Dagur - 15.09.1986, Síða 5

Dagur - 15.09.1986, Síða 5
15. september 1986 - DAGUR - 5 Vélmenni í húsverkunum f>ær eru víst fáar húsmæðurnar sem hafa gaman af húsverkun- um. Elizabeth Holland er ein af þeim sem dreymir um að geta farið að heiman að morgni til og látið vélmenni gera öll húsverkin á meðan. Allt verði fágað og fínt þegar hún kemur heim seinni- partinn. Það er eiginmaður Elizabeth, Peter Holland, sem reynir að láta þennan draum konu sinnar ræt- ast. Hann hefur búið til um 50 vélmenni og u.þ.b. 10 þeirra eru að vinna á heimili þeirra hjóna. Vélmenni þessi hafa mismunandi verksvið. Eitt þeirra hefur það verkefni að strauja, annað greiðir dóttur þeirra hjóna og það þriðja er nokkurs konar þjónn. Húsmæður. Það eru bjartari tímar framundan. Við skulum bara vona að eitt stykki húsverka- vélmenni sé ekki mjög dýr fjár- festing. _Jokdreifac___________ Greiöslubyröi nýju húsnæðislánanna Fjölmargir húsbyggjendur og húskaupendur velta því nú fyr- ir sér hvaða byrðar það muni hafa í för með sér í framtíðinni ef þeir taka húsnæðisstjórnar- lán eftir hinu nýja kerfi, sem tók gildi í byrjun þessa mánað- ar. Um nákvæmlega þetta mál fjallar Björn Björnsson, hag- fræðingur ASÍ, í september- hefti Vinnunnar. Hann hefur veitt Degi góðfúslegt leyfi til þess að birta þessa grein, en þar er útskýrt með einföldum hætti hvernig greiðslubyrðin muni þróast. Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um greiðslubyrði húsbyggjenda, sem í ýmsum til- vikum hefur verið lítt eða ekki bærileg. Eitt meginmarkmið þeirra laga um Húsnæðisstofnun, sem tóku gildi um síðustu mán- aðamót er að fjármögnun hús- næðiskaupa verði með þeim hætti, að ekki séu miklar líkur á að húsnæðiskaupendur lendi í greiðsluþroti með afborganir, vexti og verðbætur vegna lántöku til íbúðarkaupa. í lögunum er sú skylda lögð á herðar Húsnæðis- stofnunar að meta í samráði við lántaka greiðslugetu viðkom- andi. Ljóst er að miklu skiptir að menn geri sér skýra grein fyrir því hver greiðslubyrði lána verður og þá um leið hversu mik- ið eigið fé er nauðsynlegur bak- hjarl húskaupanda. Hversu mikið þarf eigið fé að vera? Ekki er með neinum ótvíræðum • Lánin eru til 40 ára eða skemmri tíma að vali lántaka. • Fyrstu tvö árin greiðast aðeins vextir en síðan endurgreiðast lánin á næstu 3§ árum eða því sem eftir lifir lánstíma. • Lánin endurgreiðast með jöfn- um greiðslum (annuitet) fjór- um sinnum á ári. • Vextir eru breytilegir, nú 3,5% á ári. • Lán eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu. Fyrstu tvö árin eru afborgunar- laus. Pá reiknast hver greiðsla, sem er á þriggja mánaða fresti þannig: eftir Björn Björnsson Viðbótarlán Pær endurgreiðslur sem um ræðir vegna Húsnæðisstjórnarlána verða að teljast mjög hóflegar m.v. aðrar tegundir lána. Ef mið- að er við hámarkslán og lengsta lánstíma svarar endurgreiðslan til 8.345 kr. á mánuði, sem líklega teldist mjög lág húsaleiga á leigu- markaði. En hvað ef önnur lán koma inn í dæmið? Þá er útkom- an fljót að breytast. Tökum dæmi sem byggir á því að ráðist sé í kaup á 3ja millj. kr. eign, að eigið fé sé aðeins 10% eða 300.000 kr. og að samsvar- andi fjárhæð sé tekin að láni hjá lífeyrissjóði og enn 300.000 til viðbótar hjá þanka til skamms tíma. Þá gæti greiðslubyrðin, miðuð við fast verðlag, orðið sem hér segir, í þús. kr. Eigið fé Banki Lifsj. Húsn,- Greiöslu- stjórn byröi alls: Fjárm. þús kr. 300 300 300 2.100 Fjárm. kostn % 7% 5% 3.5% Endurgr. Meðalgr. á mán. 1. ár 6.750 2.500 6.125 15.375 2. ár 6.400 2.438 6.125 14.963 3. ár ,6.050 2.375 8.345 16.770 4. ár 5.700 2.313 8.345 16.358 5. ár 5.350 2.250 8.345 15.945 6. ár 2.188 8.345 10.533 20. ár 1.313 8.345 9.658 21. ár 8.345 8.345 40. ár 8.345 8.345 Þingmenn sitja fyrir svörum „Sú hugmynd kom upp, þar sem ég er staddur á Akureyri á annað borð, að ég fengi þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra í viðtal, einn í senn, þar sem ég legði fyrir þá nokkrar spurningar og Íeitaði eftir við- horfi þeirra til ýmissa mála,“ sagði Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður Ríkisútvarpsins í samtali við Dag. Atli Rúnar verður með viðtals- þætti með þingmönnunum í svæðisútvarpinu strax að loknum fréttum klukkan 18. Hann sagði að stefnan væri að kynna alla þingmenn kjördæmisins eftir því sem færi