Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 01.10.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. október 1986 iMflm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Bandalag jafnaðar- manna innlimað Það dró til tíðinda í pólitíkinni síðasta dag septembermánaðar. Bandalag jafnaðar- manna var lagt niður, enda orðið lítið annað en nafnið, því fylgjendurna vantaði. Það var innlimað í Alþýðuflokkinn, þaðan sem það átti rætur að rekja. Þegar svona lagað gerist verða menn að reyna að halda andlitinu og það þykjast for- svarsmenn Bandalags jafnaðarmanna gera með því að stofna Félag frjálslyndra jafnað- armanna, sem æskir síðan aðildar að Alþýðu- flokknum. En þetta er bara skollaleikur til þess gerður að reyna að slá ryki í augu fólks. Bandalag jafnaðarmanna var svo gott sem dautt pólitískt fyrirbrigði. Því var ætlað að hrista duglega upp í flokkakerfinu og þeirri spillingu sem bandalagsmenn töldu sig sjá hvarvetna. Að sumu leyti höfðu þeir töluvert til síns máls, einkum hvað varðar áhrif stjórn- málaflokka inn í embættismannakerfið og e.t.v. bankana, auk tengsla við fyrirtæki og hagsmunaárekstra í þessu sambandi. Það fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með pólitískri umræðu að Bandalag jafnað- armanna og Alþýðuflokkurinn virtust eiga fátt sameiginlegt, enda það fyrrnefnda klofn- ingur út úr Alþýðuflokknum á sínum tíma og hatrammar deilur voru um grundvallaratriði í stjórnmálum milli þessara tveggja flokka. Nú eru þeir á ný komnir saman í eina sæng og þá er forvitnilegt að minnast þess frá síðastliðnu hausti og vetri, þegar Jón Baldvin Hannibals- son biðlaði hvað mest til Bandalags jafnað- armanna um sameiningu eða a.m.k. sam- vinnu. Þeim málaleitunum var jafnan neit- að mjög kröftuglega. Nú hefur flokkunum sem fulltrúa eiga á þingi sem sagt fækkað um einn. Kratarnir eru komnir saman á nýjan leik og geta nú farið að biðla með auknum þunga til íhaldsins. Það er áreiðanlega engin tilviljun að þessu gervifé- lagi sem stofnað var úr rústum Bandalags jafnaðarmanna var valið nafnið Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna. Bæði ætti frjáls- hyggjumönnunum í Sjálfstæðisflokknum að hugnast nú nafngift ágætlega, auk þess sem hún er vænleg til að slá örlítið á hendur ung- liðahreyfingar Alþýðuflokksins, sem hefur haft tilhneigingu til þess undanfarið að líta svolítið til vinstri og horfa hýru auga til æsku- lýðsfylkingar Alþýðubandalagsins. HS - Kristín Friðriksdóttir, Kópaskeri í viðtali dagsins Kristín Friðriksdóttir er versl- unarstjóri hjá KNÞ á Kópa- skeri. Hún féllst á að svara nokkrum spurningum um verslunina og einnig um mann- líflð. - Kristín, er þetta ekki eina verslunin á staðnum? „Þetta er eina matvöruverslun- in, en hér er einnig véladeild og pakkhús þar fást málninga- og byggingavörur." - En í þessari verslun seljið þið svo til allt milii himins og jarðar. „Já, alla matvöru og ýmislegt annað, vefnaðarvöru, vinnufatn- að, einnig sportvörur, veiðidót og fleira slíkt, skófatnað til dæm- is stígvél." - Hvað þjónið þið stóru svæði? „Við þjónum Vestursléttunni og síðan hálfa leið að Ásbyrgi, en við Ásbyrgi er útibú héðan og það þjónar Kelduhverfi og þeim hluta Öxarfjarðar sem er nær þeirri verslun.“ - Hvernig gengur að reka svona fjölþætta verslun á svona litlum stað? „Það gengur ekki nógu vel.