Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, midvikudagur 1. október 1986 183. tölublað 'k Úrval skrifstofutækja: Ljósritunarvélar, ritvélar, reiknivélar, Facit prentarar og IBM tölvubúnaður GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004 „Það má vel áætla að þetta geti verið upphaf að einhverju stærra,“ sagði Kolbeinn Sigur- björnsson hjá Iðnaðardeild Sambandsins er hann var spurður um kaup þýsks manns á ullarvörum frá Iðnaðardeild- inni. Þessi þýski maður, Werner Dietz kaupmaður í Þýskalandi hafði samband við Iðnaðardeild- ina og vildi gera kaup á ullarvör- um frá íslandi. Fyrsta pöntun hans var um 15 hundruð ullar- teppi, sem hann ætlar að selja í heimalandi sínu. Söluverð er um 900 þúsund krónur. Hann keypti ekki meira að þessu sinni, en búast má við því að sala verði meiri er fram líða stundir, því svona samningar eru oft upphaf að meiru,“ sagði Kolbeinn. gej- Hótel Húsavík: Eigendumir taka við rekstrinum „Við munum hefja eigin rekst- ur á hótelinu á morgun því það hefur komið bréf frá leigutök- um sem kveður á um nokkuð aðra stefnu en verið hefur,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík í gær. Þessar rjúpur voru að sniglast í Sunnuhlíðinni á Akureyri í vikunni. Það er ekki víst að þær verði jafn gæfar eftir 15. október en þá hefst rjúpnaveiðitímabilið „formlega“. Mynd: kk Á fundi stjórnar veitustofnana í dag verður tekin fyrir tiliaga um 9% hækkun gjaldskrár frá 1. nóvember. Tillagan kom fram á fundi stjórnarinnar 24. september en þá var afgreiðslu frestað til næsta fundar. Wilhelm V. Steindórsson hita- veitustjóri sagði í samtali við biaðið að þegar fjárhagsáætlun hitaveitunnar fyrir þetta ár var gerð hafi aðstæður og spá um þróun efnahagsmála verið þannig að gert var ráð fyrir 18% hækkun 1. júlí í sumar. Þessi hækkun kom ekki til framkvæmda. „Nú, þegar komin er út októbervísitala sem gildir fram að áramótum, er ljóst að hækkun byggingarvísi- tölu er minni en spáð hafði verið en þó er ljóst að nauðsynlegt er að hækka gjaldskrá um 9%. Við höfum reynt að fylgja breytingum á byggingarvísitölu og ef við fylgjum ekki eftir hækk- unum sem verða á henni gröfum við mjög fljótt undan rekstrin- um,“ sagði Wilhelm. Hann sagði einnig að engin lán - „nauðsynlegt“ segir hitaveitustjóri yrðu tekin fyrir hitaveituna á þessu ári og í fjárhagsáætlun hefði verið gert ráð fyrir 10 millj- óna króna niðurgreiðslugetu á árinu. Skuldir hitaveitunnar eru nú um 2050 milljónir. „Það hefur þegar verið greitt nokkuð af lán- um á þessu ári en hver endanleg niöurgreiðslugeta ársins verður er ekki hægt að segja fyrr en ljóst er hver gjaldskrárhækkunin verð- ur og hvenær,“ sagði Wilhelm. ET Þjóðverji: Keypti 1500 teppl Hitaveita Akureyrar: 9% hækkun 1. nóvember? Skoðanakönnun framsóknarmanna: Skilafrestur að renna út „Frestur til að taka þátt ■ skoð- anakönnuninni um það hverja fólk vill fá á framboðslista Framsóknarflokksins í Norð- urlandi eystra fyrir komandi alþingiskosningar, rennur út sunnudaginn 5. október. Fljót- lega eftir það verður Ijóst hverjir koma til með að taka þátt í baráttunni um 7 efstu sætin,“ sagði Þórólfur Gísla- son talsmaður kjömefndar