gæfist. ' Fyrsti þátturinn var á fimmtu- daginn og þá sat Björn Dag- bjartsson, Sjálfstæðisflokki, fyrir svörum. í kvöld verður Stefán Valgeirsson, Framsóknarflokki, gestur Atla Rúnars en óráðið er með framhaldið enn sem komið er. Ástæða er til að hvetja fólk til að hlusta á þessa þætti og kynnast þannig viðhorfum þingmanna Norðurlandskjördæmis eystra til þeirra mála sem efst eru á baugi. Atli Rúnar ætti ekki að vera í vandræðum með spurningarnar, því hann er stjórnmálunum vel kunnugur eftir að hafa séð um fréttaflutning Ríkisútvarpsins af Alþingi síðastliðinn vetur. BB. Mánaöarleg endurgreiðsla m.v. mismunandi lánstima og lánsfjárhæð. Láns- fjárhæð 20 ár 25 ár 30 ár 35 ár 40 ár 500 3.130 2.645 1000 6.260 5.290 1500 9.389 7.935 2000 12.519 10.580 2100 13.145 11.109 hætti unnt að slá því föstu hvert hlutfall eigin fjár er nauðsynlegt þegar ráðist er í húsnæðiskaup. Þetta veltur m.a. á tekjum, verð- mæti þeirrar eignar sem kaupa á o.fl. Hins vegar er ekki óskynsamlegt að reikna með því að eigið fé þurfi að vera um 30% af verðmæti eignarinnar. Þetta kemur líka heim og saman við hámarkslán Húsnæðisstjórnar. Ef um er að ræða kaup á nýju húsnæði og viðkomandi hefur ekki átt eign áður getur lánshlut- fallið orðið 70%. Eiginfjárstaðan getur líka markast af veðhæfi eignar, en lán Byggingarsjóðs ríkisins miðast við að þau fari ekki fram úr 70% af kaupverði eða verðmæti eignarinnar. Líf- eyrissjóðir miða yfirleitt við mun lægra hlutfall eða 50% af bruna- bótamati. Nauðsynlegt er að kaupendur fasteigna kynni sér rækilega reglur viðkomandi stofnana að þessu leyti öðru. Hver verður greiðslubyrði Húsnæðisstjórnarláns? En hverjar verða endurgreiðslur af nýju lánunum? Mjög einfaldar reglur gilda um endurgreiðslur af lánum til kaupa á nýbyggingum eða notuðum íbúðum. 2.341 2.134 1.987 4.681 4.268 3.974 7.022 6.402 5.961 9.362 8.536 7.947 9.830 8.963 8.345 Endurgreiðsla fyrstu tvö ár = Lánsfjárhæð x vaxta- prósenta/4. Ef lánið er 2.100.000 kr. og vextir 3,5% á ári reiknast endur- greiðslan: Endurgreiðsla = 2.100.000 x 0,035/4 eða kr. 18.375 á árs- fjórðungi. Eftir tvö ár bætast afborganir við greiðsluna. Hver greiðsla reiknast þá sem tiltekið hlutfall af upphaflegri lánsfjárhæð. Miðað við 3,5% vexti og að lánið sé tek- ið til 40 ára verður þetta hlutfall 0,01192117. Endurgreiðsla = Lánsfjár- hæð x hlutfall. Fyrrgreint hlutfall verður hærra eftir því sem lánið er tekið til skemmri tíma. Eftirfarandi tafla sýnir greiðslubyrði, þá fjár- hæð sem lántaki þarf að endur- greiða af láninu eftir að greiðsla afborgana byrjar. Til hægðar- auka er ársfjórðungsgreiðslum hér jafnað niður á mánuði. Á endurgreiðsluna eru reikn- aðar verðbætur m.v. lánskjara- vísitölu. Til einföldunar eru endurgreiðslurnar hér miðaðar við fast verðlag eða að kaupmátt- ur m.v. lánskjaravísitölu haldist óbreyttur. Hér er auðvitað um tilbúið dæmi að ræða, en engan veginn fjarstæðukennt. Af því er ljóst, að ef eigið fé er rýrt í upphafi get- ur greiðslubyrði hæglega orðið tvöfalt meiri en hún yrði ef ein- ungis væri um að ræða lántöku frá Húsnæðisstjórn. í þessu dæmi er greiðslubyrði á 3. ári 16.770 kr. á mánuði, þar af eru einungis 8.345 kr. vegna Húsnæðis- stjórnarláns. Með öðrum orðum: Greiðslubyrði vegna 300 þúsunda skammtíma bankaláns og 300 þúsunda láns í lífeyrissjóði til 20 ára er á tímabili jafnmikil og af Húsnæðisstjórnarláni að fjárhæð 2,1 milljón til 40 ára. Af framansögðu er ljóst að nauðsynlegt er að húsnæðiskaup- endur leggi málin vel niður fyrir sér og velti endurgreiðslubyrð- inni fyrir sér. • Hvað má árleg greiðslubyrði verða mikil? • Er eigið fé nægilega mikið, er eignin of dýr m.v. greiðslugetu eða er skynsamlegt að fresta kaupum um sinn? • Er nauðsynlegt að taka Hús- næðisstjórnarlán til 40 ára eða er hægt að komast af með skemmri lánstíma. • Nær endurgreiðslan fram á líf- eyrisaldur? Hverjar verða tekjurnar þá? Aldrei verður of mikil áhersla lögð á að húsnæðiskaupendur velti spurningum sem þessum rækilega fyrir sér áður en farið er af stað. Ekki skiptir síður máli að fólk kynni sér rækilega lánsrétt- indi í þeim stofnunum sem það hyggst leita til og þá jafnframt hvaða veð eru til staðar. Gerið dæmið upp fyrirfram og látið ekkert koma ykkur á óvart.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.