Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 9
_Jþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson 1. október 1986 - DAGUR - 9 Knattspyrna: Eiríkur farinn til Svíþjóðar Eríkur Þorsteinsson sem þjálf- aði lið Tindastóls í 3ju deildar keppninni í knattspyrnu í sumar, er farínn aftur til Svi- þjóðar. En þar hefur hann búið síðustu ár og eru litlar sem engar líkur á því að hann verði með lið Tindastóls áfram næsta sumar. Tindastóll varð sem kunnugt er að láta sér nægja 2. sætið í b-riðli 3. deildar í sumar og það dugði liðinu ekki til þess að komast í 2. deild. Eiríkur lék einnig með lið- inu í sumar og lék oft mjög vel enda mikill baráttu- og keppnis- maður þar á ferðinni. Kannski hefur ein ástæðan fyr- ir því að Tindastóll náði ekki að vinna sér sæti í 2. deild verið sú að nokkrir leikmenn liðsins fóru að mæta frekar illa á æfingar seinni part sumars. Þá missti liðið þrjá menn úr liðinu seinni partinn, einn þeirra fór út til náms en tveir fóru í sumarfrí. Lið sem ekki hefur breiðari hóp en Tindastóll hafði, mátti ekki við þeirri blóðtöku. Það eru því allar líkur á að Tindastóll þurfi að leita að nýjum þjálfara fyrir næsta keppnistíma- bil. Handbolti: Þeir yngstu að byrja æfingar Æfingar hjá yngri flokkum Þórs í handbolta, eru að hefjast. Meistaraflokkur karla hefur æft á fullu undanfarnar vikur. Þá verður Þór með meistaraflokk kvenna í gangi í vetur eftir árs hlé. Æfingatafla Þórs lítur þannig út: Meistaraflokkur karla á mánu- dögum kl. 19-20.30 í Skemmunni, þriðjudögum kl. 20.15-21.30 og fimmtudögum kl. 20.30-22 í Höllinni. 3. flokkur karla er með æfingar á þriðjudögum kl. 19-20.15 í Höllinni, fimmtudögum kl. 19-20 og föstudögum kl. 17-18 í Skemmunni. 4. flokkur er með æfingar á miðvikudögum kl. 18- 19, fimmtudögum kl. 20-21 og sunnudögum kl. 12.30-13.30 allar í íþróttahúsi Glerárskóla. 5. flokkur er með æfingar á þriðju- dögum kl. 19-20, fimmtudögum kl. 19-20 og sunnudögum kl. 11.30-12.30 í íþróttahúsi Glerár- skóla. 6. flokkur er með æfingar á þriðjudögum kl. 18-19 og á sunnudögum kl. 10.30-11.30 í íþróttahúsi Glerárskóla. Meistaraflokkur kvenna er með æfingar á þriðjudögum kl. 18-19 og miðvikudögum kl. 21-22 í Skemmunni. 3. flokkur kvenna æfir á þriðjudögum kl. 17-18 og á sunnudögum kl. 9.30-10.30 í íþróttahúsi Glerárskóla. Æfingar bolta að Körfuknattleiksdeild Þórs er að fara af stað með æfingar fyrir yngstu kynslóðina. Undanfarin ár hefur deildin verið að horfa á eftir tímum sem hún hafði í Glerárskóla, vegna aukins þunga í skóla- kennslu á meðan Skemman er ekki fullnýtt á daginn. Þó hefur deildin enn tíma handa þeim yngstu. Æfingar hjá 5., 4. og 3. flokki eru í íþrótta- húsi Glerárskóla. Hjá 5. flokki í körfu- hefjast og byrjendum á sunnudögum kl. 13.30-14.25. Hjá 4. flokki á mið- vikudögum kl. 17-18 og á fimmtudögum kl. 22-23. Hjá 3. flokki eru æfingar á þriðjudögum kl. 20-21 og á fimmtudögum kl. 21-22. Æfingar hjá meistaraflokki eru á mánudögum kl. 20.30-22 í Skemmunni en á þriðjudögum frá kl. 21.30-23 og fimmtudögum frá kl. 19-20.30 í Höllinni. Þjálfari allra þessa flokka er ívar Webster. Knattspyrna: Beinar útsendingar í ar Guðmundssonar og einn leikur með Stuttgart, liði sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með. Það má því búast við að knatt- spyrnuáhugamenn sitji við tækin sín á laugardögum í nóvember og fylgist með nokkrum af bestu fé-- lagsliðum í Evrópu í leik. Leikirn- íslenska sjónvarpið mun ætla að sýna 5 beinar útsendingar frá leikjum í v.