Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 12
Nýtt merki í snyrtivörum • gott og ódýrt * Tillaga skipulagsnefndar: Klukkutuminn færður til Vonandi verða þessi ber einhverjum smáfuglum til góðs í vetur. Mynd: rþb Sauðfjárslátrun að hefjast: 40-50 manns vantar til starfa hjá KS Á fundi skipulagsnefndar 2. september sl. var tekin fyrir bókun bæjarráðs þar sem ósk- að var eftir tillögu nefndarinn- ar um breytta staðsetningu auglýsingasúlu Kiwanisklúbbs- ins Kaldbaks. Skipulagsnefnd Þrír Ólafsfirðingar: Hjóla til Reykjavíkur Feðgarnir Björn Þór Ólafsson og synir hans Kristinn og Ólaf- ur frá Ólafsfirði, hófu í gær- morgun kl. 8 hjólreiðaferð frá Ólafsfirði til Reykjavíkur. Þeir feðgar fara þessa ferð til þess að vekja athygli á skíða- íþróttinni, en allir eru þeir skíða- menn. Björn Þór er margfaldur íslandsmeistari í skíðagöngu og skíðastökki og synir hans hafa þegar vakið á sér athygli í þeim greinum. Að undanförnu hefur verið safnað áheitum vegna ferðarinn- ar og hefur fólk lagt fram ákveðna upphæð sem það heitir á hjólreiðamennina fyrir hvern kílómetra sem þeir Ieggja að baki. Leiðin frá Ólafsfirði til Reykjavíkur um Lágheiði er um 470 km að lengd. { gærkvöld ætl- uðu hjólreiðamennirnir að vera komnir til Blönduóss, á morgun ætla þeir að hjóla í Borgarfjörð- inn og á fimmtudag er ætlunin að koma til Reykjavíkur. gk-. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson: Stopp á Akureyri vegna bilana Rannsóknaskipið Árni Friðr- iksson er nú við bryggju á Ákureyri og mun sennilega dvelja þar fram á föstudag. Skipið var á leið austur fyrir land til að rannsaka rækjusvæðin þegar togvinda bilaði og hafa skipverjar engin önnur ráð en að bíða á Akureyri meðan viðgerð fer fram. Talið er að sandur hafi komist í vinduna þegar skip- ið var sandblásið fyrir skömmu. Annar leiðangur mun fyrirhug- aður á næstunni til rannsókna á rækju. Það er rannsóknaskipið Dröfn sem mun leggja af stað 29. september og verður í þeim leið- angri rannsökuð rækja í innfjörð- um norðanlands. JHB lagði til að turninum yrði fyrst um sinn valinn staður á norð- austurhorni Ráðhústorgs. „Við höfðum hugsað okkur að turninn yrði staðsettur þarna þangað til gengið yrði endanlega frá skipulagi torgsins. Það er gert ráð fyrir að þarna verði göngu- svæði, eins konar framlenging á Hafnarstrætinu og turninn gæti hugsanlega komið inn í þá skipu- lagningu,“ sagði Freyr Ófeigs- son, formaður skipulagsnefndar, þegar hann var spurður hvort norðausturhorn Ráðhústorgsins væri hugsað sem bráðabirgða- staður fyrir turninn. Freyr var einnig spurður hvers vegna þessi staður hefði orðið fyrir valinu og sagði hann að þar hefði einkum tvennt komið til. „í fyrsta lagi hentar þessi staður ágætlega fyrir klukku, þ.e.a.s. umferðarinnar vegna. I öðru lagi þótti mörgum turninn vera of áberandi í göngugötunni vegna stærðar sinnar en Ráðhústorgið ætti hins vegar að bera þetta stór- an turn með ágætum,“ sagði Freyr Ófeigsson. JHB Á sýningunni Heimilið ’86 efndi Dagur til getraunar þar sem spurt var hvenær blaðið hefði orðið dagblað. Rétt svar er að sjálfsögðu í sept- ember árið 1985.1550 lausnir bárust og var dregið í get- rauninni um klukkan 22.30 á sunnudagskvöld, sem var síð- asta kvöld sýningarinnar. Verðlaunin voru Panasonic sjónvarpstæki frá Japis. Það var Guðbjörg Bjarna- dóttir starfsmaður Dags í Reykjavík sem fékk það hlut- Sauðfjárslátrun hjá sláturhúsi K.S. á Sauðárkróki hefst 17. september næstkomandi og nema sláturfjárloforð 46 þús- undum sem er nær sami fjöldi verk