Dagur - 15.09.1986, Page 11

Dagur - 15.09.1986, Page 11
tMinningarorð: Sigurlaug Pétursdóttir Sunnudaginn 7. september sl. andaðist að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri Sigurlaug Pét- ursdóttir 93ja ára að aldri. Hún hafði stóran hluta sinnar löngu ævi verið búsett á Akureyri. Hún var Húnvetningur, en átti ættir að rekja til Eyjafjarðar. Hún fæddist að Ósi í Vindhæl- ishreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 10. janúar 1893. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmunds- dóttir, sem misst hafði föður sinn er hún var í móðurkviði en ólst upp hjá móður sinni að Hara- stöðum, og Pétur Björnsson, Hörgdælingur, sem ungur fluttist til elsta bróður síns, vinnumanns á Keldulandi í Húnavatnssýslu. Húsmóðirin á þeim bæ, Álfheið- ur að nafni, tók Pétur undir sinn verndarvæng og þar óx hann úr grasi. Pétur og Guðrún voru dugnað- arforkar. Ungur að árum fór Pét- ur til sjóróðra suður á land og fljótlega eftir að þau giftust tóku þau að stunda sjálfstæðan bú- skap, fyrst að Ósi og síðan að Tjörn á Skaga. Til marks um vinnusemi Péturs sagði Lauga mér (en svo var Sigurlaug kölluð) að er fólkið á Tjörn fór á fætur var Pétur oft að koma í land úr sjóróðri og gekk hann þá til dag- legra starfa með fólkinu við bú- skapinn, en Pétur var útvegs- bóndi. Mannmargt var í heimili og á 22 árum eignuðust hjónin 13 börn, þar af komust 12 til fullorð- insára og eru afkomendurnir orðnir fjölmargir og víða dreifðir um landið. Fljótt eftir að Lauga fermdist fór hún að vinna fyrir sér. Var hún vinnukona í sveitum Húna- vatnssýslu, m.a. var hún nokkur ár vinnukona að Árbakka við Skagaströnd. Árið 1921 var hún ráðin vetrarstúlka hjá séra Gunn- ari Benediktssyni í Saurbæ í Eyjafirði. Á sama tíma var vinnumaður að Gnúpufelli Stefán Hólm Krist- jánsson frá Kerhóli í Sölvadal (nú í eyði). Pann vetur kynntust þau og bundust tryggðaböndum. Um vorið flutti Lauga til Akur- eyrar og réðst sem aðstoðar- stúlka hjá Jónínu og Karli Schiöth í Lækjargötu 2. Fyrsta vetrardag árið 1926 var haldin brúðkaupsveisla í Lækjargötunni í tilefni af giftingu Laugu og Holla, en svo kallaðist Stefán meðal ættingja og vina. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau hjónin í leiguhúsnæði, m.a. á Eyrar- landsvegi 29 í sambýli við Júníus Björgvinsson bæjarverkstjóra og konu hans Soffíu og var þar stofnað til ævilangrar vináttu allra fjögurra. Síðar fengu þau íbúð leigða að Aðalstræti 16, sem þau seinna keyptu og þar bjuggu þau til þess tíma er þau brugðu búi vegna aldurs. Frá 1975 hafa þau dvalist að Dvalarheimilinu Hlíð. Stefán vann ýmis verkamanna- störf og Lauga vann úti fram á efri ár, lengst af hjá KEA, í Mjólkursamlaginu og líklega lengst í Smjörlíkisgerðinni. Hún vann einnig sem ráðskona við barnaheimilið Pálmholt í nokkur ár og tel ég að þar hafi Lauga unað sér best, innan um allan barnahópinn. Síðustu árin vann hún við ræstingar á Hótel KEA. Laugu og Holla auðnaðist ekki að eignast börn í þeirri orðsins merkingu, að afkvæmi áttu þau engin, en systurdóttur Laugu, nöfnu hennar, Sigurlaugu Helga- dóttur tóku þau í fóstur 5 ára að aldri og ólu upp til unglingsára. Og mörg voru þau börnin sem til þeirra sóttu, því barngóð voru þau með afbrigðum. Lauga var fríð kona og ákaf- lega vinnusöm. Ég kynntist henni þegar hún var um sextugt og vakti það strax athygli mína að hún hljóp við vinnu, ef hún gat því við komið. Hún var glaðvær og blíð og vildi öllum gott gjöra. