Dagur - 20.08.1986, Side 12
* Diskettur
* Skjásíur
+ Ýmsar rekstrarvörur
Tölvutæki sf.
Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-^6155
Meira en nóg að
gera hjá Árverí
- Rækjuvinnslan flyst í nýtt húsnæði
„Það er alveg bullandi vinna
hérna. Við höfum unnið allan
sólarhringinn á þrískiptum
vöktum, en núna erum við
með tvískiptar vaktir,“ sagði
Jón Héðinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Arvers á
Árskógsströnd í samtali við
Dag.
A hverri vakt vinna að jafnaði
14 manns og eru tvær pillunarvél-
ar í gangi. Vinna hefst klukkan 4
á morgnana og unnið er fram á
kvöld.
í gær lönduðu tveir bátar hjá
Árveri, annar með tæp 8 tonn og
hinn rúm 5. Jón Héðinn sagði að
á milli 5-6 tonn af rækju væru
unnin á hverri vakt, þannig að
þegar unnið cr á þrískiptum
vöktum eru unnin allt upp í 16
tonn af rækju á sólarhring. Rækj-
an er seld til Bretlands og Pýska-
lands.
Fimm bátar leggja nú upp
rækju hjá Árveri, en tveir bátar
sem landað hafa þar eru í slipp.
Sveinn Jónsson stjórnarformaður
Árvers sagði að í sumar hefði
fengist aðkomubátur frá Keflavík
til að landa hjá Árveri og von
væri á öðrum.
Starfsemi rækjuvinnslunnar
fer fram í leiguhúsnæði, en unnið
er að byggingu húss undir vinnsl-
una og er það komið undir þak.
Húsið er 960 fermetrar að stærð
og er í svokölluðu Iðnaðarhverfi,
mitt á milli Árskógsstrandar og
Hauganess. Fyrirhugað er að
starfsemi flytjist þangað um
áramótin, en Sveinn sagði að nú
vantaði smiði til að ljúka verk-
inu.
„Það kvartar enginn yfir verk-
efnaleysi, það er frekar að fólk
hafi ekki tíma til að líta upp,“
sagði Jón Héðinn. -mþþ
Kiwanis-turninn:
„Lætin koma á óvart“
- segir Stefán Jónsson
Þaö er mest lítið aö gerast í
málinu núna, en þessi læti í
bænum koma okkur mjög mik-
ið á óvart. Sá sem stóð í þess-
um leyfisveitingum er ekki á
landinu núna, þannig að ég
veit ekki hvernig málin
standa,“ sagði Stefán Jónsson,
formaður auglýsinganefndar
Kivvanisklubbsins á Akureyri
um hið svokallaða turnmál.
Ólafsfjörður:
Næg fiskvinna
„Það er allt gott að frétta
héðan, því hér er næg og góð
atvinna fyrir alla,“ sagði Val-
týr Sigurbjarnarson bæjar-
stjóri i Olafsfirði.
Togararnir í Ólafsfirði hafa
aflað vel og hcfur það haldið
stöðugri vinnu í frystihúsunum.
Trillur hafa verið frá veiðum um
tíma en eru nú komnar aftur á
miðin og aflað vel. gej-
Kiwanisturninn í göngugöt-
unni hefur vakið athygli, en
kannski ekki þá athygli sem
Kiwanismenn bjuggust við. Mik-
ill styr liefur staðið um bæði útlit
hans, svo og staðsetningu. Talað
hefur verið um að hann eyðileggi
ljósaröðina og sumir jafnvel
gengið svo langt að segja að hann
sé Ijótur. „Pað hefur mér vitan-
lega ekkert gerst í þessu máli
enn, en eins og ég skildi málið,
þá var komið samþykki frá bæj-
arráði og bæjarverkfræðingi og
öllum þeim mönnum, og maður
frá bæjarverkfræðingi kom á
staðinn, þegar að við vorum að
ákveða staðsetningu turnsins og
sagði okkur nákvæmlega hvar við
áttum að setja hann upp. Þeir
voru búnir að sjá teikningar af
honum, þannig að þetta kom
okkur ákaflega mikið á óvart. En
það verður fundur hjá okkur á
næstunni um þetta mál. Fyrr
verður ekkert gert,“ sagði Stefán
að lokum.
-SÓL
Fomleifafræðingarnir Margrét og Bjarni við steinhleðslu kirkjunnar á Gásum.
Mynd: -gej
„Merkustu og fallegustu
tóftir á landinu“
- segja Margrét Hermannsdóttir og Bjarni Einarsson
sem vinna við rannsóknir að Gásum
„Við reiknum með því að vera
við útivinnu í einn mánuð og
annan mánuð við innivinnuna,
sem felst í skýrslugerð, athug-
unum á hlutum og öðru sem
finnst, ef eitthvað finnst að
þessu sinni,“ sögðu þau Mar-
grét Hermannsdóttir og Bjarni
Einarsson fornleifafræðingar
þar sem við hittum þau við
vinnu sína í gömlum tóftum á
friðlýstu svæði við Gásir í
Glæsibæjarheppi.
