Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 31. júlí 1986 A hverju hafa unglingar nútím- ans áhuga og hvaö gera þeir í tómstundum sínum? - Hefur þetta fólk aðeins áhuga á að stunda skemmtanalífið og leika sér eða sækist það frekar eftir því að komast í snertingu við æðri málefni? - Og hvert ætla svo blessuð börnin um verslunarmannahelg- ina sem loksins fer í hönd? Verslunarmannahelginni hefur svo sannarlega verið beðið eftir. Margir sækja Ijúfar minningar til Atlavíkur (Alkavíkur), sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár, því þá upgötvaði fólk allt í einu þessa draumavík og um leið að Austfirðir væru til. Menn létu sig ekki muna um að keyra hálf- ónýta vegi þangað, í eigin bíl eða með rútu. Sjaldan var stoppað á leið til Víkur og útsýnið fór oft fyrir ofan garð og neðan, sérstaklega eftir því sem líða tók á ferðina. Þegar komið var loks á leiðar- enda varð að draga upp stóra seðla til að komast inn á svæðið. Veðurguðirnir voru misjafnlega blíðir í þessum túrum en fólk fékk þó alltaf að njóta náttúru staðar- ins og það er náttúrlega fyrir öllu. Ungt fólk sem ætlaði að skemmta sér og eignast góðar minningar í nærveru frábærra skemmtikrafta lét veðrið ekkert á sig fá. - Sumir voru nú samt orðnir þreyttir á rigningunni og drykkjuskapnum þegar líða tók á helgina og vildu fara að drífa sig í bað. Þá þurfti að fara til Egils- staða og bíða í ösinni sem þar hafði myndast á baðstöðunum Helgin leið og haldið var heim - nú var oftar stoppað á leiðinni, Allt um áhugamál og verslunarmannahelgina enda margir hálf bílveikir. Það var gott að koma heim aftur og fá sér að borða, þetta hafði verið lífsreynsla útaf fyrir sig. Nóg um Atlavík. Um daginn þegar við skrupp- um til Dalvíkur töluðum við við nokkra unglinga, sem þar voru staddir á balli, um áhugamál þeirra og áform þeirra um næstu helgi „Versló". Ásdís Ósk Valsdóttir 17 ára, Dalvík. - Hver eru þín áhugamál? „Það er bara allt milli himins og jarðar." - En áttu þér einhverjar tóm- stundir utan vinnu? „Nei, ég bara slappa af.“ - Hvar vinnurðu? „Ég vinn á frystihúsi KEA hér á Dalvík." - Er gott að vera þar? „Það er alveg magnað." - Notarðu sumarkaupið til þess að njóta lífsins eða ertu að safna fyrir skólaútgjöldum? „Éa er að safna fyrir skólann." - I hvaða skóla ert þú? „Ég er í MA og fer á stærð- fræðibraut." - Ertu búin að fara í ein- hverjar útilegur í sumar? „Já, ég skraþp í Vaglaskóg um daginn, ég myndi kalla það svona hálfgerða útilegu." - Hvað á svo að gera um verslunarmannahelgina? „Ég hugsa að ég geri ekki neitt. Mig langar til Vestmanna- eyja en ég hef ekki efni á því að fara þannig að ég hugsa að ég fari bara ekki neitt.“ Jón Skjöldur Karls- son og Ari Theódór Jósepsson. - Segið okkur fyrst frá áhuga- rriálum ykkar? Ari: „Hjá mér er það bara allt fyrir neðan belti.“ Báðir í kór: „Það er vinna, skemmta okkur og prófa eitthvað nýtt, nú svo að velta bílnum." - Hver er ykkar tómstundaiðja utan vinnutíma? Jón Skjöldur Karlsson og Ari Theódór Jósepsson. Halldór K. Jónsson og Kristinn Jakob Bjórnsson. Maður að nafni Jón Óðinn Óðinsson, kallaður Ódi, er viðmælandi okkar í þetta sinn. Pilturinn hefur einn síns liðs og kauplaust, annast þjálfun júdódeildar KA síðast- liðin þrjú ár, - geri aðrir betur. - Hvað er júdó? „Hvað er mikið pláss í blað- inu? Það er erfitt að svara þessu í stuttu máli en eins og júdó er iðkað í Evrópu þá er það bara iþrótt sem byggir á mjög ströngum reglum þar sem mönnum er refsað harð- lega gegn hverju broti.“ - En á þessi íþrótt sér ekki einhvern sérstakan tilgang? „Þetta er fyrst og fremst iþrótt sem byggir á sama hátíðlega prinsip og aðrar íþróttir þ.e. að göfga hugann og bæta líkamlegt ástand. Svo getur þetta líka verið ákveðinn lífsstíll, þegar menn taka þá heimspeki með sem fylgir þessu og þá getur þetta verið með sjálfsvarnarívafi en það er að vísu mikið að hverfa.“ - Hvaðan er júdó upprunn- ið? „Það er upprunnið i Japan og þýðir: Hin mjúka list.“ - Eru einhverjar sérstakar kröfur gerðar til þeirra sem stuna júdó? „Nei, nei, það fer bara eftir því hvað maður ætlar sér að ná langt. Þetta er bara eins og með aðrar (þróttir að ef menn ætla að ná góðum árangri þá þýðir ekkert að fara á fyllerí um hverja helgi, maður verður að vera bindindismaður og taka þetta alvarlega. Annars er náttúrulega hægt að „jogga“ í þessu og þá þarf maður ekki að neita sér um neitt.“ - Er þetta dýrt sport? „Nei, þetta er ódýrt, það er bara búningurinn sem kostar um 2000 kr.“ - Er gott að stunda aðrar íþróttir með fram júdóinu? „Já, vissulega. Ef menn æfa t.d. af krafti yfir veturinn þá getur verið gott, til að mýkja sig upp og fá smá tilbreytingu, að vera í einhverju léttu sprikli yfir sumarið meðfram æfing- um.“ - Er þetta mest iðkað yfir veturínn? „Já, keppnistímabilið er þá.“ - Eru bara karlmenn i þessu? Jón Óðinn Óðinsson. það er svolítið af og verður vonandi Við höfum bara ekki veríð nógu kvensælir.“ - Segðuokkurnúaðeinsfrá „beltaröðinni". „Alþjóðlega beltaröðin er þannig að þú byrjar með hvítt belti og svo gult, orange, grænt, blátt, brúnt og loks svart. Þegar þú ert komin (n) með svart belti kallastu fyrsti dan, síðan er haldið áfram með það þangað til maður er orðinn sjötti dan. - Þá fær maður rautt-hvitt belti og held- ur því þangað til tíunda dan er náð en tíundi dan ber svo rautt belti sem er nokkurs konar tákn um fullkomnun. Prófstigin taka yfirleitt menn komnir yfir fertugt og það hafa sjö orðið 10. dan í heiminum. - Það eru þrjátíu ár síðan sá síð- asti var 10. dan, þeir hafa allir verið komnir yfir nírætt sem hafa náð þessum titli og þess vegna ekki beint keppnis- menn.“ - Þarf maöur þá ekki að byrja mjög snemma til að geta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.