Dagur


Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 1

Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 1
★ Úrval skrifistofutækja: Ljósritunarvélar, ritvélar, reiknivélar, Facit prentarar og IBM tölvubúnaður GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004 Á skinnanppboði í London í síðustu viku urðu verulegar hækkanir á verði refa- og minkaskinna frá því á uppboð- inu í maí. Að sögn Skúla Skúlasonar umboðsmanns fyr- ir skinnauppboðin í London hækkuðu svartminkaskinn um 10-15% en svartmink kvað Skúli vera um 70% dýra á búum hérléndis. Skinn af brúnmink hækkuðu enn meira eða um 15-25%. Verð á skinnum biárefa sem er algeng- asta refategund á búum hér á landi hækkaði um 10% en verð á silfurrefaskinnum hækkaði um 15-25%. Á uppboðinu voru til sölu 900 refaskinn, eftirstöðvar frá uppboðinu í maí. Engin minkaskinn voru héðan á upp- boðinu þar sem þau seldust upp í vor. Þess má geta að verð á minkaskinnum var heldur betra á uppboðinu í maí heldur en í febrúar í vetur en þá var verð bæði á refa- og minkaskinnum í lágmarki. Skúli Skúlason kvað öruggt að verðið væri á uppleið þar sem Karakoulambskinn hefðu einnig verið seld á uppboðinu og orðið 15-25% hækkun á þeim sem væri mjög gott en erfiðlega hefði gengið að selja þessi skinn. Taldi Skúli að einhver skinnaskortur væri að skapast á markaðinum núna. -þá Leikið að formum. (Oddeyri í baksýn) hlutafjáraukning stríði gegn hagsmunum sínum þar sem þeir hafi verið komnir með bindandi kaupsamning. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, fulltrúa bæjarfógeta á Akureyri, hefur ekki verið ákveðið endan- lega hvenær málið verður tekið fyrir, þar sem ekki hafði unnist tími til að tala við lögmenn aðila um það mál. Sigurður sagði þó að það yrði mjög fljótlega, því eðli máls samkvæmt væri reynt að hraða þessum málum sem kostur Mynd: RÞB Á mánudag lögðu eigendur Kórónakjúklinga á Akureyri fram beiðni um lögbann við hlutafjáraukningu í Akri hf, sem rekur Sjallann eins og kunnugt er. Telja þeir að þessi Loðdýra- skinn hækka Lögfræðingar í sviðsljósinu: Þurfa eigendur H-100 að tvígreiða skaðabætur? - vegna slyss sem varð á skemmtistaðnum fyrir 6 árum Margt bendir til þess að eig- endur skemmtistaðarins H-100 á Akureyri verði að tvígreiða skaðabætur vegna slyss sem varð í H-100 þann 8. febrúar 1980. Þann dag slasaðist ungur maður, Rúnar Þór Bjömsson, illa, er hann féll niður um óvarin lyftugöng í húsinu. Hann höfðaði skaðabótamál á hendur eigendum skemmti- staðarins og eftir nokkurn málarekstur féllust þeir á að greiða rúmlega eina milljón króna í bætur. Það var árið 1984. Samkomulag náðist um það milli lögfræðings H-100, Gunnars Sólness og lögfræðings Rúnars, Magnúsar Þórðarsonar, að skaðabæturnar yrðu greiddar á 5 ára tímabili. Til tryggingar greiðslunum voru gefin út skuldabréf. Hins vegar voru skuldabréfin gefin út á nafn Magnúsar Þórðarsonar lögfræð- ings, án þess hann hefði nokkurt umboð frá Rúnari til að taka á móti greiðslunum. Lögfræðingur- inn seldi síðan bréfin og stakk söluverðinu í eigin vasa. Bréfin eru þannig komin í eigu þriðja aðila og eigendur H-100 verða að halda áfram að borga af þeim næstu þrjú árin. Rúnar leitaði til Lögmanna- félags íslands, en það félag er með sérstakan sjóð á sínum snærum sem greitt er úr til þeirra sem hlunnfarnir hafa verið af lögfræðingum. Lögmannafélagið mun hins vegar ekki