Dagur - 15.09.1986, Síða 8

Dagur - 15.09.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 15. september 1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Seljahlíð 7 b, Akureyri, þinglesinni eign Margrétar Völu Grétarsdóttur, fer fram eftir kröfu Trygginga- stofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 19. september 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skólastíg 5, Akureyri, þinglesinni eign Unnar Björnsdóttur o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 19. september 1986, kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Stórholti 9, neðri hæð, Akureyri, þingles- inni eign Birgis Antonssonar, fer fram eftir kröfu Tómasar Þor- valdssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 19. september 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Norðurgötu 57, Akureyri, þinglesinni eign Sana hf. fer fram eftir kröfu Byggðastofnunar á eigninni sjálfri föstu- daginn 19. september 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Holtagötu 9, Akureyri, talinni eign Sigurjóns Jónssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 19. september 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Helgamagrastræti 44 n.h., Akureyri, þinglesinni eign Margrétar Ketilsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sól- nes hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 19. september 1986, kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Hamragerði 6, Akureyri, þinglesinni eign Árna Jónssonar, fer fram eftir kröfu Verzlunarbanka Islands og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 19. sept- ember 1986, kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Furulundi 15 a, Akureyri, þinglesinni eign Hreins Hrafnssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Péturs Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 19. september 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Turnfálki við Kolbeinsey: Aldrei áður svo norðarlega A hverju ari gerist það að fuglar villast hingað norður til íslands frá heimkynnum sínum á meginlandi Evrópu. Þetta er sjaldgæfara með ránfugla en aðra fugla en þó eiga þeir það einnig til að leggjast í slík ferðalög. Fyrir tveimur árum fannst fjallvákur fyrir norðan land og einnig hefur Græn- landsfálki, sem er afbrigði af íslandsfálka, fundist hér á Norðurlandi. Sá ránfugl sem oftast villist hingað til lands er turnfálki en hann lifir annars aðallega í skóg- lendum Evrópu, Asíu og N.- Ameríku. Turnfálki er mun minni en íslenski fálkinn, heldur stærri en smyrillinn en ljósari að lit. Um daginn gerðist það að skip- verjar á Sæunni ÓF 7 frá Ólafs- firði, gómuðu turnfálka allt norð- ur við Kolbeinsey, um 60 sjómíl- um norðan við land og 30 sjómíl- um norðan Heimskautsbaugs. Axel Asgeirsson einn skipverja segir að fuglinn hafi sest á bátinn hjá þeim er þeir voru að veið- um. Atti hann mjög í vök að verjast fyrir ágangi múkka og skúms sem létu ófriðlega. Virtist hann því feginn að geta tyllt sér. Eftir nokkrar tilraunir tókst þeim að handsama fuglinn þar sem hann var að rífa í sig fiskflak sem að honum hafði verið rétt. Fuglinn, sem er kvenkyns, var hafður í kassa í fáeina daga en síðan var hann sendur til Nátt- úrufræðistofnunar. Á meðan á dvölinni í kassanum stóð nærðist hann m.a. á múkka og kom þannig fram nokkrum hefndum. Að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings er þetta fyrsti turn- fálkinn sem þeir frétta af á þessu ári og ekki er vitað til að þeir hafi áður fundist svo langt fyrir norð- an land. Fuglinn var við bestu heilsu og var honum sleppt að lokinni myndatöku og öðrum formsatriðum. ET r Hafspil: Islensk útfærsla Leikfélag Húsavíkur: Tvö leikrit sett upp í vetur „Hjá okkur verður allt í fullum gangi í vetur og við ættum að uppfylla allar þarfir fólks í sambandi við Ieikhús,“ sagði Anna Ragnarsdóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur, en leik- félagið hefur ákveðið að taka 2 ólík verk til sýningar í vetur. Haustverkefni leikfélagsins verður nýtt íslenskt leikrit, heilmikið síldarævintýri, sem heitir „Síldin kemur og síldin fer“. Er það eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er gleðileikur með söngvum. Þar er mikið hopp og hí og gaman á síldarplani. Það endurspeglar síldarárin. Stefnt er að því að hefja æfingar á verkinu um eða upp úr 20. september. Æfingar á „Ofureflið," sem þýtt er af Karli Ágúst Úlfssyni, munu hefjast í janúar. Þetta er hádramatískt verk sem gerist við dyr dauðans. Verkið fjallar um þankagang fólks sem bíður dauða síns. Mjög gott leikrit, að sögn Nönnu. Leikstjóri verður María Sigurðardóttir, sem m.a. lék í „Beiskum tárum Petru von Kant“. IM Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa fengið lán úr Fram- kvæmdasjóði er Hafspil, sem framleiðir spil í ýmsum útfærslum. Þar er um íslenska hönnun að ræða og er árangur- inn slíkur að menn geta verið vongóðir um framhaldið. Eftirspurn er mikil, en nokkuð árstíðabundin. Hjá fyrirtækinu vinna sex manns við framleiðslu á svo- nefndum dráttarköllum, vökva- drifnum borðstokksrúllum og netaköllum, svo dæmi séu tekin. Þessi tæki hjálpa sjómönnum mikið þegar línan eða netin eru dregin inn og koma að vissu leyti í stað manna sem áður þurftu að leggja á sig óþægileg störf. Þessi tæki eru útfærð af Hreini Elliða- syni og samstarfsmönnum hans og hafa reynst mun betur en innflutt, enda alger óþarfi að flytja svona lagað inn, að sögn Hreins, sem m.a. kynntist neta- köllum í Noregi með þeim afleiðingum að hann sá sig knú- inn til að bæta um betur. Hér er um að ræða spil með öllum fylgihlutum og stýribúnaði. Útfærslan tekur mið af öryggi sjómanna og eru tækin ryðfrí, þannig að endingin ætti að vera góð. Hreinn sagði horfurnar góðar í þessari atvinnugrein. Mikið að gera og margt óunnið. Þróunin væri ör og stæðu íslendingar þar mjög framarlega. SS Húsvíkingar - Þingeyingar 41585 er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur blaðamanns Dags. Skrifstofan er að Stóragarði 3. Opið frá kl. 9-11 f.h. Giftingarhríngur merktur E.D. fannst í kartöflugarði Ég var að taka upp úr kartöflu- garðinum mínum og fann þá giftingarhring í einu beðinu,“ sagði Gunnar Jóhannesson verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ. Gunnar og fjölskylda hans hafa garð við Blómsturvelli og hafa haft síðustu 3 ár. Giftingar- hringurinn sem Gunnar fann er ekki nýtískulegur að gerð og heldur Gunnar að hringurinn hafi Iegið nokkur ár í garðinum. í hringinn eru grafnir stafirnir E.D. Sá sem kannast við þessa skammstöfun og saknar hringsins hafi samband við Gunnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.