Dagur


Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 8

Dagur - 17.09.1986, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 17. september 1986 ______________________________________________________________erlendur vettvangur— Hræódýr kókaíntegund, „crack“, er byrjuð að breiðast út í Evrópu.í Bandaríkjunum hefur efnið á örskömmum tíma drepið eða eyðilagt fjölda ungs fólks. Þetta byrjaði í fátækrahverfum New Orleans. Næst lagði það undir sig atvinnuleysingjahverfi Detroit og Chicago, síðan auð- kýfingahallirnar í Beverly Hills. Nú er þetta nýja efni komið um öll Bandaríkin. Tólf ára börn í Harlem fá sér reyk í frímínútun- um, listamenn taka það með sér í villtar veislur, verðbréfasalar í Wall Street flýta sér á næsta götu- horn til að ná sér í efnið. „Crack“ (eiginlega ,,þrumuslag“) er þetta djöfullega efni kallað, sem breið- ist út eins og skógareldur án þess að gera nokkurn mun á aldri eða þjóðfélagsstöðu. Nú er efnið farið að herja á Evrópu. í Amsterdam er það komið í framleiðslu, það hefur verið gert upptækt meðal banda- rískra hermanna í Heidelberg. Eiturlyfjafræðingur rannsóknar- lögreglunnar í Baden-Wurttem- berg kveður crack vera „einna fljótvirkustu aðferðina til að gjöreyðileggja sig, sem nokkurn tíma hefur verið fundin upp. Ný holskefla eiturlyfja er að skella yfir okkur.“ Crack er með ódýr- ustu fíkniefnum á markaðinum, langtum ódýrara en kókaín, en margfalt meira vanabindandi. Bandaríska vikublaðið „News- week“ varaði við því í forustu- grein, að þetta gæti orðið „alvar- legasta drepsótt sem nokkurn tíma hefur herjað á þetta land.“ | Fíkniefnafræðingurinn Joel Gillian telur faraldurinn þegar hafa náð heimssögulegri út- breiðslu: „Árið 1941 stráðu Jap- anir sprengjum yfir Pearl Har- bour og við lýstum yfir stríði á hendur þeim. Nú er stráð yfir allt okkar eigið land litlum, hvítum pökkum, sem ekki hafa minni skaða í för með sér - en í þetta skipti kærir þjóðin sig kollótta." Pakkarnir, sem Gillian talar um, innihalda fíknihráefnið kókaín. Því er smyglað inn í Bandaríkin einkum frá Kólumb- íu og Mexíkó - með skipum, flugvélum og yfir landamæri á landi. Árið 1980 áætlaði þingið að 25 tonnum hefði verið smygl- að inn í landið, á síðasta ári var magnið fimmfalt meira. Til skamms tíma var kókaín reyndar talið mikið, en þó við- ráðanlegt vandamál. Það var rándýrt yfirstéttarfíknilyf í kampavínsveislum. Crack-farald- urinn hefur gjörbreytt þessari afstöðu. Crack er kókaín í algjör- lega nýju, eimuðu formi, blandað natríum-bíkarbonati og vatni, til- tölulega auðvelt og ódýrt í fram- leiðslu. Það er líka hreinasti barnaleikur að neyta þess; hvorki þarf að sprauta því í sig né „sniffa“ það, heldur ósköp ein- faldlega reykja það. Það virkar á augabragði og gerir neytandann að ósjálfbjarga þræli sínum á örskömmum tíma - sem sagt hreinasti draumur fyrir seljend- ur, en martröð fyrir kaupendur. Tom, 21 árs stúdent í New York, er einn af þeim örfáu sem hafa rifið sig úr djöflaklóm efnis- ins „á síðustu stundu áður en það varð endanlega of seint", segir hann. Eins og margir ungir Bandaríkjamenn reykti hann maríhúana og prófaði fleiri fíkni- efni. Og eins og sjötti hver jafn- aldra hans tók hann einstöku sinnum kókaín í gleðskap með vinum sínum. En honum hefði aldrei dottið í hug að sprauta í sig heróíni, sagði hann, fyrst og fremst vegna þess að hann vissi að heróínneysla leiðir nær alltaf til dauða og einnig vegna hættu á eyðnismiti. Tom notaði ekki fíkniefni að staðaldri og taldi sig geta haldið neyslunni þannig. Þegar hann heyrði um nýja reyk-kókaínið fyrir nokkrum mánuðum, langaði hann að prófa. Á næsta götu- horni keypti hann sér tvær örlitl- ar kúlur fyrir 10 dollara. Seljand- inn gaf honum glerpípu til að reykja í. „Nægir þetta í rús?