Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 11
31. júlí 1986- DAGUR- 11 Konur í bæjarstjórn: Tillaga um 100 þúsund króna styrk til kvenna- athvarfsins í Reykjavík Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar á þriðjudaginn flutti Sig- ríður Stefánsdóttir tillögu frá konum í bæjarstjórn, en þær voru auk hennar þær Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Helga Árnadóttir. Tillagan var þess efnis að bæjarstjórn Akureyr- ar veitti kvennaathvarfínu í Reykjavík 100 þúsund krónur í styrk, en kvennaathvarfíð á í miklum Qárhagserfíðleikum. Sigríður sagði mjög slæmt ef athvarfið yrði lagt niður. Þegar væri sannað að mikil þörf væri fyrir þessa starfsemi og að konur og börn frá Akureyri hefðu dval- ið í athvarfinu. EÍcki hefði verið grundvöllur fyrir að reka starf- - Vísað til bæjarráðs semi sem þessa á Akureyri, „ekki vegna þess að hennar væri ekki þörf, heldur vegna þess að það var of mikill þröskuldur fyrir konur í bænum að leita til þess vegna smægðar bæjarins. Þess vegna hafa konur heldur kosið að sækja athvarfið í Reykjavík," sagði Sigríður. Freyr Öfeigsson sagðist hafa alla samúð með kvennaathvarf- inu, en hann teldi ekki rétt að Akureyrarbær veitti fé til starf- semi sem fram færi í Reykjavík, jafnvel þótt hún væri opin öllum landsmönnum. Sagði Freyr að ef sýnt yrði fram á að Akureyringar notuðu þessa þjónustu 'væri ekki ósanngj arnt að bærinn legði fram fé til starfseminnar. „Það er ástæða til að skoða málið betur,“ sagði Freyr og lagði síðan til að málinu yrði vísað til bæjarráðs. Við atkvæðagreiðslu fóru leik- ar þannig, að samþykkt var með 6 atkvæðum gegn 5 að vísa mál- inu til bæjarráðs. Auk kvenn- anna studdu þeir Gísli Bragi Hjartarson og Þröstur Ásmunds- son tillöguna. -mþþ Fjöldi aukaferða til Eyja Flugleiðir ráðgera margar auka- ferðir milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í tengslum við þjóðhátíðina í Eyjum. Fimmtudaginn 31. júlí og föstudaginn 1. ágúst verða farnar samtals 26 ferðir milli lands og Eyja og geta Flugleiðir flutt lið- lega 1300 farþega á þjóðhátíð þessa tvo daga. Fjöldi aukaferða verður síðan frá Vestmannaeyj- um á mánudag. Lokað vegna sumarteyfa frá 2. tiC 11. áqúst. fr Er þetta útsaía? Fíaueísbuxur fierraj 3 Citir, st. 31—40. Verð aðeins kr. 660,- Veitum 10% afsíátt af öttum viðíeguútbúnaði fram að versCunarmatmaheígi. óskar að ráða b\abamann til starfa, helst frá 1. september. Þeir sem áður hafa sótt um blaðamannsstarf og hafa enn áhuga verða að endurnýja umsóknir sínar. Umsóknir sendist: hermann Sveinbjörnsson, ristjóri Dagur, Strandgötu 31, Pósthólf 58, 602 Akureyri Viðskiptavinir athugið Lokað verður laugardaginn 2. ágúst. Opið verður til kl. 19.00 fimmtudaginn 31. júlí og föstudaginn 1. ágúst. W Eyfjörð ffi HMtMnraötu 4 simi 22275 JSBra Auglýsing um lögtök Þann 25. júlí sl. kvað bæjarfógetinn á Akureyri upp lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álögðum árið 1986. Gjöldin eru þessi: Útsvör, aðstöðugjöld, fasteignaskattur, holræsa- gjald, vatnsskattur, lóðarleiga og hafnargjöld. Lögtökin verða látin fara fram án frekari fyrirvara fyrir ofangreindum gjöldum á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjargjaldkerinn, Akureyri. . ?* Leiðin tíggur íB-98, þar er hagkvæmnin 7 ’ '7.....•...7 ’ ' ”;7 .......... m 'r : s': Kiörbúð KEA ★ Odýra kjötið ★ Grillkol Uppkveikjulögur ★ Pappadiskar ★ Pappagiös og margt fleira I útileguna Allt á grillið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.