Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 15.09.1986, Blaðsíða 3
15. september 1986 - DAGUR - 3 Sérkennsla í Stórutjarnaskóla: Niðurskurður úr tuttugu tímum í fimm Á miðvikudag funduðu kenn- arar Stórutjarnaskóla í Ljósa- vatnsskarði. Á fundinum var niðurskurður á sérkennslu í umdæminu ræddur og settu kennarar skólans saman álykt- un sem verður send Sverri Hermannssyni, menntamála- jráöherra. í ályktuninni segir að kennarar skólans mótmæli eindregið þeim a Blönduós: Öm ráðinn útibússtjórí Alþýöubankans Nýlega var gengið frá ráðningu útibústjóra fyrir nýtt útibú Alþýðubankans á Blönduósi sem opnað verður í nóvember. Útibússtjóri var ráðinn Örn Björnsson bóndi á Gauksmýri V estur-Húna vatnssýslu. Örn starfaði í 16 ár hjá Sam- vinnutryggingum/Andvöku, en hefur búið á Gauksmýri síðastlið- in 10 ár. -G.Kr. niðurskurði sem menntamála- ráðuneytið hefur beitt varðandi sérkennslu. Þeir telja að með þessu sé vegið að þeim einstakl- ingum sem erfiðast eiga með nám og þroska. Fyrir marga þessa nemendur getur sérkennsla og aukahjálp skipt sköpum um það gagn sem þeir yfirleitt hafa af skólagöngu sinni. Nærtækasta úrræðið fyrir þau börn sem hér eru borin út væri vafalaust að flytja með fjölskyldu sinni til höfuðborgarinnar, þar virðist niðurskurði síður beitt. Spyrja má hvort ráðamenn menntamála hafi þá lausn í huga. Ennfremur segir að möguleik- ar þeirra sveitarfélaga er standa að Stórutjarnaskóla, að bera aukinn kostnað við skólahald séu nánast engir og nú þegar fer fast að helmingur skatttekna þeirra til skólahaldsins. Þeir leyfa sér að fullyrða að ekki sé um bruðl að ræða, hvorki hvað varðar skóla- akstur né annað. Að sögn Sverris Thorstensen, skólastjóra á Stórutjörnum, eru þrír nemendur í skólanum sem þurfa á sérkennslu að halda. I Tveir af þessum þremur nemend- um hafa verið í skólanum í nokk- ur ár. Annar er kominn í 3. bekk og hinn í 5. bekk. Hafa þeir haft 5 kennslustundir á viku í 3 ár. „Það er mat okkar og sérfræð- inga á fræðsluskrifstofunni að þeim veiti ekkert af að fá þessa sérkennslu áfram. Síðan erum við að taka inn nemanda í 7. bekk sem er nokkuð mikið á eftir, bæði andlega og líkamlega. Hann átti rétt á 10 tímum. En öll þessi sérkennsla er skorin niður í 5 tíma samtals fyrir þessa 3 nemendur, úr 20 tímurn," sagði Sverrir. Sagði Sverrir að ekki væri leyfilegt að ráða sérstaka kennara til sérkennslu heldur væri reynt að skipta þessu niður á kennarana. I vor leit út fyrir að þeir fengju 20 sérkennslutíma og 10 stuðningskennslutíma og var gengið út frá því við manna- ráðningar. „Þessi niðurskurður gerir það að verkum að menn rétt fá stöðugildi sín. Það virðist líka vera einhver tregða eða niður- skurður á stuðningskennslu og þar töpum við líklega 7 tímum í viðbót,“ sagði Sverrir. -HJS IBM á islandi: Fyrirtæki stuðli að list- sköpun í febrúar á næsta ári hyggst IBM á íslandi standa fyrir sýn- ingu á verkum ungra myndlist- armanna, 35 ára og yngri. Tengist sýningin 20 ára starfs- afmæli IBM hérlendis á árinu 1987. í tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000 og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á listaverkum. í frétt frá IBM segir, að fyrir- tækið vilji með þessum hætti sýna í verki viljann til að styðja við bakið á ungum myndlistarmönn- um. Forsvarsmenn IBM á íslandi telja að stuðningur einstaklinga og fyrirtækja með þessum hætti sé til þess fallinn að efla listir og menningu, - auka sjálfstæði og sköpunargleði listamanna. Er það von fyrirtækisins að