Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 10.09.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 10. september 1986 10. september 1986 - DAGUR - 7 Kristín Auður Jónsdóttir og Sigurður Marísson heitir nýja veðurathugunarfólkið á Hveravöllum. Þau tóku við nýja starfinu 1. ágúst síðastlið- inn og búa því næsta árið upp til fjalla ásamt kettlingnum Gústa og hvolpinum Bangsa. Sigurður er vélstjóri og áður en þau fengu þetta starf vann hann í vélsmiðju í Keflavík þar sem hann tók sveinspróf í vélvirkjun. Þessi kunnátta Sigurðar gæti svo sannarlega komið sér vel þarna í óbyggðunum þar sem þarf að stóla á ljósavélar til allra hluta. - En við hvað vannst þú Kristín? . „Ég var skattpíningarmaður. Ég var hjá innheimtudeild bæjar- fógeta í Keflavík og var í því að senda út hótunarbréf." - Eruð þið bæði úr Keflavík? „Nei, ég er úr Keflavík en Stína er úr Fljótshlíðinni," segir Sigurður „en við bjuggum í Keflavík.“ - Og þá kom spurningin sem Kristín sagði að væri ljótasta spurningin. Hvað kom til o.s.frv., að þau sóttu um þetta starf? „Við sáum þetta auglýst í blöð- unum og ákváðum að prófa að sækja um. Annars höfðum við rætt þetta áður, en þá vorum við að tala um Stórhöfða eða ein- hvern af þessum stöðum þar sem vitarnir eru. En þá vildi Siggi alls ekki fara á svona afskekktan stað.“ „En svo var það nú eigin- lega ég sem átti uppástunguna að þessu,“ skýtur Siggi inn í. „Mað- ur upplifir ekki svona nema einu sinni á ævinni,“ bætir hann við. - Og hvernig gekk þetta svo fyrir sig, eftir að þið höfðuð verið ráðin? „Við vorum í hálfan mánuð á Veðurstofunni þar sem okkur var sagt til og fengum föðurlegar ráð- leggingar,“ segir Siggi og kímir. „Og svo vorum við smá tíma með þeim sem voru hér á undan okkur.“ - Og hvernig líst ykkur svo á þetta þegar þig eruð búin að vera hér í mánuð? „Okkur líkar vel, en við erum náttúrlega ekkert farin að kynn- ast vetrinum. Við kvíðum ekki einangruninni því okkur hefur skilist að hér sé oft mikil umferð snjósleða og jeppa.“ - Hvað með útvarp og sjónvarp, hvernig eru móttöku- skilyrði? „Við náum sjónvarpinu svona nokkurn veginn, hljóðið er gott en myndin oft ansi óskýr. Og ef verið er að tala í bílasímann sem er hér þá sést sjónvarpið alls ekki. Útvarpsskilyrði eru aftur á móti mjög góð, en þó kemur það fyrir að norsk stöð yfirgnæfir alveg Rás 2.“ - Verðið þið fyrir einhverju ónæði af ferðamönnum sem eru hér á ferðinni? „Við höfum ekki orðið fyrir neinu teljandi ónæði, en þó eru dæmi um átroðning. Við höfum náttúrlega einu aðstöðuna sem til staðar er hér um slóðir til fjar- skipta. Slík aðstaða er ekki fyrir hendi í skálum Ferðafélagsins. Þetta gerir það að verkum að fólk leitar hingað til að fá að nota þessa aðstöðu. Þó virðast ekki allir gera sér grein fyrir að það kostar peninga að hringja í bíla- símann. Mínútan kostar um 10 krónur og Veðurstofan greiðir eingöngu það sem við þurfum að hringja vinnunnar vegna. Hingað hefur komið fólk og sagt: „Ég ætla að hringja“, eins og ekkert væri eðlilegra. Þetta finnst okkur frekja. Það er sjálf- sagt að hjálpa þeim sem eru í ein- hvers konar vandræðum. En sjálfsögð kurteisi skaðar engan og þetta er ekki almennings- símaklefi.“ Kristín og Sigurður sögðu einnig að það væri eins og sumir ferðalangar áttuðu sig ekki á því að þau notuðu nóttina til að hvíla sig eins og annað fólk. „Það kemur iðulega fyrir að fólk bankar upp á á nóttunni til að biðja um bensín eða eitthvað annað.“ - Hvað þurfið þið að „taka veðrið" oft á sólarhring? „Við þurfum að gera það átta sinnum á sólarhring og senda jafn oft. Við erum saman í þessu til miðnæítis en þrjúveðrið sér ann- að okkar um á meðan hitt sefur.