Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 11
10. september 1986 - DAGUR - 11 Uppeldismálaþing að Hrafnaglli: Vinnutími kennara vinsælasta umræðuefnið Á miðvikudaginn var haldið uppeldismáiaþing í Hrafnagils- skóla við Eyjafjörð. Sam- kvæmt upplýsingum Ragn- heiðar Skjaldardóttur, yfir- kennara í Síðuskóla var þetta uppeldismálaþing það fyrsta í röðinni af mörgum sem haldin verða á landinu í stað þess að hafa eitt stórt í Reykjavík. Er þetta annar þáttur í lið þar sem Kennarasambandið er að reyna að mynda sér skóla- stefnu. Byrjar þetta á því að skóla- málaráð Kennarasambandsins hefur undanfarin 2 ár unnið drög að stefnu upp úr ýmsum gögnum. Er þetta sett upp í ýmsa flokka og þingið vann m.a. upp úr þess- um gögnum í umræðuhópum. Kennarasambandið safnar síðan gögnum frá öllum þessum þingum. Síðan verður unnið upp úr þeim, ásamt fyrri drögum og upp úr því verður unnin skóla- málastefna Kennarasambands- ins. Eins konar handbók kennara í uppeldis- og kennslustörfum. Á þinginu voru innleggserindi um skólastefnu, mismunahdi lífs- viðhorf og uppeldisstefnur. Síðan var starfað í hópum og voru 9 atriði tekin fyrir. Þau voru vinnu- tími kennara, hlutverk og upp- bygging fræðsluskrifstofa, þáttur Aðalfundur S.Í.L.: Góður árangur í refasæðingum Á aðalfundi Sambands íslenskra loðdýraræktenda sem haldinn var í Varmahlíð um síðustu helgi var birt yfir- lit um árangur refasæðinga á síðasta ári. Var hann yfir 50% sem að sögn Einars Gíslasonar ráðunauts á Skörðugili og stjórnarmans í S.Í.L. er talið mjög gott Alls voru 439 refalæður sæddar á síðasta ári, langmest af silfur- blendingi. Af þeim héldu 245 eða 55%. 218 gutu sem er 49,7 %, fæddir hvolpar á sædda læðu voru 4,25, en lifandi hvolpar á sædda læðu 3,06. Einar kvað refasæðingar vera nýhafnar hjá okkur, við værum með óvant fólk í þessu og árang- urinn því mjög góður miðað við það. Arangur nágranna okkar á Norðurlöndum sagði hann vera um 60%, en þeir væru líka með þjálfað fólk. -þá Hver á Pentax MX í viðgerð? „Þið eruð eina blaðið sem get- ur bjargað okkur hér fyrir sunnan,“ sagði Sigþór Markús- son sem vinnur hjá fyrirtækinu Ljósmyndavörur í Reykjavík. Sigþór sagði að maður frá Akureyri hefði komið með myndavél í viðgerð til fyrirtækis- ins, en ekki skilið eftir nafn eða heimilisfang. „Það eina sem ég veit er að hann býr fyrir norðan og þess vegna er Dagur eini mögulegi kosturinn til að komast í samband við manninn,11 sagði Sigþór. Sá sem hefur verið svona mikið að flýta sér er hann fór með PENTAX MX vélina sína í við- gerð hjá Ljósmyndavörum í Reykjavík er beðinn að hafa samband við Sigþór. kennara í stjórnun skóla, kennsluhættir og inntak kennslu, sérkennsla og stuðningskennsla, fagvitund kennara og mat á skólastarfi, námsmat, samstarf heimila og skóla og skólaskylda, fræðsluskylda. Að sögn Ragnheiðar var vinnutími kennara vinsælasta umræðuefnið. I>að er mikið rætt um vinnutíma kennara og er þá aðallega talað um að kennarar vinni ekki fyrir kaupinu sínu, því vinnan sé ekki nema kennslu- stundirnar. Uppi eru 2 hugmynd- ir, önnur er að binda vinnutím- ann fastan í skólanum og þar vinni þá kennarar alla sína undir- búningsvinnu eða vinnutíminn sé sveigjanlegur, þ.e. að kennarar geti unnið sína undirbúnings- vinnu heima þegar þeim hentar. Sagði Ragnheiður að um þetta væru skiptar skoðanir, en flestir kennarar væru á því að það mætti binda þetta