Dagur


Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 5

Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 5
17. september 1986 - DAGUR - 5 Ófremdarástand á ábyrgð stjórnvalda - segir í fréttatilkynningu frá BK í nýlegrí fréttatilkynningu frá stjórn Bandalags kennarafé- laga er fullri ábyrgð lýst á hendur stjórnvöldum vegna þess ófremdarástands sem ríkir í skólum landsins nú við upp- haf skólaárs. Athygli er vakin á því að víða um land sé fólk ráðið til kennslu sem á engan hátt fullnægi þeim kröfum sem samkvæmt lögum skuli gera til kennara. í tilkynn- ingunni segir m.a: „Svo langt gengur þetta að þess eru dæmi að nemendur sem eru við nám í framhaldsskóla séu ráðnir til að annast kennslu skólasystkina sinna!“ Bent er á að um næstu áramót taki gildi ný lög sem verndi starfs- heitin grunnskólakennari og framhaldsskólakennari en frá því þessi lög hafi verið samþykkt hafi verulega sigið á ógæfuhlið þrátt fyrir aðvaranir kennara. ET Námskeið í vefnaði NI5SAN Sunny árg. ’87 verður til sýnis á Bifreiðaverkstæði Sigurð- ar Valdimarssonar miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 8.00-18.00. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Félag um nytjalist á Akureyri verður með námskeið í vefnaði nú í haust. Hefst námskeið næstkomandi þriðjudag, þann 23. september. Hægt er að skrá sig hjá Þóreyju Eyþórs- dóttur, í síma 25774. Hvert námskeið er 8 skipti og er það 3x/i tíma í hvert skipti. Fyrirhugað er að það fari fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um og á laugardögum eftir sam- komulagi. Námskeiðin kosta 3500 kr. fyrir félagsmenn en 3900 kr. fyrir þá sem ekki eru í félag- inu. Það þarf enga kunnáttu til að koma á þessi námskeið og þau eru opin öllum niður í 14 ára aldur. Innifalið í námskeiðsgjald- inu er efni í uppistöður en fólk verður að sjá um ívaf sjálft. Að sögn Þóreyjar er vefnaður elsta útflutningsgrein íslendinga og í gamla daga sáu karlmenn aðallega um að vefa. Nú orðið eru það aðallega kvenmenn sem vefa. Félag um nytjalist hefur fengið aðstöðu í gamla útvarps- húsinu við Norðurgötu og þar verða námskeiðin haldin. í vor og haust hefur félagið leigt vef- Vefstólarnir í „gamla reykhúsinu.“ Mynd: HJS „Heimskringla“ eitt hundrað ára 9. september 1986, varð Heimskringla, elsta vikublað sem gefið er út á íslensku, eitt hundrað ára. Það hóf göngu sína í Winnipeg í Canada 9. september 1886, og þar kemur það ennþá út. Heimskringla hefir því í heila öld verið far- sæll tengiliður á milli íslenskra manna báðum megin hafsins og stuðlað að margvíslegri samvinnu og samstarfi. Það hefir flutt fréttir héðan af landi í hverju blaði og stutt af mikl- um áhuga og skilningi sjálf- stæðisbaráttu okkar og fram- faramál. í tilefni þessara merku tíma- móta í sögu elsta íslenska viku- blaðsins kemur nú út á vegum Þjóðræknisfélagsins á Akureyri ljósprentun af fyrsta tölublaði Heimskringlu, og er því dreift bæði hér heima og vestan hafs. Eru 200 eintök prentuð á mynda- pappír, tölusett og árituð. Með því fylgir „Heimskringla hundrað ára“, þar sem rakin er nokkuð saga upphafsáranna. Annað efni eru kveðjur og heillaóskir til blaðsins á aldarafmælinu frá vel- unnurum og vinum þess á ís- landi. Eins og að framan segir, hóf Heimskringla göngu sína 9. sept- ember 1886. Stofnendur blaðsins voru Frímann B. Arngrímsson (Anderson), af eyfirskum ættum, sem lagði til mestan hluta stofn- fjár og er talinn eigandi blaðsins. Aðrir ritstjórar voru þeir Einar Hjörleifsson (Kvaran) og Eggert Jóhannsson frá Steinsstöðum í Skagafirði, er hafði áður unnið við blaðið Leif, sem kom út í 3 ár í Winnipeg. Þessir þrír menn voru hinir eiginlegu stofnendur blaðsins, en Jón Vigfússon Dal- mann var fyrsti prentarinn, ásamt Þorsteini Péturssyni og Eyjólfi Eyjólfssyni, sem styrktu fyrirtæk- ið fjárhagslega. Þetta fyrsta blað var 4 blaðsíð- ur í stóru broti. Efnið var að miklu leyti erlendar fréttir víða að, en fyrst og fremst frá Bret- landi, Canada, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Þá var þar bókaþáttur, upphaf á skáldsögu Einars Hjörleifssonar „Félags- skapurinn í Þorbrandsstaða- hreppi“, tvö kvæði eftir ritstjór- ana Frímann og Einar, auk nokk- urra smágreina. Engin mynd prýddi blaðið, en tvær litlar aug- lýsingar. Önnur frá Commercial Bank of Manitoba, sem segist lána peninga með góðum kjörum og bankinn láti sér einkanlega annt um að ná viðskiptum íslend- inga. Hin frá J.G. Mills, sem býður ágætt kaffi, grænt, við aðdáanlega lágu verði, eða 9 pund fyrir dollar. stóla og veitt leiðsögn og hefur áhuginn verið mikill. Stólarnir eru fengnir að láni úr Húsmæðra- skólanum á Laugalandi og hefur það gert félaginu kleift að halda þessi námskeið. í vor hélt félagið sölusýningu í Dynheimum og var hún mjög vel sótt. í bígerð er að halda aðra slíka sýningu í nóvember. Vona félagsmenn að hægt verði að halda námskeið í fleiri greinum nytjalistar og er þegar búið að ákveða að halda námskeið í tuskubrúðugerð. Félagið hefur húsnæðið aðeins til bráðabirgða, en húsið er í eigu ríkisins. Á efri hæðinni er aðstaða fyrir félags- menn sem eru að vinna að sér- stökum verkefnum. -HJS Tilkynning til sauðfjáreigenda Athygli sauðfjáreigenda skal hér með vakin á breyttum matsreglum fyrir hrútakjöt: Samkvæmt 1. gr. 2. tl. e-lið reglugerðar nr. 342/ 1986 skal meta kjöt af fullorðnum hrútum í tvo gæðaflokka, H I og H II. í H I skal meta vöðva- fyllta og vel útlítandi skrokka, hafi hrútarnir verið geltir að vori eða slátrað ekki síðar en 10. októ- ber. í H II skal meta rýra og/eða útlitsljóta skrokka af hrútum sem slátrað er ekki síðar en 10. október og allt kjöt af hrútum sem slátrað er eftir þann tíma. Enn fremur skal meta í þennan flokk skrokka af lambhrútum sem slátrað er 1. nóvember eða síðar. Landbúnaðarráðuneytið, 15. september 1986. Frá Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Sparíð í innkaupumim Opið tílkl.7 e.h. á föstudösum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.