Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. október 1986 Leikfélag Akureyrar Marblettir eftir hina og þessa Frumsýning föstudaginn 24. okt. kl. 20.30. 2. sýning laugardag 25. okt. kl. 20.30. Barnaleikritið Herra Hú. 10. sýning sunnud. 26. okt. kl. 15.00. Enn er hægt að kaupa aðgangskort Miöasala í Ánni, Skipagötu er opin frá kl. 14.00-18.00, sími 24073. Símsvari allan sólarhringinn. ■■■■«*■■■■■■■■■■■■■■ Grattan pöntunarlisti Haust- og vetrarlisti 1986 kominn. Umboð Akureyri sími 23126. Verð kr. 200.00 + póstkrafa ATH! listanum ekið heim innan Akureyrar. Véismiðjan Vík hf. Grenivík auglýsir Tökum að okkur: Vélaviðgerðir ★ Járnsmíði ★ Álsmíði. Viðgerðir á heimilistækjum. Sala á járni og áli. Upplýsingar í síma 96-33216 á kvöldin hjá Jakobi Þórðarsyni í síma 96-33113. Takið eftir Ýtuvinna ★ Jarðvegsskipti ★ Fyllingarefni Sparið tíma fé og fyrirhöfn. Til leigu 26 tonna jarðýta í flest verk. Útvegum einnig önn- ur tæki t.d. traktorsgröfu, beltagröfu, dráttarbíla, einnig allt fyllingarefni. Tökum að okkur stór sem smá verkefni. Vanir menn, góðar og afkastamiklar vélar. Hringdu og fáðu upplýsingar. Friðrik Bjarnason, heimasími 26380, bílasími 985-21536. Guðmundur Kristjánsson, heimasími 23349, vinnusími 22333. Kaupskip hf. Hefjum siglingar til Englands, Hollands, Belgíu, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs í næsta mánuði. Upplýsingar á skrifstofu Kaupskips. A TH! Höfum frystivörur jafnt og aðrar vörur. Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri. Sími 96-27035. Leikfélag Akureyrar: Frumsýnir Marbletti í kvöld í kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Marbletti eftir Bengt Ahlfors, Kristján frá Djúpalæk, Pétur Einarsson og fleiri. Hér er um að ræða sambland af revíu og kabarett sem Bengt Ahlfors er upphaf- lega höfundur að, en verkið er mjög staðfært upp á ísland og íslensk málefni þar sem skop- ádeila á fínnsk vandamál stendur okkur ekki mjög nærri. Leikstjóri er Pétur Ein- arsson. „í þessu verki eru vandamálin leyst í eitt skipti fyrir öll. Karl- mönnum er boðið upp á nokkrar lausnir á jafnréttisvandamálinu, en þeir hafa orðið undir í barátt- unni. Nú geta þeir fundið aftur leiðir til að verða ofan á. Hér er líka endanlegt uppgjör við ’68 kynslóðina, svo fátt eitt sé nefnt. Svo er upplýst hvað í rauninni er að gerast í norrænni samvinnu, kynning á störfum Norðurlanda- ráðs. Raunir Berta litla koma líka við sögu og tiplað er á vanda- málum sem koma upp í rúminu," sagði Pétur Einarsson. Hann sagði að 1. atriðið væri byggt á sannsögulegum atburð- um sem áttu sér stað í Sam- komuhúsinu, en vildi að sjálf- sögðu ekki upplýsa það nánar. Blaðamaður leit inn á æfingu og sá nokkur sjálfstæð og laustengd atriði, sungin og leikin. Þótt gam- anið og sprellið væri í fyrirrúmi má búast við að sum atriðin þyki nokkuð snörp ádeila. Greinilegt var að þeir Pétur og Kristján hafa verið að heimfæra atriði upp á atburði sem hafa verið að gerast undanfarið í íslensku þjóðlífi. Þeir eru líka þýðendur að texta Bengts Ahlfors, þar sem hann er notaður. Sum atriðin eru svo bundin Finnlandi að bein þýðing kemur ekki til greina. Áhorfend- ur mega búast við kostulegum uppákomum. Pétur Einarsson sér einnig um leikmynd og hannar búninga ásamt Freygerði Magnúsdóttur, þannig að hlutur hans í verkinu er gríðarlega stór. Ingimar Eydal „Raunir Berta litla koma líka við sögu.