Dagur - 17.09.1986, Page 11

Dagur - 17.09.1986, Page 11
17. september 1986 - DAGUR - 11 Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis: 605 messur sungnar á árinu 1985 - Aðalmál fundarins „vígð og óvígð sambúð“ Héraðsfundur Eyjafjarðarpróf- astsdæmis 1986 var haldinn í Akureyrarkirkju 7. september og hófst með guðsþjónustu. Séra Vigfús Þór Arnason préd- ikaði, en fyrir altari þjónuðu séra Hannes Örn Blandon og séra Þórhallur Höskuldsson. Kirkjukór Akureyrarkirkju söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. I messulok setti prófasturinn séra Birgir Snæbjörnsson fundinn með ávarpi. Þar rakti hann m.a. helstu breytingar sem orðið hafa á þjónustu presta sl. héraðsfund- arár. Séra Bjartmar Kristjánsson lét af starfi prófasts 15. júní og prestsþjónustu 31. ágúst. Séra Helgi Hróbjartsson sagði lausu starfi sínu í Hríseyjarprestakalli í ágústlok og hvarf til starfa í Afr- íku. Þakkaði prófastur störf þeirra í héraðinu og bað þeim blessunar. Séra Hannes Örn Blandon, sem þjónað hefur Ólafsfjarðar- prestakalli tók 1. september við Laugalandsprestakalli að afstað- inni lögmætri kosningu. Umsækj- andi um Ólafsfjarðarprestakall er einn, Svavar Alfreð Jónsson frá Akureyri. Enginn sótti um Hrís- eyjarprestakall. Miklar breytingar hafa orðið meðal annarra starfsmanna kirkj- unnar. Þakkaði prófastur ágæt störf á liðnu héraðsfundarári og bauð nýja liðsmenn velkomna til starfa. í prófastsdæminu voru sungnar 605 messur á árinu 1985, skírð voru 348 börn, fermd 375 og 2861 tekinn til altaris. Hjónavígslur voru 110 og greftranir 161. Nýráðinn æskulýðsfulltrúi í Hólastifti Pétur Björgvin Þor- steinsson ávarpaði fundinn. Var hann boðinn velkominn til starfa. Aðalmál fundarins var „Vígð og óvígð sambúð". Fyrri frum- mælandi séra Jón Helgi Þórarins- son fjallaði í fyrstu um hjóna- bandið frá trúarlegu og siðferði- legu sjónarmiði, en vék síðan að þróun þessara mála hér á landi og lýsti áhyggjum sínum af því hve hjónavígslum fækkaði. Hann ræddi um breytta þjóðlífshætti og leitaði skýringa á því hvers vegna hjónabandið er nú ofið úr mun færri þáttum en áður var, svo að segja má að það hvíli nú nær ein- göngu á tilfinningaþættinum og varanleiki þess undir því kominn hvort tilfinningaböndin héldu. Séra Jón Helgi ræddi um fjöl- skylduvernd og nauðsyn þess að hlúa að heimilum og styrkja þannig hjónabandið. Einstaklingshyggjuna taldi séra Jón mikinn meinvald, sem bitnaði á nútíma hjónaböndum ásamt þeirri frjálsræðishugsjón sem ylli því að menn firrtu sig félagslegri ábyrgð. Þá nefndi séra Jón Helgi ýmsar félagslegar skýringar á því að æ fleiri kysu nú óvígða sambúð. Varpaði hann fram til umhugsun- ar, hvort kirkjan og kirkjunnar menn þyrftu ekki að fræða meira en gert er um skyldur og ábyrgð í hjónabandi. Síðari frummælandinn Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari fjallaði um hjónabandið frá hlið löggjafans, en fyrst og fremst um réttaráhrif óvígðrar sambúðar, er hann skilgreindi sem varanlegt samlíf karls og konu án þess að formleg hjónavígsla hefði farið fram. Ásgeir kynnti lögin um réttindi og skyldur hjóna nr. 20 frá 1923 og ákvæði almannatryggingalaga og barnaverndarlaganna frá 1981, og önnur ákvæði laga sem varpa ljósi á viðfangsefnið. Þá dró ræðumaður fram þau atriði í lögum sem settu óvígða sambúð jafnfætis hjónabandi, en sýndi einnig fram á hvar skildi á milli, svo sem varðandi framfærslu- skyldu, lífeyrisréttindi, erfðamál og fjárskipti við sambúðarslit. í því sambandi gat hann um nýmæli í lögum, sem taka eiga gildi um næstu áramót þess eðlis að ágreining um eignaskipti skuli eftirleiðis reka fyrir skiptarétti. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um það hve erfið og við- kvæm mál sambúðarfólks gætu orðið. Hann lýsti áhyggjum sín- um af því hve slitum á óvígðri sambúð fjölgaði mikið. Það væri áberandi á sama tíma sem sér virtist draga úr hjónaskilnuðum. Ásgeir lagði áherslu á að sam- búðarfólk gætti þess vel að hafa allt sitt á hreinu. Að lokum lýsti Ásgeir þeirri skoðun sinni að þau sem lifðu eins og hjón ættu skil- yrðislaust að taka vígslu í hjóná- band. Að loknu máli framsögumanna las Júlíus Júlíusson safnaðarfull- trúi Siglufirði ljóð eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur á áhrifamik- inn hátt. Ljóðaflokkurinn heitir: „Þegar þú ert ekki“. Þar lýsir skáldkonan