greiða Rún- ari úr sjóðnum, ef það sannast að uppgjör það, sem Gunnar Sólnes gerði við Magnús Þórðarson stenst ekki. Ef sú verður raunin verða eigendur H-100 að greiða skaðabætur öðru sinni, nú til Rúnars, en eiga svo eflaust endurkröfu á Gunnar Sólnes, vegna hans þáttar í málinu. Lögfræðingur Lögmannafé- lagsins hefur lagt fram fjárnáms- beiðni í H-100 og þar með er málið að hefja ferð sína í gegn um dómskerfið öðru sinni og lík- ur benda til að enn verði eigend- ur H-100 að blæða. „Ég kem alveg af fjöllum, ég vissi ekki betur en að þetta mál væri algerlega út úr heiminum hvað okkur varðar,“ sagði Rúnar Gunnarsson, annar eigandi skemmtistaðarins H-100 á Akur- eyri er Dagur hafði samband við hann til þess að heyra álit hans á máli þessu. „Við féllumst á að greiða Rún- ari Þór Björnssyni skaðabætur og við greiðum miklar upphæðir tvisvar á ári af skuldabréfunum sem við samþykktum til trygging- ar greiðslunum. Ég hélt því að málinu væri lokið af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Gunnarsson. Hann sagðist ætla að tala við meðeiganda sinn svo og lögfræð- ing áður en hann léti eitthvað frá sér fara um mál þetta. BB. Sjá opnu. Sjallamálið: Lögbannsbeiðni var lögð fram á mánudag Frjálsa loðnuverðið: „Mikið atriðj að vel takist til“ segir Sverrir Leósson „Ég tel þetta merkilegt skref og er því mjög mikið atriði að vel takist til í upphafi, því ef þetta mislukkast á einhvern hátt verður væntanlega ekki talað um frjálsa verðmyndun á loðnu á næstu árum,“ sagði Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norður- lands er hann var spurður um frjálsa loðnuverðið sem nú er búið að ákveða að verði. Fyrirkomulagið á verðlagning- unni er á þann hátt að síldarverk- smiðjurnar gefa út ákveðið verð sem gildir í viku í einu. Eftir það er gefið út nýtt verð, eða hið sama, allt eftir því hver ákvörðun þeirra verður eftir vikuna. Þetta á að gilda til reynslu í einn mán- uð og síðan endurskoðast. Margar verksmiðjur eru búnar að gefa út loðnuverð fyrir fyrstu vikuna og er það í flestum tilfell- um 1750 krónur fyrir tonnið, nema á Reyðarfirði, en þar er það 1850 krónur. Loðnuverð sem ákveðið var í júlí og gilt hefur fram að þessu var 1900 krónur á tonnið. Þegar Sverrir var spurður um það verð sem ákveðið hefur verið næstu vikuna sagði hann: „Það er ljóst að seljendur eru ekki ánægðir með það að verðið hafi lækkað. Þó má ekki æðrast og er best að sjá hvað gerist eftir fyrstu vikuna. Það má ekki gleyma því að þetta er tilraun í þá átt að gefa verðið frjálst og mikilvægt að vel takist til. Það er því mikil ábyrgð á herðum bæði seljenda og kaupenda og þarf að vera gott traust milli þessara aðila.“ gej-. Hugsanlegt framlag Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar til hlutafjáraukningar í Akri hf, eins og félagið hafði farið fram á, var tekið til umræðu á fundi Atvinnu- málanefndar Akureyrar á mánu- dag, en ekki afgreitt. Er reiknað með að málið verði aftur tekið fyrir hjá nefndinni á fimmtudag. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildurh hefur verið farið fram á það við Flugleiðir að félagið ger- ist hluthafi í Sjallanum, ásamt einhverjum fleiri aðilum sem tengjast ferðamannaþjónustu. Kann það að fara eftir því hvort bærinn gerist hluthafi, hvort Flugleiðir og aðrir treysta sér til að kaupa hlut í Sjallanum. HS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.