Dagur - 17.09.1986, Síða 12

Dagur - 17.09.1986, Síða 12
Akureyri, miðvikudagur 17. september 1986 * Diskettur + Skjásíur + Ýmsar rekstrarvörur Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 „Fólk ætlar ekki að ana út í neitt“ - segir Katrín Atladóttir, forstöðumaður Byggingarsjóðs ríkisins, sem veitir fólki á Akureyri ráðgjöf „Það er búinn að vera stans- íaus straumur í allan dag,“ sagði Katrín Atladóttir for- stöðumaður Byggingarsjóðs ríkisins, en hún var stödd á Akureyri fyrir helgina og var fólki til ráðgjafar varðandi húsnæðiskaup og nýjar reglur um húsnæðislán. Katrín sagði það nýjung hjá Húsnæðis- stofnun að senda starfsmann út um landsbyggðina til að sitja fyrir svörum. Katrín sagði að til stæði að kynna nýja löggjöf sem tók gildi þann 1. september síðastliðinn. Breytingar á löggjöfinni eru mjög veigamiklar og sagði Katrín að lítið stæði eftir af gömlu löggjöf- inni. Aðalerindi Katrínar til Akureyrar var að kynna nýju lög- in og svara spurningum út í þau. Einnig var hún með umsóknar- eyðublöð um lán frá Húsnæðis- stofnun og sagði að svo til hver einasti aðili er við sig hefði talað hefði tekið með sér eyðublað. En eftir ætti að koma í ljós hversu mörg skiluðu sér í formi lánsum- sóknar. I kjölfar nýju löggjafarinnar þarf fólk að vera búið að greiða í lífeyrissjóð í 24 mánuði samfleytt og einnig þarf lífeyrissjóður við- komandi að skuldbinda sig til kaupa á skuldabréfum Húsnæðis- stofnunar fyrir 55% af ráðstöfun- arfé sínu. Katrín sagðist hafa fengið skrifleg svör frá 12 lífeyris- sjóðum af tæplega 100 í landinu og þeir lífeyrissjóðir ætluðu að kaupa skuldabréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé til að tryggja fullan lánsrétt. Katrín sagði að 840 umsóknir um lán hefðu borist síðan nýju lögin tóku gildi. „Jú, það er rétt obbinn af þessum umsóknum er af Stór-Reykjavíkursvæðinu. En hvað landsbyggðina varðar þá er það póststimpillinn sem gildir en ekki hvenær umsóknin berst okkur. Þannig að landsbyggðar- fólk á að fá sömu afgreiðslu og þeir sem búa á Reykjavíkursvæð- inu.“ Katrín sagði að það fólk sem leitað hefði til sín hefði aðallega verið að spyrjast fyrir um rétt sinn og sýndist henni að flestir hefðu hámarkslánsrétt. „Það kom mér á óvart hversu mikilla upplýsinga fólk hafði leitað sér hjá Iífeyrissjóðunum um rétt sinn. Það er greinilegt að fólk ætlar ekki að ana út í neitt,“ sagði Katrín Atiadóttir. -mþþ ísbergi Hafnar eru á Siglufirði tölu- verðar endurbætur á flutninga- skipinu ísbergi, sem skipafé- lagið OK hf. í Kópavogi hefur nýlega fest kaup á. Verið er að breyta skipinu, sem er 2000 lestir að stærð, í frystiflutn- ingaskip og er Isbergið stærsta skipið sem komið hefur til Siglufjarðar í svo gagngerar breytingar. Það eru þrjú fyrirtæki á Siglu- firði sem standa að þessu verki ásamt einu úr Reykjavík. Jón Dýrfjörð hjá Vélaverkstæði Jóns og Erlings, sem er eitt af fyrir- tækjunum þrem á Siglufirði er standa að verkinu, sagði þetta fyrirtæki ásamt byggingafélag- inu Bergi, sem er með dráttar- braut og tréiðnað, og Rafbæ, raf- verktökum, hafa sérhæft sig í þjónustu við skipin og oft tekið Fyrsta loðnan til Ólafsfjarðar Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Ólafsfjarðar á mánu- dag. Var það heimabáturinn Guðmundur Ólafur sem kom með 600 tonn sem unnin verða í Fiskimjöisverksmiðjunni. Aðrar aflafréttir frá Ólafsfirði eru þær að í síðustu viku landaði Sigurbjörg 140 tonnum af rækju að verðmæti 17,5 milljónir króna sem er líklega mesta aflaverð- mæti sem skip hefur komið með að landi fyrir