að draga út þann heppna. Það var mikil spenna í lofti er Guðbjörg dró út nafn Móeiðar Skúladóttur, Miðfelli 4, Hruna- mannahreppi í Árnessýslu. „Ég var á sýningunni síðasta mánu- dag og kom þá við í Dagsbásn- um. Mér fannst spennandi að taka þátt í getrauninni, en datt auðvitað aldrei í hug að ég myndi vinna. Ég hef aldrei unn- ið neitt í getraunum áður. Mér finnst þetta alveg frábært, ég er ofsalega glöð,“ sagði hin heppna 26 ára gamla bónda- dóttir úr Árnessýslu. -mþþ og í fyrra. Þótt aðeins séu nokkrir dagar þar til slátrun hefst vantar enn margt fólk til starfa. Hjá Slátursamlagi Skagfirð- inga hefst slátrun nú í lok vikunn- ar og hefur tekist að fá nægilegt starfslið. Þar verður slátrað nokkru fleira fé en í fyrra. Sauð- fjárslátrun mun standa yfir í báð- um þessum húsum í 5-6 vikur. Sigurjón Gestsson sláturhús- stjóri í sláturhúsi K.S. sagðist ekki geta sagt fyrir um hversu margt fólk vantaði þar sem reynslan væri sú að margir sem áður hefðu unnið hjá húsinu skil- uðu sér síðustu dagana. En í dag vantaði á milli 40 og 50 manns, Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur Hitaveita Dalvíkur tekið í notkun vatnsmæla í stað hemlanna sem voru áður. Haf- ist var handa við uppsetningu í október á síðasta ári og lauk henni í júní sl. Dagur hafði samband við Guðmund Árna- son, veitustjóra á Dalvík, og spurði hann hvernig reynslan hefði verið af þessu nýja kerfi. „Þetta hefur leitt til sparnaðar, við vorum farnir að sjá þess merki strax í mars,“ sagði Guð- mundur. „Frá því í september hefur hækkað í svæðinu um 4 metra á ársgrundvelli, en undan- farin ár hefur verið lækkun um 60 cm. Raforkunotkun í júlímánuði var svona u.þ.b. helmingur af því sem hún var í sama mánuði í fyrra. Fimmtudaginn 4. septem- ber sl. runnu niður u.þ.b. 24 lítr- ar á sekúndu og þá var hitastigið 1 gráða. 1. september 1985 runnu niður 36 lítrar og þá var hitastigið 7 gráður. Það leynir sér því ekki að notendur eru farnir að stýra aðallega vana karlmenn sérstak- lega í fláningu. Á síðasta ári var í fyrsta skipti unnið eftir bónuskerfi í húsinu og verður því haldið áfram í haust. Sigurjón sagði fólk almennt nokkuð ánægt með bónusinn og hann skilaði því verulegum kaup- auka. Hilmar Hilmarsson hjá Slátur- samlagi Skagfirðinga sagði slát- urfjárloforð til þeirra nema 15-16 þúsund og væri það 2000 meira en í fyrra. Vel gæti svo farið að slátrað yrði einhverja laugardaga í haust. Hilmar sagði Slátursam- lagið, sem er hlutafélag bænda í Skagafirði, selja 90% af afurðun- um á markaði fyrir sunnan. þá notkun sinni mun betur en áður,“ sagði Guðmundur Árnason. _____________________JHB Ferskt kjöt til Evrópu I sláturtíðinni í haust mun Búvörudeild Sambandsins flytja út ferskt lambakjöt til Danmerkur og Hollands. Er kjötið kælt og síðan flutt með flugvélum út. Að sögn Jóhanns Steinssonar hjá Búvörudeildinni munu 30 tonn fara til Danmerkur og sama magn til Hollands, þá verður einnig sent lítils háttar til Luxem- borgar. Hann sagði þennan kjöt- útflutning hafa verið reyndan undanfarin ár og gefist ágætlega. Þarna fengi viðskiptavinurinn kjötið í allrabesta ástandi og þó þetta væri ekki mikið magn þá væri hér um góða kynningu á vör- unni að ræða. -þá „Hef aldrei unnið í getraunum áður“ - sagði Móeiður Skúiadóttir úr Hrunamannahreppi, en hún vann Panasonic litsjónvarpstæki í getraun Dags á heimilissýningunni Mælar í stað hemla hjá Hitaveitu Dalvíkur: „Hafa leitt til sparnaðar" - segir Guðmundur Árnason veitustjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.