“ spurði Tom vantrúaður, því þetta virtist svo ótrúlega hagstætt. Hvort það nægði. Eftir örfá sog var Tom „altekinn tilfinningu eins og höfuðskelin væri skyndi- lega horfin,“ rifjar hann upp. Af því að eitrið er svo hreint í crack hefur það svona skyndileg og yfirþyrmandi áhrif - það fer bein- ustu leið gegnum lungun og í heilataugarnar. Við það herpast æðarnar saman og hjartslátturinn eykst upp úr öllu valdi - fyrir kemur að crack veldur hjartaslagi strax við fyrstu neyslu. Tom slapp við það. En eftir fáeinar mínútur í þessu algleymi fékk hann ofsafengið bakfall, ólíkt því sem hann þekkti af nokkru öðru fíkniefni. Þegar mestu kvölunum linnti kom tómatilfinning, svo botnlaus að hún neyddi hann að lokum til að fá sér annan skammt. í næsta þunglyndiskasti fékk hann sér þann þriðja. Fíkniefnafræðingar telja að útilokað sé að snúa til baka eftir sex skammta. Tom hætti eftir fjóra. Þá hafði hann hitt nokkra vini sína sem höfðu byrjað neysl- una aðeins á undan honum. Þeir voru þá þegar orðnir að mannleg- um reköldum á aðeins 2-3 vikum, átakanlegir ásjónar. Þeir þurftu 20-30 skammta á dag, gátu ekki neytt matar og þjáðust af ofskynjunum. Þeir voru ofsóttir af ógeðslegri tilfinningu um að alls kyns forljót kvikindi væru sískríðandi um sig. Á þessu stigi er sjúklingurinn hættur, að geta sinnt nokkurri vinnu, ekkert kemst að nema að ná í næsta skammt. Næsta stig er að heilinn þornar smátt og smátt upp, og hjarta og lungu verða svo undirlögð að algjört hrun taugakerfisins vofir yfir. Ofan á allt annað leggst fjár- mögnunarvandinn. Crack virðist ódýrt í byrjun, en sá mikli fjöldi skammta sem sjúklingurinn þarf að fá til að þola við veldur honum oftast fjárhagslegri neyð en færir seljandanum gull. Ungar telpur selja sig, karlmenn verða í örvæntingu sinni reiðubúnir til hvaða örþrifaráða sem er til að seðja fíkn sína, rána jafnt sem morða. Árum saman hafði glæp- um í New York heldur fækkað. Á síðustu 6 mánuðum hefur þeim skyndilega fjölgað óhugnanlega- ránsárásum um 18% frá árinu á undan. Það virðist ekki nokkur vafi að crack er sökudólgurinn. Það eru einmitt um 6 mánuðir síðan efnið varð skyndilega fáan- legt um alla borgina. Nú eru crack sölustaðir sums staðar þéttari en biðstöðvar strætisvagna. Blökkumanna- hverfi bandarískra stórborga gætu orðið að eins onar innlendu Víetnam eins og Newsweek orðar það: „Vegna hinnar þaul- skipulögðu neðanjarðarstarfsemi fíkniefnasalanna, stöðugra aðset- ursskipta og þrauthugsaðs upp- lýsingakerfis er álíka erfitt fyrir bandarísku lögregluna að hafa hendur í hári þeirra eins og það var fyrir herinn í að ná tökum á Víetkong." Er einhver möguleiki að vinna stríðið gegn crack fremur en Víetkong? Kannski með því að taka upp dauðarefsingu, eins og borgarstjóri New York borgar krefst nú fyrir alla fíkniefnasölu? Raunar eru allir fíkniefna- fræðingar sammála um að banda- rískir dómstólar séu allt of mildir gagnvart eiturlyfjasölum. Mörg- um er sleppt aftur gegn nægilega hárri tryggingu sem þeir eiga yfir- leitt auðvelt með að setja. Hins vegar eru sérfræðingar jafn sam- mála um, að aðalþungi fíkniefna- baráttunnar þurfi að vera á landamærunum, og raunar verði þá að kosta til feikna tækjabún- aði og mannafla. Svo lengi sem kókaín streymir í svo miklu magni inn í landið sem nú er, þá verði það líka selt og notað. Þangað til tekist hefur að koma í veg fyrir innflutning er ekki margt að gera nema reyna að höfða til skynsemi hugsanlegra neytenda. Flestar stærri borgir hafa nú þegar komið á „kókaín- síma“, þ.e. ráðleggingarþjón- ustu, þar sem svarað er 24 tíma á sólarhring. Það sé hins vegar enn langt í land, telur Dr. Jeffrey Rosecan læknir, að tekist hafi að svipta ljómanum af fíkniefna- neyslu, því meðal fjölmargra hópa í Bandaríkjunum sé ennþá talið „fínt“ að gera tilraunir með þau. Dr. Rosecan hefur sýnt fram á með tilraunum að rottur falla algerlega viljalausar fyrir crack. „Rotturnar kjósa heldur kókaínið en lífið,“ segir hann. „Þá er bara eftir að vita hvort mennirnir velji eins.“ Erich Follath í STERN 26/1986, þýð. Magnús Krístinsson. Víman kemur eins og þrumuslag Það þarf ekki nema örlítið magn af „nýja kókaíninu" til að verða algjörlega háður því. Neytendur þurfa 20-30 skammta á dag. Á myndinni sjást handteknir seljendur í Miami, en nú krefjast stjórnmála- menn dauðarefsingar fyrir dreifingu og sölu á crack, vegna þess hve margfalt hættulegra það er en nokkur önnur fíkniefni. Óttinn við pláguna miklu Árið 1985 var smyglað inn í Bandaríkin 125 tonnum af kókaíni. Á þessu ári er mikill hluti af kókaíninu „hrcinsað" og breytt í „crack“. Á myndinni sést lögreglumaður með dauðavaldinn, en aðeins í undantekn- ingatilvikum tekst að hafa upp á seljendum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.