Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 17.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 17. september 1986 / dagsljósinu Fyrir 6 árum varð slys í veitingahúsinu H-100 á Akureyri. Þann 8. febrúar árið 1980 féll ungur maður, Rúnar Þór Bjömsson, niður um lyftugöngin í húsinu, féll niður um tvær hæðir og hafnaði á lyftubotninum. Hann slasaðist mjög mikið og reyndar þótti mesta mildi að hann skyldi lifa fallið af. Vængjahurð var rúmum metra framan við lyftuopið en að öðru leyti voru lyftugöngin algerlega opin og óvarin og engin lyfta var í göngunum. Á þeim rúmlega 6 árum sem liðin eru frá slysinu hefur Rúnar braggast mikið, mest vegna þrotlausra æfínga og endurhæfíngar. í dag er hann þó rnetinn 75% öryrki, sem er það mesta sem gerist. Dómsmál sem upp kom vegna þessa slyss er hins vegar enn óútkljáð og Rúnar hefur nær eng- ar skaðabætur hlotið. Eigendur H-100 hafa þó greitt skaðabætur skilvíslega í tvö ár. Hvernig má slíkt vera? Hér á eftir verður mál Rúnars Þórs Björnssonar gegn eigendum H-100, rakið í stuttu máli. Dómur í Bæjarþingi Akureyrar Sumarið eftir slysið (1980), fékk Rúnar sér lögfræðing úr Reykja- vík, Magnús Þórðarson að nafni, og lagði hann fram skaðabóta- kröfur á hendur eigendum veit- ingahússins H-100. Svo leið og beið enda hefur engum ennþá lánast að hitta á hraðbraut í gegn um dómskerfið. í ársbyrjun 1983 var kveðinn upp dómur í málinu í bæjarþingi Akureyrar. Dómsorð voru þau að stefndu, Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellertsson, persónu- lega og fyrir H-100 s.f. greiði stefnanda Rúnari Þór Björnssyni krónur 380 þúsund ásamt með vöxtum frá 8. febrúar og til þess dags þegar greiðslan yrði að fullu af hendi reidd. Eigendur H-100 ákváðu að áfrýja þessum dómi til Hæstarétt- ar og lögfræðingur Rúnars tjáði Rúnari að hann hygðist gera slíkt hið sama. (Síðar kom reyndar í ljós að það voru orðin tóm). Rúnar hélt til náms í lýðhá- skóla í Noregi um tveggja ára skeið; veturinn 1982-’83 og 1983- ’84. Fyrri hluta árs 1984 hafði lögfræðingur Runars samband við hann og sagði honum að eig- endur H-100 vildu semja um skaðabótagreiðslurnar. Lög- fræðingurinn sagði að Rúnar fengi rúmlega eina nilljón króna, sem væri sama upphæð og til- greind var í dómi Bæjarþings Akureyrar, framreiknuð að frá- dregnum lögfræðikostnaði og öðrum kostnaði. Jafnframt til- kynnti lögfræðingurinn Rúnari að skaðabæturnar yrðu greiddar með jöfnum afborgunuin á skuldabréíum til 5 ára. Rúnar hafði ekkert við þetta að athuga og samþykkti þennan framgangs- máta svo og upphæð skaðabóta- greiðslnanna. Samþykki hans byggðist þó eingöngu á þeim upplýsingum sem lögfræðingur- inn, Magnús Þórðarson, gaf honum. Uppgjörið Þar sem málsaðilar höfðu náð samkomulagi um upphæð skaða- bótagreiðslnanna var gengið til uppgjörs. Lögfræðingurinn Gunnar Sólnes annaðist uppgjör- ið fyrir hönd eigenda H-100 en Magnús Þórðarson fyrir hönd Rúnars Þórs. Fram til þessa hafði allt gengið eðlilega fyrir sig en nú fór ýmis- legt undarlegt að gerast. Magnús Þórðarson, lögfræðingur Rúnars, fékk öll skuldabréfin útgefin á sitt nafn en nafn Rúnars kom hvergi fram í uppgjörinu. Magn- ús hafði þó ekkert umboð frá Rúnari til að taka við peningum eða ígildi þeirra. Viðkomandi lögfræðingur fór síðan með bréf- in beina leið til Reykjavíkur og seldi þau - með talsverðum af- föllum eins og gerist og gengur - og enn þann dag í dag hefur Rún- ar Þór Björnsson ekki fengið eina krónu af skaðabótagreiðslunum - að undanskildum 45 þúsund króna eftirstöðvum af uppgjör- inu. Það tók Rúnar heilt ár að ná þeim peningum. Hins vegar var lögfræðingurinn alltaf að reyna að telja Rúnar á að selja skuldabréfin þótt afföllin væru mikil - en lögfræðingurinn hafði þá þegar komið bréfunum í verð án vitundar Rúnars! Til þess hjólastólarallí ’84. að þrýsta á um söluna lagði lög- fræðingurinn fram reikning fyrir veitta þjónustu. Reikningurinn hljóðaði upp á fjögur hundruð og áttatíu þúsund krónur, (480.000) - aðeins. Og þar ofan í kaupið átti sá reikningur að dragast frá sviptur lögmannsréttindum. Á þessu stigi málsins tók nýr lögfræðingur, Gísli Baldur Garð- arsson, við málinu fyrir Rúnar. Gísli Baldur fékk Magnús til að samþykkja víxil fyrir framreikn- aðri upphæðinni en sá víxill reyndist vera falsaður og ekkert stóðst af því sem Magnús sagði. Þá var þrautalendingin sú að leita til Lögmannafélagsins. Rúnar vildi fá að vita hvers vegna upp- gjörið hefði farið fram með þess- um hætti; þ.e. að skuldabréfin Úrklippa úr Akureyrarblaði DV 9. ma greiðslunni sem Rúnar Þór fékk frá eigendum H-100!! Nýr Iögfræðingur í málið Þegar hér var komið sögu (haust- ið 1984) hafði Rúnar samband við Lögmannafélag íslands og krafðist þess að málið yrði kannað. Við þá rannsókn kom sannleikurinn í ljós: Lögfræð- ingurinn hafði selt skuldabréfin og komið öllum fjármununum í lóg og var ekki borgunarmaður fyrir upphæðinni. Síðan þetta gerðist hefur Magnús Þórðarson tengst nokkr- um fjárdráttar- og fjársvikamálum og m.a. „setið inni“ fyrir þær sakir. Fyrir skömmu var hann svo Örtröð við H-100. Eigendunum veitir ekki af mörgum krónum í kassann ef þeir „Lyfluslysiðf Sá sem slasaðisl hlotið - lögfræð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.