Dagur - 20.08.1986, Síða 6

Dagur - 20.08.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 20. ágúst 1986 20. ágúst 1986 - DAGUR - 7 Kristín Möller meinatæknir við Blóðbankann var nokkurs konar leiðangursstjóri starfsliðsins sem kom til blóðsöfnunarinnar á Húsavík. Hún var spurð hvort slíkir leiðangrar væru oft farnir og hvort víða væri farið um landið. „Við förum vikulega út á land yfir sumartímann en reynum að hlífast við að fara í langar ferðir að vetrarlagi meðan skólarnir eru starfandi í Reykjavík. Þá reynum við að fá hópa blóðgjafa úr þeim skólum þar sem nemendur eru orðnir 18 ára, en þar eru aldurs- takmörkin. Blóðgjafi má ekki vera yngri en átján ára.“ - En hver eru efri aldursmörk- in? „Fólk má gefa blóð til sextugs. Þó eru gerðar undantekningar hjá þeim sem hafa gefið blóð reglulega árum saman. Þeir mega gefa blóð til sextíu og fimm ára aldurs." - En hvað farið þið víða til blóðsöfnunar? „Við förum mjög víða, alla vega á þá staði sem hafa um þús- und íbúa eða fleiri. í sumar leit- umst við við að fara á þá staði sem flugfélagið getur flutt hópinn til.“ - Þið ferðist með flugi út á land en þar er auglýst að blóð- söfnunarbíll sé staddur á hinum eða þessum staðnum. „Rauði krossinn í Reykjavík útvegar okkur bíl til að keyra til og frá, meö t.d. nemendurna sem gefa á veturna. Einnig fylgir okk- ur heilmikið af dóti þegar við för- um út á land og þá er bíllinn not- aður til að koma farangrinum út á flugvöll og síðan til að sækja okkur þangað aftur. Þannig erum við í sambandi við Rauða kross- Blóðgjafarnir bíða eftir að komast að. Myndir: IM Kristín Möller: Okkur er vel tekiðu „Ætla að spila fótbolta á eftir“ Blóðprósenta og blóðþrýstingur mældur hjá Loga Sigurðssyni. inn og reynum að setja okkur í samband við deildir hans úti á landi. Þetta væri ekki hægt nema fyrir það hve okkur er vel tekið. Oft er það sama fólkið ár eftir ár sem tekur á móti okkur, undirbýr komu okkar og setur upp auglýs- ingar. Auk Rauða krossdeild- anna eru það oft hjálpar- eða björgunarsveitir og ýmis góð- gerðarfélög sem taka á móti okkur.“ - Er mikið um að sama fólkið gefi blóð ár eftir ár? „Það er mjög mikið sama fólk- ið sem kemur árum saman, en alltaf kernur eitthvað nýtt. Það er einmitt það sem við sækjumst eft- ir því fólk vill gjarnan vita í hvaða blóðflokki það er og blóð- gjöf er leið til blóðflokka- greiningar auk þess sem unnið er góðverk í leiðinni." - Hvernig gengur ykkur að fá fólk til blóðgjafar upp á síðkast- ið? Dregur hin mikla umfjöllun um ónæmistæringu kjark úr fólki? „Þetta skiptir ekki öllu máli fyrir þá sem gefa, því þeir vita að blóðið fer í rannsókn og það er visst öryggi. Það væri eðlilegra að þeir sem þurfa að þiggja blóð hugsuðu sig tvisvar um. En hér er afskaplega gott eftirlit með þess- urn málum. Allt blóð er rannsak- að áður en það er gefið svo að enginn þarf að vera hræddur við að þiggja blóð hér á landi. Blóð- gjafar spyrja miklu meira en áður og það er ósköp eðlilegt og bara til bóta að fólk spyrji og hafi áhuga á því sem verið er að gera. Við erum með langa spurninga- lista fyrir blóðgjafana sem þeir lesa fyrst við skráningu og aftur við mælingu og þá kemur í ljós hvort eitthvað er athugavert þannig að vísa þurfi blóðgjafan- um frá.“ - Þurfið þið að vísa mörgum frá? „Nei, alls ekki en þó kemur það alltaf fyrir. T.d. var kona hér áðan sem ekki hafði nóg til að geta gefið; einn var ekki með nógu góðan blóðþrýsting, annar hafði fengið sprautu vegna utan- landsferðar, en þá þarf að líða viss tími. Sama er að segja um mann sem hafði fengið blóðgjöf. Það þurfa að hafa liðið nokkrir mánuðir frá því að blóðgjafi hef- ur þegið blóð. Svona er hitt og þetta sem þarf að gæta að...