Dagur - 19.08.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. ágúst 1986
-Viðtal dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ueiðari._____________________________
Auka verður lánsfé
til malbikunarframkvæmda
Sveitarfélög á Norðurlandi og vafalaust víðar
um landið standa nú frammi fyrir miklum vanda
vegna malbikunarframkvæmda og fjármögnun-
ar þeirra. Þegar sveitarfélögin gerðu sínar áætl-
anir var reiknað með að opinberir sjóðir legðu
fram lögboðnar fjárhæðir á móti. Nú hefur komið
í ljós að fé er ekki til og sveitarfélögin eru þegar
búin að láta malbika það sem fyrirhugað var að
gera. Sveitarfélögin fá þau svör frá Byggða-
stofnun, sem um ræðir í þessu tilviki, að þau
verði sjálf að brúa það bil sem myndast hefur
því ekki sé að vænta peninga frá stofnuninni fyrr
en eftir áramótin. Þetta er að sjálfsögðu ákaf-
lega bagalegt fyrir sveitarfélögin, einkum þau
minnstu, en þau hafa litla sem enga möguleika
til að auka tekjur sínar.
Byggðastofnun hefur lánað sveitarfélögum fé
sem nemur allt að 90% af álögðum gatna-
gerðargjöldum til að fjármagna malbikunar-
framkvæmdir, en sú upphæð skerðist eftir því
hve stór hluti gatnakerfis viðkomandi sveitarfé-
lags er þegar með bundið slitlag. Sem dæmi má
taka að ef 80% gatnakerfisins er þegar komið
með bundið slitlag fæst aðeins 20% af hámarks-
láni og ef 30% er með bundnu slitlagi fæst 70%
hámarkslán frá Byggðastofnun. Þessar reglur
eru ágætar og til þess settar að aðstoða mest
þau sveitarfélög sem skemmst eru komin í gatna-
gerðarframkvæmdum. Nú er ljóst að Byggða-
sjóður hefur ekki nægilegt fjármagn til að lána
samkvæmt þessum reglum, að hluta vegna þess
að sveitarfélögin hafa verið óvenju iðin við að
láta malbika. Vantar um 25 milljónir króna
vegna þessa, sem leiðir af sér að lánin verða
skert um 40%.
Eins og að líkum lætur kemur þetta ákaflega
illa niður á sveitarfélögunum sem mega ekki við
því að sitja uppi með stórar fjárhæðir í vanskil-
um. Sem dæmi má taka átti Hvammstanga-
hreppur að fá að láni 6,5 milljónir króna sam-
kvæmt reglunum, en fær ekki nema 3,9 milljónir.
Hofsóshreppur átti að fá 4,4 milljónir en fær 2,6,
Grýtubakkahreppur hefði átt að fá 2,2 milljónir
en fær ekki nema rúmlega 1,3 milljónir. Mörg
fleiri sveitarfélög verða fyrir einhverri lánsskerð-
ingu og ljóst er að verulegum vandkvæðum
verður bundið fyrir þessi fámennu sveitarfélög
að fylla upp í fjárlagagatið sem myndast, þar
sem möguleikar til tekjuöflunar eru litlir.
Það er vart hægt að reikna með því að sveitar-
félögunum auðnist hverju fyrir sig að fá viðun-
andi lausn á þessum vanda og því verður að
gera þær kröfur að Byggðastofnun leiti leiða til
að standa við skuldbindingar sínar gagnvart
sveitarfélögunum. Byggðasjóður verður að hafa
það svigrúm að unnt sé að bregðast við málum
af þessu tagi. Nægir erfiðleikar eru samt í sam-
skiptum sveitarfélaga við landsyfirvöld, s.s.
vegna þess að ekki er staðið við lögboðnar
greiðslur vegna skóla og annarra opinberra
mannvirkja. HS
Karen Malmquist tjaldvörður glaðbeitt, í júníforminu sínu. Myndir: bv
Aldrei eins
margir gestir
- Karen tjaldvörður í stuttu spjalli
„Mest er að gera hjá okkur frá
júní fram í miðjan ágúst. Veðr-
ið spilar að sjálfsögðu stórt
hlutverk í þessu, sérstaklega
hjá íslendingunum en útlend-
ingarnir sem eru með
ákveðnari plön gista hérna
hvernig sem viðrar.“
Það er Raren Malmquist tjald-
vörður á tjaldstæði Akureyrar
sem segiFsvo frá. Petta er fyrsta
sumarið hennar sem tjaldstæða-
vörður og líkar henni ansi vel. En
ætli gestunum líki vistin jafn vel
og henni?
„Pað er vissulega misjafnt.
Aðstaðan hér er ágæt en þó er
margt sem betur mætti fara. Pað
er til dæmis þörf á því að slétta
tjaldstæðið, það er alltof óslétt.
Nú svo þyrfti líka að girða svæðið
af - eitthvað í líkingu við það sem
er við sundlaugina. f*að er nefni-
lega of algengt að heimamenn
bregði á leik hér á næturnar eftir
að hafa verið úti að skemmta sér
og það veldur að sjálfsögðu mikl-
um truflunum hér og er miður vin-
sælt af gestum.
Þetta sem miður fer hér reynum
við að bæta upp með því að hafa
svæðið og snyrtingarnar hreinleg-
ar. Það má þá líka bæta því við að
það vantar sturtur á snyrtingamar,
því þó að sundlaugin sé hér við
hliðina þá væri ansi gott að hafa
einar tvær sturtur á svæðinu."
- Hefur ekkert verið gert til
dæmis í því að slétta svæðið?
„Ég veit að garðyrkjan hafði
áhuga á að fletta upp grasinu og
slétta jarðveginn. Þetta átti að
gerast í þremur lotum - jarðveg-
urinn sléttur að hausti en þöku-
lagt að vori og yrði sá hluti not-
hæfur síðla sumars. En um örlög
þessarar tillögu er mér hreinlega
ekki kunnugt. Svo er það nú
þannig að þegar við tjaldverðirnir
athuguðum undir hvaða nefnd hjá
bæjarstjórn tjaldstæðið flokkaðist
að þá vildi enginn kannast við
það. Þannig að svæðið er eigin-
lega einstæðingur."
- Nú hefur erlendum ferða-
mönnum á íslandi fjölgað heil-
mikið í sumar. Hafið þið orðið vör
við það?
„Já, það er ekki laust við það.
Alls komu 7500 gestir hingað í
fyrra en þann tíunda ágúst í ár
voru þeir orðnir 10.750. Þannig
að fjölgunin er ekki svo lítil.“
- Hvaðan koma flestir þessir
ferðamenn?
„Um helmingur þeirra eru ís-
lendingar. Og reyndar hefur það
komið mér á óvart hversu mikið
þeir nota sér aðstöðuna hérna. En
annars eru það blessaðir Þjóð-
verjarnir sem koma hingað hlut-
fallslega mest.“
- Er einhver þjóðflokkur erf-
iðari viðureignar en annar?
„Tja, ætli það séu þá ekki einna
helst íslendingarnir. Þeir rífast
helst til of mikið í stað þess að
útskýra og ræða málin. En yfir
höfuð þá eru gestirnir mjög
almennilegir og mikið um að þeir
þakki fyrir sig og segi sig ánægða
með tjaldstæðið. Nú kaffið okkar
er mjög vinsælt. Við erum alltaf
með heitt á könnunni og útlend-
ingamir kunna aldeilis að meta það
- svo rekur þá í rogastans þegar
ekki þarf að borga. Bara frítt og
það á íslandi, getur það verið...“
Þá hlógum við bæði, viðmælandi
minn og ég. BV