Dagur - 15.09.1986, Síða 9

Dagur - 15.09.1986, Síða 9
15. september 1986 - DAGUR - 9 Hrútatungurétt var helgina 6. og 7. september. Að það skyldi vera réttað er í sjálfu sér ekki fréttnæmt, nema fyrir þær sakir að þar var staddur Böðvar Daníelsson sem að þessu sinni var að koma úr göngum fimmtug- asta haustið í röð. „Ég fór fyrst 14 ára, haustið 1937. Þá átti ég heima í Fossseli, ég er fæddur þar og uppalinn og átti heima þar til ’79.“ - Þú tókst með þér húsið þeg- ar þú fluttir þaðan. „Já, éj> tók með mér húsið. Það þykir víst eitthvað merkilegt. Alla vega er ekki algengt að menn flytji húsin sín með sér.“ - Var þetta nýlegt hús? „Það var byggt 1966 og mér ofbauð að láta það grotna þarna niður, engum til gagns. Ég fékk ágætis menn til að annast flutn- inginn og þetta tókst alveg prýði- lega. Mér þótti gott að geta flutt húsið með mér, finnst ég alltaf vera kominn heim þegar ég kem inn í það.“ - Nú hefur þú farið í þessar göngur fimmtíu haust í röð, veistu til að einhver annar hafi gert þetta? „Fyrir nokkrum árum hélt Ein- ar Elíasson upp á fimmtíu ára gangnaafmælið sitt og þá hafði hann misst úr eitt haust.“ - Var ekki haldin veisla í gangnamannahúsinu í tilefni afmælisins? „Jú, hreppsnefndin sendi glaðning, vín fyrir þá sem vildu og eitthvað annað fyrir þá sem ekki vildu vín. Þarna var einn maður sem er búinn að fara í göngur einu sinni oftar en ég, Trausti Jónasson, en hann hefur misst úr nokkur haust.“ - Flefurðu verið fjallkóngur? „Já, í 16 ár.“ - Hvað eru þetta langar göngur? „Þetta eru ekki nema tveir dagar. Það er riðið fram eftir og leitað svolítið fyrri daginn og svo leitað ofan eftir daginn eftir.“ - Er alltaf farið ríðandi? „Já, nú orðið, en þegar ég fór fyrst í göngur, þá fóru allflestir labbandi ofan.“ - Hefur ekki fleira breyst í sambandi við göngurnar frá því þú fórst fyrst? „Jú, það hafa orðið alveg ofboðslega miklar breytingar. Mesti munurinn er sá hvað fólk er miklu betur búið núna. Hér áður þótti gott ef menn áttu hlífðarkápur og stígvél og svo voru allir klofvotir ef rigndi. Það voru ekki til nein betri hlífðarföt, til dæmis var þetta minn útbún- aður í mörg ár. Svo var það nátt- úrlega aðbúnaðurinn, bæði fyrir menn og hesta. Áður þurfti að liggja í tjöldum, hvernig sem viðraði og hestarnir voru látnir standa í þröngri girðingu. Nú gista allir í húsi. Það var byggt yfir bæði menn og hesta árið 1955.“ - Er mikið um að fólk komi til ,að fá að fara með ykkur í göng- urnar eða er þetta yfirleitt sama fólkið sem fer? „Það er mikið til sama fólkið, „Ég tók með mér húsið þegar ég flutti!“ en ég man varla eftir því eins og núna. Það voru aðeins tveir sem ekki höfðu farið í göngur áður, annar unglingur, en hinn fullorð- inn maður.“ - Ég heyrði því fleygt að oddviti hefði aldrei farið með ykkur í göngur fyrr en í haust, er þetta rétt? „Já, það hefur aldrei gerst fyrr þessi fimmtíu ár, sem ég er búinn að fara, að oddviti hafi farið með okkur í göngur. Hann er nú reyndar bæði oddviti og hrepp- stjóri, við höfum haft með okkur hreppstjóra áður, en aldrei oddvita." - Þú hlýtur að hafa lent í ein- hverju frásagnarverðu í göngun- um eitthvert haustið? „Veðrið getur náttúríega alltaf breyst, en það hafa aldrei verið nein sérstök vandræði síðan ég fór að fara. Enda er þetta svo stutt. Þó man ég eftir einu atviki síðan ég var leitarstjóri. Þegar við komum í skálann, vantaði einn strák. Það var farið að leita að honum og hann fannst strax. Hann ætlaði bara að labba til klukkan átta, sagði hann.