“ - Hvað með frístundir. Tókuð þið eitthvað með ykkur til að dunda við, eða fer kannski allur tíminn í vinnu? „Stína tók með sér stóran poka fullan af garni," segir Siggi. - Hefur þú gaman af að prjóna? „Á ég að sýna þér myndir af því?“ spyr hún og kemur með myndamöppu. Þar getur að líta stórfallega eingirniskjóla. „Ég var þrjár vikur með þennan,“ segir hún og bendir. - Þú hefur þá setið við og lítið gert annað? „Nei, hún var í fullri vinnu og greip bara í þetta þegar tími var til,“ skýtur Siggi inn í. En Stína prjónar ekki bara kjóla, hún býr einnig til dúka og sitthvað fleira. Það bendir því ekkert til þess að hún verði aðgerðarlaus í útlegðinni. - En þú Siggi, hefur þú ekki eitthvert tómstundagaman á meðan Stína prjónar? „Eiginlega ekki. En við feng- um okkur tölvu áður en við kom- um hingað upp eftir, og ég sit sjálfsagt eitthvað við hana. Þeir á Veðurstofunni létu okkur fá for- rit með okkur en það er ekki nógu gott. En ég á von á öðru sem hentar mér betur hérna.“ - Nú vorum við búin að drekka mikið kaffi og tala enn meira og orðið mál að linnti. En áður en ég kvaddi þau Sigga og Stínu fékk ég að fylgjast með þeim þegar þau „tóku veðrið“ og sendu upplýsingarnar í gegnum talstöð. Þegar Siggi fór að þylja í talstöðina varð mér hugsað til þess að fáir myndu nú skilja svona lestur í útvarpinu. Maður- inn sagði ekki orð af viti, heldur þuldi hann tölur í gríð og erg, sem þeim á Veðurstofunni í Reykjavík, er svo ætlað að snara yfir á mannamál. G.Kr. Fagurt er til fjalla. Myndir: G.Kr. Að undanförnu hafa nokkrir bændur úr Austur-Húnavatns- sýslu unnið við að reisa nýtt hesthús skammt norður af húsi Veöurstofunnar á Hveravöll- um. Það er Upprekstrarfélag Auðkúluheiðar ásamt Lands- sambandi hestamanna sem stendur að byggingunni en fyr- ir er hesthús sem reist var fyrir um 20 árum. Þegar lokið verð- ur við nýja húsið verður hægt að hýsa 70 til 80 hesta samtals í húsunum. Kristín Auður Jónsdóttir og Sigurður Marísson nýja veðurathugunarfólkið á Hveravöllum: „Sáum starfið auglýst í blöðunum og ákváðum að sækja um. Maður upplifir þetta ekki nema einu sinni á ævinni.“ „Kjafturinn á manní hefiir stundum komíð sér ffla“ Ég fann hana niður við laug íklædda rauðum baðslopp og með plastpoka í hendinni. „Það veit ég nú ekki,“ sagði hún þegar ég spurði hvort hún væri ekki til í viðtal. „Ég ætla alla vega í laugina fyrst.“ Sú sem þarna var á ferð heitir Kristín Kristjánsdóttir og hef- ur þann starfa að fylgjast með sauðfjárveikivarnagirðingum á heiðinni. Hún heldur til í litlu húsi (kofa) þar sem heitir „Á ystu nöf“ og er miðja vegu milli húss Veðurstofunnar og skála Ferðafélagsins á Hvera- völlurn. Hún var þó ekki svona nei- kvæð, hefur sennilega langað til að stríða blaðamanni aðeins. Svo við tókum tal saman fyrir bað, í baði og eftir bað. - Hvað heitir þetta starf sem þú hefur? „Ég veit það ekki, en hann Jónas landvörður fann upp nafn sem við notum, Sauðfjárveiki- varnavörður.“ Við urðum sammáia um að sennilega væri þetta lengsta starfsheiti á íslandi. - Hvernig ferð þú að því að fylgjast með öllu þessu svæði? „Ég er með sex hesta hérna og annan daginn fer ég austur með en hinn daginn vestur." - Hvað ert þú lengi að dag hvern? „Ég er svona 5-6 tíma að vest- anverðu en mun Iengur að aust- an, allt upp í 12 tíma ef eitthvað er um fé.“ - Hefur þú rekist á marga fjár- hópa í þessum ferðum? „Ég er búin að ná þremur hóp- um hérna í hólfinu frá Blöndu að girðingu, það á að vera fjárlaust svæði.