svo stutta veiðiferð, eða tvær vikur. Hásetahluturinn í þessum túr losaði 200 þúsund. Sólbergið er nú að fara í sigl- ingu til Þýskalands þar sem fram á að fara viðgerð á skipinu. í gær hafði skipið fiskað 160 tonn. Ólafur bekkur er kominn á bol- fiskveiðar á ný eftir að hafa nýtt stoppdaga á dögunum til rækju- veiða. Þá voru flutt 50 tonn af rækju til ísafjarðar og fyrir utan gott verð þá fékkst sama magn af þorskkvóta. En skipti á rækju- og bolfiskkvótum munu hafa verið algeng undanfarið vegna hins háa verðs á rækjunni. -þá/SS Mannlíf við höfnina í Hrísey, Siglufjöröur: breytt í frystiflutningaskip að sér sameiginlega ýmis stærri verkefni. Jón sagði að það sem gera þyrfti í ísberginu sé að klæða innan síðurnar og ein- angra, hólfa lestar niður í frysti- rými, setja niður frysti- og ljósa- vélar fyrir meiri orku og fleira. Það er fyrirtækið Sveinn Johnson í Reykjavík sem mun annast niðursetningu á frystivélum í skipið. Jón sagðist ekki geta sagt nákvæmlega hvað verkið myndi taka langan tíma, en tímaáætlun gerði ráð fyrir að verkinu lyki á 20-25 dögum, miðað við að unnið yrði alla daga nema sunnudaga frá klukkan 7 til 22. -þá Vetraráætlun Flugleiða: 31 ferð á viku til Akureyrar þegar mest er - 6 ferðir á viku til Húsavíkur og Sauðárkróks Áætlun Flugleiöa í innan- landsflugi veturinn 1986/87 hefur tekið gildi. Hún er með svipuðu móti og sl. vetur, og áfangastaðirnir samtals 10. I tengslum við áætlunarferðir frá Reykjavík verða síðan framhaldsflug til hinna ýmsu áfangastaða, sem Flugfélag Norðurlands, Flugfélag Aust- urlands og Flugfélagið Ernir annast. Þegar vetraráætlun verður í hámarki, verður 31 ferð í viku milli Reykjavíkur og Akureyrar, sex til Húsavíkur og sex til Sauð- árkróks. Um jól og áramót, og yfir páskahátíðina verður, eins og endranær fjölgað ferðum og settar upp sérstakar áætlanir. I vetur verður eins og undan- farna vetur boðið upp á sérstakar helgarferðir til Reykjavíkur og einnig frá Reykjavík til Akureyr- ar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Þessar helgarferðir verða boðnar á sérlega hagstæðu verði. Má sem dæmi nefna að helgarferð frá Akureyri til Reykjavíkur kostar frá kr. 5.359.-, og er þá miðað við að gist sé í tvær nætur í tveggja manna herbergi. í Reykjavík er hægt að velja um Hótel Esju, Hótel Loftleiðir, Hótel Sögu, Hótel Borg og Hótel Óðinsvé. Þá er sauðfjárslátrun hafln hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri. I gær var ráðgert að slátra um 400 fjár, svona til að koma hlutunum í gang. Þegar Dagur hafði samband við Öla Valdi- marsson sláturhússtjóra í gær, hafði hann ekki Iitið á féð ennþá, enda ekki komið í hús. Aðrir heimildamenn segja það koma vænt af fjalli. í dag má fólk búast við því að geta fengið afgreitt slátur og var Frá Reykjavík til Akureyrar kostar helgarferð frá kr. 4.860.-, og er þá einnig miðað við tvær nætur í tveggja manna herbergi. Á Akureyri er hægt að velja um gistingu á Hótel KEA, Varð- borg, Hótel Akureyri, Hótel Stefaníu og Gistiheimilinu Ás. Óli spurður um verð á því. Hann sagði að haustverðið væri ekki komið til þeirra, en það verð sem þeir ætluðu að byrja með væri 200 krónur. Fyrir þær krónur fá menn heilt slátur með sviðnum haus, hreinsaðri vömb og kepp og eitt kíló af mör. Það getur dregist í tvo til þrjá daga að fá rétt verð á slátrið, en Óli sagði að það gæti varla breyst nema um eina eða tvær krónur, til eða frá, þannig að fólk getur óhrætt byrj- að að taka slátur. SS Akureyri: Slátrun hafin

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.