Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. september 1986 ,-á Ijósvakanum isiónvartM MIÐVIKUDAGUR 17. september 19.00 Úr myndabókinni - 20. þáttur. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Ofurbangsi, nýr teikni- myndaflokkur, Snúlli snig- ill og Alli álfur, Ali Bongo, Villi bra bra, Alfa og Beta, Hænan Pippa, Við Klara systir, Sögur prófessorsins og Bleiki pardusinn. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á tákn- mali. 20.00 Fróttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Nýjasta tækni og vís- indi. Umsjón: Sigurður H. Richter. 21.05 Heilsað upp á fólk. Emil Magnússon, kaup- maður í Grundarfirði. Sjónvarpsmenn heim- sækja Emil á fögrum haustdegi og rabba við hann. Myndataka: Örn Sveins- son. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón og stjórn: Ingvi Hrafn Jónsson. 21.40 Sjúkrahúsið í Svarta- skógi. (Die Schwarzwaldklinik). 2. - Morðingja líknað. Þýskur myndaflokkur í tólf þáttum sem gerast meðal lækna og sjúklinga í sjúkrahúsi í fögru fjalla- héraði. Aðalhlutverk: Klausjurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, Karin Hardt og Heidelinde Weis. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 22.25 Leikur að eldi. (Close-up: That Fire Un- leashed ni) Þriðji hluti. Bandarísk heimildamynd í þremur hlutum um kjarn- orkuvopn og kjarnorkuver. í síðasta hluta er meðal annars fjallað um hættuna af geislavirkum úrgangs- efnum og geimvarnaáætl- anir Bandaríkjamanna. Umsjónarmaður: Peter Jennings. Þýðandi og þulur: Bogi Arnar Finnbogason. 23.15 Fróttir í dagskrárlck. frás 1á MIÐVIKUDAGUR 17. september 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðrau eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýð- ingu sína (15). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdótt- ir. 12.00 Dagskrá ■ Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Berglind Gunn- arsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og lærisveinar hans“ eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (15). 14.30 Norðurlandanótur. Noregur. 15.00 Fróttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Á Vestfjarðahringnum. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helga- dóttir og Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 17.45 Torgið. Þáttur um samfélags- breytingar,, atvinnu- umhverfis og neytenda- mál. Umsjón: Bjarni Sigtryggs- son og Adolf H.E. Peter- sen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sonur elds og ísa" eftir Jóhannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson les (10), 20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur í umsjá Bemharðs Guðmundssonar. 21.00 íslenskir einsöngvar- ar og kórar syngja. 21.30 Fjögur rússnesk ljóðskáld. Annar þáttur: Anna Akhmatova. Umsjón: Áslaug Agnars- dóttir. Lesari með henni: Berg- lind Gunnarsdóttir. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóð-varp. Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlust- endur. 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. frás 21 MIÐVIKUDAGUR 17. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, Kristjáns Sig- urjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Elísa- bet Brekkan sér um barna- efni kl. 10.05 12.00 Hlé. 14.00 Kliður. Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar. (Frá Akureyri). 15.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Umsjón: Gunnar Salvars- son. 16.00 Taktar. Stjómandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnardóttir sér um tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlust- endur. 18.00 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik íþróttabandalags Akraness og Sporting Lis- boa í Evrópukeppni félags- liða. 20.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Hvert þó í logandi! Þegar eldur er laus getum við þakkað guði fyrir þennan einstaka hóp af nunnum. Þær eru sérþjálfaðar í brunavörnum og víla ekki fyrir sér að ráða niður- lögum elds af öllu tagi. Þessar 32 nunnur, best þekktar undir nafninu „Hin heilaga stormsveit“, standa stöðuga brunavakt í klaustrinu að Schonbrunn í V.-Þýskalandi. Klaustur þetta er heimili um eitt þúsund fatlaðra barna og fullorð- inna sem þarna er hjúkrað og hlúð að. Þau leggja allt sitt traust á þetta himneska slökkvilið enda eru þær fyllilega traustsins verðar. Nunnurn- ar eru þjálfaðar af atvinnu-slökkvi- liðsmönnum í hinum ýmsu þáttum almenns slökkvistarfs svo sem með- ferð slangna og dælna, stigaklifri og björgun fólks úr brennandi húsi. Æfingar eru haldnar reglulega þannig að þær séu alltaf í sem bestri þjálfun. Stolt abbadísin segir: „Ef þú þarft að berjast við eld er þá til nokkur betri leið en að gera það með heilögu vatni?“ ______hér og þar. Eldhressar nunnur • Olvun við akstur Það er oft enginn leikur að gegna embætti löggæslu- manns þó ekki sé alltaf haft hátt um þau ævintýri sem þeir lenda f við vinnu sína. í sumar hefur lög- reglan vfða um land lagt mikið kapp á að hafa hendur f hári manna sem grunaðir eru um ölvun við akstur og orðið vel ágengt þó alltaf sleppi einhverjir. Fyrir nokkrum árum slapp maður nokkur sem ók bifreið sinni ölvaður úr kióm lögreglunnar á all- sérstæðan hátt. Ungur, lítt reyndur og saklaus vörður laganna var á vakt, staðráðinn í að gegna skyldu sinni fram í rauðan dauðann. Sá hann þá að bifreið var ekið fram úr lögreglubifreiðinni og var aksturslag ökumanns- ins allgrunsamlegt því bifreiðin sveigði stöðugt mllli vegkantanna. Lögreglumaðurinn ungi var ekki f nokkrum vafa um að þarna væri Bakkus við stýri, setti bæði blikk- Ijós og sírenur f gang og tókst að stöðva hinn grunaða ökumann vand- ræðalaust. Þarna var á ferðinni góðgiaður góð- borgari á heimleið úr mikl- um fagnaði og að sjálf- sögðu f banastuði. • Blíðuhót Hinn ungi lögreglumaður gekk nú að bifreið manns- ins og rak höfuðið inn um opinn hliðargluggann f þeim tilgangi að kanna hvort hann yrði var við áfengislykt af hínum grunaða. Góðborgarlnn góðglaði var hinn vin- gjarnlegasti og þegar höf- uð unga lögreglumanns- ins var komið í heimsókn í bifreið hans heilsaði hann gestinum með rembingskossi beint á munninn. Lögreglumað- urinn brást þannig við þessum vinaiátum að hann fjarlægði höfuð sitt snarlega úr bifreiðfnni og gekk allmörg skref aftur á bak. Góðborgarinn skildi þessa hegðan svo að þeir ættu ekkert vantaiað og ók umsvifalaust á braut og komst heim til sín án þess að fleira bæri til tíð- inda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.