Framsóknarflokksins í Norð- urlandi eystra í samtali við Dag. Samvinnuferðir-Landsýn og Flugleiðir hafa haft Hótel Húsa- vík á leigu síðan í fyrravor. Leigusamningurinn sem þá var gerður rann út í gær, hann kvað á um að leigutakar greiddu ákveðna prósentu af rekstri sem leigugjald en bæru sjálfir áhættu af rekstrinum. Nú vilja leigutak- arnir annast ákveðið hlutverk áfram en að áhættan flytjist yfir á eignaraðila. „Það er augljóst að við værum ekki að hefja eigin rekstur ef við værum sáttir við þessar hugmyndir, hins vegar eru á döfinni hjá okkur viðræður við leigutaka m.a. um áframhaldandi samstarf varðandi markaðssetn- ingu og fleira," sagði Bjarni. Stærstu eignaraðilar Hótel Húsavíkur eru Húsavíkurbær, Kaupfélag Þingeyinga og Flug- leiðir. IM „Það er allt á suðupunkti með- al kaupmanna vegna þessa markaðar í Sjallanum og mikil óánægja með að fógeti skuli gefa út leyfi fyrir slíku,“ sagði Birkir Skarphéðinsson for- maður Kaupmannasamtaka Akureyrar, er hann var spurð- ur um álit þeirra á þeim útsölu- markaði sem aðilar í Reykja- Það er óhætt að segja að þetta sé löglegt, en siðlaust af hálfu fógeta. Þessir menn fá leyfið og hafa réttinn sín megin. Meðan fógeti styður ekki við bakið á kaupmönnum á Akureyri þá er ekkert hægt að gera í málinu,“ sagði Birkir. Birgir Hrafnsson sem stendur fyrir þessum markaði sagði að þarna væru vörur frá helstu tísku- verslunum í Reykjavík á boðstól- um „og allt á ótrúlegu verði. Við erum að gefa fólki hér kost á því að versla góðar vörur á góðu verði,“ sagði Birgir. gej „Löglegt en siólaust af hálfu fógeta“ - segir formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar um veitingu leyfis fyrir sölumarkaði í Sjallanum vík opnuðu í Sjallanum í morgun. Þórólfur sagðist vilja áminna fólk um að fylla út heimsenda seðla sem fyrst og póstleggja þá í síðasta lagi 3. október. Ég hef svolítið orðið var við það að sumir eru ekki alveg klárir á því hvernig eigi að fylla seðilinn út, en það er ákaflega einfalt. Menn mega mest skrifa 8 nöfn og minnst 1 og svo er bara að skila inn seðlinum. Einfalt og gott,“ sagði Þórólfur Gíslason. BB. Tilraunir með kynblöndun refa A tilraunabúinu á Möðruvöll- um í Hörgárdal og á tilrauna- stöð Háskólans að Keldum standa nú yfir tilraunir með kynblöndun refa. Tilraunirnar fara í aðalatriðum þannig fram að blárefslæður eru sæddar með sæði úr hvítum íslenskum ref og er megintilgangurinn að koma erfðavísi fyrir hvítum lit yfir í bláref og fá þannig hvítan ref með feldgæði og frjósemi bláréfs. Tilraunastarfsemin má segja að hafi hafist í fyrra þegar yrðl- ingum var safnað úr náttúrunni um allt land. Dýrunum var síðan safnað saman á Möðruvöllum þar sem kynblöndun hófst og nú í ár fór sams konar kynblöndui; af stað á Keldum. Verkefni þetta , • unnið í samvinnu nokkurra aðila en umsjón með því hafa Eggert Gunnarsson dýralæknir, Páll Hersteinsson dýrafræðingur og Stefán Aðalsteinsson erfða- fræðingur. Að sögn Páls er hér um að ræða mjög merkar tilraun- ir og auk þess sem stefnt var að hefur fengist ýmiss konar vitn- eskja um sjúkdóma, erfðareglur og fleira. Sjá bls. 11. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.