Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 01.09.1986, Blaðsíða 11
Auðvitað reyndi maður að koma af stað umræðum og fjöri, því ekki er það lífsleiðinn sem angrar mann. Þarna er fólk sem þjáist ekki af sjúkdómum í þeirri merkingunni sem lögð er í það orð. Þess vegna var oft reynt að hópa sig saman eftir að búið var að horfa á sjónvarp eða vídeó, í stað þess að hver maður færi í sitt horn og hugsaði um sín sár. Því voru brandarar hafðir á taktein- um tii að létta mönnum dvölina. Eftir að ég kom heim byrjaði ég strax æfingar á Bjargi. Eg var búinn að ná góðum tökum á hækjunni og gat borið mig um. Ef ég ætlaði að fara eitthvað lengra en frá heimilinu átti ég að hafa samband við minn lækni í Reykjavík. Ég kom heim á föstu- verið í Englandi og spurði hvort það væri rétt. Hann sagðist vera á leið til Akureyrar til vinnu á sjúkrahúsinu og vildi fá að skoða mig og spurði hvort ég gæti kom'- ið til sín eftir tvo daga, eða hvort ég yrði kannski ekki í bænum.“ Nú er kominn tími til að setja amen eftir efninu, því Vilhelm þarf að fara til starfa. Hann kom í þetta spjall okkar eftir um 4 tíma æfingar á Bjargi og var að fara að vinna. Hann segir að það sé mikið sem liggi fyrir og þurfi hann helst að vinna yfirvinnu á hverjum degi til að komast yfir þau verkefni sem fyrir eru. „Ég byrja daginn klukkan hálf átta með því að fara í sund og finn að ég vakna á hverjum morgni mikið hressari og styrkari Vilhelm tekur á í endurhæfingunni. Fullkomnasti vélsleði landsins. Svona leit hann út eftir fallið. degi og strax næsta sunnudag var bílasýning í Englandi sem ég hafði mikinn áhuga á að skoða. Ég taldi mig geta setið í góðri flugvél á sama hátt og sitja heima yfir sjónvarpinu, svo við bræður flugum á vélinni okkar til Eng- lands og skoðuðum þessa sýningu og ég á hækjunni. Við flugum síðan heim um kvöldið. Næsta dag hringdi læknirinn í mig og sagðist hafa reynt að ná í mig daginn áður, en frétt að ég hafi en daginn áður. En ég get ekki nægilega þakkað hversu vel mér gengur og hversu góðum bata ég er að ná. Það ætla öll mín sár að gróa fullkomlega og ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem sáu um mig á þessum tíma og öll- um þeim sem heimsóttu mig á sjúkrahúsið. Það voru oft um tuttugu manns á dag sem komu til mín. Ég hef mætt svo mikilli velvild að mig hefði ekki órað fyrir því að til væri svo gott fólk.“ gej- 1. september 1986 - DAGUR - 11 „Það hefiir gengið ljómandi vel hjá okkur“ sagði Kristján Þórhallsson verkstjóri hjá rækjuvinnslu Söltun- arfélags Dalvíkur, en þar er nú unnið allan sólarhringinn „Það hefur gengið alveg Ijóm- andi vel undanfarið. Það var að vísu fremur rólegt í júní og fram í miðjan júlí, en síðan hefur verið mjög mikið að gera og það hefur verið unnið allan sólarhringinn,“ sagði Kristján Þórhallsson verkstjóri hjá rækjuvinnslu Söltunarfélags Dalvíkur. Unnið er á þrískiptum vöktum í rækjuvinnslunni og vinna frá 17- 20 manns á hverri vakt. Dagurinn hefst klukkan 8 á morgnana og unnið er á einni vakt til klukkan 19 að kvöldi. Þegar ekki tekst að vinna hráefnið á þeim tíma sagði Kristján að húsmæður sem ekki hefðu tök á að vinna yfir daginn kæmu klukkan 4 að morgni og ynnu þar til fastráðna fólkið kæmi til vinnu. Og eins og ástandið hefur verið undanfarið er fólk fengið til að vinna á kvöldin frá 20.30 og fram til klukkan 3 á nóttinni. Sagði Kristján að þokkalega hefði gengið að fá fólk til starfa, sér- staklega stúlkur. Það væri erfið- ara að fá karlmenn, enda nóg vinna á Dalvík. Þegar unnið er allan sólarhringinn eru afköst vinnslunnar um 15-16 tonn. Söltunarfélag Dalvíkur er gamalgróið fyrirtæki. Þar var í upphafi söltuð síld, eins og nafn- ið bendir til. Síðast var söltuð síld hjá Söltunarfélaginu á árun- um 1967-8. Vinnsla á rækju hófst árið 1975, en árið 1980 er lítið var um rækjuveiðar var hafinn vinna á saltfisk og skreið. Fyrir um það bil tveimur árum var aftur byrjað á rækjuvinnslunni af fullum krafti. Þeir bátar sem leggja upp rækju hjá rækjuvinnslu Söltunar- félagsins eru Bliki, Baldur, Har- aldur, Sæljón, Otur og Stefán Rögnvaldsson. Og eins og fram hefur komið í fréttum hefur rækjuveiði verið mjög góð undanfarið. Kristján sagði að rækjan færi alveg eftir hendinni, það væri aldrei til neinn lager. Svo til öll rækjan er seld á Bretlandsmark- að og sagði Kristján að hún færi að mestu beint til neytenda. Rækjunni er pakkað í tveggja kílóa pakkningar, en eitthvað er um að henni er endurpakkað í minni pakkningar. Sagði Kristján að til umræðu hefði komið að pakka rækjunni í smærri umbúðir hér heima, en með því gæti enn becra verð fengist fyrir hana. Verð á rækju er sveiflukennt en að undanförnu hefur það verði hátt. Er það gamla lögmálið um framboð og eftirspurn sem mestu skiptir, en veiðar Norðmanna hafa brugðist í sumar. Norðmenn hafa verið stór aðili í sölu á rækju á Evrópumarkaði. Þegar stórir aðilar eins og Norðmenn detta út minnkar framboðið mikið, þann- ig að íslendingar hafa notið góðs af. Rækjan er viðkvæm vara og geymsluþol hennar lítið. Það þarf að vera búið að vinna hana áður en hún verður 5 daga gömul. Að sögn Kristján var togarinn Björg- úlfur nýbúinn að landa 45 tonn- um af rækju og var henni ekið burtu úr bænum. Rækjuvinnsl- unni hafði verið boðið að taka við 10 tonnum, en ekki var hægt að taka við því magni þar sem nóg hráefni var til fyrir. „Ég spái því að nóg verði að gera hjá okkur fram á haustið að minnsta kosti. Annars hefur rækjan veiðst nokkuð jafnt, en það er óbeysluð sókn í hana og menn hafa verið dálítið snteykir um að hún geti horfið einn góðan veðurdag. En eins og ég sagði áðan, það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur og við erum bjart- sýnir,“ sagði Kristján Þórhallsson að lokum. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.