Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 3
10. september 1986 - DAGUR - 3 Tónlistarskólinn á Akureyri: Svipaður nemenda- fjöldi og í fyrra Á morgun miðvikudag hefst innritun nemenda í Tónlistar- skólann á Akureyri. „Það má eiginlega segja að þetta sé síð- ari hluti innritunar sem hefst nú á miðvikudaginn. Fyrri hlutinn fór fram síðastliðið vor en það voru þá kannski frekar þeir sem voru þá í skólanum og eru að halda áfram sem not- færðu sér það. Við reiknum með að taka inn u.þ.b. 150 nýja nemendur en einstaka hljóðfæri eru að verða mjög umsetin. Það má t.d. nefna fiöluna en þar eru þegar komn- ar um níutíu umsóknir. Það getur orðið erfitt að taka við öllum þeim fjölda þar sem enn hefur ekki tekist að ganga frá ráðningu fiðlukennara. Hins vegar er hægt að bæta við tölu- verðum fjölda til dæmis á gítar, píanó og ýmis blásturs- hljóðfæri“ sagði Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlist- arskólans í samtali við blaðið. „Nemendur við Tónlistarskól- ann voru um 500 í fyrra og við reiknum með svipuðum fjölda í vetur þó að aðsókn virðist vera meiri. Skólanum eru settar nokkrar skorður af húsnæði og fjármagni. Skólagjöld verða nær óbreytt frá því í fyrra og töluvert lægri en gengur og gerist í Reykjavík. Kennararáðningar eru nokkurt vandamál og við eig- um enn eftir að ráða 1-2 kennara. Það er hörgull á tónlistarkennur- um en hins vegar er töluverður fjöldi þeirra í námi.“ Að sögn Jóns er óeðlilega erfitt að fá kennara hingað til Akureyr- ar. „Tónlistarfólk sækir mest til Reykjavíkur, þar eru tækifærin. Ekki bara í kennslu heldur einnig hvað varðar tónlistarflutning. Þar á eftir virðast koma ýmsir smærri staðir sem þá bjóða upp á fríðindi eins og frítt húsnæði." í sumar hafa verið nokkrar framkvæmdir í skólanum en vegna mistaka í hönnun og fram- kvæmd þurfti að skipta unr milli- veggi á 3. hæðinni til þess að bæta hljóðeinangrun. „Ég er frekar bjartsýnn á vet- urinn og framtíðina því Tónlistar- skólinn virðist njóta vaxandi vinsælda hjá fólki,“ sagði Jón að lokurn. ET - til stuðningsmanna Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra frá Níelsi Árna Lund Á næstu dögum verður fram- kvæmd skoðanakönnun í kjör- dæminu þar sem valdir verða menn til að skipa framboðslista Framsóknarflokksins við næstu alþingiskosningar. Ég hef síðustu tvö kjörtímabil, eða frá 1979, skipað 4. sæti á lista flokksins í kjördæminu og þar með verið fyrsti varaþingmaður flokksins þar. Það hefur verið mér bæði ánægjulegt og fróðlegt og gefið mér kost á að kynnast mörgu því sem ég hefði ekki vilj- að missa af. Einnig vona ég að ég hafi getað látið nokkuð gott af mér leiða fyrir kjördæmið, þótt eflaust hefði betur mátt gera. Ég vil þó taka það fram að varaþing- mannsstarf er allt annað en þing- mannsstarf og staða varamanns er allt önnur til að koma sínum málum á framfæri. Þetta veit ég að menn gera sér fulla grein fyrir. Af margvíslegum ástæðum sem ekki verða raktar hér hef ég ákveðið að gefa ekki lengur kost á mér á framboðslista flokksins í þessu ágæta kjördæmi og finnst rétt að skýra opinberlega frá þeirri ákvörðun áður en til skoð- anakönnunar kemur. Þessi ákvörðun mín breytir þó engu um að ég mun áfram styðja Framsóknarflokkinn. Þá mun ég einnig, hér eftir sem hingað til, hugsa hlýtt til kjördæmisins og íbúanna þar og ljá málefnum þeirra lið eftir því sem kostur er á. Kynni mín af ykkur eru öll á einn veg; með miklum ágætum. Þið hafið sýnt mér mikið traust og vináttu sem ég þakka fyrir. Sjáumst ætíð heil og hress og megi uppstilling listans takast vel. Níels Árni Lund. KÞ Húsavík: Bensínsjálfsali settur upp Um síðustu helgi var settur upp fyrsti sjálfsali fyrir bensín á Húsavík. Hægt er að versla í sjálfsalan- um á þeim tímum sem bensín- afgreiðslan er lokuð en bensín er Bridds: afgreitt með venjulegum hætti meðan afgreiðslan er opin. Sjálf- salinn tekur við hundrað króna seðlum og afgreiðir tvær tegundir af bensíni auk gasolíu. Tvímenningskeppni Bridge- sambands Norðurlands verður haldin á Akureyri í næsta mán- uði og er öllum briddsspilurum á Norðurlandi eystra og vestra heimil þátttaka. Þetta verður í fyrsta sinn sem Norðurlands- mót í tvímenningi er haldið. Spilaðar verða tvær umferðir eftir Mitchell-fyrirkomulagi, 32 spil í hvorri umferð. Keppnis- stjóri verður Ólafur Lárusson, framkvæmdastjóri Bridgesam- bandsins en Margrét Þórðardótt- ir verður reiknimeistari. Þátt- tökugjald er kr. 1500 á parið. Keppnin hefst klukkan 10 laugardagsmorguninn 4. október og verður spilað í Félagsborg. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist formönnum briddsfé- laganna fyrir 1. október n.k. Á Norðurlandi eru margir góð- ir briddsspilarar og eflaust er marga farið að kitla í fingurgóm- ana eftir spilaleysi sumarsins. BB. Þorgeir Magnússon afgreiðslumaður og Jónas Egilsson deildarstjóri. Mynd: IM Noröurlandsmót í tvímenningi „Nú getum við státað af því að hafa opið allan sólarhringinn," sagði Jónas Egilsson deildarstjóri Olíusöludeildar KÞ. „Við höld- um að þetta muni þjóna nokkuð vel þeim sem nauðsynlega þurfa að fá bensín á nóttunni s.s. sjúkrabílum, lögreglu og björg- unarsveitum.” IM og sölusýning á rafsuðuvélum frá IWALLIUS verður haldin í hinum nýju húsakynnum málmiðnaðardeildar Verkfnenntaskólans á Eyrarlandsholti föstudagjnn 12. sept. frakl. 14-17 og iaugardaginn 13. sept. frá{kl. 10-15. Á sýningunni verður mikið úrval raf- suðuvéla, allt frá handhægum litlum rafsuðutrönsurum til fullkominna marg- nota málmsuðuvéla fyrir iðnað. 4 Verkfræðingur frá Wallius ásamt umboðsmönnum kynna vélarnar. Sérstakt kynningarverð Wallius - Elga umboðið. Akureyri Fell hf. sími 25455. Opið bréf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.