stuðn- ingur af þessu tagi fylgi í kjölfarið úr fleiri áttum. Akureyri: Rafveitan fær nýjan körfubíl „Þetta er geysilega góður bfll og er nauðsynlegur fyrir Raf- veituna, því mikið er að gera í Dalvík: Dröfn rifin - húsnæðið orðið heilsuspillandi Bæjarstarfsmenn á Dalvík vinna þessa vikuna við að rífa Dröfn, en það er hús sem bær- inn á og notað hefur verið und- ir leiguíbúðir á vegum bæjar- ins. „Við vonumst til að húsið verði horfið í lok vikunnar. Þetta hús- næði var orðið heilsuspillandi og lélegt. Við viljum fyrir alla muni losna við það,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dal- vík í samtali við Dag. Kristján sagði ekki tilfinnan- legan skort á húsnæði á Dalvík. „Okkur vantar fólk í vinnu, bæði vantar fólk í fiskvinnsluna og eins iðnaðarmenn. Ef fólk vill koma hingað, þá yrðum við ekki í vandræðum með að bjarga því um húsnæði,“ sagði Kristján og bætti því við að Dalvík væri besti bærinn á landinu. -mþþ viðgerðum á Ijósastaurum og öðru sem illvinnanlegt er ef ekki er til slíkur bíll,“ sagði Haukur Ingimarsson starfs- maður Rafveitu Akureyrar er hann sýndi okkur nýjan körfu- bíl sem Rafveitan var að fá í sína þjónustu. Þetta er glæsilegur bíil af Volvo gerð með Turbovél. „Þetta er 4. körfubíllinn sem Rafveitan eignast og hefur orðið mikil þróun síðan fyrsti bíllinn kom. Hann var með handsnún- um útbúnaði sem var smíðaður hér heima. Yfirbygging þessa bíls er smíðuð hjá Þórshamri og er karfan af eldri bílnum notuð á þennan. „Hún var það góð að óþarfi þótti að fá nýja körfu, auk þess sem það var mjög mikið dýr- ara,“ sagði Haukur. Köfunni á bílnum er hægt að lyfta í 13 metra hæð og getur hún borði 2 menn eða 200 kíló. gej- Firmakeppni í knattspyrnu Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku í firmakeppni utanhúss 1986. Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og í ná- grenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið í keppn- ina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki í lið. Með þátttökutil- kynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leikmenn er þátt taka og er óheimilt að breyta þeim lista eftir að keppnin er hafin. Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem eru á launaskrá 1. ágúst og skólafólk er starfað hefur hjá fyrirtækinu í tvo mán- uði, þó svo aðeins að það hafi ekki hafið 'iörf annars staðar. Hverju liði er heimilt að nota leikmenn úr 1. og 2. deild, þó ekki fleiri en tvo í leik. Með þátttökutilkynningum skal fylgja staðfesting yfirmanns á því að þátttakendur uppfylli ofangreind skilyrði til þátttöku. Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum, ásamt þátttöku- gjaldi kr. 5000 er til 16. sept. Skal því skilað til Sveins Björns- sonar, Plastiðjunni Bjargi, sími: 26888 eða til Davíðs Jóhannssonar, NT umboði, sími 21844 milli kl. 9.00 og 17.00. Ofangreindir veita allar nánari upplýsingar um keppnina. K.R.A. re- '■/*. ys'.vVf Gaddf reðið í Fngor Góðan mat þarf að geyma vel. Ef fjölskyldan á frystikistu getur hún gert hagkvæm matarinnkaup. En það er líka hagkvæmni að velja Frigor, ekki aðeins vegna hins lága verðs, heldur einnig þar sem Frigor hefur með áralangri reynslu hér á landi sýnt og sannað ágæti sitt. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR B 200 B 275 B 380 B 460 Hæö 89 cm 89 cm 89 cm 89 cm. Breidd 73cm 98 cm i28cm 150 cm Dýpt 65 cm 85 cm 65 cm 65’cm Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu Járn og glervörudeild SÍMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.