“ - Þarf ekki bara að girða meira? „Það á að koma girðing á Fjórðungsölduna, ég veit reyndar ekki hvort það breytir svo miklu. Það kemur alltaf eitthvert fé inn fyrir. Ég held að það komi frekar inn um girðinguna að vestan, það liggur svo mikið við hana. Ann- ars máttu láta það koma fram að hliðið hérna austur á söndunum er áhyggjuefni. Það er talsvert gengið um það og ég er hrædd um að oft sé illa látið í það.“ - Hefur þú sæmilega aðstöðu fyrir hestana hérna? „Ég hef girðingu sem upp- rekstrarfélagið á og svo hefur þú nú séð hesthúsið." - Færð þú að hafa þetta í friði fyrir ferðafólki? „Það er skárra í sumar en það var í fyrra. Fólk var að láta hest- ana sína þarna eins og ekkert væri sjálfsagðara í fyrra, en það er minna um slíkt í ár.“ - Ætlar þú að vera áfram við þetta næsta sumar? „Já, mig langar að koma aftur ef ég má.“ - Ert þú eitthvað hrædd um að mega það ekki? „Ég veit það ekki, en kjaftur- inn á manni hefur stundum kom- ið sér illa, sumir verða sann- leikanum sárreiðastir." - En þú ert með fleiri dýr en hestana með þér. „Já, ég er með hund og kött. Þetta er eins og heilsuhæli fyrir köttinn. Svona eins og Hvera- gerði fyrir suma. En hundurinn kemur að gagni. Ég held að það sé alveg útilokað að vera við þetta án þess að hafa hund, og svo er mikið skemmtilegra að hafa hund með sér.“ - Það var heldur fátt um ferðamenn á Hveravöllum þenn- an dag, bara einn smáhópur Þjóðverja. Og á meðan við Krist- ín töluðum saman voru þeir á vappi í kring, stingandi höndun- um í laugina, en enginn þeirra dreif sig ofan í. Þeir gáfu þessu undarlega fólki hornauga, kon- unni sem baðaði sig og mannin- um sem sat á steini, með mynda- vél á maganum og bók á hnjánum, sem hann skrifaði í ótt og títt á milli þess sem hann og konan í lauginni kölluðust á. Einn þeirra laumaðist til að taka mynd. „Þetta er eina baðið sem mað- ur hefur allt sumarið. En svo hef ég fengið að fara í sturtu hjá þeim á Veðurstofunni áður en til byggða er haldið svo maður hefur ekki þurft að fara með drulluna héðan með sér.“ „Þú tekur enga mynd af mér hérna,“ sagði hún þegar ég fór að fitla við myndavélina, „þú getur tekið af mér mynd með hestún- um ef þú vilt.“ - Og ég hlýddi. Fór á bílnum upp að „Ystu nöf“ og beið á með- an Kristín þurrkaði sig og klæddi. Síðan fórum við með hundinn með okkur til hestanna og það stóð ekkert á því að þeir vildu stilla sér upp með Kristínu til myndatöku. G.Kr. Undirbúningsvinna ýmiss kon- ar fór fram niðri í sveit. Þar voru sperrurnar smíðaðar og steypt í tunnur sem notaðar eru í undir- stöður en síðan var allt efni flutt fram eftir á vörubíl. Efnið var svo mikið að bæta varð kerru aft- an í bílinn til að koma öllu í einni ferð. Þá var einnig farið með gröfu fram eftir og innan örfárra daga var húsið risið. Það var létt yfir þeim þarna á heiðinni þegar við heimsóttum þá um það leyti sem allt var að verða klárt til að fara mætti að setja járnið á grindina. „Gjörið svo vel og gangið í stofuna," sagði Kristján bóndi á Húnsstöðum, en „stofan“ var gamla hesthúsið sem þeir nota sem vistarveru að öllu öðru leyti en því að þeir sofa í sæluhúsi Ferðafélagsins. „Já elskurnar mínar, fáið ykk- ur kaffi. Hann Kristján var að baka,“ bauð Haukur á Röðli, en reyndar hafði hún Bryndís á Mosfelli fært þeim kræsingar þær sem við vorum trakteraðir með. Á meðan við nutum kaffisins og gómsæts meðlætis, rakti ég garnirnar úr Einari á Mosfelli og þaðan hef ég þær upplýsingar sem fram komu hér í upphafi. Auk þess sagði Einar mér að byggingameistari og yfirsmiður væri Kristján Jónsson bóndi í Stóradal. Þegar ég spurði um kostnaðinn sögðust þeir ekkert vilja vera að tala um svoleiðis. Hins vegar yrði Þaö kemur Krístín Kristjánsdóttir, fylgist með sauðfjárveikigirðingum. alltaf eitthvað fé inn fyrir.