Dagur - 08.09.1986, Side 9
8. september 1986 - DAGUR - 9
Verðlaunaafhending
Fegrunamefndar
Húsavíkurbæiar
Þann 27. ágúst veitti Fegrunar-
nefnd Húsavíkurbæjar verð-
laun fyrir fallega garða, trjá-
ræktarstarf og snyrtilegt um-
hverfi fyrirtækja. Verðlauna-
afhendingin fór fram í kaffi-
samsæti að Hótel Húsavík þar
sem m.a. voru saman komnir
nefndarmenn og fulltrúar
bæjarins, verðlaunahafar 1986
og verðlaunahafar frá 1983, en
þeim höfðu ekki verið afhent
sín viðurkenningarskjöl fyrr en
nú og verðlaun fegrunar-
nefndar hafa ekki verið veitt
síðan 1983.
Bjarni Aðalgeirsson bæjar-
stjóri bauð gesti velkomna, sagði
hann m.a. að bæjarstjórnin sem
hóf störf í vor væri sammála um
að herða enn frekar á um fegrun
bæjarins og umhverfismál. Fegr-
unarnefndin hefði strax minnt á
vilja til að vinna að ræktunarmál-
um með þessari verðlaunaafhend-
ingu. Óskaði hann verðlauna-
höfunum til hamingju, sagði að
margt væri vel gert í ræktunar-
málum í bænum svo val nefndar-
innar hefði verið erfitt.
Guðrún Snæbjörnsdóttir for-
maður nefndarinnar afhenti
verðlaunin, fyrst viðurkenning-
arskjölin frá 1983 en þau hlutu:
Ásta Jónsdóttir og Arnljótur Sig-
urjónsson, Guðrún Þórsdóttir og
ívar Geirsson, Þorvaldur Vest-
mann Magnússon og Bergljót
Jónsdóttir fyrir fallega garða og
Póstur og sími hlaut verðlaún fyr-
ir lóð fyrirtækis.
Verðlaunahafar 1986: F.v. Kristbjörn Árnason, Birna Sigurbjörnsdóttir, Hlín Einarsdóttir, Hjördís Tryggvadóttir,
Hjörtur Tryggvason og Þórhallur Einarsson.
Verðlaunin 1986 hlutu: Hjört-
ur Tryggvason fyrir trjáræktar-
starf, Birna Sigurbjörnsdóttir og
Kristbjörn Árnason, Hlín Ein-
arsdóttir og Sigurður Sigurðsson
fyrir fallega garða, Olís og
Landsbankinn fyrir lóðir fyrir-
tækja.
Katrín Eymundsdóttir forseti
bæjarstjórnar óskaði verðlauna-
höfunum til hamingju og sagðist
vonast til að slík verðlaunaveit-
ing hvetti fleiri til að hugsa vel
um umhverfi sitt. Talsverðar um-
ræður urðu um umhverfis- og
ræktunarmál, Arnljótur kom
með áskorun til bæjarstjórnar að
friða Húsavíkurfjall fyrir fjár-
beit, sagðist hann hafa talið 152
kindur framan í fjallinu skömmu
eftir að þar hefði verið borinn á
áburður. Hjörtur Tryggvason
ræddi um trjárækt, sagði gróður-
setningu vera góða fjárfestingu.
Gróður hefði góð áhrif á líf
manna og hiti hefði mælst 20° við
Búðarána þar sem gróðursælast
væri, á sama tíma og hiti hefði
aðeins mælst 6° á Húsavíkur-
höfða.
Fjölbýlishús við Hjallalund:
„Hugmyndin að
byrja sem fyrst“
- segir Sigurður Sigurðsson - sýning á teikningum og skipulagi
svæðisins í vikunni
Þröstur sagðist hafa séð heil-'
mikinn árangur af starfi sínu, en
hann hefur starfað við líkams-
ræktina að Bjargi í tvo vetur og
þar áður var hann tvo vetur í
afleysingum. „Fólk talar mikið
um að því líði betur eftir að hafa
stundað líkamsrækt. Ef fólk er
með einhverja kvilla sem það
hefur fengið í starfi hefur það
komið hingað og rætt við okkur
og við reynum að leysa úr málinu
á sem bestan hátt.