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni, en hvöss gat hún verið við þá sem henni mis- líkaði við. Gekk hún þá jafnan hreint til verks og kom framan að viðkomandi. Hún var lítið gefin fyrir víl og tók erfiðleikum með jafnaðargeði. Á síðustu árum hrjáði hana sjóndepra, sem margir gerðu sér ekki grein fyrir, því að í fyrstu lét hún hana ekki aftra sér að fara allra sinna ferða. Er sjóndepran ágerðist varð eig- inmaðurinn hennar stoð og stytta. Þriðjudaginn 2. september átti lítil frænka hennar afmæli. Til- hlökkunin var mikil og hóf hún daginn á heimsókn til Laugu og Holla til að bjóða þeim í afmæl- ið. Lauga var ákveðin í að heim- sækja hana síðdegis. Eftir að frænkan litla fór, lögðu gömlu hjónin sig og Lauga sofnaði vært. Erfitt er að átta sig á því hvort hún komst til meðvitundar eftir það. Hún andaðist rúmum fimm sólarhringum síðar. Gengin er einhver sú besta kona sem ég hefi kynnst um ævina. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég minnast hennar með þökk og virðingu. Ragnar Ásgeir Ragnarsson. Vetrarstarf Hjálpræðis- hersins hafið Um þessar mundir er vetrarstarf Hjálpræðishersins að hefjast. Viljum við vekja sérstaka athygli á barna- og unglingastarfinu sem undanfarin ár hefur verið mjög blómlegt. Eins og áður fyrr hefst barnastarf vetrarins með Barna- viku og verða samkomur á hverj- um degi kl. 18.00 frá mánudegi 15. sept. til laugardagsins 20. sept. Sunnudagaskólinn er hvern sunnudag kl. 13.30. Á þriðjudögum kl. 17.00 eru yngriliðsmannafundir fyrir krakka á aldrinum 7-13 ára. í kvöld hefjast æskulýðsfundirnir og verða þeir á hverju föstudags- kvöldi kl. 20.00. Þangað er allt ungt fólk velkomið. Þá eru almennar samkomur á hverjum sunnudegi kl. 20.00. Einnigýmsir aðrir fundir fyrir fullorðna. Allt samkomu- og fundahald er auglýst í Degi. o Reykingar auka hættuna á <y\ £ |SD æðakölkun og kransæða- stiflu. LANDLÆKNIR Á AKUREYRI INNTÖKUPRÓF Inntökupróf í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skólaáriö 1986-1987 verður haldið dagana 17.-19. september. Umsækjendur láti skrá sig í skrifstofu skólans fyrir 15. september. Allar nánari upplýsingar í síma 96-24958. Almennu námskeiðin auglýst síðar. Skólastjóri. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. sept. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Framboðsmál. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga Framsóknarfélag Húsavíkur. 15. september 1986 - DAGUR -11 Allir í sólina í vetur Kanarí- og Madeirabæklingarnir komnir. Bókanir í fullum gangi - Frábært verð. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RAÐHUST0RGI 3 • SÍMI 25000. Harmonikuunnendur! Aðalfundur félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð verður haldinn sunnudaginn 21. september kl. 20.30 í Lundarskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Húsavíkurkaupstaður Útboð Tilboð óskast í að byggja hliðarfærslu við drátt- arbrautina á Húsavík. Útboðsgögn eru til afhendingar á bæjarskrifstofu Húsavíkur, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð sem berast, verða opnuð föstudaginn 26. sept. kl. 11 f.h. að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjartæknifræðingur. DALVÍK I m Sjúkraliða vantar að Dalbæ, heimili aldraðra Dalvík Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður eða hjúkrunarforstjóri í síma 61379 eða 61378. Viljum ráða smiði eða laghenta menn strax Húsnæði á staðnum. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, sími 97-1700. Verkamenn óskast til starfa hjá Pósti og síma, Akureyri. Hafið samband við Jón Snorrason eða Hrein Sverrisson í síma 26000. Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar © (96) 24222^^

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.