hjónabandi sínu og skilnaði eftir 16 ára hjónaband. Að lokum svöruðu framsögu- menn fyrirspurnum og spunnust af líflegar og fróðlegar umræður. Þá fluttu safnaðarfulltrúar fréttir úr sóknum sínum. Kom þar greinilega í ljós að mikið er að gerast í málum kirkjunnar í byggðum Eyjafjarðar og margir kirkjuvinir inna af höndum fórn- fúst starf. Séra Þórhallur Höskuldsson skýrði frá héraðssjóði og héraðs- nefnd. Ákveðið var að tekjur héraðssjóðs af sóknargjöldum þessa árs skuli vera 1%. Undir liðnum önnur mál bar margt á góma. Nokkrar tillögur komu fram m.a. eftirfarandi, sem samþykkt var samhljóða: Hér- aðsfundur Eyjafjarðarprófasts- dæmis haldinn á Akureyri 7. september 1986 samþykkir eftir- farandi: Með hliðsjón af synjun ráðherra um að hækka álagning- arprósentu sóknargjalds og í fyrsta sinn reyndi á fyrr á þessu ári (sbr. 3. gr. laga nr. 80/1985) beinir fundurinn því til kirkju- þings að þegar verði hafin endur- skoðun á fjármálatengslum ríkis og kirkju með þá stefnumörkun að leiðarljósi að efla fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkinu. Fundi lauk með ritningarlestri og bæn. 24 fulltrúar sátu fundinn og 11 gestir. Fundarmenn þágu ágætar veitingar í boði sóknar- nefndar Akureyrarkirkju. Um kvöldið áttu fundarmenn ánægju- legar samverustundir á heimili prófastshj ónanna. Birgir Snæbjörnsson. A söluskrá Fjólugata: Tilboð óskast í einbýlishús, til endurbyggingar vegna bruna. Háhlíð: Endaíbúð í raðhúsi, með bílskúr. Þórunnarstræti: 6 herb. sérhæð 149 fm ásamt bílskúr, herb. og sameign á neðri hæð. Hafnarstræti: 2ja herb. íbúð, laus strax. Hafnarstræti: íbúðarhús 3 hæðir og rishæð, grunnflötur ca. 70 fm. Mögulegt sem einbýlis- eða tvíbýlishús, með plássi fyrir verslun eða léttan iðnað á jarðhæð. Gránufélagsgata: 2ja herb. íbúð. Hjalteyrargata: 3ja herb. íbúð ásamt 90 fm verkstæðis- húsnæði. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 4. hæð. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Snyrtileg íbúð. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúðir, afh. 1. okt. og 1. nóv. Reykjasíða: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Langahlíð: Eldra einbýlishús, hæð og kjallari, eign á góð- um stað. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á 3. hæð, hugsanleg skipti á stærri íbúð. Mánahlíð: íbúðarhús á tveimur hæðum, 146 fm x 2. Á efri hæð er 6 herb. íbúð en á neðri hæð er 2ja herb. íbúð, bílskúr og geymslur. Ástand húss mjög gott. Geislagata 12: Tveggja hæða hús, ásamt verkstæðis- húsnæði (bakhúsi). Húseignin er seld sem ein heild, eða í þrennu lagi. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, . . _ _ . efri hæð, sími 21878 0-7 e.h. Hreinn Páisson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jonsson, sölumaður Offsetfjölritari til sölu Lítið notuð Roto 625 ofsetfjölritunarvél til söiu. Hentug fyrir skóla, stofnanir og félagasamtök. Uppl. í símum 96-26511 og 26987. Alþýðuflokksfélag Akureyrar heldur fund í Strandgötu 9 annað kvöld fimmtudag 18. september kl. 20.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Kosning fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokksins. Önnur mál. Stjórnin. Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldið að Stórutjarnaskóla, dagana 20. og 21. september. Þingið hefst á laugardag kl. 13.00. Gestir verða Árni Gunnarsson og Jón Baldvin. Stjórn kjördæmisráðs. Barnaskóla Akureyrar vantar starfsmann til að annast vistun 6-8 ára barna. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 24449 og yfirkennari í síma 24172. Skólastjóri. Starfsfólk Viljum ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa sem fyrst. Hafið samband við eiganda, ekki í síma. Verslunin Garðshorn, Byggðavegi 114, Akureyri. Heildverslun óskar að ráða röskan og ábyggileg- an mann til lagerstarfa sem fyrst. Umsóknir sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir 27. sept. merktar: „Lager“. Útibússtjóri á Hauganesi Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða útibús- stjóra að verslun félagsins á Hauganesi. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra og í afgreiðslu fjármáladeildar KEA Hafnarstræti 91, Akureyri. Skriflegum umsóknum ber að skila til Áskels Þór- issonar, starfsmannastjóra KEA, Hafnarstræti 91, 602 Akureyri eigí síðar en 23. september. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.