“ - Er blóðgjöf í raun ekki blóð- gjafanum til góðs? „Eftir því sem þeir segja sem mest blóð hafa gefið hjá okkur þá líður þeirn miklu betur. Þeir eru hressari og vakna betur á morgn- ana og sumir segja að þeir séu nákvæmlega eins þegar þeir fara út eins og þegar þeir komu inn. En það er til að fólki verði um þetta og þá gefur það ekki blóð. En þetta er visst eftirlit og margir segja að gott sé að gefa blóð til að fá blóðflokkagreiningu, mældan blóðþrýsting og prósentu.“ - Hvernig skiptist fjöldi blóð- gjafa eftir kynjum? „Ég þori ekki að fara með tölur, en konum sem gefa blóð hefur mikið fjölgað þó að karlar séu fleiri, enda hafa konurnar af minnu að taka.“ - Hvernig gengur ykkur að safna á Húsavík? „Við fáum yfirleitt svona um hundrað manns, og er það svipað og í öðrum ferðum út á land. Það þýðir heldur ekki að safna of miklu á sama deginum þó að blóð sem gefið er geymist í fimm vikur.“ IM Það ætti enginn að fá smáhjartslátt eða kvíðatilfinningu þótt hann sé beðinn að draga peningaseðil upp úr veskinu og gefa til líknarmála og fjöldi fólks ver ómældum hluta af frítíma sín- um til vinnu að líknarmálum. En hægt er að gefa fleira en peninga og vinnu og þá gæti málið farið að vandast fyrir mörgum. Það er hægt að fara í Blóðbankann og gefa blóð sem oft er mikil og brýn þörf fyrir. Flestir sem búa úti á landi eru vanir því að sendinefnd frá Blóðbankanum komi í heim- sókn í nágrennið einu sinni á ári. Koma þeirra er rækilega auglýst og um að gera er að hlaupa af stað til að afhenda sop- Það var þó ekki fyrr en um þrjúleytið um daginn sem blaða- maður Dags hélt á vettvang til að gegna þessari þegnskyldu. Þá var hann búinn að segja talsvert mörgum, sem ekki höfðu reynsl- una, að blóðgjöf væri ekkert mál og þeir skyldu bara drífa sig í þetta. Það skal þó viðurkennt að ég var með svolítinn hjartslátt eða kvíðatilfinningu þegar á átti að herða. í veskinu mínu fann ég bankakort, ökuskírteini, sjúkra- samlagsskírteini, blóðflokkakort og þó nokkur fleiri skilríki, en þar sem blóðgjafakort sást þar ekki, skrapp ég heiin til að ná í kortið þótt síðar kæmi í Ijós að ekki er þörf á að mæta með eldri kortin sín lengur. Nýtt tölvu- skráningarkerfi er komið yfir blóðgjafana. Blóðgjöfin fer þannig fram að fyrst mætir maður til skráningar og fær langan spurningalista til lestrar. Margar orsakir geta legið að baki því að blóðgjafa sé vísað frá. T.d. að hann sé í eða umgangist náið fólk úr áhættu- hópum ónæmistæringar, að hann sé haldinn sjúkdómi, noti lyf o.fl. Næst er mældur blóðþrýstingur og blóðdropi tekinn úr fingri íil að mæla blóðprósentu og enn er spurningalistinn á dagskrá. Hér verða nokkrir frá að hverfa ef blóðþrýstingur er ekki hagstæður eða blóðprósenta þannig að við- komandi er ekki aflögufær. En flestir dæmast hæfir til blóðgjafar og fá þeir glas af ávaxtasafa til að vega upp á móti vökvatapi úr lík- amanum og þá er komið að því sem flestir kvíða fyrir, nálinni. Blóðgjafinn leggst á bekk og lætur fara vel um sig. Hann er staðdeyfður í olbogabótina. í mínu tilfelli var það ákaflega handlaginn ungur maður sem tók við framlaginu og hann var löngu búinn að koma nálinni á sinn stað meðan ég beið eftir að hann byrj- aði. Allar nálar og fleira sem not- að er við blóðtökuna eru einnota þannig að enginn þarf að óttast sýkingu úr þeirri átt. Blóð- skammturinn sem gefinn er er vandlega vigtaður og ekki eru þegnar fleiri en 450 einingar frá hverjum blóðgjafa. Að lokinni blóðgjöf er