-þýsku knatt- spyrnunni í nóvember, eða alla laugardaga í þeim mánuði. Meðal leikja, eru tveir með Bayer Uerdingen liði þeirra Atla Eðvaldssonar fyrirliða íslenska landsliðsins og Lárus- 2. flokkur Þórs, Akureyrarmeistari í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum Þorsteini Ólafssyni. B-lið 3. flokks KA, Akureyrarmeistari í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum Erlingi Kristjánssyni. Myndir: kk Þór hafði betur í 2. flokki karla - í Akureyrar- og haustmótinu í knattspyrnu í Akureyrar- og haustmóti 3ja flokks í knattspyrnu, skiptu KA og Þór bróðurlega með sér verðlaunum. Þór sigraði í öll- um leikjum A-liðanna en leikir B-liðanna voru mun jafnari. Jafnt var í báðum leikjum lið- anna í Akureyrarmótinu en í 4 haustniótinu náði KA að sigra. f fyrri leik A-liðanna í Akur- eyrarmótinu, sigraði Þór 3:1 en jafnt varð, 3:3 í leik B-liðanna. í seinni leiknum sigraði A-lið Þórs 6:1 en B-liðin gerðu jafntefli 1:1. Það varð því ekki ljóst fyrr en í haustmótsleiknum hvort liðið ynni Akureyrarmeistaratitil B- liðanna. Leikirnir í haustmótinu fóru nóvember ir sem sýndir verða eru þessir: 1. nóv. W.-Bremen-Uerdingen. 8. nóv. Stuttgart-W.-Bremen. 15. nóv. Hamburg-Köln. 22. nóv. Uerdingen-Bayern M. 29. nóv. Gladbach-Köln. Allt eru þetta leikir með topp- liðunum í þýsku knattspyrnunni sem gaman verður að sjá. þannig að Þór sigraði 1:0 í leik A- liðanna en í leik B-liðanna sigr- aði KA 4:2 og varð því meistari. í seinni leik A-liðanna í Ak- mótinu var Páll Gíslason rekinn af leikvelli fyrir að sparka vilj- andi í Vilhelm Þorsteinsson, þeg- ar boltinn var víðs fjarri. Páli var réttilega vísað af leikvelli og reyndar var Vilhelm líka rekinn af velli en sá dómur var frekar vafasamur, þar sem Páll átti alla sök. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem Páll var rekinn af leikvelli fyrir óprúðmannlega framkomu en vonandi í það síð- asta. Það er leiðinlegt að sjá góða knattspyrnumenn eins og Pál haga sér eins og smábarn á vellin- um. í leik sömu liða í haustmótinu gerðist KA-maður brotlegur á svipaðan hátt og Páll en það var Jón Einar Jóhannsson og var honum réttilega vísað af leikvelli. Vonandi var þetta í fyrsta og síð- asta skipti sem slíkt hendir Jón Einar. 3. flokkur kvenna: KA og Þór voru með þ 'ú lið hvort í 3. flokki kvenna í t kur- eyrar- og haustmóti. í tyrri umferð í Ak-móti varð jafnt 0:0 í leik A-liðanna, jafnt 1:1 í leik B- liðanna en Þór sigraði 1:0 í leik C-liðanna. í seinni umferðinni fóru leikar þannig að A-lið KA sigraði 3:1, B-lið Þórs sigraði 1:0 og C-lið Þórs 3:0. KA varð meist- ari í A-liðinu,N en Þór í B- og C- liðinu. í haustmótinu fóru leikar þannig að A-lið KA vann 1:0, B- lið Þórs 1:0 en jafnt varð í leik C- liðanna 1:1. 2. flokkur kvenna: Þór og KA voru aðeins með sitt hvort lið í þessum flokki. Þórslið- ið hafði talsverða yfirburði og sigraði í öllum leikjunum þremur. Fyrri leiknum í Ak-mót- inu lauk með 5:0 sigri Þórs, seinni leiknum með 2:1 sigri Þórs og leikurinn í haustmótinu end- aði 3:1 fyrir Þór. 2. flokkur karla: Þarna var hart barist og hvergi gefið eftir frekar en í öðrum flokkum þegar KA og Þór mætast. Þór sigraði 3:1 í fyrri leik liðanna í Ak-mótinu en KA menn snéru dæminu við í seinni leiknum og unnu 2:1. Það var því leikurinn í haustmótinu sem réði úrslitum. Sá leikur var æsispenn- andi og mjög jafn en þegar flaut- að var til leiksloka, stóð Þór uppi sem sigurvegari 2:1 og var liðið þar með orðið Ak-meistari í þessum flokki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.