Dagur - 20.08.1986, Page 2

Dagur - 20.08.1986, Page 2
2 - DAGUR - 20. ágúst 1986 viðtal dagsina. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.______________________ Hagstæð verðbólguþróun Samkvæmt þeim upplýsingum sem gleggstar eru um þessar mundir hvað varðar þjóðarbú- skapinn virðist svo sem verðbólgan á árs- grundvelli sé innan við tíu af hundraði. Árangurinn í því að telja niður verðbólguna er með ólíkindum góður. Þó að mælieiningarnar og aðferðirnar við að meta verðbólguhraðann séu ekki alfullkomnar og þó að verðbólgan kunni að vera eitthvað meiri en tölurnar segja til um, þá er árangurinn frábær. Með samræmdum aðgerðum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins og vegna fremur hagstæðra ytri skilyrða á ýmsum sviðum hef- ur þessi mikli árangur náðst. íslendingar eiga flest sín erlendu viðskipti í dollurum og þróun hans hefur verið hagstæð að sumu leyti, t.d. hvað varðar hinar miklu erlendu skuldir. Á hinn bóginn seljum við flestar okkar afurðir fyrir dollara og vegna lækkunar hans höfum við fengið minna fyrir útflutningsvörur okkar. Þróun olíuverðs hefur einnig verið íslend- ingum mjög hagstæð. Það hefur farið sílækk- andi og hefur það komið áþreifanlega fram í lækkun útsöluverðs á bensíni og olíum. Nú er olíuverð á erlendum mörkuðum hætt að lækka, en ef jafnvægi næst á þessum mörkuð- um má reikna með að það hafi áhrif á fleiri sviðum, s.s. til lækkunar og jafnvægis á fjár- magnsmörkuðum. Það virðist því ljóst að framvinda verð- bólgumálanna er að verulegu leyti undir íslendingum sjálfum komin. Mestu varðar hvernig til tekst með gerð kjarasamninga. Það hefur sýnt sig á undangengnum árum og áratugum að fari kjarasamningar úr böndun- um, ef hækkanir reynast meiri en fyrirtækin og þjóðfélagið ræður við, þá rýkur verðbólgan upp úr öllu valdi á örskömmum tíma. Sá víta- hringur sem þjóðin bjó við til skamms tíma, þegar launasprengingar og gengisfellingar skiptust á með stuttu millibili, má ekki endur- taka sig. Tekist hefur að rjúfa þennan hring og nú verður að leggja mikið í sölurnar til að halda í það sem áunnist hefur. Nú ættu allir að vera farnir að merkja þann ávinning sem er af minnkandi verðbólgu og meiri stöðugleika í þjóðfélaginu en verið hef- ur um langt skeið. En betur má ef duga skal. Baráttunni er ekki lokið og enn um sinn verða allir að leggjast á eitt til að sú jákvæða þróun sem átt hefur sér stað haldi áfram. HS „Allir eru sérvitringar og sér í lagi ég“ - Sverrir Páll Erlendsson í viðtali dagsins Hann hcitir Sverrir Páll Erlendsson og er íslensku- kennari við Menntaskólann á Akureyri. Þessa dagana er hann að skrifa kennslubók í hljóðfræði og málsögu og er verkið unnið í sjálfboðavinnu. Einhverjum þætti þetta bera vott um sérvisku, enda er Sverrir Páll fyrstur manna til að viðurkenna að hann sé sér- vitur. En hvernig datt honum þetta í hug? „Þetta hófst með því að ég tók mig til og skrifaði þætti úr sögu íslensks máls haustið 1985 og þann vetur voru þeir notaðir sem kennsluefni í Menntaskólanum á Akureyri. í fyrrahaust endur- bætti ég ritið og sl. vetur var það síðan notað í þeirri útgáfu. Nú er ég að skrifa viðauka sem er dálít- ið sérkennilegur því hann mun koma framan við það sem áður er komið og það held ég að sé ekki algengt með viðauka. Þetta eru þættir úr hljóðfræði og hljóð- myndunarfræði nútímamáls. Bókin á að spanna námsefni í heilum áfanga í framhaldsskóla- námi eins og þeir eru skilgreindir í bráðabirgðanámsskrá fyrir framhaldsskóla landsins." - Eru ekki til bækur um þetta efni? „Það eru