Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 5
10. september 1986 - DAGUR - 5 Steikin tilbúin og kominn tími til að bragða á goðgætinu. Mynd: Norðurmynd Þegar vellirnir voru vígðir, þann 5. júlí í sumar var haldin mikil grillveisla. Mynd: Norðurmynd Konur og karlar eru saman í liði og eins og sést skín einbeitni úr hverju and- Hti. Mynd: KK Húsnæði Til leigu 350 fermetra húsnæði (efri hæð) á góðum stað í bænum. Lofthæð er 3 metrar. Húsnæðið hentar fyrir margháttaða starfsemi — léttan iðnað — skrifstofur - þjónustu — verslun. Sala á húsnæðinu hugsanleg. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 24001. Framsóknarfélag Eyfirðinga Aðalfundiir Framsóknarfélags Eyfirðinga verður sunnudaginn 14. september nk. kl. 21.00 að Strandgötu 31. (Dagshúsið). Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nýr skemmtistaður á Húsavík: Lauf- skálinn opnaður fljótlega Guðlaugur Laufdal Aðal- steinsson hefur tekið á leigu af Múla s/f 200 fermetra húsnæði að Garðarsbraut 54 á Húsavík. Hann vinnur nú við innrétt- ingu á staðnum og hyggst opna þar skemmtistað síðar í sept- ember. í húsnæðinu var áður sjoppa og spilakassar og hefur Guðlaug- ur tekið við þeim rekstri. Hann er einnig sérleyfishafi á Norð- austur-leið og hefur opnað afgreiðslu fyrir sérleyfið í hús- næðinu. Til að byrja með ætlar Guð- laugur að innrétta setustofu og einnig skemmtilegan sal til leigu fyrir klúbba og félagasamtök. Þar verða haldnir dansleikir um hverja helgi með diskóteki og einnig verða fengnar hljómsveitir og skemmtikraftar. Skemmti- staðurinn mun heita Laufskálinn og verða í eigu hlutafélags og verður Guðlaugur stærsti hlut- hafinn. Guðlaugur er systursonur Ólafs Laufdal veitingamanns í Reykjavík, en Ólafur mun ekki standa að rekstri nýja skemmti- staðarins á Húsavík. IM Einkaflugmannsnámskeið Bóklegt kvöldnámskeið verður haldið á tímabilinu 15. sept. -15. des. Upplýsingar veita: Baldvin Birgisson, sími 26645. Ármann Sigurösson, sími 26149. Jóhann Skírnisson, sími 26409. Flugskóli Akureyrar Akureyrarflugvelli - Sími 21824. Framsóknarmenn Norðurlandskjördæmi eystra Dagana 20. sept.-5. okt. fer fram skoðanakönnun á meðal flokksbundinna framsoknarmanna um val á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Þeim framsóknarmönnum sem ekki eru nú þegar félagar í einhverju framsóknarfélagi er bent á að innrita sig fyrir 15. sept. þannig að þeir geti tekið þátt í fyrrnefndri könnun. Sé nánari upplýsinga óskað, hafið þá samband við Aslaugu Magnúsdóttur, í síma 24222 á daginn eða 22479 á kvöldin. Kjörnefnd K.F.N.E. Til ungra myndlistarmanna 35 ára o g yngri í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Áhrif tölvuvæðingar í 20 ár“. í tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 $

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.