“ - Urðu menn ekkert veikir af vosbúðinni hérna áður fyrr, þeg- ar þið láguð í tjöldum hvernig sem viðraði? „Nei, nei. Ég held að menn „Manni veitir ekki af smá hress' ingu.“ hættu að koma hingað í réttir." - Er ekkert um að kvenfólk fari með ykkur í göngur? „Jú, oft hin seinni ár, en það fór engin núna. Ætli það hafi ekki verið 1962 sem kvenmaður fór fyrst með okkur. Þá var ég leitarstjóri og það þótti ósiður af mér að vera að taka kvenfólk í göngur. En þetta er mesta vit- leysa, þær geta smalað alveg eins og karlmennirnir. Eins er með unglinga. Eitt haustið vantaði einn manninn. Hjá mér í sveit var strákur, alvanur hestum og leitarstjórinn fékk hann til að fara í staðinn. Það var litið hálf- gerðu hornauga af því hann var ekki orðinn fjórtán ára.“ - Var ekki maður með ykkur á mótorhjóli í göngunum? „Jú, en mér líst ekkert á smala- mennsku á svoleiðis, ég held nú samt að hann hafi ekki fest það nema tvisvar sinnum. Það var Eyjólfur bóndi á Bálkastöðum sem var á hjólinu. Mér líst mikið betur á að leita að kindum á þess- um fjórhjólum, þau geta farið hægt. Ég hitti bónda um daginn sem á svona hjól og hann sagði að það væri hægt að smala á þvf, en það væri bara ofboðslega þreytandi. Mér alveg ofbauð í gær þegar ég sá hann vera að hossast á þessu helvíti. Ég held það væri mikið betra að vera á rammhrekkjóttri bikkju heldur en þessu.“ - Áttu ekki eftir að fara oft í göngur enn? „Nei, þetta er í síðasta sinn, það held ég hljóti að standast.“ - Settirðu markið á fimmtug- asta skiptið? „Nei, ég man eftir því, að haustið sem ég flutti, þá fór ég í göngurnar, var helv . . . ræfils- legur, nýbúinn að flytja húsið, þreyttur og lasinn. Þá bjóst ég ekki við því að fara aftur. Ég man að ég tók upp koníaksflösku og gaf þeim út í kaffið, hún er nú í skálaglugganum enn. En svo fannst mér ómögulegt að hætta, var það brattur árið eftir, og hef farið síðan.“ - Áttu hross ennþá? „Já, ég gat ekki hugsað mér að eyðileggja hrossin, þegar ég hætti að búa. Það var allt í lagi að eyði- leggja kindurnar, ég var búinn að eiga kindur í meira en fimmtíu ár, en ég gat ekki hugsað mér að eyðileggja hrossin. Og ég fer vestur eftir á réttardaginn á með- an ég er nokkurn veginn hestfær. Ég setti mér það mark að ef ég færi í göngur í þetta fimmtugasta skipti, þá færi ég ríðandi heiman og heim.“ G.Kr. hafi þolað kuldann mikið betur heldur en núna. Þeir ólust upp við það að vera blautir öðru hverju. Ég man sérstaklega eftir haustinu 1940, þ.e. þriðja haustið sem ég fór í göngur. Þá var snjór þegar við komum fra'm, það var tjaldað ofan í snjóinn og um morguninn þegar við fórum voru pollar í tjöldunum. Maður var að reyna að breiða þessar hlífðarkáp- ur undir sig og liggja á þeim. Það var náttúrlega ekkert sofið, held- ur flogist á og svoleiðis til að hafa eitthvað að gera og halda á mönnum hita.“ - Er ekki minna líf í kringum réttirnar nú til dags en á árum áður? „Það er mikið minna um að vera við réttina núna en þá. Þá voru allir á hestum og svo var alltaf haldið réttarball kvöldið eftir réttina. Það var oft andskoti fjörugt hérna. Mér fannst verða blæminna yfir réttunum, þegar Sunnlendingar og Miðfirðingar Fjallalömb og fjallarollur koninar til byggða.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.