“ örugglega ekki rukkað fyrir margt sem búið væri að gera þarna. „Vinnutíminn er frá því snemma á morgnana og eins langt fram á kvöld og við getum. Við vinnum á meðan við sjáum til við það sem við erum að gera. Það er alveg dýrlegt að vera hérna og þetta er svo gaman að hér er meira að segja einn sem ekki hefur unnið heilan vinnudag í 15 ár. Hann hamast allan guðs- langan daginn!" Það kom einnig fram í spjall- inu við þá félaga að Landssam- band hestamanna hefur verið og mun verða með hey til sölu bæði þarna á Hveravöllum og jafnvel á fleiri stöðum, þar sem hestamenn á gjarnan á leið sinni yfir hálend- ið. G.Kr. Unniö við byggingu hesthússins á Hveravöllum. Nokkru seinna vorum við sest með tebolla á veröndina fyrir framan nýja skála Ferðafélags- ins. - Er þetta fyrsta sumarið ykk- ar hér? „Nei, þetta er annað sumarið og okkur langar til að koma aftur næsta sumar.“ - Hvað veldur því að þið sæk- ist eftir þessari vinnu? „Það er svo fallegt hér og gott að vera. Svo allt annað en Reykjavík, þetta er bara eitthvað svo yndislegt." - Hvenær komið þið og hvað verðið þið lengi? „Við komum hingað 4. júlí og förum 1. september. Þetta byrj- aði heldur í seinna lagi.“ - Er ferðamannafjöldinn svip- aður og í fyrra? „Já hann er svipaður en þó held ég að íslendingum á einka- bílum hafi fjölgað. En það er ekki eins mikið gist í skálunum og áður.“ - Hvernig stendur á því? „Fólk er bara svo duglegt við að vera í tjöldum. Skálarnir taka um 70-80 manns og þeir hafa ekki verið fullnýttir. Ætli það hafi ekki farið svona fimm til sex þúsund manns um svæðið á þess- um tíma.“ - En hvernig er svo umgengni ferðamanna við náttúruna? „Flestir ganga vel um, en það eru alltaf til einhverjar undan- tekningar. íslendingar ganga ver um en útlcndingar og það er mik- ið erfiðara að segja þeim til um reglur og svoleiðis. Þeir þykjast vita þetta allt.“ Ingibjörg Svala Þórsdóttir. „Það cr svo fallegt hér og gott að vera.“ - Er laugin mikið notuð af ferðafólkinu? „Já, en sumir hafa verið að tala illa um hana, tala um forarpytt og þar fram eftir götunum. En við skiptum um vatn í henni annan hvern dag og hún er þvegin með nokkurra daga millibili. Gaman væri ef þú segðir frá því að það kom hingað Þjóðverji í fyrra og vat í þrjá daga og notaði laugina mikið. Hann var með exem en losnaði alveg við það næstu sex mánuðina. Hann kom svo hingað aftur núna og var í fjóra daga til að geta notað laugina.“ Þann tíma sem ég var í heim- sókn á Hveravöllum hittist þann- ig á að Jónas var við eftirlit fram í Þjófadölum, en þar á Ferðafé- lagið einnig skála og hluti af starfi varðarins á Hveravöllum er að líta eftir honum líka. Ég hafði komið höndum yfir tvær vísur eftir Jónas og spurði Ingibjörgu hvort hún héldi ekki að ég mætti birta þær. „Ég veit það nú ekki það væri betra að spyrja Jónas.“ - En þar sem hann var ekki nálægur varð að samkomulagi að hún léti mig vita ef ég mætti ekki birta vísurnar. Þar sem ég hef ekkert heyrt frá henni lít ég svo á, að birta megi vísurnar og læt þær því verða framlag Jónasar Skagfjörð í umræðurnar: Bærist alla ævi jmí, upp til fjalla snúa. Ætíð kallar kyrrðin á Hveravallabúa. Heimi spillir heimskur skríll, hann mig fyllir ótta. Holdið tryílir ágirnd ill, andinn vill á flótta. G.Kr. Nýtt hesthús á HveravöBum „Þetta er bara eitthvað svo yndislegt“ Á Hveravöllum eru starfandi landvöröur og skálavörður eins og víöa annars staðar á fjölförnum ferðamannastöðum á landinu. Þau sem hafa þenn- an starfa á Hveravöllum eru Ingibjörg Svala Þórsdóttir og Jónas Skagfjörð Þorbjörns- son. Ég fann Ingibjörgu þar sem hún var við kamraþvott, og bar upp erindið, smá rabb um sumarið og vinnuna. „Jú, það hlýtur að vera í lagi, ég ætla bara að klára þetta fyrst.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.