Dagur - 01.09.1986, Page 1

Dagur - 01.09.1986, Page 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 1. september. 1986 161. tölublað 28. fjórðungsþing Norðlendinga: Steingrímur hlynntur 3. stjórnsýslustiginu Steingrímur Hermansson, forsætisráðherra, sagði á Fjórðungsþingi Norðlendinga á Siglufirði á föstudag, að hann teldi þriðja stjórnsýslustigið vel koma til greina. „Það er margsinnis búið að reyna að sameina minni sveitafélög, en án árangurs og ég verð að segja að ég er búin að gefast upp við það,“ sagði forsætis- ráðherra. Steingrímur sagðist geta tekið undir það sem fram hefði komið í íkveikjur Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp á tveimur stöðum á Odd- eyri á Akureyri aðfaranótt föstudagsins. Þetta átti sér stað um kl. 4 um nóttina og var fyrst tilkynnt um, eld í bílskúr við Eyrarveg. Þegar máli Sigfúsar Jónssonar, bæjar- stjóra á Akureyri, að koma þyrfti á fót stjórnsýslustöðvum úti um land, sem væru tengiliðir við ráðuneytin og aðrar stjórnar- stofnanir í Reykjavík. Þá kom það fram í máli ráðherra, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann lýsti yfir stuðningi við þessa hug- mynd og hann gæti að mörgu leyti tekið undir það sem samtök um jafnrétti milli landshluta hefðu á stefnuskrá sinni. Hann benti hins vegar á að öll á Oddeyri slökkviliðið var nýkomið þangað kom tilkynning um að eldur væri laus í bifreið í Fjólugötu. Nokkr- ar skemmdir uðru á báðum stöðunum og sem fyrr sagði er talið að um íkveikju hafi verið að ræða og er unnið að rannsókn málsins. gk-. þessi mál þyrfti að skoða vel áður en farið yrði út í einhverjar breytingar og gæta þess að rasa ekki að neinu í því sambandi. Ráðherra sagði það vera sína skoðun að það hefði verið rétt ákvörðun hjá stjórn Byggða- stofnunar að flytja ekki stofnun- ina til Akureyrar. Það kom ein- nig fram í máli Steingríms að hann teldi rétt að leggja aukna áherslu á iðnað úti á landsbyggð- inni og nefndi hann sérstaklega í því sambandi að styðja þyrfti vel við hátækniiðnaðinn, sem hann taldi eiga mikla framtíð fyrir sér. Það kom og fram í máli margra, sem töluðu á fyrri degi þingsins, að sú skoðun virðist verulega vera að ryðja sér til rúms, að þriðja stjórnsýslustigið væri vænlegur kostur, sem milli- stig milli ríkis og sveitafélaga. Meðal annars kom það fram í máli Ragnars Arnalds og Pálma Jónssonar. Þá sagði Stefán Val- geirsson, að kannski væri þetta leið til að landsbyggðin fengi not- ið í ríkara mæli þess sem hún afl- ar til þjóðarbúsins. G.Kr. Framsoknarflokkurinn: Afl nýrra tíma - segja ungir framsóknarmenn - vel heppnað þing að Hrafnagili 21. þing Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, var haldið að Hrafnagili í Eyjafirði um helgina. Þingiö var haldið undir kjörorðinu, Framsókn- arflokkurinn - afl nýrra tíma. Þingið var vel sótt og alls mættu 140 manns, víðs vegar að af landinu. Á þinginu fór fram opinská umræða um stöðu Fram- sóknarflokksins í dag. Þingfull- trúar voru sammála um að gera þyrfti verulegar skipulagsbreyt- ingar á innra starfi flokksins. „Endurnýjun í þingflokknum þarf að koma til, við þurfum að koma yngra fólki að á listum flokksins í komandi Alþingis- kosningum," sagði Finnur Ing- ólfsson, fráfarandi formaður SUF, m.a. í ræðu sinni. Á þinginu voru kynntar niður- stöður skoðanakönnunar um þjóðmál, sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði fyrir SUF. Þær niðurstöður eru að mörgu leyti mjög athyglisverðar og verður þeim gerð skil í blað- inu síðar. Þingið samþykkti fjölmargar ályktanir, s.s. um byggðamál, umhverfismál, húsnæðismál, skattamál og utanríkismál. Gissur Pétursson var einn í kjöri til