meira en er. En þá kemur upp það vandamál að skólar eru flestir tvísetnir og eng- in aðstaða fyrir kennara að vinna undirbúningsvinnu í skólanum. Þingið sendi frá sér eina álykt- un varðandi sérkennslu, þar sem skorað er á menntamálaráðherra að hlutast til um það að í hverju fræðsluumdæmi verði tryggð stuðnings- og sérkennsla og verði til þess verkefnis varið 15-20% til viðbótar við reiknaðan heildar- stundafjölda hvers umdæmis. Á þinginu voru 180-190 kennarar úr Eyjafirði. -HJS Réttardansleikur verður haldinn að Ýdölum, föstudaginn 12. sept. nk. frá 23.00-03.00. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar ieikur fyrir dansi. Fjöimennum - U.M.F. Geisli. Skrifstofustarf Við leitum að starfsmanni til starfa við bók- haldsstörf fyrir einn af viðskiptavinum okkar. • Bókhaldskunnátta nauðsynleg • Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. sept. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Framboðsmál. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga Framsóknarfélag Húsavíkur. Umboðsmenn: Simi Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12 641562 Blönduós: Gestur Kristinsson, Húnabraut 29 4070 Sauðárkrókur: Þórhallur Ásmundsson, Ægisstíg 10 5729 Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5 71489 Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8 62308 Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni 61247 Grenivík: Erla Valdís Jónsdóttir, Ægissíðu 32 33112 Hrísey: Halla Jóliannsdóttir, Norðurvegi 9 61728 Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Stóragarði 3 41585 Mývatnssveit: Þuríður Snæhjörnsdóttir 44173 Kópaskcr: Anna Pála Agnarsdóttir, Boðagerði 10 52128 Raufarhöfn: Angela Agnarsdóttir, Aðalbraut 61 51197 Meislari í pípu- lögnum óskast Bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirð- inga óskar að ráða meistara með löggildingu í pípulögnum strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 95- 5200._______________________________ Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina í Mývatnssveit er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöövarinnar á Húsavík, sími 41333 eða heil- brigðisráðuneytið sími 91-25000. Heilsugæslustöðin Húsavík. Þjálfunarskóli ríkisins Akureyri vill ráða fólk til eftirfarandi starfa: 1. Kennara, fóstru eða þroskaþjálfara til að sinna grunnþjálfun fjölfatlaðs nemanda 4-6 kennslustundir á viku. 2. Aðstoðarmann í deild hreyfihamlaðra í 50% starf. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 25469. Iþrótta- og æskulýðsfulltrúi Starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á Dalvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. sept. nk. Nánari upplýsingar veita Einar Emils. í símum 96-61380 og 96-61391 eftir kl. 17.00 og bæjar- stjóri í síma 96-61370. íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkur. Vantar dugmikinn og ábyggilegan starfsmann strax í fullt starf. HAGKAUP Norðurgötu 62. Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Kjötiðnaðarmann eða matreiðslumann, vanan kjötvinnslu, en ófaglærður getur komið til greina. 2. Konu til afgreiðslustarfa. Vinnutími 13-18. Upplýsingar hjá verslunarstjóra. Ekki í síma. MATVÖRU MARKAÐURINN Kaupangi. Óskum að ráða verka- menn nú þegar Upplýsingar á skrifstofu fyrir hádegi. Sími 21604. Konur athugið! Þið eruð líka menn. Byggingavcfktakar Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.