til bækur um sama efni. Sumar þeirra eru gamlar og úreltar og aðrar fjalla aðeins um þetta að hluta. Ég held að mín bók sé sú fyrsta sem er sniðin sér- staklega að þessum áfanga. Það er nokkuð algengt að fræðimenn sem skrifa bækur í þessum dúr sníði þær að áföngum á háskóla- stigi og af þessum sökum hafa þær oft orðið óþarflega fræðileg- ar og flóknar. Ég kvartaði eitt sinn yfir þessu við gamlan kennara minn úr Háskóianum. Ég sagði eitthvað á þá leið að það hlyti að vera hlut- verk þessara manna að skrifa kennslubækur fyrir iægri skóla- stig. Hann sagði hins vegar að það væri ómögulegt. Við, sem ynnum í þessum skólum og þekktum okkar nemendur, hlyt- um að vera betur til þess falinir að skrifa fyrir þá kennslubækurn- ar. Og það má segja að það sé þetta sem ég er að reyna núna. Reyndar er þetta sumar- og frí- stundastarf margra kennara. Það er nú best að það komi fram að þetta eru engir stór- merkilegir hlutir sem ég er að gera. Ég er að sníða námsefni að ákveðnum hópi og af þeim sök- um er þetta ekkert stórmerkilegt vísindarit. Þarna koma engar merkilegar uppgötvanir fram. Ég er í stuttu máli aðeins að reyna að setja þessi fræði fram í formi sem hæfir nemendum og þeir ættu að skilja.“ - Færðu eitthvað greitt fyrir þessa vinnu? „Ég hef ekkert fengið greitt fyrir þetta en það hefur heldur enginn beðið mig að gera þetta. Samstarfsmenn mfnir hafa þó hvatt mig. Ég hef fjölritað þetta og selt á kostnaðarverði. Það er líka rétt að byrja þannig því það er nauðsynlegt að prófa bækurn- ar áður en farið er út í dýra útgáfu. Annars held ég að það sé fátítt að menn verði feitir af ritstörfum á íslandi. Sumar bókaútgáfur hafa að vísu reynt að nota það sem lífakkeri að gefa út kennslu- bækur sem margir nemendur þurfa að nota en ég held að það hafi ekki gengið alveg sem skyldi. Nemendur lána hverjir öðrum bækur, kaupa þær saman o.s.frv. og því seljast þær ekki jafn mikið og reiknað hafði verið með. Svo má líka nefna að ljósritun og fjöl- ritun er komin út í öfgar í þeim skólum sem ég þekki til. Það virðist stundum vera að kennur- um finnist þeir ekki standa undir nafni nema þeir komi með svo og svo mikið af ljósritum og fleygi í nemendur, helst í hverjum tíma. Það verður hins vegar að athuga að það er mikið verk að halda þessu saman og erfitt að halda þessu heilu. Af þeim sökum lend- ir þetta oft í ruslafötunni og hvað er þá unnið? Én það má ekki gleyma því að þessi ljósritun stafar oft af því að ekki eru til nothæfar kennslu- bækur í viðkomandi greinum. Skólakerfið hefur verið að breyt- ast og námsefnið líka. Skólayfir- völd hafa ekki verið nógu dugleg að hvetja menn til að skrifa kennslubækur. Þetta mætti gera með því að fá mönnum verkefni og borga þeim sérstaklega fyrir það eða minnka við þá kennslu meðan á verki stendur. Það hafa verið gerðar tilraunir með þetta en þær hafa bara verið of fáar. Ég hef á tilfinningunni að þetta sé aðeins að breytast núna. í sumum skólum eru fyrir hendi litlar kennslubókaútgáfur þar sem skólayfirvöld og kennarar hafa gert samkomulag sín á milli. T.d. í Hamrahlíð hafa kennarar fengið greitt fyrir að taka saman kennslubækur og það er kominn vísir að slíku félagi í Mennta- skólanum á Akureyri. Þetta þarf að gerast því það þarf sérvitringa til að sitja yfir þessu að gamni sínu.“ - Ert þú þá sérvitringur? „Allir eru sérvitringar og sér í lagi ég. Ég er ekki að þessu vegna þess að ég óttist sérstaklega um íslenskt mál heldur vil ég bara að þetta sé til í bók. Ég kann þessi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.