“ - Eru gerðar miklar kröfur til ykkar hvað vöruval varðar? „Það er ætlast til að við séum með sérverslanir á mörgum Ur versluninni. sviðum, annars eru viðskiptavin- irnir misjafnir, sumir eru alltaf kvartandi en í öðrum heyrir mað- ur aldrei." - Verslunin er í nýju húsnæði. „Það var byggt við húsið og í viðbyggingunni er verslunin og lagerrýmið, þetta húsnæði var tekið í notkun 8. júlí í fyrra, hér er rúmt um okkur og aðstaðan mjög góð, “ - En verslunarstjórinn, ert þú frá Kópaskeri? „Ég er fædd hér á staðnum og hef átt heima hérna alla mína tíð að undanskildu einu ári en þá vann ég á Akureyri.“ - Nú ert þú ung kona, segðu mér hvað unga fólkið gerir í tóm- stundum sínum hérna? „Það er misjafnt eftir því hvaða áhugamál menn hafa. Ég stunda ekki mikið böllin, er hætt að nenna því nema þegar eru þorrabót, hjónaböll og slíkar samkomur hérna á staðnum. En það er ýmislegt fleira til en böll.“ - Hvað er hægt að gera? „Við erum til dæmis í blaki á veturna, yngri konurnar og svo erum við með kóræfingar í hverri viku hjá kirkjukórnum. Við hitt- umst í hverri viku þó að ef til vill sé ekki messað nema einu sinni í mánuði. Karlmennirnir eru líka í blaki og hér er kvenfélag og Kiwanisfélag. Mér finnst fólk Myndir: IM hérna ekki vera í vandræðum með tímann sinn, frekar að það geti ekki tekið þátt í öllu sem það mundi vilja sinna. Eftir kosning- arnar í vor var skipuð ný umhverfisnefnd og það lofar mjög góðu með þessa nefnd. Hún hefur strax hafið störf og fyrstu helgina í september var byrjað að þekja íþróttavöllinn. Hérna í anddyrinu er skrá yfir fólkið sem tekið hefur þátt í þessu verkefni, ég held að það séu um hundrað manns sem lagt hafa hönd á plóginn eða annar hver maður, því tæplega tvö hundruð manns búa í plássinu. Þetta hefur gengið mjög vel, að vísu er þetta mikil vinna og þök- urnar eru þungar en fólk hjálpast að og mér finnst þetta gott fram- tak hjá nefndinni. Það á að reyna að ljúka við að þekja völlinn fyrir snjóa og næsta vor hefur nefndin í hyggju að láta hreinsa grjót úr brekkum sem liggja að vellinum, þekja þær og útbúa áhorfendapalla. Þessi völl- ur hefur ekki nýst sem skyldi vegna þess að á honum var möl og þar var mjög vont að spila fót- bolta og æfa íþróttir.“ - Hvað með sundlaugarmál? „Það er sundlaug í Lundi en ég veit að krakkarnir notuðu sund- laugina miklu meira ef hún væri á staðnum. En það sem mér finnst brýnasta málið hjá hreppnum er að koma upp þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Hér býr margt fólk sem komið er yfir miðjan aldur, kannski ein manneskja í heilu húsi eða tvær til þrjár manneskj- ur í stórum húsum. Ég veit að þetta fólk vill gjarnan komast í minna húsnæði. Það er orðið það fullorðið að það á erfitt með að sjá um sín hús, sumir eru hættir að vinna og orðnir lasburða. Mér finnst vanta að það sé einhver þjónusta við þetta eldra fólk, t.d. húshjálp. Fólk hefur verið að sækja um á Hvammi, dvalar- heimili aldraðra á Húsavík en þar er langur biðlisti og fólk hérna vill frekar vera í sínum húsum heldur en að fara til Húsavíkur. Þó að erfitt sé að koma þessum málum í horf held ég að það væri fræðilegur möguleiki." IM j/iðtal dagsins. n Kristín Friðriksdóttir. Fólk ekki í vandræðum með að eyða tímanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.