formanns SUF og hlaut einróma kosningu og var honum vel fagnað. Mikill einhugur ríkti á þinginu og er greinilegt að ung- ir Framsóknarmenn eru stað- ráðnir í að hefja stórsókn á stjórnmálasviðinu og gera þannig Framsóknarflokkinn að afli nýrra tíma í íslenskum stjórnmálum. Þinginu lauk með vel heppnaðri hátíð að Hótel KEA á laugar- dagskvöldið. BB Mynd: BV Verkmenntaskólinn á Akureyri var settur í Akureyrarkirkju í gær. í ræðu Bernharðs Haraldssonar, skólameistara, kom fram að VMA er fjölmennasti skóli utan Reykjavíkur. Innritaðir nemendur hinn 28. ágúst síðast liðinn voru 904. Er þetta nær 100 nemenda fjölgun frá fyrra ári og er þá ótalinn sá hópur sem sækir nám í öldungadeild, alls 95. Heildartala innritaðra nemenda er því 999. Mynd: RÞB Bílveltur og mótorhjólaslys Þrjú umferðaróhöpp komu til kasta lögreglunnar á Akureyri um helgina. Bíll valt í Öxna- dal, önnur bílvelta varð við Sólgarð á laugardag og aðfara- nótt sunnudags lenti bíll á brú- arhandriði á brúnni yfir Hörgá. Ökumaður bílsins sem valt í Islenskt hugvit vekur athygli Nýtt tölvuforrit fyrir fiskeldis- stöðvar vakti mikla athygli á stórri sýningu í Bergen í Nor- egi á dögunum. Höfundar for- ritsins eru bræðurnir Guð- mundur Valur og Valþór Stef- ánssynir frá Auðbrekku í Eyja- firði. Með forritinu hefur þeim tekist að finna lausn á vanda- máli sem tölvusérfræðingar hafa lengi glímt við að leysa. Þegar sýningunni lauk höfðu menn frá alþjóðlega fyrirtæk- inu Siemens í Svíþjóð samband við þá bræður og vildu kaupa af þeim forritið fyrir nokkrar milljónir norskra króna. Þótt um umtalsverða fjárhæð sé að ræða vildu bræðurnir ekki selja en hyggjast halda áfram að útfæra forritið sjálfir. Hingað til hefur aldrei verið hægt að komast hjá því að villur komi upp í forritum sem þessu, vegna mannlegra mistaka og oft koma þessar villur ekki í ljós fyrr en löngu seinna. Slíkar villur hafa áhrif á aðrar stærðir í forrit- inu. í forriti því sem var á sýning- unni í Bergen er innbyggt kerfi sem leiðréttir slíkar villur og athugar allt sem á eftir kemur og leiðréttir það einnig. Það er þessi lausn sem mesta athygli hefur vakið. Forritið sjálf er mjög sér- hæft og er eingöngu hugsað til notkunar í fiskeldisstöðvum. Lausnina er hins vegar hægt að nota á öllum sviðum tölvutækn- innar. Að sögn Guðmundar Vals eru bræðurnir nú að velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gera. Lík- lega munu þeir opna skrifstofu í Noregi og einbeita sér að því að þróa hugmynd þess enn frekar og markaðssetja forrit sem þetta sjálfir. Sjá nánar viðtal við Guðmund Val á blaðsíðu 6. Öxnadal var einn í bílnum, var hann fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglunnar voru meiðsli hans ekki talin alvarleg. Bíllinn er hins vegar ónýtur. Tvennt var í bílnum sem valt við Sólgarð. Var farþegi í bílnum fluttur á slysa- deild en var talinn ómeiddur. Farþegi í bílnum sem lenti á brú- arhandriðinu skarst lítillega á höfði. Að öðru leyti var helgin róleg hjá lögreglunni á Akureyri. Lögreglan á Hvammstanga átti nokkuð annasama helgi. Dans- leikur var haldinn á Hvamms- tanga á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags tók lög- reglan þrjá, grunaða um ölvun við akstur á Hvammstanga og Skagaströnd. A laugardag var mótorhjólaslys á Skagaströnd. Ökumaður mótorhjólsins ók út af og fótbrotnaði. Á Dalvík, Ólafsfirði og Sig’u- firði fengust þær upplýsingar að helgin hefði verið óvenju róleg. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði hafa þeir verið mikið með radar á ferðinni í sumar og hefði umferð- in dottið mikið niður. -HJS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.