vandlega búið um stunguna með miklum svöðu- sáraplástri og síðan býður starfs- fólk Rauða Krossdeildarinnar upp á kaffi og kex í næsta her- bergi. Þar er glatt á hjalla og flestum finnst þeir sjálfsagt vera ósköp gott fólk og kannski eru fleiri en viðurkenna fegnir að þetta skuli nú vera afstaðið. Allir virðast þó vera sammála um að blóðgjöf sé sjálfsögð og ekkert mál sé að gefa blóð. Ég er sammála að öðru leyti en því að mér fannst stórmál að ná öllum plástrinum af handleggn- um á eftir og það var virkilega vont. Næst ætla ég að mæta alveg ókvíðin en harðneita að fá svona stóran plástur. IM kemur hingað hef ég gefið og svo lengi sem ég man aftur í tímann.“ - Finnur þú fyrir blóðgjöf? „Nei, þetta gerir mér ekkert til, ég finn ekki fyrir neinum eftirköstum. Þó að ég gefi blóð í dag ætla ég t.d. að fara að spila fótbolta alveg á fullu klukkan sjö í kvöld. Ég leik með B-liði Völsungs sem á að keppa við Tindastól frá Sauðárkróki í svo- kölluðu Bautamóti." - Finnst þér fólk óþarflega hrætt við að mæta til blóðgjafar? „Ég held að þeir sem fyrir blóðsöfnuninni standa væru ekki svona eindregið að hvetja fólk til að koma ef þetta væri ekki allt í lagi og þörfin fyrir blóðgjöf brýn. Það er vakin athygli á söfnuninni, ég heyrði kallað til fólks úr hátal- arabílnum þar sem ég var við vinnu mína í kirkjugarðinum. Hafdís Jósteinsdóttir sá um að gefa blóðgjöfunum kaffi og Jóhanna Svava Sigurðardóttir aðstoðaði. „Ég fann ekkert fyrir þessu.“ ...„Mér finnst sjálfsagður hlutur að gefa blóð ef maður getur. Mér hefur ævinlega liðið vel eftir blóðgjöf." Þannig var hljóðið í tveim blóðgjafanna á Húsvík og fleiri tóku í sama streng. Hafliði Jósteinsson kemur hlaupandi með blóðflokkakortið sitt í höndunum en auðveldlega gengur að stoppa hann á sprettin- um og spyrja af hverju hann sé mættur til blóðgjafar. „Ég kem til að gefa blóð t.d. vegna þess að á blóðkortinu mínu stendur: Bjargið lífi - Gef- ið blóð. Ef blóðgjöf gæti orðið til að bjarga lífi hefur maður unnið að minnsta kosti eitt góðverk í dag.“ - Hefur þú oft gefið blóð? „Þegar blóðsöfnunarbíllinn Hins vegar vissi ég af söfnuninni, því konan lét mig fá kortið og minnti mig á að gefa blóð.“ - Mætir hún einnig til blóð- gjafar? „Ég þori ekki að fullyrða það en vonast til þess. Finnst varla ástæða til að hún sé að hvetja mig til að fara og gefa blóð og inæta svo ekki sjálf. Ég vildi nota tæki- færið til að koma því á framfæri við fólk að hafa það í huga að hugsanlega gæti blóðgjöf þýtt áframhaldandi líf einhvers ein- staklings." i- Þakka þér fyrir Hafliði, en að lokum, ert þú í óalgengum blóðflokki? „Ég er í A rh+ og ég held að það sé ekki mjög algengur blóð- flokkur og vona að blóðgjöfin kdmi að gagni.“ IM Hafliði Jostoinsson mættur til blóðgjafar. ann sinn með sama hugarfari og þegar tíma og peningum er varið til líknarmála. Þann 11. ágúst s.l. var starfslið Blóð- bankans mætt til blóðsöfnunar í Barnaskóla Húsavíkur. Söfnunin hafði verið auglýst í gluggum verslana, á fjölmenn- ari vinnustöðum og samdægurs í útvarpinu. Svo að örugglega færi ekki fram hjá neinum hvað um væri að vera ók sjúkra- bifreið Rauða Krossdeildarinnar á staðnum um bæinn í hádeginu og með hátalarakerfi var fólk hvatt til að mæta og gefa blóð. Blóðgjöfin (Kristín Möller er fjær á myndinni). Hafliði Jósteinsson: Skráning blóðgjafa fór fram á ganginum. Það er skylda að fá sér djúsglas fyrir bióðgjöfina og Georg Karlsson er kominn með glasið og hvergi smeykur. Mætt tíl blóðgj afar - með svolítinn hjartslátt og kvíðatilfinningu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.