Ég hef oft orðið var við að
áhuginn hafi kviknað hér og fólk
síðan fært sig yfir í aðrar íþrótt-
ir.“
Þröstur sagði að farið væri eftir
ákveðinni formúlu í líkamsrækt-
inpi og menn skrifuðu þær æfing-
ar sem þeir gerðu á blað. Þannig
væri hægt að fylgjast grannt með
árangri. Sagði Þröstur teygju-
æfingar að loknu tækjapró-
grammi mjög mikilvægar, en þær
væru gerðar til að forðast þreytu í
vöðvum og strengi. „Strengir eru
ekki æskilegir, þeir eru ákveðin
skemmd í vöðvum. Teygjuæfing-
arnar eru þáttur í að koma í veg
fyrir strengi. Okkur finnst mikið
atriði að fólki líði vel þegar það
fer út. Þess vegna bjóðum við
fólki upp á að vera hér klukku-
tíma í viðbót í sturtu, nuddpotti,
ljósum ef það vill og á eftir getur
það fengið kaffi eða djús á setu-
stofunni."
Bakskóli hugsaður
sem forvörn
Á Bjargi hefur verið starfræktur
svokallaður bakskóli, en mark-
mið hans er að hjálpa fólki sem á
við ýmsa bakkvilla að stríða.
„Bakskólinn er hugsaður sem
forvörn. Við kennum fólki að
beita líkamanum rétt, hvernig
eigi að sitja og standa, lyfta þung-
um hlutum og svo framvegis.
Jafnframt þessu höldum við fyrir-
lestra og notum glærur til að
fræða fólk um uppbyggingu baks-
ins og almennt um líkamann og
liðamótin. Markmiðið er að bæta
líkamlegt ástand og gera fólki
kleift að stunda sínar æfingar
heima. Það sem fram fer hérna á
að vera gott veganesti út í lífið,“
sagði Sigrún Jónsdóttir sjúkra-
þjálfari, en hún er umsjónarmað-
ur bakskólans.
Sigrún sagði að ansi margir
ættu við kvilla í baki að stríða.
„Fólk er almennt mjög slappt og
lítið meðvitað um eigin líkama.
Margir ofgera sér með vinnu,
hafa kannski beitt líkamanum
vitlaust til lengri tíma og það hef-
ur sínar afleiðingar. Rangar
vinnustellingar og röng líkams-
staða gerir það að verkum að
bakið gefur sig. Við reynum að
koma fólki aftur í eðlilegt horf og
kenna því hvernig beita á líkam-
anum rétt,“ sagði Sigrún að
lokum. -mþþ
„Það er hugmyndin að byrja
sem allra fyrst og Ijúka verkinu
á 2 árum,“ sagði Sigurður Sig-
urðsson byggingameistari hjá
SS Byggi, en það fyrirtæki
fékk eftirsóttar lóðir undir fjöl-
býlishús við Hjallalund á
Akureyri.
Teikningar eru búnar að hanga
uppi tilskilinn tíma hjá skipulags-
stjóra án athugasemda eða mót-
mæla. Nú eiga teikningarnar eftir
að samþykkjast hjá bygginga-
nefnd og í bæjarstjóm.
,„Ég býst ekki við neinum mót-
mælum eftir þetta, þar sem teikn-
ingarnar eru búnar að hanga uppi
tilskilinn tíma án athugasemda,"
sagði Sigurður.
Húsin sem koma til með að
standa á lóðinni við Hjallalund
eru raðhús, parhús og fjölbýlis-
hús með „Penthouse" á þakinu.
Alls verða íbúðirnar á svæðinu 64
af ýmsum gerðum og stærðum og
allar mjög rúmgóðar. Bílskúrar
eru við raðhúsin og parhúsið, en
bílageymsla í kjallara fyrir fjöl-
býlishúsið. Sigurður sagði að öll
hús yrðu afhent fullfrágengin að
utan og lóðir og bílastæði fullfrá-
gengin. Húsvarðaríbúð verður á
staðnum og húsvörður sem sér
um sameiginlegar viðgerðir,
umhirðu lóöa og annað sameigin-
legt.
SS Byggir mun halda sýningu á
teikningum og skipulagi svæðis-
ins í KA húsinu fimmtudaginn
11. og föstudaginn 12. september
og gefst þá fólki kostur á að
skoða það sem væntanlega verð-
ur byggt á þessu umrædda svæði.
Sigurður sagði að þegar væri
búið að skrifa niður pantanir í 20
íbúðir og í mörgum tilfellum væri
fólk ekki búið að sjá teikningar,
„svo vinsælt virðist þetta vera,“
sagði hann.
Það er Teiknistofan Torgið á
Akureyri sem hefur hannað og
gert teikningar af húsunum við
Hjallalund. gej-
„Maður má ekki borða ber og rjóma eina helgi, þá fcr allt úr skorðum!“ Úr
fyrsta tíma líkamsræktarinnar á Bjargi eftir sumarleyfi. Myndir: ri>b