“ og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sjá um undirleik og Ingvar Björns- son lýsingu. Úrvals leikarar taka þátt í sýningunni. Skúli Gauta- son, Inga Hildur Haraldsdóttir og Einar Jón Briem, sem gert hafa mikla lukku í Herra Hú. Sunna Borg, Marinó Þorsteins- son og síðan liðsauki frá Svíþjóð, María Ámadóttir. Öll bregða þau sér í margs konar gervi. Herra Hú hefur gengið mjög vel og verður sýndur áfram á sunnudögum, en áætlað er að sýna Marbletti á föstudögum og laugardögum. Og í kvöld má búast við spennandi frumsýn- ingu. SS Neyðaróp: Passíukórinn vantar karlaraddir Passíukórinn á Akureyri, undir stjórn Roars Kvam, hóf sitt 15. starfsár nú í haust, með æfingum á verkinu Gloria eftir Vivaldi. Það verður flutt á tónleikum Kammersveitar Tónlistarskólans í desember. Það er áhyggjuefni hversu fámennur kórinn hefur verið undanfarin ár. Það veldur erfið- leikum við val á verkefnum og álagið á hvern og einn kórfélaga verður mjög mikið. Þetta á sér- staklega við um karlaraddirnar og er nú svo komið að algjört neyðarástand ríkir í kórnum. Því er hér með skorað á sem flesta að koma til liðs við kórinn, ella mun starf hans óhjákvæmilega leggj- ast niður. í vetur mun Páll Jóhannesson annast raddþjálfun kórfélaga. Það er því kjörið tæki- færi fyrir áhugasamt fólk að fá til- sögn í raddbeitingu. Einnig er til athugunar að halda námskeið í undirstöðuatriðum í nótnalestri, ef næg þátttaka fæst. Margir hafa sett fyrir sig æfingatíma um helgar og hefur kórinn því tekið upp nýja æfinga- tíma og æfir nú á mánudögum kl. 20-22 í Samkomuhúsinu og á fimmtudögum í Tónlistarskólan- um á sama tíma. Passíukórinn endurtekur neyð- aróp sitt og skorar á söngglaða að koma til liðs við hann. Allar upp- lýsingar gefa stjórnandi (s. 24769) og stjóm kórsins, en hana skipa: Arnheiður (s. 25784), Sól- veig (s. 26557), Auður (s. 24812), Borghildur (s. 24204) og Svana (s. 22052). Vi 11 ibráöarkvöld í Smiðjunni Um helgina verður efnt til villi- bráðarkvölda í veitingahúsinu Smiðjunni á Akureyri og er óhætt að segja að vei sé vand- að til veislu. Villibráðarkvöldin verða í kvöld og á sunnudagskvöld og er boðið upp á sérstakan matseðil sem samanstendur af landpaté með cumberlandsósu, villtu fugl- aseiði með fjallagrösum og ost- astönglum, köld rjúpnabrjóst með týtuberjasultu og hreindýra- steik sem borin er fram með rosmarinsoðnum kartöflusneið- um og waldorfsalati. Hallgrímur Arason í Smiðj- unni sagði að ekkert væri til spar- að að gera þessi villibráðarveislu sem veglegasta. „Við höldum verðinu þó niðri og verð þessara girnilegu rétta á villibráðamat- seðlinum er aðeins 1500 krónur,“ sagði hann. Þess má svo að lok- um geta að hægt verður að fá aðra rétti af matseðli hússins bæði kvöldin, og Þorvaldur Hall- grímsson er nú mættur á ný í Smiðjuna og leikur tónlist fyrir matargesti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.