Þau höfðu nýlokið við að grafa
skurð þvert á vegg sem var sýni-
legur á yfirborði jarðar. Sam-
kvæmt heimildum sem Finnur
Jónsson skrifaði eftir uppgröft
1907, á þar að hafa staðið timb-
urkirkja sem varin var með torfi.
Þar fundu þau Margrét og Bjarni
steinhleðslu sem þau álitu vera
svokallaðan steinfót, sem var
hlaðinn undir timburveggi. Einn-
ig fundu þau bein í þessum
skurði, en vildu ekkert fullyrða
Hagnýtt háskólanám á Akureyri
- og fjarkennsla eru meðal hugmynda nefndar um fjárlaga-
og þróunaráætlun fyrir Háskóla íslands
í skýrslu um fjárlaga- og þró-
unaráætlun fyrir Háskóla
Islands, sem nefnd á vegum
menntamálaráðuneytisins hef-
ur unnið að og nýlega var send
fjölmiðlum, er lagt til að
kennsla á háskólastigi á Akur-
eyri á vegum H.I. hefjist
haustið 1987 og að í stað hefð-
bundins náms verði megin-
áherslan lögð á stutt hagnýtt
nám. I skýrslunni kemur fram
að vaxandi þörf sé fyrir slíkt
nám og að það muni nýtast
jafnframt til áiramhaldandi
náms í Háskóla Islands, enda
verði námið skipulagt af
honum.
„Verklega kennslu og þjálfun
væri æskilegt að veita að hluta í
samvinnu við fyrirtæki og stofn-
anir í viðeigandi atvinnugreinum,
svo og Tækniskóla íslands. Slík
samvinna eykur gagnkvæmt
traust milli fyrirtækja og
nemenda," segir m.a. í áður-
nefndri skýrslu. Þar eru eftirtald-
ar greinar taldar athyglisverðar í
þessu sambandi: Tölvutækni, við-
skiptagreinar, matvælatækni,
fjölmiðlun og tungumál. Jafn-
framt er talið eðlilegt að verkleg
þjálfun í læknisfræði, hjúkrunar-
fræði og sjúkraþjálfun verði
áfram veitt á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Einnig er lagt til að sinnt verði
vaxandi þörf fyrir endurmennt-
un, almenningsfræðslu og
kennslu utan Reykjavíkur með
því að Háskóli íslands hefji fjar-
kennslu, þ.e. miðlun þekkingar
til allra landsmanna, yngri sem
eldri, óháð búsetu. Slík fjar-
kennsla með aðstoð fjölmiðla,
bæði sjónvarps og hljóðvarps og
ekki síst með myndböndum, gæti
hentað dreifðri byggð landsins og
gerði landsmönnum kleift að
njóta frekari menntunar við eigin
hentugleika. Með þessum hætti
má veita undirstöðumenntun í
hugvísindum og raunvísindum og
ætti slík kennsla að gefa kost á
áfangaprófum sem leiddu til
lokaprófs, t.d. B.A. eða B.S.
prófs frá Háskóla íslands.
Aðstoð við nemendur og leið-
beiningar væru veittar í Háskóla
íslands og í framhaldsskólum eða
sérstökum útibúum, t.d. á Akur-
eyri og víðar, segir í skýrslunni.
HS
um hvers konar bein er um að
ræða.
„Finnur Jónsson og Daniel
Bruun grófu hér árið 1907 og
töldu sig hafa fullrannsakað
svæðið. Okkar álit er að hér sé að
finna með merkilegustu forn-
minjum á íslandi," sagði Bjarni.
„Þetta eru alla vega fallegustu
tóftir sem til eru,“ sagði Margrét.
Bæði eru vongóð um að finna við
uppgröftinn minjar sem varpað
gætu ljósi á verslunarsögu
landsins.
Fé það sem þau fengu til verks-
ins á þessu ári er um 500 þúsund
krónur. Ætla þau að grafa 4 eða 5
holur af sömu stærð og þau voru
búin að grafa er okkur bar að.
Voru þau að merkja fyrir annarri
holunni og hófu þegar að stinga
torfið ofan af. Þegar því var lokið
voru notaðar litlar múrskeiðar
til að skafa hvert moldarlagið af
öðru. Ef eitthvað óvenjulegt kom
upp, svo sem steinn eða lítil flís
sem gat verið bein var það
grandskoðað og lagt til hliðar.
Þau Margrét og Bjarni reikna
með því að grafa þessar 4 eða 5
holur að Gásum, auk þess sem
áhugi er á því að grafa við Eyra-
land og Kaupang, því þau telja
að samhengi geti verið milli þess-
ara staða. En þau búast við því
að það taki 2 til 3 sumur að grafa
að Gásum, svo góðar heimildir
fáist um verslunarsögu landsins.
gej-