að taka staklega þegar það eru litlir þessi hærri belti.“ peningar í boði til að halda - Er svipuð þjálfun og upp- íþróttum gangandi. En okkur bygging hérna í júdóinu hjá hefur gengið mjög vel, það ykkur og gerist annars staðar? hefur engin íþrótt á Akureyri „Já, en að visu mótast okkar ne& eins góðum árangri og við júdó svolítið af því að ég var undanfarið ár-dramb í þessu. búinn að þjálfa í tvö ár áður en Uppgangur hjá okkur er gífur- ég sá júdó annars staðar á lega mlklll svo framtíðin er landinu, þannig að við förum greinilega okkar. Það eru 80 að mörgu leyti svolítið öðruvísi manns sem stunda júdó hérna að en aðrir. Þjálfunin hefur °g erum næststærsta samt gengið mjög vel þannig júdófélag á landinu.“ að við breytum henni ekkert. ~ 9^ ert Þu aðalgæinn á Svona til marks um það á bak við þetta allt saman? hvaða standard við erum, þá „Aðalgæinn? - Segjum sagði einn tékkneskur þjálfari Þaö “ , Halldór: „Fyrst þaö verður ekk- ell í Atlavík verður sennilega far- ið til Vestmannaeyja." - Eruð þið búnir að skemmta ykkur mikið í sumar? Jakob: „Nei, ekki mikið. Maður hefur aðalleaa verið á sjó.“ Halldór: „Eg er á sjó á sumrin og reyni að slétta úr klaufunum þess á milli en er svo í skóla á veturna." - Eigið þið ykkur eitthvert sérstakt tómstundagaman? Jakob: „Bassaleik." Halldór: „Það er það sama hér.“ - Eruð þið þá í hljómsveit? Halldór: „Ekki eins og er.“ Jakob: „Ég er bara í kókhljóm- sveit, við komum saman hérna nokkrir á Dalvík af og til.“ - En áhugamál? Halldór: „Helsta áhugamál mitt núna er að fljúga. Ég leigi mér vél.“ Jakob: „Aðaláhugamál mitt er að stunda teygjur." Fjóla Magnúsdóttir - Ertu búin að plana verslun- armannahelgina? „Ég er að hugsa um að fara í Vaglaskóg. Það ætlar um helm- ingur héðan frá Dalvik þangað, helmingurinn af þeim sem eitt- hvert ætla. Ég held að hinn helm- ingurinn ætli til Vestmannaeyja." - Er þá eitthvað sérstakt um að vera í Vaglaskógi? „Nei, það verður ekkert sér- stakt um að vera þar. Þetta er bara ódýrasta leiðin til að skemmta sér um verslunar- mannahelgina á almennilegan hátt. Hvort sem fólk skellir sér svo á ball á Laugar eða hvað það gerir! - Fórstu í Atlavík í fyrra? „Nei, ég lá heima með lungna- bólgu í fyrra en ætlaði í Atlavík annars.“ - Sérðu eftir að hafa misst af því? „Alls ekki, ég frétti af Atlavík eins og hún var í fyrra og mig langaði alls ekki til að vera þar.“ - Áttu þér eitthvert áhuga- mál? „Já, helst áhugamál mitt er Ijósmyndun. Ég tek myndir hérna ( kring því það er mjög stórbrotið umhverfi sem við höfum hérna." - Eru eitthverjir klúbbar starf- ræktir hér og þá kannski Ijós- myndaklúbbar? „Nei, það er í skólanum. Ég er ekki lengur í skóla hérna og tek þess vegna mínar Ijósmyndir hér og þar um bæínn og í umhverf- inu í kringum hann.“ - Hefur þú eitthvers staðar komið þessum Ijósmyndum á framfæri? „Nei, ég hef reyndar ekki gert það ennþá en ég ætla að gera það.“ - Hvað gerir þú á sumrin? „Ja, ég er svona hálfgerður heimshornaflakkari. Ég er hérna svona annað slagið og hef búið hér alla mína tíð en hef svo verið hér og þar um landið. Undanfarið hef ég verið að vinna í frystihús- inu hér og á Sæluhúsinu og tek svo myndir í frístundum." - Er algengt að unglingarnir hérna vinni í frystihúsinu? „Já, það er t.d. mjög mikiö um það að skólakrakkar komi og vinni í frystihúsinu yfir sumarið, það er mest upp úr því að hafa.“ - Hvað gera krakkarnir sér annars yfirleitt til dundurs? „Það er mjög mikið um íþróttir hérna, sérstaklega frjálsiþróttir. Svo erum við með kvennafót- boltalið og það er mikið um að krakkar fari og syndi í sundlaug- inni hérna þótt hún sé lítil." 31. júlí 1986 - DAGUR - 7 ^spurning vikunnac. Guðni Friðriksson: Þetta er auðvitað ofboðslegur yfirgangur hjá Bandaríkjamönn- um og ég er hlynntur áframhald- andi hvalveiðum innan skynsam- legra marka. Ingvar Guðnason: Hvalveiðar (slendinga hafa orðið til að stefna stofninum í hættu. Ég er fylgjandi verndun dýrastofna, en finnst að við eigum að nýta þá skynsamlega. Þvinganir Banda- ríkjamanna eru algerlega óhæf- ar. Sverrir Valgarðsson: Mér finnst sjálfsagt að nýta þenn- an stofn rétt eins og aðra stofna í sjónum og held við höfum ekki ofnýtt hvalastofninn. Bandaríkja- menn eru þarna að skipta sér af hlutum sem þeir eiga ekkert að skipta sér af. Mér finnst þeir vera farnir að ganga ansi langt þegar þeir eru farnir að reyna að hafa áhrif á hugsanir og skoðanir manna út í heimi með þvingun- um. mm . Hrafnhildur Hauksdóttir: Mér finnst þetta hálf skrýtið allt saman. Ég held að sé allt í lagi með hvalveiðarnar, stofninn hafi ekki vera ofnýttur. En íslending- arnir verða auðvitað að geta selt afurðirnartil að geta haldið þess- um veiðum áfram. Þetta er bölv- uö frekja í Bandaríkjamönnum. Sveinbjörn Ragnarsson: Ég er hlynntur þeim. Mér finnst sjálfsagt að hafa kvóta á veiðun- um, en ég held að sé mjög slæmt fyrir íslendinga að missa þessa tekjulind algerlega. Ég tel Banda- ríkjamenn illa í stakk búna að vera með hótanir þegar frést hef- ur af háhyrningadrápi þeirra í sambandi við túnfiskveiðarnar. Hvað finnst þér um hvalveiðar íslendinga og síðustu afskipti Bandaríkjamanna af þeim? ___ (Spurt á Sauöárkróki)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.